Morgunblaðið - 04.09.2013, Síða 21

Morgunblaðið - 04.09.2013, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 Laghentir Iðnaðarmenn láta hendur standa fram úr ermum og nýta skammvinna veðurblíðu til viðgerða á húsi á Hallveigarstíg í Reykjavík. Útlit er fyrir skúrir í höfuðborginni í dag. Golli Þegar bandarísk stjórn- völd fluttu varnarlið sitt endanlega á brott af Ís- landi árið 2006 breyttist sambandið á milli land- anna tveggja. En ef betur er að gáð breytti brott- hvarf hersins í engum grundvallaratriðum ára- tugalöngu farsælu sam- starfi milli ríkjanna á hin- um ýmsum sviðum. Bandaríkin eru áfram skuldbundin til að verja Ísland gegn utanaðkomandi hern- aðarógn. Einnig fara hagsmunir land- anna á norðurslóðum saman og því marg- vísleg tækifæri til að efla samstarf við Bandaríkin á því sviði. En eitt mikilvæg- asta málið nú til að treysta samvinnu landanna er að þau gangi til viðræðna um fríverslunarsamning sín á milli í ætt við þann sem fyrirhugaður er á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Viðræður hófust í sumar milli þessara tveggja viðskipastórvelda beggja vegna Atlantsála um fríverslun. Ef að líkum lætur verður þessi væntanlegi samningur stærsti og mikilvægasti fríversl- unarsamningur í heimi og ljóst að samn- ingurinn mun skapa grunn að miklum tækifærum í alþjóðaviðskiptum. Ísland hefur nú hætt aðildarviðræðum við Evr- ópusambandið og ólíklegt er að landið gerist aðili að sambandinu í nánustu framtíð. Það er því til einskis að gera sér falskar vonir um að Ísland gerist aðili að þessum fríverslunarsamningi í gegnum Evrópusambandið. Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins hafði þetta í huga þegar hann ályktaði að leita yrði allra leiða til að Ís- land og önnur EFTA ríki komi strax að samningaborðinu og geri sambærilegan fríversl- unarsamning við Bandaríkin eins og Evrópusambandið ráð- gerir. Til að svo megi verða þurfa íslensk stjórnvöld að senda þeim bandarísku skýr skilaboð og sýna í verki að þau séu reiðubúin til viðræðna á þeim grundvelli sem nú þegar hefur verið myndaður beggja vegna Atlantshafsins. Í þeim efnum er mikilvægt að hefja und- irbúningsferli til að lækka og afnema tolla og kortleggja jafnframt aðrar við- skiptatálmanir á milli landanna sem fella þyrfti úr gildi. Frjálsræði í viðskiptum og öflug utanríkisverslun er ein helsta for- senda atvinnusköpunar og hagsældar til framtíðar. Það er því til mikils að vinna að efla samstarfið við Bandaríkin á sviði fríverslunar og með því tryggja hags- muni Íslands með afgerandi hætti. Eftir Teit Björn Einarsson » Það er því til mikils að vinna að efla samstarfið við Bandaríkin á sviði frí- verslunar og tryggja þannig hagsmuni Íslands með afger- andi hætti. Teitur Björn Einarsson Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mikilvægi fríverslun- arsamnings Senn líður að því að ár sé liðið frá því mikla aftakaveðri sem gekk yfir Norðurland 10. og 11. september í fyrra þar sem tíu þús- und fjár fórust. En þá var einstakt björgunarafrek eigi að síður unnið af bændum, búaliði og björg- unarsveitum landsins. Gæfan var auðvitað sú að enginn maður fórst í þessu vonda veðri. Nú hafa menn á ný unnið fyr- irbyggjandi starf og smalað fé sínu niður af heiðum vegna þess að djúp lægð hefði getað unnið tjón á búfé, en sem betur fer þá sluppu bændur með skrekkinn. Verkefnastjórn söfnunarinnar „Gengið til fjár“, sem safnaði styrktarfé til sauðfjárbænda í fyrra svo þeir gætu á ný byggt upp sín bú, þakkar þann mikla velvilja og þann mikla stuðning sem fólkið í landinu sýndi bændum þá. Verkefnastjórnin ákvað að efna til samkeppni til heiðurs sauðkindinni um gerð peysu úr íslenskri ull þar sem þema sam- keppninnar er óblíð veðrátta. Í þessu mikla ham- faraveðri sannaðist nefnilega hið fornkveðna hversu íslenska ullin er einstök, hlý og einangr- andi, því langt fram eftir hausti og allt upp í 45 daga voru að finnast sauðkindur á lífi sem grafist höfðu í fönn. Verðlaunapeysan skal vera úr ís- lenskri ull, sama hvort notað er band eða lopi, sauðalitir eða aðrir litir. Peysunum skal skilað til Ístex fyrir 1. október nk. Sjá istex.is. Vitsmunir forystukindarinnar Jafnframt fer fram ritgerðasamkeppni um for- ystufé. Staðreyndin er þessi að hvergi annars stað- ar í heiminum er til sauðfé með vitsmuni forystu- kindarinnar íslensku. Margar sögur eru til af forystufé í gegnum aldirnar sem stundum bjargaði hjörðinni og smalanum til húsa í vitlausum veðrum. Þessir vitsmunir eru einstakir. For- ystukindin er öðruvísi byggð en aðrar kindur með sterkari fætur er grennri og léttari á fæti en annað sauðfé. Oftast eru þær mislitar, arnhöfðóttar eða bíldóttar, flekkóttar, svartar eða mórauðar. For- ystuféð þekkist auðveldlega frá öðru fé. Þær eru með „gáfulegra,“ augnaráð og horfa beint upp á manninn og oft er eins og þær skilji mannamál og hlýði fyr- irskipunum húsbónda síns. Ég minnist Bíldu á Brúnastöðum frá mínu æsku- heimili. Bílda fór stundum upp á þak á fjárhúsunum og þá var eins og hún væri að gá til veðurs. Væri vont veður fram- undan, var hún gjarnan innst í húsunum, en við dyrnar ef hún spáði góðu. Forystukindin fer fyrir hópnum eða safninu en gætir þess að slíta ekki reksturinn í sundur og stundum fer hún aftur fyrir reksturinn eins og til að gá hvernig stallsystrunum miðar. Nú eru réttirnar yfirstandandi og þá sjáum við þessar kindur – og enn fara fyrir safni vitrir sauðir með sauðabjöllu í horni. Þema ritgerðasamkeppn- innar er „forystufé og einstakir hæfileikar þess“. Textinn má að hámarki vera 1.000 orð. Túlkun á við- fangsefninu er að öðru leyti í höndum þátttakaenda. Í báðum tilfellum verða sigurvegarar verðlaunaðir. Allar upplýsingar er að finna á saudfe.is og um peysuna á istex.is. Skilafrestur í báðum keppnum er til 1. október næstkomandi. Ég hvet almenning til að taka þátt í þessari skemmtilegu samkeppni. Eftir Guðna Ágústsson » Staðreyndin er þessi að hvergi annars staðar í heim- inum er til sauðfé með vitsmuni forystukindarinnar íslensku. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. landbúnaðarráðherra. Samkeppni um lopapeysu og forystukindina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.