Morgunblaðið - 04.09.2013, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bandarískaþingið hefurhafið um-
fjöllun um refsi-
aðgerðir vegna
notkunar eitur-
efnavopna í Sýr-
landi. Ekki hefur verið um það
deilt að slíkum vopnum hafi ver-
ið beitt. Ágreiningurinn stendur
um hvort sýrlensku valdhaf-
arnir eða uppreisnarmennirnir
hafa framið stríðsglæpinn. Það
hefur þótt með miklum ólík-
indum að Assad einræðisherra
hafi tekið þá áhættu að brúka
slík vopn. Hernaðarlegur ávinn-
ingur af beitingu þeirra, að því
er virðist nær eingöngu gegn al-
mennum borgurum, er auðvitað
lítill eða enginn. Áróðursgildið
er margfalt verra en ekki neitt.
Bandaríkjaforseti hefur forð-
ast að blanda sér í átökin í Sýr-
landi og á Bandaríkjaþingi í gær
var forsetinn og stjórn hans
beinlínis sökuð um að hafa ekki
veitt „viðurkenndum hópum“ úr
röðum uppreisnarmanna þann
atbeina sem margoft hafi verið
lofað. Obama hafði dregið „rauð
strik“ sem myndu sjálfkrafa
leiða til þess að Bandaríkin
blönduðu sér í átökin. Þau voru
eingöngu tengd notkun eitur-
efnavopna. Það var því alfarið í
þágu uppreisnarmanna að slík-
um vopnum yrði beitt og Banda-
ríkin myndu í refsingarskyni
lama hernaðargetu einræð-
isherrans. Sá hafði náð yfir-
höndinni í baráttunni við upp-
reisnarmenn. Af
þessum ástæðum
hafa ýmsir efast um
fullyrðingar leyni-
þjónustumanna um
hver hafi beitt slík-
um vopnum.
Leyniþjónustur skortir trú-
verðugleika eftir framgöngu
þeirra í aðdraganda stríðsins í
Írak. Það er meginskýringin á
því að þingið í London nið-
urlægði Cameron forsætisráð-
herra í málinu. Margir banda-
rískir þingmenn, úr báðum
flokkum, hafi lýst efasemdum
sínum um refsiaðgerðirnar. Rök
þeirra eru þó ekki einsleit. Sum-
ir telja hættu á að átökin breið-
ist út. Sumir trúa ekki fullyrð-
ingum um ábyrgð Assads og
sumir telja „einangraða, hlut-
fallslega og klæðskerasaumaða
árás“ verri en enga.
Þrátt fyrir slíkar efasemdir
eru taldar yfirgnæfandi líkur á
því, að þingið veiti forsetanum
sitt umboð. Einkum vegna þess
að þeir telja trúverðugleika
Bandaríkjanna ella bíða hnekki.
Síðustu fréttir benda til þess að
herskárri hluti þingmanna hafi
tryggt sér loforð frá forsetanum
um að hann muni draga úr fyr-
irhuguðum takmörkunum á
hernaðaraðgerðunum í staðinn
fyrir stuðning þeirra. Ósenni-
legt er að það hafi verið hluti af
hugmynd forsetans er hann
ákvað að knýja þingið til að axla
með sér ábyrgð á hernaðaríhlut-
uninni.
Bandaríkjaþing telur
sig nauðbeygt til að
styðja árásir
á Sýrland }
Stundum tapar
refurinn refskákinni
Sigmundur DavíðGunnlaugsson
forsætisráðherra
sagði í samtali við
Morgunblaðið í
gær, að loknu mál-
þingi um einföldun
regluverks hins opinbera, að
horft yrði til þess við lagasetn-
ingu að einfalda regluverkið.
Forsætisráðherra segir að
mikil áhersla verði á að auka
verðmætasköpun, fjölga störfum
og auka framleiðni og að það
gerist ekki nema lítil og með-
alstór fyrirtæki séu í aðstöðu til
að starfa og dafna. Þess vegna sé
einföldun regluverksins mjög
brýnt mál fyrir Íslendinga.
Óhætt er að taka undir með
forsætisráðherra að málið er
brýnt. Vinna af þessu tagi hófst
fyrir allmörgum árum og þetta
er eðli máls samkvæmt vinna
sem stöðugt þarf að vera í gangi
til að regluverkið vaxi ekki svo
úr hófi að það kæfi atvinnulífið –
og raunar mannlífið allt.
Í tíð vinstristjórnarinnar var
lítill skilningur á þessu, og er þá
vægt til orða tekið, þannig að
ekki veitir af að núverandi
stjórnvöld taki til hendinni eins
og þau hafa boðað.
Fólk finnur alls
staðar fyrir þessu
vandamáli og nefna
má í þessu sam-
bandi að ofvaxið
regluverk var meðal
þess sem barst í tal í
hringborðsumræðum Morg-
unblaðsins á Vesturlandi, sem
birtar voru í blaðinu um helgina.
Þar benti Ingibjörg Pálmadóttir,
fyrrverandi ráðherra, á að
„íþyngjandi regluverk stendur
nýsköpun og framtaki í atvinnu-
lífinu fyrir þrifum“. Þetta sé
vandamál sem verði að bregðast
við, regluverkið í atvinnulífinu
sé orðið allt of flókið.
„Það er orðið allt of mikið fyr-
irtæki að fara af stað með hug-
myndir um nýjan rekstur. Kerfið
er of þunglamalegt. Allir eru að
passa upp á sig og sitt. Menn ótt-
ast að gera mistök og nið-
urstaðan verður því oft að aðhaf-
ast ekkert gagnvart nýjum
hugmyndum,“ sagði hún. Detti
einhverjum snjallræði í hug
mæti honum gjarnan lokaðar
dyr.
Þessi lýsing er ófögur en á allt
of oft við. Vonandi tekst núver-
andi stjórnvöldum að opna ein-
hverjar þessara lokuðu dyra.
Ekki veitir af að end-
urskoða regluverkið
eftir fjögurra ára
vinstristjórn}
Opnum fyrir framtaksseminni
H
elsta stefnumál Samfylking-
arinnar í borgarstjórn snýst um
það að leggja niður Reykjavík-
urflugvöll í Vatnsmýrinni.
En hér er við ramman reip að
draga eins og í öðrum stefnumálum Samfylk-
ingar. Enn og aftur er það blessað fólkið í landi
og borg sem einatt er á móti öllu því sem þessir
velviljuðu spekingar reyna að koma í verk.
Á undanförnum árum hefur afstaða borg-
arbúa og landsmanna allra snúist sífellt meira á
þá sveif að ekki verði hróflað við Reykjavík-
urflugvelli í Vatnsmýrinni sem miðstöð innan-
landsflugs og sjúkraflugs. Undanfarin þrjú ár,
og nú síðast í apríl sl., hafa birst niðurstöður
stórra skoðanakannana, m.a. gerðra fyrir Stöð
2 og Fréttablaðið, sem sýna að yfir 80% Reyk-
víkinga og yfir 80% landsbyggðarfólks, vilja
hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.
Enn syrti svo í álinn fyrir Dag og félaga, þegar flugvall-
arsinnar hófu undirskriftasöfnun til stuðnings flugvell-
inum, 16. ágúst sl. Sú söfnun hefur slegið öll met. Í þessum
skrifuðu orðum hafa rúmlega 64.000 manns skrifað undir
áskorun um að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni.
Engin borgarstjórnarmeirihluti hefur nokkurn tíma
fengið eins rækilega á lúðurinn fyrir helsta stefnumál sitt,
eins og sá sem nú fylgist með undirskriftalistanum lengj-
ast með hverri mínútu, hverri klukkustund, hverjum deg-
inum, fram til 20. september nk. Hætt er við að þann dag
verði Dagur og Gnarr orðnir einmana.
En þegar svona stendur á er eins gott að
eiga vini í raun. Og hverjir eru þá mættir, aðrir
en RÚV-menn, málsvarar Samfylkingar, í
blíðu og stríðu. Ein sjónvarps„frétt“ RÚV á
laugardagskvöldið hófst á eftirfarandi fullyrð-
ingu: „Kjósendur í Reykjavík skiptast í nokk-
uð jafnar fylkingar um það hvort flugvöllur
eigi að vera í Vatnsmýrinni eða ekki.“ Þessi öf-
ugmæli reyndi fréttamaðurinn að réttlæta
með dularfullri „könnun“ sem Reykjavíkur-
borg lét vinna fyrir rúmu ári, og sem borgar-
fulltrúar vissu ekki um, en var nú hlaupið með
á RÚV þegar mikið lá við.
Það sem RÚV kallar „könnun“ var í raun
netkönnun sem 981 Reykvíkingur svaraði í
tölvu fyrir rúmu ári, en svarhlutfallið var
58,8%. Spurt var hvort menn vildu frekar,
blandaða byggð, eða flugvöll í Vatnsmýrinni,
árið 2030, og hvað fólk vildi, árið 2050. Auðvitað var ekkert
spurt hvað fólk vilji hér og nú, né heldur árið 2070 né 2110.
Þá var spurt hvort menn vildu fremur búa í Vatnsmýri eða
í Úlfarsfelli (þar sem nú standa örfá hálfkláruð hús). Sam-
kvæmt „könnuninni“ vildi meirihlutinn flugvöll í Vatns-
mýrinni árið 2030, en þeim hafði eitthvað fækkað þegar
kom fram á árið 2050.
Það þarf ekki alvöru skoðanakannanir, né heldur undir-
skriftir frá 64.000 manns, þegar Dagur, Gnarr og stórsveit
RÚV stíga á sviðið og sjá um sveifluna.
Spurningin er hvort við þurfum yfir höfuð nokkrar al-
mennar kosningar? kjartangunnar@mbl.is
Kjartan G.
Kjartansson
Pistill
RÚV og dularfulla framtíðarkönnunin
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Þola Norðmenn nærri viku íviðbót af kosningabaráttu?“var spurning sem blaða-maður Aftenposten lagði
fyrir Toril Aalberg, prófessor í
stjórnmálafræði, á mánudag. Hún
sagðist ætla að þrauka þótt síðustu
vikurnar fengju engin gullverðlaun.
Þetta hefði verið leiðinleg barátta. En
á mánudag kemur í ljós hvort Verka-
mannaflokkur Jens Stoltenberg for-
sætisráðherra og stuðningsflokkar
hans á vinstrivængnum halda meiri-
hluta á Stórþinginu, 85 sætum af alls
169.
Kannanir síðustu vikurnar
benda ekki til þess að sú verði reynd-
in, stuðningsflokkar Stoltenbergs
virðast heyja sitt dauðastríð. Tvær
kannanir í lok ágúst sýna borg-
araflokkana, þar sem Hægriflokk-
urinn og Framfaraflokkurinn eru
langstærstir, með 95 þingsæti, önnur
gefur vinstrimönnum alls 68 sæti, hin
73. Pólitískir jarðskjálftar verða
stundum á lokadögum kosningabar-
áttu en takist Stoltenberg að snúa svo
vonlausu tafli við verður hann sögu-
fræg persóna.
En eru einhverjir ósáttir í gósen-
landinu? Norðmenn hafa heyrt um
fjármálakreppuna en ekki þurft að
þola hana á eigin skinni. Olíu- og gas-
auður þjóðarinnar er svo mikill að
síðustu ríkisskuldirnar voru greiddar
upp fyrir aldamótin 2000. En Stolten-
berg hefur verið við völd í átta ár og
stjórnmálaskýrendur eru flestir á því
að kjósendur séu orðnir leiðir, vilji fá
annað fólk til valda. Í síðustu kosn-
ingum 2009 fékk Verkamannaflokk-
urinn mest fylgi, liðlega 35%, Fram-
faraflokkurinn var með um 23% en
Hægriflokkurinn rúm 17%. Nú bend-
ir allt til þess að Verkamannaflokk-
urinn og Hægriflokkurinn sláist um
efsta sætið, verði með um 30%.
Um 12% af fjárlögum eru fjár-
mögnuð með olíutekjum en nær tvö-
föld sú fjárhæð er samt lögð árlega til
hliðar í olíusjóðinn fræga. Tekjur
Norðmanna á hvert nef eru þriðjungi
meiri en í Danmörku og Svíþjóð sem
eru þó engin fátæktarbæli. Fram-
leiðni á hvern starfsmann er þó síst
meiri í Noregi.
Í olíusjóðnum eru nú um 4.500
milljarðar n. kr. eða um 90 þúsund
milljarðar ísl. kr. Ekkert annað ríki á
jafnstóran fjárfestingasjóð. Norð-
menn voru á sínum tíma staðráðnir í
að koma í veg fyrir slæm efnahags-
áhrif frá peningastreymi og ofur-
þenslu vegna olíu- og gaslindanna,
þess vegna fjárfestir sjóðurinn ein-
göngu erlendis. Olían verður líklega
uppurin eftir fá ár eða áratugi, gasið
gæti hins vegar enst í meira en
hundrað ár. Hvað sem því líður verð-
ur þjóðin að búa sig undir erfiðari
tíma einhvern tíma í framtíðinni.
Olían og fasteignabólan
En olíugullið hefur þrátt fyrir
allar viðvaranir og varfærni haft
þensluáhrif, fasteignabóla er að
myndast enda vextir niðurgreiddir og
bankar bjóða kostakjör. Og sagn-
fræðingurinn Jon Hustad hefur bent
á þverstæðu: Launin hækka og borg-
ararnir verða stöðugt ríkari en
norska ríkið stöðugt fátækara af
sömu ástæðu. Ríkið þarf að borga
norskt verð fyrir alla vinnu. Nú
kostar nær þrisvar sinnum meira
að leggja einn km
af vegi en 1998,
hækkun sem er
langtum meiri en al-
menn verðlagshækkun
á tímabilinu. En flokk-
arnir, jafnt til hægri
sem vinstri, haldi áfram
að stunda yfirboð, vilji meiri
niðurgreiðslur. Allt fyrir at-
kvæðin.
Flokkarnir bjóða gull
og græna skóga
AFP
Veisla Formaður Hægriflokksins, Erna Solberg (fyrir miðju), tók á sunnu-
dag þátt í útilífsviku í Ósló. Hún er forsætisráðherraefni borgaraflokkanna.
Fjárfestirinn og auðkýfingurinn
Øystein Stray Spetalen húð-
fletti stjórnmálaflokkana í við-
tali við NA24 í gær. Ráðherrar
og æðstu embættismenn hefðu
enga þekkingu á rekstri og verk
þeirra bæri þess merki. Eina
áhugamálið væri velferðar-
kerfið. Ekkert væri gert fyrir
innlenda frumkvöðla, fyrirtæki
þeirra væru skattlögð mun
harkalegar en fyrirtæki erlendra
aðila í landinu.
Spetalen benti á að Jens
Stoltenberg forsætisráð-
herra ætti einbýlishús og
sumarhús upp á samtals
45 milljónir n.kr., um
900 milljónir ísl.
kr. Ráð-
herrann
borgaði
enga skatta
af þessum
eignum,
sagði
Spetalen.
Frumkvöðlar
hundsaðir?
RÁÐAMENN GAGNRÝNDIR
Jens
Stoltenberg