Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013
Ferðalög og flakk
L
inda Ársælsdóttir ólst upp á
Svalbarðseyri og svo
skemmtilega vill til að nú er
hún í skiptinámi á einum
nyrsta byggða stað veraldar, Sval-
barða í Norður-Íshafi. Svalbarði er
undir norskri stjórn samkvæmt
Svalbarðasamningnum frá 1920 og
er eyjaklasi mitt á milli Noregs og
norðurpólsins. En hvernig stóð á því
að Linda ákvað að fara til náms alla
leið á Svalbarða.
,,Mig langaði að fara í skiptinám
og prófa eitthvað nýtt,“ segir Linda
sem er 25 ára nemi í líffræði við
Háskóla Íslands „Okkur var bent á
að það væri möguleiki að fara í
skiptinám á Svalbarða. Ævintýra-
þráin kallaði þegar ég fór að lesa
mér til um Háskólasetrið á Sval-
barða, námið var spennandi og
skemmtilegt tækifæri að fá að búa
78°N á norðurhjara veraldar.“
Linda hefur dvalið þarna síðan í
janúar og kemur aftur heim til Ís-
lands í þessum mánuði. ,,Ég er nú
ekki tilbúin að kveðja Svalbarða fyr-
ir fullt og allt og gæti alveg hugsað
mér að koma hingað aftur í framtíð-
inni.“
Býr í bragga
Linda býr í Longyearbyen sem er
stærsti bærinn á svæðinu. En flestir
nemendurnir búa í bröggum í Ny-
byen sem er í um það bil þriggja
kílómetra leið frá háskólasetrinu og
„miðbænum“. Hún segir hressandi
að ganga í skólann á morgnana og
aftur heim seinnipartinn. Mikið stuð
og stemning sé í bröggunum í Ny-
byen þar sem flestir nemendurnir
búi.
Námið er líka skemmtilegt og
tengist allt norðurheimskautssvæð-
inu. ,,Ég tek annarsvegar námskeið
í líf- og vistfræði á norðurslóðum og
hinsvegar í umhverfisstjórnun og
áhrifum loftslagbreytinga á norð-
urslóðir,“ segir Linda sem er ekki
eini Íslendingurinn á svæðinu. ,,Við
erum fimm Íslendingar sem búum
hér eins og er. Við erum með lítið
Íslendingafélag og hittumst reglu-
lega. Sennilega minnsta og nyrsta
Íslendingafélagið. Ég er eini íslenski
nemandinn á háskólasetrinu eins og
er.“
Linda Ársælsdóttir, fyrir miðju, í léttum leik í kuldanum á Svalbarða.
SKIPTINEMI Á SVALBARÐA
Lífið á norður-
hjara veraldar
LINDA ÁRSÆLSDÓTTIR BÝR Í BRAGGA Í TVÖ ÞÚSUND
MANNA BÆ OG ÞARF AÐ VERA MEÐ RIFFIL TIL AÐ FARA
ÚT FYRIR BÆINN. FLESTA DAGA ER 15-20 GRÁÐU FROST.
Sigríður Huld Blöndal shg@hi.is
Skíðað til að komast í fyrstu geisla sólarinnar.
Klassísk hönnun frá 1960
Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali
Íslensk hönnun og framleiðsla
r. 24.300
E 60-
Verð frá k