Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.08.2013, Blaðsíða 59
4.8. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Blómið er sagt vera til átu af sjóliðanum. (9)
9. Alltaf ljós umkringi vin með löngun og ásókn í hættu. (11)
11. Ósveigjanlegir dragi að teppta. (9)
12. Endur með litla fætur eru eign Ástrala. (12)
13. Fræði um málverk sem málfræðihugtak. (9)
15. Átt bannar og gerir eitt. (8)
16. U. Thant missir hjarta sitt að sögn fyrir yl að framanverðu.
(7)
17. Rim kápunnar flækist fyrir félögunum. (11)
20. Alvöru kona er eiginkona. (7)
23. “Ding! A!“ hjá Elvari í þrumuleiðara. (11)
26. Nafn stoppar og fleiri en eitt að myndast. (10)
27. Skal næstum máta stærð á tuðru. (8)
29. Urgi pallar undan snjó. (12)
30. Það sem gerir nafn betra? (7)
33. Ekki allar klingi í glasi í þessu húsi. (10)
34. Geymi sjö mjúk í yfirbreiðslunum. (11)
35. Gramm af lyfi að vori. (7)
36. Íþróttafélag óttist barn. (4)
LÓÐRÉTT
1. Nagdýr og hundur. Það er dularfullt. (6)
2. Tímabil sem hefur verið slitið er kennt við tól sem er oft á
jarðýtu. (7)
3. Skamm, Gunni M.! Aftur sýnirðu mér gleymna. (11)
4. Ennþá glymjandi en samt gefandi. (7)
5. Sjá afkvæmi málms hjá þeim sem er ekki sléttur. (9)
6. Það hvernig eitthvað er gert leiðir til stækkunarinnar. (9)
7. Sælust með menntaskóla þar við ólátumst. (8)
8. Fríðara nám einhvern veginn í leyfi. (10)
10. Maður sem er hálfgerður engill og hálfgerður þorn í síðu. (7)
14. Það sem maður spyr plöntu til að komast að því hvort hún
sé blómplanta. (8)
18. Afdrifin hjá bílastæðinu eru einfaldlega afleiðingar ábyrgð-
arhlutverkanna. (10)
19. Íronían í spilinu. (4)
20. Ein þekkt keyrði til bókafélags sem eitt sinn var til út af því
sem inniheldur námsárangur. (11)
21. Frumkraftanna má sjá á kvöldin. (6)
22. Skítugur maður sem kallaður er fyrir dómara sýnir hýsni. (8)
24. Gull Kate er næstum kjurt hjá launum. (10)
25. Ráðning sem er ekki úti byggir á því að fá fjármuni fyrir skrif-
legt loforð. (8)
27. Ritsnillingur orði stillingu sína. (8)
28. Náfrændi hunds gaf dýri að borða. (7)
31. Kemur einhvers konar asni af fugli. (6)
32. Svartleit venja þegar þið púið. (6)
Frammistaða íslensku skákmann-
anna á skákhátíðinni í Pardubice í
Tékklandi þar sem 12 skákmenn
sátu að tafli var góð. í A-flokknum
var Hannes Hlífar að bæta sig og
endaði í 13.-37. sæti. Mikhael Jó-
hann Karlsson, Dagur Ragnarsson
og Jón Trausti Harðarson hækkuðu
verulega á stigum og í D-flokknum
stóðu yngstu skákmenn okkar, Felix
Steinþórsson, Heimir Páll Ragn-
arsson og Dawid Kolka sig einnig
vel. Á sama tíma í Andorra sátu að
tafli í spænsku mótaröðinni þeir
Héðinn Steingrímsson og Guð-
mundur Kjartansson. Héðinn hlaut
6½ vinning af níu mögulegum og
endaði í 9.-17. sæti en Guðmundur
hlaut 5½ vinning og varð í 32.-51.
sæti. Vegna mikils stigamunar kepp-
enda í slíkum mótum og skákgetu
sem er stundum í litlu samræmi við
stig getur verið erfitt að hækka sig
mikið á elo-listanum. Héðinn stóð
sig vel en lenti þó vitlausum megin
við borðið í viðureign við enskan
meistara sem fékk mikla athygli og
hlaut fegurðarverðlaun:
Héðinn Steingrímsson – Law-
rence Trent
Mótbragð Albins
1. d4 d5 2. c4 e5 3. dxe5 d4 4. Rf3
Rc6 5. a3 Bg4
Mótbragð Albins hefur alltaf átt
sína fylgismenn og þar er rússneski
stórmeistarinn Morozevich fremstur
en hann kýs að leika 5. … Rge7.
6. Db3 Dd7 7. Dxb7 Hb8 8. Da6
Rge7 9. Rbd2 Rg6 10. g3 d3
Reynir eftir fremsta megni að
hrista upp í stöðunni. Meginmark-
miðið er að hindra að hvítur nái að
skipa liði sínu fram á eðlilegan hátt.
11. e3 Bb4!?
Fyrsta þruman.
12. Bg2
Héðinn stóð frammi fyrir erfiðu
vali. Ef 12. axb4 Rxb4 13. Dxa7
Rc2+ 14. Kd1 0-0 15. h3 kemur
15. … Bxf3+ 16. Rxf3 Dc6 með
margvíslegum hótunum.
12. … Bxd2+ 13. Rxd2 Rgxe5 14.
0-0 Bh3 15. Bxh3 Dxh3 16. f4 0-0
Ekki er um annað að ræða, 17. …
Rg4 strandar á 17. Dxc6+ og Rf3
eða jafnvel – Dg2 við tækifæri.
17. c5?
„Besta ráðið við fórn er að taka
henni,“ er gamall málsháttur. Eftir
17. fxe5 Rxe5 18. Rf3 má svara
18. … Hb6 með 19. Da5 og – Dd2.
Annar möguleiki er 17. … Hb6 18.
Da4 Rxe5 19. Dd1 Rg4 20. Rf3 Hf6
21. Dd2 og hvítur heldur velli.
17. … Rg4 18. Rf3
Hvítur hefur náð að verjast hót-
unum svarts sem nú spilar út enn
einu trompinu.
- sjá stöðumynd -
18. … d2!?
Spilar út síðasta trompinu, 18. …
Hfd8 var kannski enn sterkara, svip-
uð hugmynd sem byggist á 19. Dxc6
d2 20. Bxd2 Hxd2 og vinnur.
19. Bxd2 Hxb2 20. De2
Vitaskuld ekki 20. Dxc6 Hxd2
o.s.frv.
20. … He8 21. e4?
Svartur hótaði 22. … Hxe3 en
betra var þó 21. Hfe1 t.d. 21. …
Rxe3 22. Df2! eða 21. … Hxe3 22.
Dd3!? eða jafnvel 22. Bxe3.
21. … h6!
Að „lofta út“ getur verið mik-
ilvægt í flóknum stöðum.
22. Hfb1 Hxe4!
Enn einn þrumuleikur sem bygg-
ist á 23. Dxe4 Hxd2 o.s.frv.
23. Df1 Dxf1+ 24. Hxf1 He2 25.
h3 Rh2!
Og þessi kom á versta tíma.
26. Rxh2 Hexd2 27. Rf3 Hg2+ 28.
Kh1 Hxg3 29. Had1 Hxh3+
Endataflið tveim peðum undir er
vonlaust.
30. Kg1 Hg3+ 31. Kh1 Hb3 32.
Rg1 Hgd3 33. f5 Hxa3 34. f6 gxf6
35. Hxd3 Hxd3 36. Hxf6 Re5 37.
Hxh6 c6 38. Hh4 Hd1 39. Hf4 Hc1
40. Kg2 Hxc5 41. Re2 a5 42. Rg3
Kf8 43. Kf1 Hc3 44. Kg2 Hc2+ 45.
Kf1 c5 46. Ha4 Rc6 47. Rf5 Hh2 48.
Rd6 Ke7 49. Rb7 Hc2 50. Rxa5 Rxa5
51. Hxa5 Ke6 52. Ke1 f5 53. Kd1
Hc4 54. Ha8 He4 55. Kd2 c4 56. Ha5
Kf6 57. Ha1 Kg5 58. Hg1+ Kf4
59.Hf1+ Kg4 60. Hg1+ Kh3 61. Hf1
f4 62. Hh1+ Kg2 63. Hh4 Kg3
– og hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
SKÁK
Þrumuleikir í Andorra
Verðlaun eru veitt fyrir
rétta lausn krossgátunnar.
Senda skal þátttökuseðilinn
með nafni og heimilisfangi
ásamt úrlausninni í umslagi
merktu: Krossgáta Morg-
unblaðsins, Hádegismóum
2, 110 Reykjavík. Frestur til
að skila úrlausn krossgátu 4.
ágúst rennur út föstudaginn
9. ágúst.
Vinningshafi krossgátunnar
27. júlí sl. er Guðný Elínborgardóttir, Sigtúni 27,
Patreksfirði. Hún hlýtur í verðlaun bókina Rósa-
blaða ströndin eftir Dorothy Koomson. JPV gefur
út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang