Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 34
Sjónvarp „Mér finnst mjög gott að kveikja
á sjónvarpinu og detta í einhverja góða
mynd eða þátt fyrir svefninn. Ég legg mikið
upp úr gæðum og finnst mikilvægt að
myndirnar séu í HD gæðum. Ég keypti mér
því sjónvarp af gerðinni Philips en ég var
búinn að heyra góða hluti um það áður en
ég sló til,“ segir Arnar. É
g hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á tækni og man t.a.m. eftir því þegar ég
var lítill strákur að fikta í tölvunni hjá frænda mínum. Frá þeim tíma hef ég
alltaf verið mikið í kringum tæki og hef reynt að fylgjast vel með nýjustu
tækni,“ segir Arnar Már Kristjánsson, sjúkraþjálfaranemi og starfsmaður hjá
Vodafone.
Arnar lýsir sér sem miklum græjukalli en hann starfar sem lagerstarfsmaður hjá
Vodafone. Aðspurður hvort áhugi hans á tækni hafi orðið til þess að hann ákvað að
sækja um starf hjá fyrirtækinu á sínum tíma segir Arnar: „Já, það má segja að áhugi
minn á tækni hafi verið stór hluti af þeirri ákvörðun að sækja um starf. Pabbi
hefur nefnilega alltaf haft mikinn áhuga á alls kyns græjum svo ég nú ekki
langt að sækja áhugann. Hann á sjálfur bát sem við notum mikið en þú getur
ímyndað þér hversu mikið af græjum og dóti fylgir honum,“ segir Arnar.
Samsung Galaxy S4 „Ég keypti mér þennan
í júní á þessu ári. Ég hef átt marga síma og
snjallsíma í gegnum tíðina en þessi er sá
allra besti. Ég er mikill Samsung-maður og
þessi kemur á hverjum degi að góðum
notum. Hann gerir það eiginlega að verk-
um að ég er farinn að nota fartölvuna
minna þar sem ég er með netpóstinn,
vafra, facebook og flest annað nettengt í
símanum. Myndavélin er líka alveg frábær
og þetta er langbesta myndavél sem ég hef
séð á farsíma. Síminn er með stóran skjá
og fulla HD upplausn svo maður nýtir
hvert tækifæri til að smella af mynd,“ segir
Arnar.
Hristibrúsi „Þessi
kemur að góðum
notum í ræktinni
og ég tel þetta
vera ómissandi
græju fyrir þá sem
eru mikið að æfa.
Brúsinn er með tvö-
földum botni svo
hann virkar einnig
sem geymsla þegar ég
er staddur í rækt-
arsalnum. Svo nota ég
hann á daginn og eftir
rækt þegar ég blanda
mér próteinduft,“ segir
Arnar.
Armband fyrir Ipod „Þessi græja gerir ipod
eiginlega að meira tískufyrirbrigði. Þetta er
ekki eins og margir aðrir fylgihlutir ipod
sem koma að góðum notum þegar fólk
stundar íþróttir. Þegar ég smelli þessu á
úlnliðinn þá er ég búinn að breyta ipod í
úr og þetta lítur bara ágætlega út,“ segir
Arnar.
Playstation 3
„Ég er mikill
tölvunörd og
hef spilað
mikið af
tölvuleikjum í
gegnum tíð-
ina. Upp á
síðkastið hef-
ur hins vegar
tíminn sem
ég hef haft í
tölvuleikjaspil
verið minni
en ég vildi en ég hef mest gaman af skot-
leikjum. Ég bíð spenntur eftir Playstation 4
og á eflaust eftir að kaupa hana,“ segir
Arnar.
Arnar Már Kristjánsson vill fylgjast vel með tækninýjungum.
Morgunblaðið/Kristinn
GRÆJURNAR MÍNAR – ARNAR MÁR KRISTJÁNSSON
Erfði áhugann á
græjum frá föður
ARNAR MÁR KRISTJÁNSSON NEMI Í SJÚKRAÞJÁLFUN
HEFUR MIKINN ÁHUGA Á TÆKNI OG REYNIR EFTIR FREMSTA
MEGNI AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ NÝJASTA.
Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is
Ipod Nano „Ég er mikill tónlistar-
áhugamaður svo þetta tæki nýtist mér vel
á hverjum degi. Það skiptir engu máli
hvað ég er að gera. Ætli hann nýtist mér
samt ekki best þegar ég er að æfa, hvort
sem það er þegar ég fer út að hlaupa eða
lyfta. Ég er duglegur að setja nýja tónlist
inn á hann og finnst mun þægilegra að
vera með tónlistina mína á þessu tæki en
í símanum,“ segir Arnar.
Fartölva „Helsti kost-
urinn við þessa tölvu
er að hún er aðeins
með 12" skjá svo það
er auðvelt að ferðast
með hana á milli
staða. Ég þoli ekki að
burðast um með
þungar tölvur svo
þessi kemur sér
t.d. vel þegar ég
er í skólanum.
Þá er lítið
að mál að
henda henni
upp þegar ég er í tímum
og þarf að glósa,“ segir Arnar.
Sjónvarpsflakkari „Þessi er af gerðinni
United og er góður að því leyti til að hann
spilar flestar skrár. Svo tengi ég bara
HDMI-snúruna úr flakkaranum við sjón-
varpið og þá er ég kominn með talsverð
gæði. Ég flakka nú samt lítið með hann á
milli staða og set aðallega efni inn á hann
heima,“ segir Arnar.
*Græjur og tækniUppfinningamaðurinn Elon Musk hyggst kynna teikningar af nýju háhraðafarartæki á næstunni »36