Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013 Ferðalög og flakk L inda Ársælsdóttir ólst upp á Svalbarðseyri og svo skemmtilega vill til að nú er hún í skiptinámi á einum nyrsta byggða stað veraldar, Sval- barða í Norður-Íshafi. Svalbarði er undir norskri stjórn samkvæmt Svalbarðasamningnum frá 1920 og er eyjaklasi mitt á milli Noregs og norðurpólsins. En hvernig stóð á því að Linda ákvað að fara til náms alla leið á Svalbarða. ,,Mig langaði að fara í skiptinám og prófa eitthvað nýtt,“ segir Linda sem er 25 ára nemi í líffræði við Háskóla Íslands „Okkur var bent á að það væri möguleiki að fara í skiptinám á Svalbarða. Ævintýra- þráin kallaði þegar ég fór að lesa mér til um Háskólasetrið á Sval- barða, námið var spennandi og skemmtilegt tækifæri að fá að búa 78°N á norðurhjara veraldar.“ Linda hefur dvalið þarna síðan í janúar og kemur aftur heim til Ís- lands í þessum mánuði. ,,Ég er nú ekki tilbúin að kveðja Svalbarða fyr- ir fullt og allt og gæti alveg hugsað mér að koma hingað aftur í framtíð- inni.“ Býr í bragga Linda býr í Longyearbyen sem er stærsti bærinn á svæðinu. En flestir nemendurnir búa í bröggum í Ny- byen sem er í um það bil þriggja kílómetra leið frá háskólasetrinu og „miðbænum“. Hún segir hressandi að ganga í skólann á morgnana og aftur heim seinnipartinn. Mikið stuð og stemning sé í bröggunum í Ny- byen þar sem flestir nemendurnir búi. Námið er líka skemmtilegt og tengist allt norðurheimskautssvæð- inu. ,,Ég tek annarsvegar námskeið í líf- og vistfræði á norðurslóðum og hinsvegar í umhverfisstjórnun og áhrifum loftslagbreytinga á norð- urslóðir,“ segir Linda sem er ekki eini Íslendingurinn á svæðinu. ,,Við erum fimm Íslendingar sem búum hér eins og er. Við erum með lítið Íslendingafélag og hittumst reglu- lega. Sennilega minnsta og nyrsta Íslendingafélagið. Ég er eini íslenski nemandinn á háskólasetrinu eins og er.“ Linda Ársælsdóttir, fyrir miðju, í léttum leik í kuldanum á Svalbarða. SKIPTINEMI Á SVALBARÐA Lífið á norður- hjara veraldar LINDA ÁRSÆLSDÓTTIR BÝR Í BRAGGA Í TVÖ ÞÚSUND MANNA BÆ OG ÞARF AÐ VERA MEÐ RIFFIL TIL AÐ FARA ÚT FYRIR BÆINN. FLESTA DAGA ER 15-20 GRÁÐU FROST. Sigríður Huld Blöndal shg@hi.is Skíðað til að komast í fyrstu geisla sólarinnar. Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Íslensk hönnun og framleiðsla r. 24.300 E 60- Verð frá k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.