Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 45
efnin eru lögð á borðið, rökin með og á móti flutt og rædd. Umbjóðendur stjórnmálamanna, fólkið í land- inu, vita þá eða mega vita hvaða kostir eru fyrir hendi. Menn, sem með sjálfum sér, svo þröngum hópi og loks fjölmennum, hafa krufið mál inn að beini og brotið til mergjar, eiga létt með að tala fyrir þeim. Slík yfirferð kemur sér einnig vel við aðrar aðstæður. Líka þegar hið óvænta gerist. Þá bregðast þeir réttar við sem hafa tamið sér að forðast ekki ákvörðun en hinir sem berast fælnir undan. Dagarnir hans Roosevelts Oft hefur verið rætt um hina frægu „fyrstu hundrað daga“ í langri embættistíð Franklíns Roosevelts for- seta Bandaríkjanna. Hann tók við sínu embætti 4. mars 1933. Heimskreppan stóð enn. Kreppan sú hin mikla var að mestu mannanna verk, heimatilbúin í Bandaríkjunum og barst þaðan út um veröld víða með þeim afleiðingum sem því fylgdi. Sagt er að skipt hafi sköpum hvað Franklín Roosevelt gerði fyrstu 100 dagana í embætti. Því er gjarnan slegið föstu í framhaldinu að ný stjórnvöld hafi aðeins 100 daga til að koma því fram sem þarf. Roosevelt sendi þinginu vissulega mikilvæga löggjöf sem það af- greiddi á þessum frægu 100 dögum. Og úr kreppunni dró jafnt og þétt á næstu árum. En þá tók hún nýja dýfu. Það vill gleymast. Þegar menn eru hvað hug- fangnastir yfir „100 dögum Roosevelts“, sem alls ekki má gera lítið úr, gleymist að eftir átta ára valda- tíð var atvinnuleysi í Bandaríkjunum enn um 18%. Það ástand breyttist ekki fyrr en með þátttöku Bandaríkjanna í stríðinu mikla og þeirri yfirburða- stöðu í efnahagslífi heimsins sem þeir fengu í stríðs- lok, þar sem stór hluti heimsins kom illa fjárhagslega laskaður frá stríðinu og með flesta innviði sína í rúst. (Ekki þó Íslendingar.) Það er annað sem rétt er að skoða í tengslum við „100 dagana“. Valdaskipti fóru fram með öðrum hætti í Bandaríkjunum þá en nú er. Roosvelt sigrar Hoover forseta í kosningum í nóv- ember 1932, en tekur ekki við embætti forseta Bandaríkjanna fyrr en 4. mars 1933, eða meira en 100 dögum síðar. Hin langa bið eftir valdaskiptum var mjög bagaleg, því heimskreppan herti takið að hálsi Bandaríkjanna dag frá degi. Herbert Hoover lifði í þrjá áratugi eftir tap sitt. Alla sína tíð kenndi hann þessum tíma, en þó einkum afstöðu Roosvelts til tillagna sinna, um það að kreppan leystist ekki fyr- ir stjórnarskipti, en fór versnandi. Það var ekki sann- færandi ásökun. En biðin til valdaskipta gaf tilvonandi forseta góð- an tíma til að velja ráðherra og undirbúa sín fyrstu skref í embætti. Hann ræddi við fjölda manna á þeim tíma um ráð gegn kreppunni. Einna mesta athygli vekur hve forysta verslunar- og viðskiptalífs og stór- fyrirtækja var á röngu róli, hugmyndasnauð og upp- gefin. Sama má segja um fræðasamfélagið. Hoover, fráfarandi forseti, var klossfastur í sínum kenningum sem kjósendur höfðu hafnað og athygl- isvert var að helstu ráð hans til eftirmannsins voru m.a. þau að hækka skatta til að ná niður ríkissjóðs- halla. Þá leið íhaldsmannsins leist demókratanum Rossevelt ekki á við þær aðstæður. Stundum er allt með öfugum formerkjum. Þannig er það þessa dag- ana, þegar að gamli maóistinn Barroso hjá ESB reynir að skattleggja Grikki út úr þeirra vanda. Ólíkir samtímamenn Þegar Roosevelt fagnaði 51 árs afmæli sínu, 30. jan- úar 1933 og bíður þess að taka við sínu embætti rúm- um mánuði síðar, berast fréttir af því að forseti Þýskalands hafi falið Adolf Hitler kanslaraembættið í ríkisstjórn og þar í landi verði boðað til kosninga 5. mars, daginn eftir að Roosvelt á að verða forseti. Fljótlega eftir þær kosningar var Hitler kominn með alræðisvald. Þessir tveir ólíku menn eiga eftir að verða samtímis á hinu alþjóðlega sviði, fyrirferð- armeiri en flestir og hafa mikil áhrif á tilveru hvor annars. Þeir deyja með þriggja vikna millibili vorið 1945. Annar kvaddi sem helsti sigurvegari styrjald- arinnar ógurlegu, sem hinn stofnaði til og sá liggur sem brunaþúst í brunarústum höfuðborgar Þriðja ríkisins. Morgunblaðið/Eggert Fjaran í Borgarnesi. 4.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.