Morgunblaðið - 04.09.2013, Page 15
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Sumarið Veðurblíðunni var misskipt milli landshluta. Austfirðingar geta verið sáttir en samkvæmt mælingum á
Egilsstöðum var þetta sjötta besta sumarið þar. Myndin er tekin í sundlauginni á Egilsstöðum í júlí síðastliðnum.
Meðalhiti í Reykjavík sumarmánuð-
ina júní, júlí og ágúst mældist 10,3
stig og er það 0,4 stigum ofan meðal-
lags árin 1961 til 1990, en 1,2 stigum
undir meðaltali síðustu 10 ára. Sam-
kvæmt yfirliti frá Veðurstofunni er
hitinn þessa mánuði í 61. til 62. sæti
meðalhita í Reykjavík, eða í meðal-
lagi, en upphaf mælinga er talið vera
árið 1871.
Á Akureyri er meðalhiti mánað-
anna þriggja 11,1 stig og er það 1,2
stigum ofan við meðallagið 1961 til
1990 og 0,3 stigum ofan við meðallag
síðustu 10 ára. Þetta er 19. hlýjasta
sumarið á Akureyri frá upphafi sam-
felldra mælinga 1881.
Á Egilsstöðum var meðalhitinn í
sumar 10,9 stig og er það 1,4 stigum
ofan meðallagsins 1961 til 1990 og
0,8 stigum ofan meðallags síðustu 10
ára. Þetta er sjötta hlýjasta sumar á
Egilsstöðum frá upphafi samfelldra
mælinga þar 1954.
Úrkoma í Reykjavík mánuðina
júní til ágúst mældist 37% meiri en í
meðalári. Hún var nánast jafnmikil í
þessum mánuðum árið 2003 en það
þarf að fara aftur til 1983 til að finna
meiri úrkomu en nú. Á Akureyri
mældist úrkoma mánaðanna þriggja
um 61% af meðalúrkomu. Þurrara
var á Akureyri í fyrra.
Sólskinsstundir í Reykjavík
mældust 421 í mánuðunum þremur.
Það er 66 stundum undir meðallagi
áranna 1961 til 1990, en 180 stundum
minna en að meðaltali 2003 til 2012.
Veðurstofan segir þetta sýna vel
hversu óvenjuleg síðustu tíu ár voru í
langtímasamhengi. Þarf að fara aft-
ur til sumarsins 1989 til að finna
færri sólskinsstundir en nú í mán-
uðunum júní til ágúst.
Á Akureyri mældust sólskins-
stundirnar 461,5 í mánuðunum júlí
til ágúst. Það er tíu stundum undir
meðallaginu 1961 til 1990 en 54
stundum færri en meðaltal áranna
2003 til 2012. Sólskinsstundir sum-
arsins 2003 voru færri á Akureyri en
nú. bjb@mbl.is
Sjötta besta sumarið
eystra en slakt syðra
Hitinn í Reykjavík í sumar lendir í 61.-62. sæti frá 1871
Mesta úrkoma í 30 ár Sumarið á Akureyri 19. hlýjasta
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013
Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hélt
upp á 80 ára afmæli félagsins á
laugardag í félagsheimillinu Skrúði
á Fáskrúðsfirði. Kaupfélag Fá-
skrúðsfirðinga var stofnað 6. ágúst
1933.
Kaupfélagið veitti í tilefni afmæl-
isins eina milljón króna til Fá-
skrúðsfjarðarkirkju, eina milljón til
Björgunarfélagsins Geisla og eina
milljón til ungmennafélagsins
Leiknis.
Gísli Jóhann Jónatansson lét nú
um mánaðamótin af störfum kaup-
félagsstjóra. Voru honum og konu
hans, Sigrúnu Guðlaugsdóttur,
þökkuð störf sín í þágu félagsins,
en hann var kaupfélagsstjóri í þrjá-
tíu og átta ár.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Stjórnendur Friðrik Mar Guðmundsson
tekur við starfi kaupfélagsstjóra af Gísla
Jóhanni Jónatanssyni. Þeir sjást hér með
eiginkonum sínum, Öldu Oddsdóttur og
Sigrúnu Guðlaugsdóttur.
Afmælisveisla á
Fáskrúðsfirði
Bandaríski
fræðimaðurinn
Chris Mooney
flytur fyrirlestur
á Háskólatorgi
105 laugardag-
inn 7. september
kl. 12-13:30.
Fyrirlesturinn
nefnir hann „Sál-
fræðin sem býr
að baki stríðinu
gegn umhverfisvísindum“.
Fram kemur í tilkynningu að
Mooney sé þekktur fyrir verk sín
um vísindastríðin svokölluðu.
Guðni Elísson, forseti Íslensku-
og menningardeildar Háskóla Ís-
lands, kynnir Mooney og stýrir um-
ræðum. Fyrirlesturinn er öllum op-
inn.
Fyrirlestur í HÍ
um vísindastríð
Chris Mooney
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Graf-
arholti og Úlfarsárdal samþykkti í
vikunni einróma ályktun þess efnis
að Reykjavíkurflugvöllur verði
áfram í Vatnsmýrinni.
Jafnframt skorar félagið á
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
að fara að samþykktum lands-
fundar í störfum sínum á vegum
flokksins. Þá hvetur stjórnin alla til
að skrifa undir áskorun á vefsíð-
unni lending.is.
Vilja flugvöllinn
áfram í Vatnsmýri
STUTT
Veðurstofan segir fyrstu átta
mánuði ársins hafa heilt yfir
verið hlýja á landinu. Í Reykjavík
var hitinn 0,9 stigum ofan með-
allags áranna 1961 til 1990 en
aftur á móti 0,2 stigum undir
meðaltali síðustu 10 ára. Árið er
í 27. til 28. sæti hlýindaára það
sem af er árinu. Miðað er við
mælingar frá 1871 til okkar
daga. Á Akureyri er meðalhitinn
það sem af er ári 5,1 stig og er
það 1,1 stigi ofan meðaltalsins
1961 til 1990 og í meðallagi síð-
ustu tíu ára. Árið er í 18. sæti
hlýrra ára á Akureyri frá upp-
hafi mælinga þar 1882.
Árið í 27.
til 28. sæti
JANÚAR-ÁGÚST
Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is
Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á
Legur og drifbúnaður
Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi
13.-27. september• á Hótel Örk
15.-29. nóvember• á Hótel Örk
3.-17. janúar• á Hótel Örk
14.-28. febrúar• á Hótel Örk
12.-26. apríl• páskaferð til Ddansk, Póllandi
(unglingahópur)
24. maí til 7. júní• , Gdansk, Póllandi
23. ágúst til 6. september• , Gdansk, Póllandi
15.-29. nóvember• á Hótel Örk
DETOX 2013 OG 2014
Skráning hjá joninaben@nordichealth.is eða í síma 822 4844