Morgunblaðið - 04.09.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 04.09.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@aslaugarna.com „Ég gifti fjögur pör í þremur kirkjum á laug- ardaginn, svo það er í nógu að snúast,“ segir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. Á laugar- daginn er 7. september 2013 sem inniheldur töl- urnar 7-9-13, sem lengi hafa þótt sérstakar happatölur. Talið er að dagurinn sé vinsælasti brúðkaupsdagur ársins. „Dagurinn verður mjög stór, ég þurfti að neita pörum því fólk vill gifta sig á sama tíma og ég tel mig eiginlega fullbókaðan með fjórar giftingar,“ segir Hjálmar sem bendir á að hver hjónavígsla sé einstök. „Maður má ekki fá færibandatilfinn- ingu.“ Hjálmar segir að burtséð frá trú eða hjátrú vilji fólk hafa allt með sér á stóra daginn. „Eitt parið hafði þó ekki áttað sig á þessari tengingu við happatöluna, en öll pörin eiga það sameiginlegt að telja sig vera mjög heppin að hafa fundið hvort annað.“ Fannst þetta alltaf flott dagsetning Selma Harðardóttir gengur að eiga unnusta sinn, Andra Ingólfsson, á laugardaginn. „Þegar ég var lítil fannst mér þetta alltaf ótrúlega flott dagsetning,“ segir Selma, en hún áttaði sig á því fyrir tæpum fimm árum að daginn bæri upp á laugardag. „Þegar hann bað mín fyrir rúmu ári kom engin önnur dagsetning til greina.“ Tölurnar heilagar eða heillatölur Samkvæmt gömlum hugmyndum býr talan sjö yfir óvenjulegum töframætti. Hún er tala full- komnunar og hvíldar og er langalgengasta talan í Biblíunni. Hún er talin heilög og um leið happa- tala. Talan níu er almennt álitin heillatala og kem- ur víða við sögu í þjóðtrú. Veigamikið atriði er að meðgöngutími kvenna er níu mánuðir. Flestir þekkja þá hjátrú að telja töluna þrettán óheilla- tölu. Sú trú að þessi tala sé sérstök, annaðhvort hættuleg eða heilög, er talin mjög gömul. Morgunblaðið/Ómar Brúðkaup Fjölmargir munu ganga í það heilaga á laugardaginn nk. „Dagurinn verður mjög stór“  Fjölmörg brúðkaup eru 7. september 2013, en 7-9-13 eru taldar happatölur Læknaráð Landspítalans sendi í gær frá sér ályktun þar sem ítrek- aðar eru áhyggjur af mönnun al- mennra lækna á lyflækningasviði spítalans. Telur læknaráð spítalans að það ástand sem nú hefur myndast og kallar á bráðaaðgerðir í skipu- lagningu á læknaþjónustu innan sviðsins hafi verið fyrirséð þegar í vor. Svo mikil vöntun er á starfandi læknum á lyflækningasviði spítalans að læknaráð telur það munu hafa veruleg áhrif á læknisþjónustu við sjúklinga sem leita til spítalans. Þá bendir læknaráð Landspítalans á að ástandið muni einnig bitna á kennslu læknanema og stefna þar með hlut- verki spítalans sem háskólasjúkra- húss í hættu. Neyðaráætlun í gildi Um síðustu mánaðamót var virkj- uð aðgerðaáætlun á Landspítalanum vegna manneklu á lyflækningasviði. Gert er ráð fyrir stöðum 25 deild- arlækna á sviðinu en þeir eru aðeins um tugur nú og fer fækkandi. Læknanemar hafa létt undir á deild- inni í sumar en nú í haust snúa þeir aftur á skólabekk og eykst þá vand- inn á nýjan leik. Læknaráð spítalans skorar að lok- um á yfirstjórn hans að leysa sem fyrst úr málunum í samvinnu við lækna sviðsins. bmo@mbl.is Læknaráð um LSH Óttast að hlut- verki spítalans sem háskólasjúkra- húss sé stefnt í hættu. Læknaráð lýsir yfir áhyggjum  Um helmingur staða mannaður Kennsl hafa verið borin á lík manns sem kom upp í veiðarfæri togara sem var við veiðar við Suðurland í síðustu viku. Líkið er af Gunnari Hersi Bene- diktssyni, en hann féll fyrir borð af fiskiskipinu Skinney frá Höfn í Hornafirði 25. júlí síðastliðinn. Gunnar Hersir var búsettur á Höfn í Hornafirði og var 22 ára gamall þeg- ar hann lést. Hann fæddist 1. sept- ember 1990. Útför Gunnars fer fram nk. föstudag. Kennsl borin á lík sjómanns Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is Flugáætlun Icelandair fyrir árið 2014 verður sú stærsta í sögu félagsins og um 18% umfangsmeiri en á þessu ári. Flug verður hafið til þriggja nýrra áfangastaða og ferðum fjölgað til ým- issa borga í Norður-Ameríku og Evr- ópu. Gert er ráð fyrir að farþegar Icelandair verði rúmlega 2,6 milljónir á árinu 2014, en eru á þessu ári um 2,3 milljónir. Þremur Boeing 757- flugvélum verður bætt við flugflot- ann. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins. Fjölga ferðamönnum „Við sjáum áframhaldandi góð tækifæri til vaxtar á næsta ári og ætl- um að nýta þau,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Ice- landair. „Við erum að ná árangri á al- þjóðamarkaðinum milli Norður-Am- eríku og Evrópu um þessar mundir og áætlunin fyrir næsta ár er einkum gerð til þess að styrkja enn stöðu okkar á þeim markaði. Við gerum einnig ráð fyrir að geta fjölgað ferða- mönnum til Íslands, líkt og á þessu ári, og þessi stóra áætlun Icelandair gefur sömuleiðis Íslendingum ný og spennandi tækifæri til ferðalaga og viðskipta.“ Birkir segir loftferðasamninginn við Kanada gefa fyrirtækinu fjöl- mörg tækifæri, en samningurinn milli Íslands og Kanada opnar aukin tækifæri í flugi milli landanna og tengiflugi til Evrópulanda. Spennandi áfangastaðir Nýir áfangastaðir flugfélagsins eru Vancouver og Edmonton í Kan- ada og Genf í Sviss. „Þetta eru spenn- andi áfangastaðir sem við teljum falla vel inn í leiðarkerfi okkar. Þessir áfangastaðir hafa ákveðið samkeppn- isforskot í flugi yfir Atlantshafið með því að fara í gegnum Ísland.“ Þá segir í tilkynningu að Iceland- air muni einnig fjölga ferðum næsta sumar til flestra núverandi áfanga- staða. Mikill innri vöxtur hefur ein- kennt starfsemi Icelandair undanfar- in ár og er áætlun sú sem nú er kynnt fyrir árið 2014 um það bil tvöfalt um- fangsmeiri en áætlun ársins 2009. Til dæmis verða ferðir frá landinu um 9.000 en voru um 4.500 fyrir fimm ár- um. Icelandair verður 18% stærra 2014  Þrír nýir áfangastaðir  Talið er að farþegar verði rúmlega 2,6 milljónir Icelandair Nýjar Boeing 737-MAX eru í smíðum og fyrstu koma 2018. Samtökin 78 stóðu í gær fyrir mót- mælum við rússneska sendiráðið í Reykjavík. Mótmælin voru gegn umdeildri löggjöf í Rússlandi sem bannar jákvætt umtal um samkyn- hneigð og hvöttu samtökin til þess að stöðvaðar yrðu ofsóknir gegn hinsegin fólki í Rússlandi. Tilefni mótmælanna var að valdamiklir leiðtogar hitta forseta Rússlands á fundi í næstu viku. Alþjóða- mannréttindasamtökin boðuðu til mótmælanna, sem fóru fram víða um heim. Morgunblaðið/Rósa Braga Samtökin 78 mótmæltu Samfylkingarkonur Sigríður Ingi- björg Ingadóttir og Jóhanna Sig- urðardóttir meðal mótmælenda. Baráttuhugur Páll Óskar mótmælti af krafti umdeildum lögum um samkyn- hneigð í Rússlandi. Hátt í hundrað manns tóku þátt í mótmælunum. Á mánudaginn var undirritaður verksamningur á milli Skarðsvíkur ehf. og skipasmíðastöðvarinnar Þorgeirs & Ellerts ehf. um endursmíði á skipinu Magnúsi SH-205, sem brann í skipasmíðastöðinni í lok júlí. Í verksamningnum felst meðal annars upp- bygging eldhúss, matsalar og íbúðarrýmis í aft- urskipi og mun verkið kosta 200 milljónir. Trygg- ingamiðstöðin bókfærði tjón vegna brunans upp á 180 milljónir en að auki lendir stór hluti tjónsins á endurtryggingafélagi TM. „Við ákváðum að fyrst við erum að eyða þessum tíma í endurbæturnar ætlum við bara að klára allar þær endurbætur sem hefði þurft að gera á næstu árum. Við látum því bæta við krana og akkerisspili. Við fáum mjög góðan bát eftir þetta og munum Endursmíða bátinn sem brann  Brann í skipasmíðastöð  Verkið mun kosta 200 milljónir  Skipið á að verða tilbúið 8. mars í vetur Morgunblaðið/Rósa Braga Slys Eldur kom upp í Magnúsi SH-205 í júlí í ár. ekkert þurfa að fara með hann í slipp næstu árin nema til þess að mála hann,“ segir Sigurður Valdi- mar Sigurðsson, skipstjóri og útgerðarmaður. Eftir brunann er það aðallega járnið sem er not- hæft auk vélanna. „Vélarnar sluppu að mestu en það er verið að fara yfir rafalana núna. Það þarf þó að skipta um töluvert af járni á stjórnborðssíðu skipsins og stálþil.“ Samkvæmt samningnum á skipið að verða tilbúið 8. mars 2014. „Við bíðum bara núna á meðan skipið er end- ursmíðað og svo ætlum við að reyna að ná kvót- anum okkar á þessu fiskveiðiári. Við byrjum bara af krafti um leið og við fáum bátinn,“ segir Sig- urður. Útgerðin gerir aðallega út á skötusel auk þorsks og meðafla. bmo@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.