Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 13
4.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Annar dótturmissir Inga var á Reykjalundi í nóvember 2007 þegar hún fékk sím- talið sem allir foreldrar óttast. Andrea dóttir hennar, sem þá bjó á götunni og var illa farin af margra ára eiturlyfjaneyslu, hafði tekið of stóran skammt og var dáin. „Ég er mjög þakklát fyrir að hún hafði stuttu áður verið hjá mér með son sinn Eyjólf, þá ellefu ára gamlan, og við átt ynd- islega helgi. Hún fékk tíma til að ná sér niður og allt var í lagi. Ég er þakklát fyrir að þau hafi fengið þennan tíma saman.“ Inga segir töluvert hafa verið talað um það á götunni að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað við lát Andreu og það var kannað en þar sem allir í kringum hana voru í mikilli neyslu fékkst aldrei heildstæð mynd á málið. „Enda skipti það mig engu máli, hún var dáin. Ég gat ekki leyft mér að syrgja því ég þurfti að hugsa um Eyjólf litla en svo kom sorgin seinna og söknuðurinn eftir henni. Hún var svo ofboðslega yndisleg manneskja en þegar fíknin er komin ákveðið langt ræður fólk ekkert við hana. Sama hvað hún þráði réð fíknin alltaf og sigr- aði alltaf.“ Ekki meira á okkur lagt en við þolum Sjálf er Inga óvirkur alkóhólisti og hefur glímt við þunglyndi auk þess sem maðurinn hennar fékk ristilkrabbamein. „Guð leggur aldrei meira á okkur en við þolum. Ég veit að ég er rosalega sterk. Mér finnst alls ekki of margt hafa verið lagt á mig og mér líður ekkert illa með það. Ég sé hinsvegar eftir því að hafa ekki haldið dagbók því það hefur svo margt á daga mína drifið.“ Inga segist ekki vera hrædd við dauðann þó hún vilji auðvit- að lifa lengi. „Ég finn að mótstöðuaflið gagnvart umhverfi mínu hefur minnkað en ég má ekki láta hluti ganga nærri mér. Ég hef verið mistrúuð í gegnum ævina en var svo heppin að vera búin að fá trú þegar ég greindist með krabbameinið. Ég bið mikið til guðs, setti mig í hans hendur þrátt fyrir að vera engin halelúja-kona og hann hefur haldið verndarhendi yfir mér.“ Inga segist alltaf hafa gert sitt besta fyrir börnin sín og ver- ið til staðar en öðru geti hún ekki stjórnað. Þau hafa fengið að kynnast slæmum hliðum lífsins og draumar hennar snúast um að sjá þeim vegna vel. „Auðvitað klikkaði ég í einhver skipti og tók ekki rétt á málum en ég held að allir foreldrar lendi í því.“ Er búin að slá öll met Þrátt fyrir alvarlegt krabbamein sem Inga hefur lifað með lengur en læknavísindin reiknuðu með lítur hún ekki svo á að hún eigi skammt eftir ólifað og rifjar upp orð vinkonu sinnar sem hálfvorkenndi krabbanum í gamni fyrir að hafa lent á henni. Viðhorf fólks til meinsins skiptir gríðarlegu máli að mati Ingu sem segir það engan dauðadóm. Hún segist jafnframt sjá það á biðstofunni hverjir líti á baráttuna sem tapaða og hverjir harki af sér. Konur eigi að halda áfram að hafa sig til og þrífa sig þó þær séu með krabbamein og möguleikarnir til þess séu margir. „Ég er tvisvar búin að missa hárið en er bara algjör skvísa!“ Bakland krabbameinssjúklinga segir hún jafnframt vera stórkostlegt. „Ég hef bara aldrei kynnst öðru eins, það er toppfólk í hverri einustu stöðu. Auk þess fer ég reglulega í djúpslökun og hana tel ég eiga stóran þátt í því að ég er á lífi.“ Með nýtilkominni lagabreytingu bjóst hún við að þurfa að borga fyrir lyfin sín en var þá bent á að hún væri í líknandi meðferð og þyrfti það því aldrei. „Líknandi meðferð? Ég? Ég er ekkert í líknandi meðferð, þetta er bara bull,“ segir hún og hlær. Úr myndatökunni sem Inga fór í þeg- ar hún greindist með krabbamein. Systurnar Ingveldur og Vilborg Inga. Börn Ingu, að Rögnu frátalinni sem ólst ekki upp með þeim. Inga og Eyjólfur giftu sig árið 1976. Morgunblaðið/Kristinn Þau hjónin eftir að Inga veiktist. * Ég er tvisvarbúin að missahárið en er bara algjör skvísa! Andrea dóttur Ingu, sem nú er látin, með son sinn Eyjólf Inga. fi p y j g p Carpaccio með valhnetu-vinaigrette og klettasalati Grafið lam með hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté með paprik mauki Bruchetta með tvíreyk hangikjöti, bal- samrauðla og piparrótarsósu Bruchet ta með hráskinku, balsam grill uðu Miðjarðar- hafsgrænm K r a b b a - salat f skum kryddjurtum í brauðbo B r u c h e t t a með Mi jarðarhafs-tapende R i s a rækja á spjóti með peppadew Silunga hrogn með japönsku majón sinnepsrjóma-osti á bruchettuBirkireykt-ur lax á bruchettu með alio grillaðri papriku og fetaosti Hörpuskeljar, 3 smáar á spjóti m/kryddju taídýfu Frönsk súkkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum Vanillufy tar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiskeljar með jarðarberjum Kjúklingu satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti RisahörpuskSími 511 8090 • www.yndisauki.is MöndluMix og KasjúKurl er ómissandi í ferðalagið. Útá salatið og við grillið í sumar. Hollt og gott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Miðbúðinni, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.