Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 56
BÓK VIKUNNAR Inferno, nýjasta spennubók Dans Browns, er nýkomin út í íslenskri þýðingu og mun örugglega þjóta upp metsölulistann. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Þegar við erum fullorðin lesum við og skynjum bækur á annað hátt en þegar við vorum börn. Það sem hræddi okkur í gamla daga skelfir okkur ekki lengur. Þetta á til dæmis við um tröllasögur. Tröllasögurnar sem maður las sem barn voru fullar af óhugnaði. Við vitum af eigin reynslu að börn eiga ekki í neinum erfiðleikum með að samsama sig per- sónum í sögum og barn sem setur sig í spor manna í tröllasögum lifir í stöðugri spennu meðan á lestrinum stendur. Mað- ur í tröllasögu er í mikilli hættu. Tröll getur rænt honum og geymt hann í helli. Kannski verður maðurinn svo étinn. Ekki er það beinlínis geðsleg tilhugsun. Um daginn lagðist ég í tröllasögur sem er að finna í tveggja bindi verki Trölla- spor sem Alda Snæbjörnsdóttir tók saman og Skrudda gaf út ár- ið 2011. Þetta reyndist sann- arlega fjörug og spennandi lesning. Ólíkt því sem gerð- ist þegar ég var barn þá skemmti ég mér vel yfir óhugnaðinum. Uppáhaldsatriði mín, sem eru til í nokkrum tilbrigðum í tröllasög- um, eru þegar tvær tröllskessur sjá smalamann á ferð og önnur skessan kall- ar til hinnar: „Systir góð, hér er steik á vappi.“ Önnur sena sem ég hef dálæti á er þeg- ar smali nokkur kemur að skessu þar sem hún er að éta eitthvað sem hann sér ekki hvað er. Hann spyr af forvitni: „Hvað ertu nú að borða?“ Hún svarar: „Ég er að éta höfuðkjammann af honum Fúsa presti.“ Það er yfirleitt mikið lagt á smala í tröllasögum. Þeir verða fyrir stöðugri áreitni frá tröllum og sjá margt óskemmtilegt og þá er gott að vera sprettharður og hafa sterkt taugakerfi. Tröllasögurnar okkar lýsa trú manna á lifandi umhverfi þar sem ógurleg öfl hafa búið um sig í líki risa og trölla. Manninum er stöðug hætta búin og helsta ráð hans er að ákalla góð öfl og nefna Guð á nafn. Tröll hræðast ekkert meir en sól og guðs- orð, sem er svo að segja það eina sem get- ur unnið á þeim. Skilaboðin eru þau að trúin á hið góða sé sterkasta vopnið í hinni erfiðu baráttu við illu öflin. Hlýtur það ekki að teljast sígildur boðskapur? Orðanna hljóðan TRÖLLIN Í FJÖLL- UNUM Fjallarisar á Snæfellsnesi. Ef grannt er skoðað sjást stundum andlit í landslagi. Tröllaspor Fuglalíf á Framnesvegi, skáldsaga ÓlafsHauks Símonarsonar hefur veriðendurútgefin í kilju. Bókin kom fyrst út árið 2009 og fékk einkar góðar móttökur gagnrýnenda og lesenda. Hún er framhald bókarinnar Fluga á vegg sem er uppvaxt- arsaga ungs drengs í vesturbænum. Í Fugla- lífi á Framnesvegi er sögunni haldið áfram og aðalpersónan er komin á unglingsár. „Mér þykir nokkuð vænt um þessar tvær bækur þar sem ég er að leggja út af ýmsu sem ég man eftir úr barnæsku og uppvexti,“ segir Ólafur Haukur. „Það er nostalgískur blær yfir frásögninni og mér finnst gaman að halda til haga smámunum sem segja sitt- hvað um þann tíma þegar ég var að vaxa úr grasi. Þessi bók spannar unglingsárin frá tólf til sextán ára. Við krakkarnir vorum ekki harðsoðnir neysluseggir eins og ung- lingar í dag, þannig að það var dálítið öðru- vísi að alast upp þá, þótt ekki sé langt um liðið. Í Vesturbænum þar sem ég ólst upp voru til dæmis sjómannskonur sem voru heimavinnandi og áttu talsvert mikið sam- eiginlegt. Þetta var önnur veröld en í dag og mér finnst gaman að rifja upp þessa tíma og færa í búning.“ Hversu mikið í þessum bókum er ævi- saga þín? „Ég er ekkert mjög trúaður á að menn geti yfirleitt skrifað ævisögu sína, það sem þeir skrifa verður alltaf úrval viðburða úr lífinu. Svo má segja að hver maður búi til þá ævisögu sem hann þolir að lifa með. Ekki munum við eða viljum muna allt sem fyrir okkur hefur komið, það væri nokkuð óbærilegt. Ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að segja að þetta sé ævi- saga mín. Þarna var ég miklu fremur að lýsa andrúmslofti og fólkinu í kringum mig og draga upp myndir af veröld sem var.“ Hefurðu hugsað þér að skrifa framhald? „Í haust kemur væntanlega ein bók til viðbótar sem fjallar um tímabilið frá sextán ára aldri fram til tuttugu og fimm ára. Ég var bandóður bréfritari á þessum árum, skrifaði alveg ótrúlegt magn sendirbréfa þar á meðal til eins félaga míns sem er sérstakur hirðumaður og hélt talsverðu bréfasafni til haga. Það má segja að grunn- urinn að bókinni sé bréf mín frá þessu tímabili.“ Tökur standa nú yfir á Fólkinu í blokk- inni, sjónvarpsþáttum byggðum á bók Ólafs Hauks og verða þeir sýndir á RÚV. Ólafur Haukur er spurður hvort hann komi að gerð þáttanna. „Ég tók þátt í handritagerð- inni en svo sleppti ég tökunum. Til allrar hamingju er ég ekki líka kvikmyndagerð- armaður!“ segir hann. „Ef þessir þættir heppnast vel þá er þetta gaman. Ég hef mikla trú á því fólki sem að þessu stendur og sá aðeins til krakkanna sem fara þarna með stór hlutverk og þeir eru algjörir snill- ingar.“ NOSTALGÍSKUR BLÆR ER YFIR FRÁSÖGNINNI Í FUGLALÍFI Á FRAMNESVEGI Myndir af veröld sem var „Hver maður býr til þá ævisögu sem hann þolir að lifa með. Ekki munum við eða viljum muna allt sem fyrir okkur hefur komið, það væri nokkuð óbærilegt,“ segir Ólafur Haukur. Morgunblaðið/Kristinn NÝ BÓK EFTIR ÓLAF HAUK SÍMONARSON KEMUR ÚT Í HAUST. BÓK HANS FUGLALÍF Á FRAM- NESVEGI ER KOMIN ÚT Í KILJU. Uppáhalds bókin mín er án efa The Fault in Our Stars eftir John Green, en hann hefur skrifað fleiri bækur. Önnur mjög góð bók eftir hann sem ég hef lesið heitir Looking for Alaska. The Fault in Our Stars fjallar um hina sextán ára gömlu Hazel sem var greind með alvarlegt skjaldkirtilskrabbamein þeg- ar hún var 13 ára. Hún er tilbúin að deyja, þegar hún tekur þátt í tilraunameðferð með nýju lyfi. Lyfið heldur henni á lífi, þótt hún sé ekki að lifa því. Hún er við það að gefast upp á lífinu þegar hún kynnist hinum indæla Augustus Waters í stuðningshópnum sínum. Hann hafði verið með krabbamein en læknaðist. Þau verða vinir og líf þeirra breytist. Mér finnst þetta alveg frábær bók, og meira en bara bók um lífið og dauðann. Karakterarnir eru allir mjög vel skrifaðir og raunverulegir. Bókin er líka mjög fyndin en á sama tíma getur hún verið afar sorgleg. Mér fannst flott hvern- ig karakterarnir lifa þrátt fyrir veikindi sín og gera eðlilega og skemmtilega hluti. Fara í skóla, spila tölvuleiki og hefna sín á sín- um fyrrverandi. Ég mæli mjög með þessari bók. Í UPPÁHALDI HUGRÚN EGLA EINARSDÓTTIR 15 ÁRA Hugrún Egla Einarsdóttir heldur mikið upp á The Fault in Our Stars eftir John Green en bókin er væntanleg í íslenskri þýðingu. Morgunblaðið/Einar Falur 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.