Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingSystkini safna fyrir börn með krabbamein með því að hlaupa frá Akureyri til Reykjavíkur »23 Morgunblaðið/Styrmir Kári NÝ STÖÐ VIÐ NÝBÝLAVEG Góð heilsa er góðum bíl betri NÝIR OG NOTAÐUR TOYOTA-BÍLAR VORU LENGI SELDIR VIÐ NÝBÝLAVEG Í KÓPAVOGI. BRÁTT VERÐUR OPNUÐ LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ Í HLUTA HÚSNÆÐISINS, ÞAR SEM „NOTAГ FÓLK GETUR TEKIÐ Á ÞVÍ OG VERÐUR VÆNTANLEGA EINS OG NÝSLEGINN TÚSKILDINGUR Á EFTIR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is F lestir átta sig á því að góð heilsa er gulli betri og jafnvel mikilvægari en að eiga flottan bíl. Það getur þó vissulega farið saman að vera heilsuhraustur og eiga gott farartæki. Fjöldinn hefur streymt í líkamsræktarstöðvar hin síðari ár og nýr möguleiki verður í boði fljótlega; stöð sem enn hefur ekki hlotið nafn, við Nýbýlaveg í Kópa- vogi. Hafa þjálfað lengi Eigendur stöðvarinnar eru tvenn hjón; Fannar Karvel íþróttafræðingur og eiginkona hans, Sigríður Þórdís Sigurðardóttir einkaþjálfari, og Jóhann Emil Elíasson íþróttafræðingur og Sig- rún Haraldsdóttir. Sú síðastnefnda verður með jógasal í nýju stöðinni, Sigrún rekur þar nudd- stofu en karlpeningurinn sér um að stæla og styrkja viðskiptavinina. „Ég hef verið í bransanum í 13 ár og komið víða við,“ segir Fannar Karvel í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Jóhann Emil hefur líka unnið við þjálfun lengi auk þess að kenna íþróttir á Álftanesi.“ Vinirnir hafa kennt undanfarin ár á nám- skeiði sem kallast Metabolic og hefur notið sí- vaxandi vinsælda, að sögn Fannars. „Við urð- um hreinlega uppiskroppa með pláss; sprengdum utan af okkur ýmis húsnæði sem við höfðum þannig að annaðhvort var að halda áfram í meðalmennskunni eða slá til og gera þetta almennilega.“ Fannar segir að í nýju stöðinni hyggist þeir einblína á Metabolic þjálfun fyrir almenning. Hann segir að í pípunum séu námskeið fyrir fólk frá 12 ára og upp úr. „Við höfum tryggt okkur sérleyfi á ýmsum námskeiðum, þar á meðal Metabolic, sem er það þekktasta í bili,“ segir hann og nefnir einnig Insanity og Train- ings for Warriors.. Öll flóra æfinga Brjálæði og Æfingar fyrir bardagamenn eru heldur harkaleg nöfn á námskeiðum, verður blaðamanni að orði. Fannar hlær. Segir nöfnin vissulega kröftug en segi ekki alla söguna. Hann kallar Meta- bolic starfræna þjálfun. „Við vinnum ekki í ákveðnum vöðvum heldur með allan líkamann í einu með ákveðnum hreyfingum og flóra æf- inganna í þessu alþjóðlega þjálfunarkerfi er eins fjölbreytt og mögulegt er. Með þessum æfingum er ekki verið að búa líkamann undir einhverja ákveðna keppni eða hreyfingu heldur búa fólk undir að takast á við allt sem lífið hef- ur upp á að bjóða, hvort sem það er að ganga á fjöll, lyfta eða eitthvað annað. Þetta er sem sagt mjög alhliða þjálfun. Við leggjum gríð- arlega mikið upp úr því að fólk hafi gaman að því sem það er að gera, sem okkur finnst reyndar vanta mjög mikið í þennan geira. Þetta á fyrst og fremst að vera skemmtilegt.“ Fannar hefur undanfarin tvö ár verið með leikfimi fyrir eldri borgara sem hann mun víkka út og tekur einnig upp á námskeið fyrir börn og unglinga sem ekki hafa verið í boði upp á síðkastið, vegna plássleysis. Þegar félagarnir ákváðu að slá til og opna eigin líkamsræktarstöð skoðuðu þeir húsnæði hér og þar í Kópavogi. „Okkur var svo bent á þetta húsnæði sem hafði verið til leigu í tölu- verðan tíma; ég hafði einmitt séð það en ekkert gert í málinu því það er svo ofboðslega stórt. En eftir að hafa skoðað þetta kom hins vegar aldrei annað til greina og við tókum stóran hlut þess á leigu. Staðsetningin er frábær og útsýnið yfir Fossvoginn ótrúlegt.“ Formleg opnun stöðvarinnar verður 19. ágúst. Fannar Karvel, til vinstri, og Jóhann Emil í húsnæði nýju líkamsræktarstöðv- arinnar í Kópavogi. „Okkur finnst vanta nýjar hugmyndir inn í líkamsræktarheiminn hér heima á Íslandi; þegar fólk heyrir orðið lík- amsræktarstöð sér það fyrir sér bákn með lyftingatækjum og hlaupabrett- um en það sem við erum að fást við er ný hugsun að bandarískri fyr- irmynd. Lítið er af tækjum; við erum vissu- lega með handlóð, ketilbjöllur og bjóðum upp á ólympískar lyftingar, en hér eru ekki þessi venjulegu lyft- ingatæki. Við erum með hópatíma þar sem fólk vinnur saman í ýmsum, mjög fjölbreyttum æfingum og notar mik- ið eigin líkamsþyngd,“ segir Fannar Karvel. Engin hlaupabretti eða stór tæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.