Morgunblaðið - 30.08.2013, Blaðsíða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 2013
Verkið var viðleitni til að fjalla
um áhrif manngerðra hluta, hér
gítarmagnara. Dansararnir döns-
uðu við sviðsmyndina sem var
mynduð af ómandi gítarmögnurum.
Tónlist Hallvarðs Ásgeirssonar lék
veigamikið hlutverk. Verkið sýndi
margar fallegar myndir en heildar-
áhrifin hefðu mátt vera sterkari
þar sem hugmyndafræðin skilaði
sér ekki til fulls.
Í verkinu Soft Target Installedeftir Margréti Söru Guðjóns-
dóttur er tjáning og hreyfiform lík-
amans aðalatriði en umgjörð og
tónlist skapa ómissandi stemningu.
Verkið var flutt í sætalausum sal í
Hörpu. Áhorfendur stóðu inni í
miðju rýminu og fylgdust með míni-
malískum hreyfingum fjögurra
dansara sem voru hver upp við sinn
vegg. Verkið tekur á samskiptum,
firringu og einangrun í nútíma-
samfélagi. Hvernig við horfum og
hvernig við upplifum augnaráð
annarra. Það er óþægilega mikil
nánd í verkinu sem vekur mikla til-
finningaflóru hjá áhorfandanum,
sem erfitt er að ná fram, en Mar-
gréti Söru tekst það svo sannarlega
í þessu verki.
Frá stofnun hefur ReykjavíkDance Festival haft það að
markmiði að auka sýnileika nú-
tímadans í samfélaginu og kynna
sjálfstætt starfandi danslistamenn.
Það má segja að það hafi tekist með
prýði þetta árið þar sem aðsókn
hefur verið mjög góð á allar sýn-
ingar til þessa og umræða um dans
er farin að þykja spennandi um-
ræðuefni í kaffiboðum. Hvað er
dans?
Hvenær hættir dans að vera dans?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eldar Dansarar verksins voru þrjú tonn af flugeldum sem danshöfundurinn Sigríður Soffía stýrði á Menningarnótt með fulltingi Hjálparsveitar skáta.
»Hin árlega flug-eldasýning Menn-
ingarnætur var end-
urhönnuð af dans-
listamanni og sett undir
hatt listarinnar og vakti
það fólk til umhugsunar
um listformið dans.
AF DANSI
Margrét Áskelsdóttir
margretaskels@gmail.com
Reykjavík Dance Festival varopnuð við hátíðlega athöfn íListasafni Reykjavíkur síð-
astliðinn föstudag. Hátíðin var
stofnuð af sjálfstætt starfandi döns-
urum og danshöfundum árið 2002
og er nú haldin í ellefta sinn. Hún
stendur yfir dagana 23. ágúst til 1.
september og er af nógu að taka.
Efnisvalið er einstaklega fjölbreytt
í ár og er nú í fyrsta sinn sérstök
dagskrá tileinkuð dansmyndum og
dansinnsetningum, auk þess sem
boðið er upp á fjölda viðburða sem
standa öllum opnir án endurgjalds;
danstíma, Lunch Beat, fyrirlestra,
gjörninga og öskurskúlptúr. List-
rænir stjórnendur hátíðarinnar eru
Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jó-
hannsson. Í tilkynningu segir að á
hátíðinni sé ekki að finna eitt
ákveðið þema, heldur megi greina
skýra fagurfræði öfganna og hafa
þau sett saman dagskrá með verk-
um íslenskra og alþjóðlegra lista-
manna sem þau telja mikilvæga og
áhugaverða fyrir Ísland í dag.
Á þessum fyrstu dögum hátíð-arinnar hafa íslenskir dans-
listamenn verið fyrirferðarmiklir.
Fyrst ber að nefna glóandi dans-
verkið Elda eftir Sigríði Soffíu
Níelsdóttur þar sem líkaminn er
fjarlægur. Dansarar verksins eru
þrjú tonn af flugeldum sem dans-
höfundurinn leikstýrði í miðborg
Reykjavíkur með fulltingi Hjálp-
arsveitar skáta. Hin árlega flug-
eldasýning Menningarnætur var
endurhönnuð af danslistamanni og
sett undir hatt listarinnar og vakti
það fólk til umhugsunar um list-
formið dans. Verkið var einstak-
lega fallegt og vakti mikla lukku
áhorfenda.
Í verkinu Scape of Grace eftirSögu Sigurðardóttur sem sýnt
var í Hafnarhúsinu er einnig leitað
leiða til þess að taka líkamann út úr
dansinum en þó á gjörólíkan hátt en
í Eldum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tjáning Soft Target Installed, verk Margrétar Söru, var flutt í Hörpu og stóðu gestir í rýminu miðju.
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 2. september.
Barnavagnar
Kerrur
Bækur
Leikföng
Ungbarnasund
Fatnaður
FatnaðurBarnaljósmyndir
Öryggi barna Gleraugu
Uppeldi
Námskeið
SÉRBLAÐ
Börn og uppeldi
Víða verður komið við í uppeldi barna, í tómstundum,
þroska og öllu því sem viðkemur börnum.
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað tileinkað börnum og uppeldi
föstudaginn 6. september
Morgunblaðið/Kristinn
Ánægð Í ritnefnd Hræringa sátu Mads Holm, Björn Kozempel, Max Dager, Ilmur Dögg Gísladóttir og Sigurður Ólafsson, en á
myndina vantar Malene Berthelsen Lindgren. Í bókinni er fjallað um þá fjölbreyttu starfsemi sem verið hefur í Norræna húsinu.
Pennafær Andri Snær Magnason ásamt Margréti Sjöfn Torp, en hann er einn höf-
unda bókarinnar sem fagnað var í útgáfuhófi í Norræna húsinu nú í vikunni.
Norræna húsið í Reykjavík fagnaði
45 ára afmæli sínu 28. ágúst sl. Af
því tilefni kom bókin Hræringar út
þar sem fjallað er um starfsemi
hússins undanfarin sjö ár og ís-
lenskt menningarumhverfi á um-
brotatímum þessara liðnu ára. Var
bókinni fagnað með fjölmennu út-
gáfuhófi í Norræna húsinu. Höf-
undar efnis í bókinni eru Steinunn
Sigurðardóttir fatahönnuður, Ari
Trausti Guðmundsson jarðfræð-
ingur, Andri Snær Magnason rit-
höfundur, Gerður Kristný rithöf-
undur og ljóðskáld, Einar Már
Guðmundsson rithöfundur, Sjón
rithöfundur, Dominique Plédel Jón-
son, blaðamaður á Gestgjafanum,
og Jónas Sen tónlistarmaður.
Hræringum fagnað
í Norræna húsinu