Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 47
Sigurður skip- stjóri er rétt- nefndur þúsund- þjalasmiður. Það er ekki fyrir neinar heybrækur að hoppa í sjóinn í Jök- ulfjörðunum. Fátt jafnast á við legvatn móður jarðar. Kræklingur var á borðum síðasta kvöldið. Sigurður skipstjóri er frambærilegur kokkur og hér gæða menn sér á sjávar- fangi. Hjalti Karls- son, Hilmar Már Að- alsteinsson, Eggert Gíslason, Halldór Hreinsson og Hákon Þór Árnason. Sandra Ýr Andrésdóttir var einnig með í för. Hópurinn genginn á land á Hesteyri og svipast um eftir góðum gönguleiðum. Útivist í sinni tærustu mynd. Eggert Gíslason fremstur. Síðan taka við sumarferðir með ríku fjalla- ívafi. Í júlí og fram í september er síðan boðið upp á ferðir til Grænlands og Jan Mayen sem, að sögn Sigurðar, njóta vaxandi vin- sælda. Um er að ræða blöndu af skipulögðum ferð- um og sérferðum sem taka frá fimm dögum upp í tvær vikur hver. Aurora tekur mest tíu gesti en aldrei eru færri en tveir í áhöfn, þrír í lengstu ferðunum. „Við lítum á skútuna sem færanlegan fjalla- kofa. Fólk er ekki að kaupa siglingu, heldur útivist, hvort sem er á skíðum, fótgangandi eða á kajak. Gestirnir gista bara í skútunni á nóttunni, á daginn eru þeir úti að leika sér. Við lítum svo á að við séum ekki að flytja fólk, heldur skemmta því.“ Langmest venjulegt fólk Spurður hvort hann fái tóma ofurhuga um borð til sín svarar Sigurður neitandi. „Alls ekki. Þetta er að langmestu leyti ósköp venju- legt fólk sem hefur yndi af því að vera úti í náttúrunni í félagsskap annarra.“ Auk skútuferðanna býður Borea Advent- ures upp á ýmsar aðrar ferðir á landi, auk þess sem fyrirtækið hefur rekið kaffihúsið Bræðraborg á Ísafirði undanfarin tvö ár. Það er því í mörg horn að líta. Mikill meirihluti viðskiptavina Borea Ad- ventures er útlendingar en Sigurður segir Ís- lendingum þó fjölga ár frá ári. Og eftirspurn er mikil. „Það var fullbókað í skíðaferðirnar í vor og það er alltaf að fjölga í Grænlandsferð- unum. Við kvörtum ekki.“ Spurður hvort til greina komi að færa út kvíarnar og bæta annarri skútu við svarar Sigurður neitandi. „Það er ekki á stefnu- skránni. Mín tilfinning er sú að þetta gæti aldrei orðið það stór útgerð. 150 til 200 manns á ári er alveg mátulegt. Við erum líka fyrst og fremst í þessari útgerð vegna þess að við höfum gaman af því. Þetta er lífið!“ * Fólk er ekki aðkaupa siglingu,heldur útivist, hvort sem er á skíðum, fótgangandi eða á kajak. Sigurður Jónsson skipstjóri, til hægri, á leið í land með einn gesta sinna, Hilmar Má Aðalsteinsson. Skútan Aurora í baksýn. 4.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.