Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 53
4.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Laugardaginn 3. ágúst kl. 15
verður opnuð sýningin „The
Fixed & The Volatile“ í
Verksmiðjunni á Hjalt-
eyri. Sýnd verða vídeólistaverk,
fluttir raddgjörningar og sungin
skosk þjóðlög. Um kvöldið verða svo
tónleikar. Lesa má nánar um dag-
skrána á vefnum verksmidjan.blog-
spot.com.
2
Nú stendur yfir síðasta sýn-
ingarhelgi London Utd,
samsýningar fimm breskra
listamanna í Kling & Bang
gallerí á Hverfisgötu í Reykjavík. Sýn-
ingin veitir innsýn í breska listasenu
og er kærkomin viðbót í flóru ís-
lenskra myndlistarsýninga. Opið er
fim.-sun. kl. 14-18.
4
Alþjóðlegt orgelsumar í Hall-
grímskirkju tekur enda um
verslunarmannahelgina en
komið er að síðasta erlenda
organista sumarsins. Hinn sænski
Hans Fagius mun leika á tvennum
tónleikum, 3. ágúst kl. 12 og á sunnu-
dag 4. ágúst kl. 17.
5
Opnuð verður sýning í Gall-
erí Dverg á Grundarstíg í
Reykjavík laugardaginn 3.
ágúst kl. 19-21. Þar sýnir
hinn ungi norski listamaður Øyvind
Aspen en sýningin ber nafnið HARD
WORK – LARD WORK – ART
WORK. Aspen vinnur með mynd-
band, texta, skúlptúra og gjörninga.
Sýningin er aðeins opin þetta kvöld
og sunnudaginn 4. ágúst frá 15-18.
3
Perlur íslenskra einsöngslaga
eru nú sungnar í Hörpu. Þar
spreytir sig ungt íslenskt tón-
listarfólk sem margt hefur hlot-
ið mikið lof. Á dagskrá eru sönglög,
þjóðlög, sálmar og ættjarðarsöngvar.
Tónleikar eru daglega allan ágústmán-
uð og má nálgast miða á midi.is.
MÆLT MEÐ
1
Tónlistarsetrið Selið á Stokkalæk, semrekið er af hjónunum Pétri Hafstein ogIngu Ástu, styrkir unga klassíska tón-
listarmenn og eykur menningarlífið í hér-
aðinu. Selið veitir ungu fólki styrki í formi
dvalar en auk þess er hægt að leigja staðinn
til æfinga, tónleikahalds og upptöku. Tónlist-
arsetrið er til húsa í fyrrum fjósi við gamla
bæinn í landi Stokkalækjar á Rangárvöllum.
Haldnir eru tónleikar þar reglulega. „Þetta
eru þrælabúðir fyrir tónlistarfólk,“ segir Inga
Ásta og hlær. Selið hefur verið starfrækt frá
árinu 2009 og hafa þar verið haldnir yfir
hundrað tónleikar. Inga Ásta segir að meg-
inhluti gesta komi keyrandi frá Reykjavík, en
hún vill gjarnan efla menningarlífið í sveitinni
og hvetur gesti og heimafólk að gera sér ferð
á tónleika.
Tvennir tónleikar
Á döfinni eru tónleikar með ungu íslensku
tónlistarfólki. Sunnudaginn 4. ágúst kl. 16
halda þeir Gunnlaugur Jón Ingason tenór og
Sigurður Marteinsson píanóleikari tónleika í
Selinu og flytja íslensk og erlend sönglög,
m.a. eftir Eyþór Stefánsson, Sigvalda Kalda-
lóns, Grieg og Schubert. Þá mun Sigurður
jafnframt leika einleiksverk á píanó. Gunn-
laugur Jón Ingason hóf söngnám við Tónlist-
arskóla Hafnarfjarðar 16 ára gamall undir
handleiðslu Guðlaugs Viktorssonar. Núverandi
kennari hans er Ágúst Ólafsson. Gunnlaugur
Jón sem lýkur senn söngnámi sínu hér á landi
stefnir að frekara söngnámi erlendis. Sigurður
Marteinsson hóf píanónám 13 ára gamall í
Tónlistarskólanum á Sauðárkróki og lauk síð-
ar burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Ak-
ureyri 1975. Sigurður fór í London College of
Music þar sem hann var undir handleiðslu
Philips Jenkins. Þá nam Sigurður hjá Árna
Kristjánssyni um fjögurra ára skeið. Eftir
nokkurra ára kennslustörf nam hann svo frek-
ar hjá Bohimiliu Jedlikovu í Kaupmannahöfn.
Miðvikudaginn 7. ágúst kl. 20 halda svo hin-
ir nýgiftu söngvarar Ruth Jenkins sópran og
Andri Björn Róbertsson bass-barítón fjöl-
breytta ljóðatónleika í Selinu. Þau hafa bæði
verið við nám við Royal Academy of Music í
London. Með þeim leikur Ástríður Alda Sig-
urðardóttir píanóleikari sem getið hefur sér
einkar gott orð sem píanóleikari í fremstu röð
hér á landi. Dagskráin er afar fjölbreytt og
flytur þetta unga og frábæra listafólk bæði er-
lend og íslensk lög. Hægt er að nálgast miða í
síma 864-5870.
Í SELINU Á STOKKALÆK
Tónleikatvenna
Í SVEITUNUM MILLI HELLU OG
HVOLSVALLAR MÁ FINNA
TÓNLISTARSETRIÐ SELIÐ EN
ÞAR MUN TÓNLISTIN ÓMA
NÆSTU DAGA.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Andri Björn Róbertsson og Ruth Jenkins.
Ljósmynd/Thomas Jackson
Ástrós Elísdóttir, leikhúsfræðingur, tekst á við nýtt starf innan Borgarleikhússins sem fræðslufulltrúi.
Morgunblaðið/Rósa Braga