Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 23
Við vorum bæði búin að tala um að okkur langaði aðgera eitthvað svona ýkt,“ segir Margrét Þóra enhún og bróðir hennar, Brynjar Óli, ætla að hlaupatil styrktar SKB, Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Það stendur til að ferðin taki 13 daga, en þá hlaupa þau að meðaltali 40 kílómetra á dag. Þau gista í tjaldvagni sem Útilegumaðurinn skaffaði þeim og ætla vinir og vanda- menn að fylgja þeim. „Að vísu erum við í vandræðum með bílinn sem við ætluðum að nota, svo það væri vel þegið ef eitthvað fyrirtæki sæi sér fært um að styrkja okkur með af- not af bíl fyrir tjaldvagninn og eldsneyti,“ segir Margrét Þóra. Systkinin hefja hlaupið 12. ágúst nk. og koma til með að enda í höfuðborginni sama dag og Reykjavíkurmaraþonið hefst, 24. ágúst. Aðspurð hvort systkinin stefni að því að hlaupa beint í maraþonið segir hún það geta komið til greina. „Ég var eitthvað að grínast með það að ef maður væri í gírnum væri gaman að taka einn hring þar, en það verður að koma í ljós þann daginn,“ segir hún. Brynjar Óli átti hugmyndina að hlaupinu. „Ég hringdi samstundis í Sportís og bar þetta undir þá þar. Þeir vildu vera með og eru búnir að græja okkur frá toppi til táar og eiga hrós skilið.“ Til heiðurs móður þeirra Hlaupið er til heiðurs móður þeirra, Bryndísi Birnis, sem lést árið 2004 eftir erfiða baráttu við krabbamein en að þessu sinni vilja þau að hlaupið snúist um litlu hetjurnar sem berjast við sjúkdóminn og fjölskyldur þeirra. Systkinin halda úti heimasíðu á fésbókinni sem nefnist Hlaupið fyrir hetjur og er hægt að finna upplýsingar þar. Að auki ætla þau að reyna að vera virk í því að láta vita á heimasíðunni hvar þau verða hverju sinni. Það gerir fólki auðveldara fyrir ef það vill slást í för með þeim. „Við erum einmitt búin að vera að hvetja fólk til að hlaupa með okkur og sumir hafa sagt að ef þeir verði þarna á ferðinni muni þeir gera það. Það gæti verið svolítið gaman,“ segir Margrét Þóra. Hún segir að þau séu að undirbúa sig fyrir hlaupið en á sinn hátt. „Jú, það stóð nú til að halda úti réttu mataræði en svo finnst manni kökur svolítið góðar, sérstaklega á sumrin,“ segir Margrét Þóra og hlær. „Bróðir minn er duglegri, hann má eiga það. Ég hugsa að maður taki bara íslensku leiðina á þetta, þetta hefst allt á endanum.“ HLAUPA FYRIR HETJUR Vildu gera eitthvað ýkt SYSTKININ BRYNJAR ÓLI OG MARGRÉT ÞÓRA GUÐMUNDSBÖRN ÆTLA AÐ HLAUPA FRÁ AKUREYRI TIL REYKJAVÍKUR Á 13 DÖGUM, TIL HEIÐURS MÓÐUR ÞEIRRA, BRYNDÍSI BIRNIS, SEM LÉST ÚR KRABBAMEINI ÁRIÐ 2004. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Hlaupasystkinin Brynjar Óli og Margrét Þóra Morgunblaðið/Rósa Braga 4.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Heilsa og hreyfing Söfnunarreikningur hefur verið stofnaður og er hann í eigu SKB, Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Hægt er að leggja inn á hann hvenær sem er og um leið er beðið um að skrifa áheit í tilvísun á millifærsluna. Hægt er að heita á systkinin til 25. ágúst nk. en hins vegar er alltaf hægt að styrkja SKB óháð þeirra hlaupi og segja þau að fólki sé vel- komið að gera það líka. Reikningsnúmer: 0301-26-545 Kennitala: 630591-1129 Áheit: Hlaup STYRKJUM HETJURNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.