Morgunblaðið - 04.09.2013, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Natsuo Sato, prófessor við Pólrann-
sóknastofnun Japans, heldur fyrir-
lestur um rannsóknir japanskra og
íslenskra vísindamanna á norður-
ljósunum síðastliðin þrjátíu ár í há-
tíðarsal Háskóla Íslands klukkan
fjögur í dag. Gunnlaugur Björns-
son, stjarneðlisfræðingur við Há-
skóla Íslands, segir ýmislegt áhuga-
vert hafa komið í ljós sem Sato mun
fjalla um í fyrirlestri sínum.
„Eitt af því sem hefur komið á
óvart er að tengslin sem menn
töldu vera milli norðurljósa hér á
landi og á suðurenda sömu segul-
sviðslínu við suðurskautið virðast
ekki vera fyrir hendi nema í
undantekningartilvikum,“ segir
Gunnlaugur en rannsóknarstöðvar
á Íslandi og suðurskautinu eru
hvorar á sínum enda sömu seg-
ulsviðslínu.
Einstakt tækifæri
til rannsókna
Mælingar á gagnstæðum segul-
ljósum veita einstakt tækifæri til
rannsókna á því hvar og hvernig
hinar ósýnilegu segulsviðslínur
tengja jarðarhvelin, hvaða áhrif sól-
vindurinn hefur á segulhvolf jarðar
og á eðli hröðunarferla norðurljósa.
„Undanfarin 30 ár hafa athuganir
á norðurljósum verið framkvæmdar
á þremur stöðum á Íslandi í sam-
starfi japönsku pólrannsóknastofn-
unarinnar og Raunvísindastofnunar
Háskólans. Rannsóknarstöð Japana
í Syowa á Suðurskautslandinu og
stöðvarnar á Íslandi þykja kjörnar
til rannsókna á gagnstæðum segul-
ljósum,“ segir Gunnlaugur en í er-
indi Satos verður einnig fjallað um
þrjátíu ára sögu norðurljósarann-
sókna Japana á Íslandi. Að auki
verður rætt um fyrirbæri eins og
norðurljósaslit, norðurljósaperlur
og blikótt norðurljós.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Norðurljós Margt áhugavert hefur komið fram um norðurljósin. Rannsóknir Íslendinga og Japana hafa farið fram
hér á landi og á suðurskautinu þar sem Pólrannsóknastofnun Japans hefur komið upp rannsóknarstöð.
Nýjar uppgötvanir úr
norðurljósarannsóknum
Slitastjórn gamla Landsbankans hef-
ur krafist riftunar á 300 milljóna
króna greiðslu bankans í september
árið 2008 til Sigurjóns Þ. Árnasonar,
fyrrverandi bankastjóra. Fyrirtaka í
málinu fór fram í gærmorgun fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur en málið er
eitt af sex málum sem slitastjórnin
hefur höfðað gegn Sigurjóni.
Sigurður G. Guðjónsson, hæsta-
réttarlögmaður og lögmaður Sigur-
jóns í málinu, segir að Sigurjón hafi
skilað stærstum hluta greiðslunnar
og um leið gert samkomulag við
bankann um uppgjör vegna launa-
greiðslna sem Sigurjón taldi sig eiga
á hendur þrotabúi bankans.
„Sigurjón skilaði stærstum hluta
greiðslunnar aftur til bankans en
taldi að honum bæri að fá laun í
uppsagnarfresti og óskaði eftir því
við slitastjórnina að hún gerði þá upp
launasamninginn við hann og greiddi
þá skatt og lífeyrisgjöld af þeim. Nú
vill slitastjórnin líta svo á að hún geti
rift greiðslunni sem Sigjurjón var bú-
inn að greiða en ekki launagreiðsl-
unum,“ segir Sigurður en það þýðir
að Sigurjón þarf að greiða skatta og
lífeyrisgreiðslur vegna umsaminna
launagreiðslna til baka til bankans.
Páll Benediktsson, upplýsinga-
fulltrúi gamla Landsbankans, vill
ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
„Við höfum sett það sem reglu hjá
okkur að tjá okkur ekki um mál með-
an þau eru til úrlausnar hjá dóm-
stólum,“ segir Páll. Ekki er ljóst hve-
nær niðurstaða fæst í málið.
Mál Sigur-
jóns fyrir
héraðsdóm
Riftunar á 300
millj. greiðslu krafist
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og formaður at-
vinnuveganefndar Alþingis, vill
hefja rannsóknir á hnúfubak. „Það
er tímabært að hefja rannsóknir á
hnúfubaknum en það þarf allt að
hafa sinn farveg,“ segir Jón og
bendir á mikilvægi þess að fylgja
ströngustu skilyrðum við rann-
sóknir á stofninum. „Þeir stofnar
sem við nýtum í dag fóru í gegnum
mjög strangt vísindalegt ferli sem
hefur verið staðfest af vísindanefnd
Alþjóðahvalveiðiráðsins og hnúfu-
bakurinn þarf að fara í gegnum
sambærilegt ferli.“
Fram hefur komið að stofn
hnúfubaks sé í sögulegri stærð við
Ísland og segir Jón það m.a.
ástæðu fyrir því að hefja rann-
sóknir á stofninum.
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir,
aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jó-
hannssonar, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, segir að málið
hafi ekki komið inn á borð ráð-
herrans.
Jón telur tímabært að ráðuneytið
og Hafrannsóknastofnun taki málið
til skoðunar en gerir ekki ráð fyrir
að það komi inn á borð atvinnu-
veganefndar strax.
Morgunblaðið/Ómar
Hvalveiðar Fjölgun hnúfubaks hefur verið töluverð á undanförnum áratug-
um og er stofninn núna í sögulegri stærð í kringum landið.
Vill hefja rann-
sóknir á hnúfubak
Ráðuneyti og Hafró skoði málið
Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar:
Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af
hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun,
nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi
skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn
ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi
fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum
(NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum
asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið.
Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri.
Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða
augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi
lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar
hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð
ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum
aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði
við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem
börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á
Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Fæst án lyfseðils
Veldur síður
lyfjaáhrifum um
allan líkamann eins
og þegar töflur eru
teknar inn
Verkjastillandi
bólgueyðandi