Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 50
Ártíð
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013
John Milne fæddist 30. desember árið 1850 og lést 31.júlí 1913. Hann er sagður hafa fundið upp fyrsta nú-tíma-jarðskjálftamælinn sem byggðist á pendúluhreyf-ingum en fáir vita að hann heimsótti Ísland árið 1871
og kannaði hluta Vatnajökuls með William Lord Watts
(1851-1921). Hann bjó í Japan í 19 ár og starfaði við Imperial
College of Engineering í Tókýó. Milne sneri aftur til Eng-
lands árið 1895 þar sem hann settist að á Isle of Wight og
hann lést þar árið 1913.
John Milne fæddist í Lancashire í Englandi og flutti til
London sem táningur. Milne virðist hafa haft áhuga á að
ferðast frá unga aldri og fór einn til Írlands þegar hann var
skóladrengur. Hann lærði við King‘s College í London og
Royal School of Mines og útskrifaðist sem námuverkfræð-
ingur. Hann varð vinur Williams Lord Watts sem bjó einnig
í London og þeir komu saman til Íslands 14. júlí 1871. Þeir
ferðuðust á danska póstbátnum Díönu ásamt William Morris,
Charles Joseph Faulkner og Eiríki Magnússyni. Þeir réðu
Einar Einarsson, mág Eiríks, sem leiðsögumann en hann var
á þeirra aldri.
Þjóðólfur skráði:
W. Watts og J Milne ferðast austr til Núpstaðarskóga eðr
/ og Skeiðarársands; ætla þeir þar upp á Skeiðarárjökul
gangandi og þaðan upp og norðr (eðr vestr) yfir þveran
Vatnajökul, eins og hann er sig til; þeir tóku sér til fylgdar
Einar frá Brekkubæ.
Það reyndist þeim ofviða að fara yfir Vatnajökul og Willi-
am Watts þurfti að sækja til Íslands tvisvar (árin 1874 og
1875) áður en hann náði takmarki sínu. Watts gaf út bækur
um þessi seinni ferðalög en ekkert hefur verið gefið út um
það fyrsta. John Milne hélt ýtarlega ferðadagbók sem varð-
veitt er í skjalasafni Isle of Wight. Í henni lýsir hann Ís-
landsferðinni og erfiðleikunum sem fylgja illa undirbúnum
jöklaferðum.
Það tók Milne og Watts rúmar tvær vikur að ferðast til
Núpsstaða á hestbaki en þeir dvöldu þar í nokkra daga og
Yfirgáfum meyjarhvolf
til áframhaldi djúprar einveru
HUNDRAÐ ÁR VORU Í VIKUNNI FRÁ ANDLÁTI
JOHN MILNE, SEM SAGÐUR ER HAFA FUNDIÐ
UPP FYRSTA NÚTÍMA JARÐSKJÁLFTAMÆLINN
SEM BYGGÐIST Á PENDÚLHREYFINGUM. EKKI
ER Á MARGRA VITORÐI AÐ HANN HEIMSÓTTI
ÍSLAND 1871, KANNAÐI HLUTA VATNAJÖKULS
OG HÉLT ÝTARLEGA FERÐADAGBÓK
SEM VARÐVEITT ER Í SKJALASAFNI
ISLE OF WIGHT Á BRETLANDI.
Katrina Downs-Rose kdr@xnet.is
Mynd úr bókinni Snioland; or Iceland, its jokulls og fjalls eftir William Lord Watts. Myndin er tekin þar sem þeir Milne gistu ásamt
föruneyti sínu í grennd við Geysi 1871. Á leiðinni til Reykjavíkur að austan skoðuðu þeir Heklu, Geysi og Þingvelli.
100 ÁR LIÐIN FRÁ ANDLÁTI JOHNS MILNE, FRUMKVÖÐULS JARÐSKJÁLFTAFRÆÐINNAR
FJÓRFALDIR
VILDARPUNKTAR ICELANDAIR
ALLA HELGINA! (1.–5. ÁGÚST)
Dæmi: 10.000 kr. áfylling gefur 600 Vildarpunkta.4
FAL
DIR
Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB-lyklinum þarf að hafa hann tengdan
Visa Icelandair korti eða American Express vildarkorti. Nánari upplýsingar um
vildarkerfi ÓB eru á ob.is/vildarkerfi
PIPA
R\TBW
A
•
SÍA
•
132198