Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013 Græjur og tækni E lon Musk tilkynnti nýlega á Twitter að hann hefði í hyggju að birta fyrstu teikningar af nýju bylting- arkenndu farartæki hinn 12. þessa mánaðar. Margir bíða þess í ofvæni hvað hann hefur fram að færa. Áhugi Elon Musk á háhraða almennings- samgöngum vaknaði þegar hann skoðaði áætlanir um nýja háhraðalest sem ráðgerð er á milli Los Angeles og San Francisco. Það eru rúmlega 600 km sem skilja borgirnar að en sú háhraðalest sem nú er á teikniborðinu myndi stytta ferðatímann á milli borganna í tæplega þrjár klukkustundir. Elon Musk tel- ur að hægt sé að gera betur. Undanfarið hef- ur hann gefið í skyn að hann sé að vinna í útfærslu á því sem hann hefur kallað fimmtu stoðina í samgöngum (hinar fjórar væru bílar, bátar, lestar og flugvélar) sem myndi stytta ferðatímann á milli Los Angeles og San Francisco um 30 mínútur. Brjálaði uppfinningamaðurinn Undir flestum kringumstæðum væru svona yfirlýsingar afskrifaðar sem hvert annað bull, í það minnsta þar til teikningar lægju fyrir. En þegar Elon Musk talar er tækni- heimurinn vanur að hlusta. Musk fæddist í Suður-Afríku árið 1971, en fluttist til Bandaríkjanna til að stunda há- skólanám í hagfræði og eðlisfræði ungur að aldri. Að loknu námi setti hann ásamt bróðir sínum á laggirnar fyrirtæki sem nefndist Zip2 og bjó til hugbúnað fyrir fréttastofur. Þeir högnuðust ágætlega þegar Compaq keypti það fyrir $300 milljónir árið 1999. Einungis nokkrum mánuðum síðar stofnaði Musk fyrirtækið X.com til að þróa greiðslu- aðferðir yfir netið. Það sameinaðist fljótlega öðru fyrirtæki og úr varð PayPal. Musk hagnaðist gríðarlega árið 2002 þegar eBay keypti PayPal fyrir $1,5 milljarða, en hann var þá stærsti einstaki hluthafinn með um 12% eignarhlut. Musk hafði þá þegar stofnað SpaceX, með það að markmiði að gera geimferðalög ódýr- ari. Þar hefur hann einbeitt sér að því að þróa eldflaugar og geimför og starfar bæði sem forstjóri og yfirmaður tæknimála. Spa- ceX hefur náð góðum árangri í að þróa eld- flaugar, en það varð jafnframt fyrsta einka- fyrirtækið til að þróa geimfar sem tengst hefur alþjóðlegu geimstöðinni, en Musk segir þróun þess geimfars hafa kostað innan við $200 milljónir, sem er mjög lítið þegar geim- ferðalög eru annars vegar. Árið 2008 gerði SpaceX samning við NASA um að þróa nýtt birgðaskip sem gæti leyst geimskutlurnar af hólmi við að þjónusta alþjóðlegu geimstöðina. En samhliða ævintýrum sínum í geimnum hefur Musk einnig fengist við samgöngur á jörðu niðri, en hann er stofnandi rafbílafyr- irtækisins Tesla Motors, þar sem hann stýrir vöruþróun. Tesla hefur verið leiðandi í þróun rafmagnsbíla, og meðal annars séð Toyota og Mercedes Benz fyrir mótorum til að knýja sína rafmagnsbíla. Þá átti hann einnig þátt í að stofna SolarCity, en það þróar lausnir fyr- ir sólarorkuframleiðslu fyrir almenning í Bandaríkjunum með góðum árangri. Samgöngumáti framtíðarinnar? Þegar Musk fór fyrst að tala um hið nýja samgöngutæki fyrir um ári spenntu margir eyrun. Hann hefur sjálfur kallað það Hy- perloop (ísl. yfirlykkja) en lítið viljað segja um frekari útfærslur enn sem komið er. Í nýlegu viðtali lýsti hann fyrirbærinu sem eins konar samsuðu af Concorde þotu, seg- ulbyssu (e. railgun) og þythokkí-borði, sem einfaldar málið lítið. Fjölmiðlar hafa þó verið duglegir við að geta í eyðurnar með aðstoð sérfræðinga og uppfinningamanna. Flestir telja að um sé að ræða einhvers konar seg- ulsvifstækni (magnetic levitation) þar sem segulsvið yrði notað til að knýja farartækið áfram. Slík tækni hefur verið notuð við há- hraðalestir í Japan og Kína sem ná um 500 km hraða á klukkustund, en tæknilega séð er hægt að ná talsvert meiri hraða með seg- ulsvifi. Til að ná áætluðum ferðatíma milli Los Angeles og San Francisco þyrfti hámarks- hraðinn hins vegar að vera vel yfir 1.000 km á klukkustund. Það krefst mikillar orku að ná slíkum hraða, en Musk hefur sagt að hann sjái þetta farartæki ganga fyrir sól- arorku. Til að það sé mögulegt telja sérfræð- ingar að farartækið þyrfti að ferðast í loft- tæmi til að útiloka loftmótstöðu og draga úr hávaða. Slíkar aðstæður mætti búa til í rör- um eða göngum sem faratækið gæti ferðast eftir. Musk hefur þó sagt á twitter að hann sjái ekki fyrir sér farartæki sem ferðist í lofttæmi, þó að hann hafi gefið í skyn að það myndi í göngum. Áætlanir hans virðast frek- ar gera ráð fyrir að í göngunum væri hring- rás lofts sem ferðist á miklum hraða í sömu átt og farartækið og drægi þannig verulega úr loftmótsöðu, líkt og þegar hjólað er í með- vindi. Opin tækni Þrátt fyrir margar lærðar ágiskanir hefur enginn viljað slá því á föstu hvernig þessi samgöngumáti gæti virkað. Flestir eru þó til- búnir að taka þetta alvarlega þar sem Elon Musk er annars vegar. Musk hefur fyrir sitt leyti sagt að hann muni ekki leita eftir einka- leyfi fyrir þessa hugmynd, heldur muni birta teikningar sínar undir opnum skilmálum sem muni gera öllum kleift að betrumbæta þær. Það er þó ljóst að ef hugmyndir hans ganga eftir myndi það gjörbylta samgöngum í heiminum. Hvort það verður fáum við væntanlega að vita 12. ágúst. Brjálaði uppfinningamaðurinn? Elon Musk er holdtekning hugmyndarinnar um brjálaða uppfinningamanninn. Leikstjórinn Jon Favreau hefur sagt að hann sé fyrirmynd sín að persónu Tony Stark í kvikmyndum hans um Járnmanninn. BRAUTRYÐJANDI Í GEIMFERÐUM SPÁIR Í ALMENNINGSSAMGÖNGUR Fimmta stoðin í sam- göngum UNDANFARIÐ HAFA BORIST FREGNIR AF HÁHRAÐA SAMGÖNGUTÆKI SEM ÞÚSUNDÞJALASMIÐURINN ELON MUSK HEFUR Á TEIKNIBORÐINU. GANGI HUGMYNDIR HANS EFTIR MYNDI SLÍKT FARARTÆKI FERÐAST Á MILLI LOS ANGELES OG SAN FRANCISCO Á 30 MÍNÚTUM. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Möguleg virkni Hyperloop Stop 600mph+/900kmh+ 600mph+/900kmh+ 600mph+/900kmh+ Stop 600mph+/900kmh+Hröðun HröðunBremsun Bremsun Vagn Göng fyrir vagn og hringrás lofts Göng fyrir hringrás lofts Göng fyrir vagna Segulbremsur Segulhröðun Vindtúrbínur til að viðhalda hringrás lofts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.