Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 22
þegar kvefsýkingar banka upp á en blóðberg inniheldur virk efni fyrir ónæmiskerfið og er einnig sýkladrepandi fyrir ýmsum örverum.* Notað gegn sveppasýkingum.Öll jurtin er notuð nema rótin. Gulmaðra* vökvalosandi og góð fyrir sogæðakerfið.* mild bólgueyðandi og því góð í te gegn gigt.Gulmaðra er frábær jurt í te þar sem hún er mild á bragðið. Notuð er öll jurtin nema rótin. Maríustakkur* svokölluð „konujurt“ þar sem hún inniheldur virk efni fyrir hormóna- kerfi kvenna og er hann gjarnan notaður til að draga úr of miklum tíðablæðingum. Hann gagnast einnig konum á breyt- ingaskeiði og getur dregið úr hitakófum. Blöð og blóm jurt- arinnar eru notuð. Þá ætti okkur að vera fátt að vanbúnaði að skella sér út í nátt- úruna með box eða poka og tína lækn- ingajurtir sér til heilsubótar. Þ að leynast leyndardómar víða í nátt- úrunni. Leyndardómar sem taldir eru geta dregið úr líkamlegum og kvillum, eflt heilsuna og jafnvel haft lækningamátt. „Það er fullt af kröftugum lækningajurtum í kringum okkur hér á Ís- landi og mér er mikið í mun að kenna fólki að nýta sér jurtirnar sér til heilsubótar,“ seg- ir Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir sem heldur fyrirlestra og námskeið um allt land í nýtingu jurta til heilsubótar og lækninga. Ásdís Ragna er hafsjór af fróðleik þegar kemur að lækningajurtum í íslenskri náttúru og ekki stóð á henni að leiða okkur inn í heim lækningajurtanna. Hún leggur áherslu á heilbrigðan lífsstíl og gott mataræði. Til hennar leitar fólk með ýmis einkenni og kvilla, þar á meðal meltingavandamál, mígreni, síþreytu, gigt, húðvandamál, horm- ónaójafnvægi og svefnleysi. Hún hvetur fólk til að fara út í náttúruna og tína sér nokkrar íslenskar jurtir, útbúa íslenskt heilsute og bjóða fjölskyldu og gestum. Hún bendir sér- staklega á fimm jurtir sem finnast víða um land og geta bætt heilsuna, linað verki og styrkt ónæmiskerfið. Vallhumall* æðaútvíkkandi og styrkjandi fyrir æðakerfið, góður sem fyrirbyggjandi gegn æðahnútum.* krampa- stillandi og því góður við maga- verkjum.* hitalækkandi og oft notaður í kvef- blöndur. Blómin eru aðallega notuð, en einn- ig stundum blöðin. Túnfífill* Gott er að nota fersk blöð í salat en túnfíf- ilsblöð eru vökvalosandi og steinefnarík.* Hægt er að steikja fíflablóm í smjöri á pönnu en þau styrkja lifrina. Rótin er yfirleitt tekin upp á haustin og er örvandi og styrkjandi fyrir meltinguna, gallblöðruna og lifrina. Blómið, blöðin og rótin eru notuð. Blóðberg* Gott er að eiga blóðbergste LEYNDARDÓMAR LÆKNINGAJURTA Jurtir nýttar til heilsubótar ÓTAL JURTIR ERU TALDAR GETA STUÐLAÐ AÐ HEILBRIGÐU LÍFI OG BÆTT HEILSUFAR. GRASALÆKNIRINN ÁSDÍS RAGNA HVETUR FÓLK TIL AÐ FARA ÚT Í NÁTTÚRUNA AÐ TÍNA JURTIR OG ÚTBÚA SÉR HEILSUTE. Borghildur Sverrisdóttir borghildur74@gmail.com Sóley Elíasdóttir og vinkonur hennar eru náttúrubörn og sitja hér einbeittar við villijurtasöfnun í nágrenni Helgafells fyrir ofan Hafnarfjörð í sumar. Morgunblaðið/Árni Sæberg 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013 Heilsa og hreyfing Lækningajurtir hafa líklega verið hluti af því að halda lífií okkur Íslendingum í gegnum aldirnar. Náttúran hefur líka að geyma mat, sannkallaða of- urfæðu, eins og berin okkar, bláber, aðalbláber og krækiber. Hægt er að tala um villt ber sem ofurfæðu af því að þau eru einstaklega vítamín- og stein- efnarík sem talið er geta eflt ónæm- iskerfið og virknin er mikil. Þau inni- halda líka andoxunarefni sem talin eru hindra myndun skaðlegra sindurefna í frumum, sem tengist hrörnun lík- amans. Ég datt inn á fróðlegan vef um ber og berjatínslu, www.berjavin- ir.is. Hér er hægt að fylgjast með fréttum um berjahorfur í öllum lands- hlutum og lesa sig frekar til um ber- in, svo ekki sé talað um aragrúa af berjauppskrifum, svo sem af bláberja- og rabarbaralíkjör, súrsætu chutney og af gömlu góðu norsku lefsunum með bláberjum, smjörkremi og sýrðum rjóma. Ég gleymdi mér alveg þar. Þar er líka fjallað um helstu reglur berjatínslunnar, svo sem að tína ekki á einkalóðum. Þá er lesendum bent á hvar helstu berjalöndin á Íslandi eru og hægt að lesa sig til um hver sé munurinn á bláberjum og aðalbláberjum. Ég er því sannarlega farin að hlakka til að fara í berjamó og ekki síður að dæla berjunum í mig og fjölskylduna til dæmis sem saft eða í bökum. Svo er þetta bara svo frábær samverustund með fjölskyldu og vinum, hvort sem ætlunin er að fara til að tína beint upp í sig eða í fötur til mat- argerðar. Nýtum það sem náttúran hefur upp á bjóða fyrir andlega og líkamlega heilsu og skellum okkur í berjamó. BEÐIÐ EFTIR BERJUNUM VIÐ ERUM HEPPIN AÐ HAFA LÆKNINGARJURTIR Í NÁTTÚRUNNI ALLT Í KRINGUM OKKUR. VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ FARA LANGT TIL AÐ TÍNA JURTIR SEM TALDAR ERU GETA HALDIÐ KVEFI, BÓLGUM OG ÖÐRUM KVILLUM Í SKEFJUM, EFLT ÓNÆMISKERFIÐ OG GRÆTT SÁR. BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR Heilbrigt líf Oft hefur undarleg hegðan fólks, aukin glæpatíðni, spítalavistun og frjósemi verið tengd við fullt tungl, sem vísindamenn og aðrir hafa þó talið einskæra vitleysu. Ný rannsókn svissneskra vísindamanna sýnir hins vegar fram á að hringrás tunglsins hafi áhrif á skapgerð og svefn manna. Það gæti því nokkuð verið til í áðurnefndri vitleysu. Rannsóknin birtist í nýjasta vísindatímariti Current Biology. Gerð var rannsókn á svefni 33 einstaklinga, konum og körlum, á aldr- inum 20-74 ára með tilliti til stöðu tunglsins. Rannsóknin sýndi að magn melatóníns í líkamanum, heildarsvefntími og heildartími djúpsvefns ná lágmarki við fullt tungl og há- marki þegar tunglstaða fer minnkandi. Þá tók það fólk lengri tíma að sofna við fullt tungl og einnig lengri tíma að ná á það stig þegar fólk fer að dreyma. Christian Cojochen, prófessor í taugavís- indum við Basel-háskólann í Sviss var ansi sleginn yfir uppgötvuninni. Hann sagði í sam- tali við New York Times að hugsanlega gæti mannskepnan verið með svokallaða tungl- klukku í heilanum, sem fiskar og önnur sjáv- ardýr hafa, en sagði þó engar sannanir liggja fyrir því enn sem komið er. Það er því ljóst að fullt tungl hafi ekki að- eins áhrif á tilvist varúlfa. FULLT TUNGL HEFUR ÁHRIF Tunglið, tunglið taktu mig Fullt tungl getur verið varasamt. Vinsæl heilsumeðferð hefur verið að ryðja sér til rúms á meðal stjarnanna í Hollywood, svokölluð sogglasameðferð eða „cupping therapy“ og eru leikkonurnar Jennifer An- iston og Gwyneth Paltrow meðal þeirra sem hafa látið setja sogglösin á bakið á sér. Sogglösin eru ekki ný af nálinni en þau koma frá Kína og eru ævaforn, yfir 4.000 ára gömul. Þó eru aðeins fáein ár frá því að hún lét á sér kræla í Hollywood. Aðferðin fer þannig fram að súrefni er tæmt úr sogglösunum með hita og glösin síðan lögð á bakið, sogkraftur myndast sem sogar húðina upp í glösin. Hins vegar skilja sogglösin eftir sig hringlaga för sem eru þó- nokkurn tíma að jafna sig en fyrrnefndar stjörnur hafa ekki látið það stoppa sig og ganga stoltar um með hringlaga bletti á bak- inu. Sogglösin eiga að auka blóðflæði í bak- inu og eru sögð vinna gegn streitu, vöðva- bólgu og jafnvel styrkja húðina og stinna. Fólk ætti að finna fyrir árangri strax, líða betur í líkamanum og eiga auðveldara með hreyfingar. Jennifer Aniston með hringlaga för á bakinu. Kínversk sogglös gera gæfumun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.