Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.8. 2013 Menn spyrja gjarnan um persónulegahagi hver annars við fyrstu kynni.Fæstir telja slíkt hnýsni heldur frekar viðleitni til þess að kynnast viðkomandi. Þess háttar áhugi er jafnvel sjálfsögð kurteisi. Ég spyr börn sem koma inn á heimilið að því hverra manna þau séu. Gagnvart ókunnugum full- orðnum sessunaut í samkvæmi kann að eiga bet- ur við að spyrja við hvað viðkomandi starfi. Oft leiðir það til áhugaverðrar umræðu. Skyldi vera samdráttur í greininni eða er leitun að hæfu starfsfólki? Hvaða menntunar krefst starfið? Er greinin samkeppnishæf hvað laun varðar? O.s.frv. En það hefur aldrei hvarflað að mér að spyrja nokkurn, hvorki kunningja eða nákominn, hvað hann hafi í laun. Sama hversu vel við næð- um saman, nýi kunninginn við veisluborðið og ég, í spjalli um störf hans þá er næsta víst að spurning um persónulegar tekjur myndi um leið setja punkt aftan við þann kunningsskap. Af hverju? Jú, af því að langflestir, óháð tekjum, telja launin sín vera sitt einkamál. Fyrir því eru margvíslegar ástæður. Ein ástæðan er sú að samningsstaða launa- manns á vinnumarkaði ræðst meðal annars af launakröfu hans. Maður sem þessa dagana upp- lýsir um tekjur fjölmargra Íslendinga í árlegri útgáfu sem hann ritstýrir, óumbeðinn og í óþökk fólksins sem þar er tínt til, hefur að sögn 559 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Snúi hann frá villu síns vegar og láti af þeim fautaskap sem verslunarmannahelgarútgáfa þessi er og falist eftir sambærilegu starfi en við geðslegri útgáfu, hví skyldi nokkur útgefandi með snefil af rekstr- arviti bjóða þessum ágæta ritstjóra hærri laun en 559 þúsund krónur? Ja, kannski 600 þúsund ef ritstjórinn heldur því trúverðugt fram að hann hafi hætt sorpblaðamennskunni vegna launanna. Það kann að vera ólíklegt að þessi ritstjóri standi í þeim sporum sem hér er lýst. Þetta eru hins vegar raunverulegar aðstæður sem fólk lendir í allt árið um kring, yfirleitt óafvitandi, vegna birtingar álagningarskránna og misná- kvæmrar vinnslu blaðamanna á upplýsingum úr henni. Þá hefur fyrirtæki eitt gert álagningar- skrána að sérstakri tekjulind sinni með því að selja fyrirtækum allar upplýsingar úr skránni ásamt útreikningum. Launagreiðendur geta þannig keypt útreikning áætlaðra tekna allra launamanna. Fátt vegur meira að samningsstöðu launamanna á vinnumarkaði. Skyldi verkalýðshreyfingunni og því há- launafólki sem þar starfar vera það algerlega um megn að standa vörð um hagsmuni launamanna að þessu leyti og rétt launamanna til trúnaðar um tekjur sínar? Hvað þarf til að koma til að verkalýðshreyfingin láti málið sig varða? Form- legt erindi þar að lútandi frá félagsmanni? Samningsstaða launamanna * Birting álagningarskrárveikir stöðu venjulegslaunafólks. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Yfirlýsing knattspyrnukappans Ar- ons Jóhannssonar, þess efnis að hann hyggist leika fyrir bandaríska landsliðið í stað þess íslenska, var eitt helsta umræðuefnið á netinu þessa vikuna. Yfirlýsing Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, vakti ekki síður at- hygli og skrifaði fjölmiðlamaðurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson eft- irfarandi tíst á Twitter-síðu sína í kjölfarið: „Í hvert skipti sem greif- arnir í Laugardalnum opna á sér munninn út á við verður úr almannatengslaharmleikur.“ Sjónvarpsmað- urinn Helgi Selj- an hafði eftirfar- andi orð við umræðuna að bæta á Facebook: „Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra hefur sent banda- rískum kollega sínum bréf þar sem frumsýningu kvikmyndarinnar 2 Guns í Los Angeles, eftir Baltasar Kormák er mótmælt. Baltasar sé íslenskur og eigi því ekki að gera aðrar myndir en íslenskar. „Í um- ræddri mynd, sem gerð er í óþökk íslensku þjóðarinnar enda á engil- saxnesku, er enginn íslenskur hestur, engin geðsjúk einsetukona né heldur bóndi sem skýtur hest eða hund og heldur til borg- arinnar, til þess eins að snúa aftur í sveitina,“ segir í yfirlýsingunni. Þetta sé til marks um að Baltasar hafi gróflega gengið á bak þjóðerni sínu og þeim gildum sem honum voru kennd í íslensku skyldunámi. Bandarísk yfirvöld voru í lok bréfs- ins hvött til þess að handtaka Balt- asar og senda hann aftur heim til Íslands.“ Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir keppti í undan- úrslitum á HM í sundi þar sem hún lenti í 15. sæti í 200 metra bringu- sundi. Að lokinni keppni skrifaði Hrafnhildur á Facebook: „Ekki frá- bær tími en ég skemmti mér og þetta var rosaleg upplifun. Takk fyrir stuðninginn!“ Textann skrifaði hún þó á ensku, enda nemi við University of Florida. Þess má til gamans geta að sundkonan fagnaði 22 ára afmæli sínu daginn eftir. AF NETINU Þeir Denzel Washington og Mark Wahlberg hafa lýst aðdáun sinni á Baltasar Kormáki og hans nálgun á leikstjórn myndarinnar 2 Guns. Myndin var frumsýnd í vikunni og hefur verið að fá góða dóma. „Baltasar fann út hvernig við gátum gert þessa mynd á kostakjörum. Ekki margir kvikmyndagerðarmenn geta gert það sem Baltasar getur. Denzel sá Contraband og leist vel á þá mynd þannig það var ekkert mál að sannfæra hann að taka þátt í þessari mynd,“ sagði Wahlberg á frumsýningarkvöld- inu. Denzel Washington sagði að hann hefði verið til í að gera þessa mynd um leið og hann las handritið. „Ekki skemmdi fyrir að Mark var í myndinni. Hann er mjög skemmtilegur og góður maður, með gott hjartalag.“ Stórstjörnurnar, Mark Wahlberg og Denzel Washington. Báðir eru hrifnir af Baltasar Kormáki. AFP 2 Guns-stjörnur hrósa Balta Ákvörðun Arons Jóhannssonar um að velja bandaríska landsliðið í fótbolta í staðinn fyrir það íslenska hefur vakið gríðarlega athygli. Ís- lenska þjóðin er klofin, sumir styðja hann á meðan aðrir vilja meina að ekki eigi að vera hægt að velja sér landslið. Bandaríkjamenn eru hins vegar rólegri í málinu og fagna komu hans. Ekki hefur mikið verið skrifað og rætt um þessa ákvörðun þar enda er fótboltinn langt á eftir hinum stóru íþróttunum í Bandaríkjunum, NFL, NBA og NHL. Þó gerði Washington Post að umtalsefni yf- irlýsingu KSÍ vegna málsins og þá staðreynd að Knattspyrnusamband Íslands hafi sent knattspyrnusambandi Bandaríkjanna og FIFA kvörtun vegna ákvörðunar sem Aron var í full- um rétti að taka. Kalla þeir bréf KSÍ „Bizarre“. „Bizarre“ í Banda- ríkjunum Íslenski Bandaríkjamaðurinn Aron Jóhannsson. Morgunblaðið/Eggert Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.