Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 41
Steinunn Björg,
fatahönnuður hjá H&M.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Í raun er þetta mjög svipað vinnuferli. Maður vinnur
með ákveðið hugmyndaspjald eða „moodbord“ sem hannað
er af „concepthönnuði“, form, smáatriði og litapallettu. Án
þess þó að vera að hanna heila línu felst þetta frekar í
því að hanna ákveðnar vörur inni í línu þar sem heild-
armyndin þarf að virka saman. Við hönnum líka út frá
ákveðnum kúnnahóp og tel ég það góða reynslu því þá
lærir maður að hanna óhlutdrægt á mjög ólíkar týpur.“
Hvað kom þér mest á óvart þegar þó byrjaðir að
vinna?
„Vinnuaðstaðan mín kom mér mest á óvart. Ég er með
skrifstofu í opnu rými þar sem ég sit fyrir framan tölvu-
skjá og vinn aðallega á Illustraitor. Það tók mig smátíma
að sætta mig við það.“
Hvað er það besta við starf þitt sem fatahönnuður hjá
H&M?
„Þegar ég tók starfinu var ég ósammála mörgu sem
fyrirtækið stendur fyrir en ég ákvað að slá til bæði þar
sem það er flott tækifæri að komast inn hjá fyrirtæki af
þessari stærð og fá þannig reynslu í mínu fagi en líka
bara af forvitni. Núna er ég þó búin að komast að því að
mér finnst gífurlega spennandi og hvetjandi hvað ég get í
raun haft mikil áhrif. Með því að vera hönnuður innan-
húss get ég haft áhrif á til dæmis umhverfisvæna fram-
leiðslu en H&M hefur tekið það mál virkilega föstum tök-
um núna og leggur upp úr því að kveikja áhuga hönnuða
á því hugtaki.
90% af umhverfissporum vöru eru ákveðin á teikniborð-
inu og vörur sem ég hanna eru framleiddar í svo gríð-
arlega stóru upplagi. Ég get ákveðið í hvaða efni varan
er gerð úr og hvernig hún er sniðin sem getur skipt
miklu máli upp á efnisnotkun og efnissóun.
Það eru komin mörg ný og spennandi efni eins og end-
urunnin gerviefni sem eru umhverfisvænni og skipta virki-
lega miklu máli þegar kemur að fjöldaframleiðslu.
Textíliðnaðurinn er svo gífurlega mengandi og þessi
stóru tískuhús eru ekkert að fara neitt. Það þarf bara að
finna nýjar lausnir til að gera þetta viðskiptamódel sjálf-
bærra og þykir mér það skemmtilegast við vinnuna mín
að finna það að ég geti haft áhrif.
Það þurfa vissulega allir að vera í fötum og margir
sækjast eftir ódýrum fatnaði því það hafa ekki allir efni á
að kaupa sér dýrar hönnunarvörur og svo eru þær oft
heldur ekkert framleiddar á umhverfisvænni hátt. Þrátt
fyrir að það sé dýrara þýðir það ekki endilega að varan
sé betri. Með þessu starfi er ég búin að átta mig á því
að mig langar til þess að einbeita mér að og þróa nýjar
umhverfisvænni og sjálfbærari lausnir.“
Hvað sérðu fyrir þér í framtíðinni?
„Mig langar í meira nám, ég er sjúk í að mennta mig.
Ég tel það mikilvæga reynslu að starfa hjá H&M og hef-
ur sú reynsla virkilega kveikt áhuga minn á umhverf-
isvænu deildinni og að kynna mér betur sjálfbærar lausn-
ir í fatahönnun og textíliðnaði. Mér finnst virkilega
áhugavert að vera þátttakandi í þessu ferli á svona stóru
stigi.
Ég hef sterkar skoðanir á þessu málefni og draumurinn
væri að komast í „Sustainable“ eða sjálfbæru deildina hjá
H&M og taka virkan þátt í því sem þar fer fram.“
Hvernig er svo að sjá vöru sem þú hannar verða að
veruleika?
„Það er ótrúleg tilfinning, samt pínuerfið því varan
breytist mikið í ferlinu og fyrsta „prótótýpa“ er oft alveg
hræðileg. Það er samt ótrúlega gaman að sjá hlutina
verða til. Teymið sem ég starfa í tekur allar ákvaðanir í
sameiningu og hver vara sem fer inn í búð er búin að
fara í gegnum marga fundi og skoðanir.“
Hvaðan sækir þú innblástur?
„Það er mjög misjafnt. Ég fæ innblástur frá vinnu-
félögum, umverfinu, tónlist og stundum er það til dæmis
bara ákveðin sena í bíómynd sem heillar mig.“
Ertu með eitthvert ráð þegar kemur að tísku?
„Að vera samkvæmur sínum eigin stíl og eiga nóg af
klassískum og góðum flíkum og krydda þær með fylgi-
hlutum.“
Hvaða ráð myndirðu gefa ungum fatahönnuðum?
„Mestu máli skiptir að fylgja sinni eigin sannfæringu.
Ég tel mikilvægt að hlusta á aðra, án þess þó að fara
milliveginn til þess að þóknast öðrum. Þannig þróar mað-
ur sinn stíl og verður sterkari hönnuður fyrir vikið.“
* Textíliðnaðurinn er svo gíf-urlega mengandi og það þarfbara að finna nýjar lausnir til að
gera þetta viðskiptamódel sjálf-
bærra. Mér þykir það skemmtileg-
ast við vinnuna mín að finna að ég
geti haft áhrif
4.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Steinunn
vildi hanna
línu fyrir
ofurkonur.