Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 28
S
igurður Kristinsson heimspekingur
og Guðfinna Þóra Hallgrímsdóttir
hjúkrunarfræðingur, sem búsett
eru á Akureyri, hafa mjög gaman
af því að elda. Þau vilja helst fást við það í
sameiningu og gefa sér gjarnan góðan
tíma. Stundum þarf þó að flýta sér - t.d. ef
sólin skín og fólk vill vera úti! Hér bjóða
þau því upp á einfaldan rétt en afskaplega
góðan.
Kjúklingalundir eða kjúklingabringur
eru skornar í ræmur, steiktar á pönnu og
kryddaðar með taco-kryddi.
Blandað salat er rifið gróft og sett á vítt
fat; nota má það salat sem til er í garð-
inum eða ísskápnum hverju sinni, gott að
hafa mismunandi liti og bragð; mjög gott
að hafa bragðmikið salat með í blöndunni,
til dæmis klettasalat.
Saxið smátt og blandið saman tómötum,
gúrku og papriku, bæði gulri og rauðri.
Avókadó er sett í kúlur eða skorið og
blandað saman ásamt kjúklingabaunum.
Blöndunni er dreift yfir salatið og kjúk-
lingabitunum stungið með og raðað ofan á.
Með þessu er boðið upp á rifinn ost og
balsamsíróp að smekk hvers og eins. Eins
er gott að mylja taco-flögur með ef vill.
Þessu er afar gott að renna niður með vel
kældu öli eða hvítvíni.
Einfalt, fljótlegt og gott sumarsalat sem
alltaf slær í gegn, segja þau hjónakorn.
SUMARSALAT
Einfalt, fljótlegt,
gómsætt
NAUÐSYNLEGT ER AÐ NÆRA SIG OG GAMAN AÐ BORÐA
ÚTI Á SVÖLUM Í GÓÐU VEÐRI. NORÐANMENN HAFA MARGIR
HVERJIR GERT ÞAÐ Í SUMAR EN ÞÁ ER BEST AÐ HAFA MATINN
EINFALDAN SVO FLJÓTLEGT SÉ AÐ ÚTBÚA HANN
OG SÓLARGEISLARNIR SÉU EKKI ÓNOTAÐIR
*Matur og drykkir Matreiðslumeistari framreiddi gómsæta máltíð með hráefnum úr náttúru Vatnsdals »30
Spælt
og pælt
„Það er tilvalið að nýta af-
ganga frá kvöldinu áður; við
förum oft heim í hádeginu og
útbúum einhvers konar
smurbrauð þar sem gjarnan
er spælegg og kjöt- eða fisk-
afgangar með grænmeti og
sósum, og að okkar mati
verður það alltaf ótrúlega
girnilegt,“ segir Guðfinna og
heimspekingurinn Sigurður
bætir við að oft sé mikið pælt
í hádegishléinu. „Einhvern
tíma vaknaði þess vegna
Spælt og pælt-hugmyndin í
léttum dúr við eldhúsborðið;
að þegar við verðum komin á
eftirlaun verði gráupplagt að
koma á fót hádegisverðarstað
með þessu nafni! Opna heim-
ilið jafnvel þannig að fólk geti
komið með sína eigin afganga
og slakað á, lesið í bók eða
notið pælinga um það sem á
hugann á leitar, á meðan við
breytum afgöngunum fyrir
það í dýrindis smørrebrød!“
Guðfinna lýsir sneiðinni
sem myndin er af:
„Steiktur þorskur í raspi,
sem var í matinn í gærkvöldi,
er undirstaðan. Gæti verið
hvaða fiskur sem er, jafnvel
kjötbollur, svínakjöt eða ann-
að. Heimalöguð sósa er sett
ofan á maltbrauð; sósa gerð
úr AB mjólk, agave sírópi,
nýkreistum safa úr einni app-
elsínu (má að sjálfsögðu nota
hreinan appelsínusafa úr
fernu), röspuðum ferskum
hvítlauk (eða hvítlauksdufti)
og sætu sinnepi. Sósan er sett
yfir brauðið. Því næst salat (úr
garðinum eða það sem til er í
ísskápnum) og síðan fiskurinn.
Smá sósu bætt ofan á hann og
loks spælegg þar ofan á. Sósa,
smátt saxaðir ferskir tómatar,
graslaukur og rækjur ofan á í
lokin. Klikkar aldrei!“