Morgunblaðið - 04.09.2013, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013
Erlent
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Gert er ráð fyrir að á fundi G-20
ríkjahópsins í vikunni verði lagt hart
að Vladímír Pútín Rússlandsforseta
að samþykkja að leysa verði deilurn-
ar í Sýrlandi með því að Bashar al-
Assad forseti láti af völdum, að sögn
Guardian. Rússar hafa árum saman
séð Sýrlandsher fyrir vopnum. Bæði
Bandaríkjamenn og Frakkar hafa nú
birt skýrslur þar sem fullyrt er að
her Assads hafi staðið fyrir efna-
vopnaárásinni mannskæðu í úthverfi
Damaskus fyrir skömmu.
Átökin í Sýrlandi hafa kostað
um 100 þúsund manns lífið. Fulltrú-
ar UNHCR, Flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að
tvær milljónir Sýrlendinga hefðu nú
flúið land vegna átakanna og eru
Sýrlendingar nú fjölmennastir allra
þjóða í röðum flóttafólks í heiminum.
Áætlanir Vesturveldanna um loft-
árásir hafa enn ýtt undir flótta-
mannastrauminn síðustu daga.
Minnst 700.000 Sýrlendingar hafa
farið til grannlandsins Líbanons og
er áætlað að liðlega 15% íbúa þar séu
nú sýrlenskir, að sögn BBC.
„Það liðu tvö ár áður en flótta-
mennirnir fylltu milljón en það tók
sex mánuði að bæta við annarri millj-
ón,“ sagði Antonio Guterres, yfir-
maður UNHCR. Um 97% flótta-
fólksins fara til grannlanda, auk
Líbanons eru það aðallega Tyrkland
og Jórdanía og álagið á innviði þess-
ara ríkja er orðið geysimikið.
AFP
Nei! Pakistanar mótmæltu í gær
loftárásum á heri Assads.
Þrýst á Pútín forseta
Rússar sjá her Assads fyrir vopnum af öllu tagi
Tvær milljónir Sýrlendinga hafa að sögn SÞ flúið land
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Þingkosningar verða í Ástralíu á
laugardaginn og benda skoð-
anakannanir til þess að Verka-
mannaflokkur
Kevins Rudds
forsætisráðherra
missi völdin.
Ástralar hafa ár-
um saman hagn-
ast geysimikið á
að selja Kínverj-
um járnmálm og
önnur hráefni til
iðnaðar en nú
hefur dregið úr
hagvexti í Kína. Margir hafa því
áhyggjur af efnahagnum og vilja
skipta um mann við stýrið. Könnun
á mánudag sýndi í fyrsta sinn meiri
persónulegan stuðning við íhalds-
manninn Tony Abbott, forsætisráð-
herraefni hægriflokkanna, en
Rudd.
Öflugustu fjölmiðlar landsins,
sem eru í eigu Ruperts Murdochs,
studdu Rudd 2007 þegar flokkur
hans náði meirihluta en styðja nú
Abbott. Farsakennd valdabarátta í
Verkamannaflokknum síðustu árin
og hentistefna Rudds í ýmsum mál-
um hefur dregið úr vinsældunum.
Hann beitti sér ákaft fyrir bar-
áttu gegn losun gróðurhúsloftteg-
unda í andrúmsloftið en sneri síðan
við blaðinu. Sömu sögu var að segja
í innflytjendamálum, upprunalega
mælti Rudd með afar mildri stefnu
í þeim efnum en samdi nýlega við
eyríkið Nauru um að eyjarskeggjar
tækju við ólöglegum innflytjendum.
Í gær sagðist Rudd síðan
styðja hjónabönd samkynhneigðra,
andstætt fyrri yfirlýsingum sínum.
Flokki Rudds
spáð ósigri
Ástralar óttast að góðærið sé á enda
Rík þjóð
» Efnahagur Ástralíu er
með miklum blóma, erlendar
skuldir ríkisins aðeins um 33%
af landsframleiðslu. Halli á
fjárlögum er einnig lítill.
» Málefni ólöglegra innflytj-
enda, einkum frá átakasvæð-
um í Asíu, hafa valdið hörðum
deilum.
Kevin Rudd
Króatar í borginni Vukovar rífa niður skilti með kíríl-
isku letri er Serbar nota en skiltin voru sett upp á
mánudag. Þau voru sett upp vegna fyrirmæla Evrópu-
sambandsins um að opinber skilti skuli vera fjölþjóðleg
á öllum svæðum þar sem meira en þriðjungur íbúanna
tilheyri þjóðernisminnihluta. Serbneskir uppreisn-
armenn í Króatíu felldu þúsundir manna og ollu miklu
tjóni í Vukovar upp úr 1990.
AFP
Þjóðernisdeilur í Vukovar idex.is - sími 412 1700
framl.- sölu- og þjónustuaðili
Schüco á Íslandi
- merkt framleiðsla
• Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex
álgluggum ehf.
• Hágæða álprófílkerfi frá Schüco
• Schüco tryggir lausnir og gæði
• Þekking og þjónusta
• Áralöng reynsla
Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi
tegundum bygginga
ÁLGLUGGAR
- þegar gæðin skipta máli
www.schueco.is
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
Jóga
Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér reynum við á alla þætti líkamans,
aukum liðleikann á allan hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og betur og náum
betri og meiri teygju og liðleika. Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn
styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur.
Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is
Byrjendanámskeið í Jóga
Þriðjud. og fimmtud. kl. 12:00-13:00
Hefst 10. september
Kennari Gyða Dís
Verð kr. 13.900,-