Morgunblaðið - 04.09.2013, Síða 16
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Í stórum skemmum við höfnina í
Bíldudal er Kalkþörungaverksmiðjan
til húsa, en hún er einn stærsti vinnu-
staður bæjarins. Verið er að stækka
húsnæðið og bæta við tækjabúnaði í
því augnamiði að auka við fram-
leiðslugetuna.
„Við erum að stækka verksmiðj-
una um u.þ.b. 100% og fá annan
þurrkara í húsið. Sá sem nú er í gangi
er 1,8 megavött, en þurrkarinn sem
við erum að taka í notkun er 3,6
megavött. Við höfum ekki náð að full-
nýta starfsleyfið með núverandi
þurrkara,“ segir Guðmundur V.
Magnússon verksmiðjustjóri.
Í verksmiðjunni er kalkþörunga-
set af hafsbotninum í Arnarfirði
þurrkað, eftir að því hefur verið dælt-
upp. Setinu er síðan dælt í lón, sem er
við athafnasvæði verksmiðjunnar, því
síðan mokað inn í hús og inn í þurrk-
ara. Að þurrkun lokinni er það malað
og úr verður kalkþörungamjöl, sem
aðallega er nýtt sem áburður og
steinefnafóður fyrir búpening og er
flutt út um víða veröld. „Það má segja
að þetta sé eins og fæðubótarefni eða
vítamín fyrir dýrin,“ segir Guð-
mundur. Kalkþörungasetið er líka
notað í vatnshreinsun, en þá er það
unnið á annan hátt.
Mjölið fer víða um heim
Verksmiðjan er í eigu Íslenska
kalkþörungafélagsins ehf. sem var
stofnað að frumkvæði Atvinnuþróun-
arfélags Vestfjarða árið 2001. Félagið
er að þremur fjórðu hlutum í eigu
írska fyrirtækisins Celtic Sea Mine-
rals Ltd. en Björgun ehf á ¼. Fljót-
lega eftir stofnun var gert mat á námi
kalkþörungasets í Arnarfirði og 2003
fékk félagið vinnsluleyfi eftir að um-
hverfisáhrif höfðu verið metin já-
kvæð. Leyfið gildir til ársins 2033.
Verksmiðjan hóf starfsemi árið 2007
og hefur framleiðslugetan aukist
nokkuð síðan þá. Starfsleyfið er nú
50.000 tonn á ári, en í fyrra voru unn-
in 34.000 tonn. Með stækkuninni er
búist við að starfsleyfið verði fullnýtt.
Framleiðslan notar 7-8% af allri
orku sem nýtt er á Vestfjörðum.
Mjölið er flutt til Írlands en það-
an fer það í dreifingu, meðal annars
til Sádi-Arabíu, Ástralíu og víða um
Atvinna Kalkþörungaverksmiðjan er einn stærsti vinnustaður bæjarins, en
þar vinna um tuttugu manns og starfsmannavelta er fremur lítil.
Stór verksmiðja á fáme
Þörungum dælt af
hafsbotni og þeir
verða að verðmætum
Stækkun Guðmundur V. Magn-
ússon verksmiðjustjóri segir
vinnsluleyfi verksmiðjunnar ekki
hafa verið fullnýtt fram að þessu.
Fossinn Dynjandi er fyrir
botni Arnarfjarðar, hvar heit-
ir Dynjandisvogur. Svæðið er
friðlýst, enda þykir náttúran
á þessum slóðum falleg og
um margt einstök. Ofan af
Dynjandisheiði sem liggur í
jaðri hálendissvæðis Gláms
rennur áin Dynjandi og þegar
fram að firði kemur fellur hún
fram í sex fossum. Efst er til-
komumesti fossinn, Fjallfoss,
30 metra breiður efst og um
60 metra breiður neðst.
Hann er um 100 metra hár.
Neðar eru Hundafoss,
Strokkur, Göngumannafoss,
Hrísvaðsfoss og Sjóarfoss.
Gengt er á bak við Göngu-
mannafossinn.
Á máli náttúrufræðinga og
annarra sem vel til þekkja
heitir náttúrusmíð eins og sú
sem sjá má í Arnarfirðinum
einu nafni slæðufoss. Segir á
vefsetri Vesturbyggðar að
fossaröðin minni marga á
brúðarslör og hægt er að „ganga á bak við Göngumannafoss. Hvergi á landinu
ber fyrir augu fegurra fossasvæði í einni sjónhending,“ eins og komist er að
orði. sbs@mbl.is
Dynjandi fellur í sex fossum
Arnarfjörður Fallegir fossarnir fanga augað.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Á fjórða áratug síðustu aldar voru
grænar baunir í dós framleiddar á
Bíldudal í verksmiðju alþingis-
mannsins Gísla Jónssonar. Baun-
irnar urðu síðar yrkisefni Valgeirs
Guðjónssonar og nú er bæjarhátíð
Bílddælinga nefnd eftir þessari af-
urð.
Gísli var umsvifamikill í atvinnu-
lífi á Bíldudal og í frétt Morgun-
blaðsins 6. september 1938 segir að
hann hafi leigt farþegaskipið Gull-
foss til að flytja fjölda fólks frá
Reykjavík til Bíldudals vegna opn-
unar rækjuverksmiðju og niður-
suðuverksmiðju. Í fréttinni er þetta
sagt „stór viðburður í íslensku at-
vinnulífi“.
Einu sinni var Morgunblaðið greindi
frá opnun verksmiðjunnar á Bíldudal.
Bíldudals grænar baunir
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Eitt ógnvænlegasta húsið á sunn-
anverðum Vestfjörðum hlýtur að
vera Skrímslasetrið á Bíldudal, en
þetta svæði, sér í lagi Arnarfjörður,
er talið vera kjörlendi sjóskrímsla.
„Hér á Skrímslasetrinu er hald-
ið utan um sagnir og sögur af
skrímslum af svæðinu, við erum
með viðtöl við sjónarvotta, líkön af
skrímslunum og vangaveltur um
eðli þeirra og hvaðan þau koma,“
segir Ingimar Oddsson, skrímsla-
stjóri setursins.
Er vitað hvaðan þau koma eða
hvert eðli þeirra er? „Nei, við látum
gestum safnsins það eftir að draga
sínar eigin ályktanir.“
Hvert er ægilegasta skrímslið
sem vitað er um á þessum slóðum?
„Ætli það stórfenglegasta sé ekki
faxaskrímslið, það er með mikinn
rauðan makka og starandi græn
augu. Þetta skrímsli sást síðast fyrir
um þremur árum úti á Arnarfirði,“
segir Ingimar.
Skelfilega skrímsla-
setrið í Bíldudal
Höfuðskrímslin fjögur liggja
í leyni djúpt á botni Arnarfjarðar
Faxaskrímslið Það er talið ægileg-
ast allra íslenskra sjóskrímsla.
VESTFIRÐIR
DAGA
HRINGFERÐ
BÍLDUDALUR
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013
Íslenska kalkþörungfélagið ehf.
Hafnarteigi 4 – 465 Bíldudal
Sími 456 2730
Netfang: allir@iskalk.is
Heimasíða: www.iskalk.is