Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 46
Í myndum 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013 Þau eru mörg handtökin um borð í skútunni. Áhöfnin að störfum meðan gestirnir slaka á og fylgjast áhugasamir með. Þ að sætir ekki tíðindum að frægt fólk stigi á land á Ísafirði, alltént ekki eftir að rokkgoðið sir Mick Jagger gerði það um árið. Þrátt fyrir það brá Sigurði Jónssyni í brún þegar hann var að hjóla á bryggjunni á fögru sumarkvöldi árið 2005 og kom auga á sir Robin Knox-Johnston sem sat þar í góðu yfirlæti að snæðingi um borð í skútu sinni ásamt fleira fólki, þeirra á meðal sir Chris Bonington, sem Sigurður bar þegar í stað kennsl á líka. Ef til vill engir Jaggerar en eigi að síður goðsagnir í lifanda lífi í þeim heimum sem Sigurður þekkir gerst til, siglingum og fjallgöngu. Sir Robin er frægastur fyrir að hafa árið 1969 siglt fyrstur manna umhverfis hnöttinn einn síns liðs og án þess að hafa nokkurs staðar viðkomu og sir Chris er kunn- astur fyrir Himalaya leiðangra sína og meðal annars að hafa staðið í tvígang á tindi Mount Everest. „Ég fór að spjalla við þá og það endaði með því að þeir buðu mér í mat um borð í skút- unni,“ rifjar Sigurður upp. „Ég benti þeim á áhugaverðar klifurleiðir í grenndinni og ræddi um áhuga minn á siglingum. Það skipti eng- um togum að karlinn bauð mér að kaupa skútuna sína.“ Skútan, sem hét á þessum tíma Antiope Clipper, var smíðuð árið 1996 fyrir kappsigl- ingu umhverfis hnöttinn. Þegar þarna var komið sögu hafði henni verið siglt þá leið fjór- um sinnum og í þrígang til Grænlands. Sigurður gekk ekki að tilboði sir Robins þar og þá en hans var alvarlega freistað enda gamall draumur að eignast stærri skútu og hafa vinnu af siglingum. Antiope Clipper sigldi sinn sjó en um vetur- inn fékk Sigurður tvo kunningja til viðbótar í lið með sér og lögðust þeir í útreikninga. „Við veltum því vandlega fyrir okkur hvernig við gætum gert bisness úr þessu og eftir að hafa komist að niðurstöðu gerðum við formlegt til- boð í skútuna um vorið. Því var tekið og við fórum utan til Portsmouth að sækja hana.“ Vanir siglinga- og fjallamenn Við komuna heim var skútunni gefið nýtt nafn, Aurora, og undir því hóf hún siglingar með gesti. Félagið Borea Adventures var stofnað utan um reksturinn og er það í eigu Sigurðar, Rúnars Karlssonar og nokkurra fleiri Ísfirðinga. Sigurður og Rúnar eru báðir vanir siglingum, fjalla- og skíðamennsku og hafa starfað með björgunarsveitum í fjölda ára. Sigurður er skipstjóri á Auroru. Skútan er gerð út frá mars og fram í októ- ber. Út maí er boðið upp á skíðaferðir í Jökul- fjörðunum sem eru heimasvæði skútunnar ásamt Hornströndum og Ísafjarðardjúpi. „Viðri ekki vel færum við okkur bara milli staða,“ segir Sigurður. Færanlegur fjallakofi SKÚTAN AURORA, SEM ÁÐUR VAR Í EIGU HINS FRÆGA SIGLINGA- KAPPA SIR ROBINS KNOX-JOHNSTONS, SIGLIR NÚ MEÐ GESTI UM JÖKULFIRÐI, TIL GRÆNLANDS, JAN MAYEN OG VÍÐAR. AÐ SÖGN SKIPSTJÓRANS, SIGURÐAR JÓNSSONAR, ER ÁHERSLAN EIGI AÐ SÍÐUR EKKI Á SIGLINGUNA SEM SLÍKA, HELDUR ÚTIVIST ALMENNT. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.