Morgunblaðið - 04.09.2013, Page 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013
og hefur verið forstöðumaður hjá IGS
frá árinu 2000.
Klemenz hefur verið unglingaþjálf-
ari í knattspyrnu, stundakennari í FS
og Keili og hefur haldið fjölda fyrir-
lestra um næringar- og mat-
vælafræði. Hann sat í nokkur ár í
stjórn Matvæla- og næringarfræði-
félags Íslands og var formaður sund-
deildar Keflavíkur um skeið.
Hjólar hringinn fyrir blóðlækn-
ingadeild Landspítalans
Klemenz lék knattspyrnu í efstu og
næstefstu deild í rúman áratug með
Víði í Garði. Undanfarin ár hefur
hann stundað hlaup og þríþraut og
þar á meðal hlaupið 10 maraþon. Í
sumar tók hann þátt í Laugavegs-
hlaupinu, og hann hefur tvisvar farið í
hálfan járnkarl.
En hvað er Klemenz að gera þessa
stundina?
„Hinn 27. ágúst sl. lagði ég af stað á
reiðhjóli hringinn í kringum landið,
rúmlega 1.400 kílómetra, og ákvað ég
að nota tækifærið og styrkja gott
málefni í leiðinni. Áheit og styrkir
renna til blóðlækningadeildar Land-
spítalans. Með í för eru móðir mín og
konan mín, mér til aðstoðar. Ferðin
endar 4. september á afmælisdaginn.
Þá ætla ég, ásamt fleirum, að hlaupa
„Klemmann“ sem er 24 km hringur,
Keflavík-Sandgerði-Garður-Keflavík.
Þetta hlaup er kennt við mig en ég
byrjaði á að fara þennan hring á
gamlársdagsmorgun fyrir 17 árum.
Undanfarin ár hafa margir bæst í
hópinn. Á afmælisdaginn verður í
boði að hlaupa, hjóla eða ganga þenn-
an hring eða hluta af honum og
styrkja gott málefni í leiðinni, en þátt-
takan mun kosta 1.500 krónur.
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja
málefnið geta farið inn á Facebook-
síðuna Hjóla – hlaup 2013, en þar eru
allar upplýsingar og hægt að fylgjast
með hvernig hefur gengið.
Félagar mínir í íþróttafélaginu 3N,
sem er þríþrautarfélag Njarðvíkur,
ætla að taka að sér að skipuleggja
„Klemmann“ , en þeir og margir aðrir
hafa aðstoðað mig varðandi hring-
ferðina og eiga þeir þakkir skildar.“
Fjölskylda
Eiginkona Klemenzar er Katrín
Sigurðardóttir, f. 20.4. 1963, fram-
haldskólakennari. Hún er dóttir
Elínar Ólu Einarsdóttur, f. 18.8. 1932,
matráðs í Íslandsbanka í Keflavík, og
Sigurðar Stefáns Reykdal Markús-
sonar, f. 11.3. 1933, d. 11.4. 2008, en
hann rak flutningaþjónustu í Kefla-
vík.
Dætur Klemenzar og Katrínar eru
Elín Óla Klemenzdóttir, f. 28.6. 1991,
læknanemi; Soffía Klemenzdóttir, f.
18.1. 1993, nemi í sjúkraþjálfun, og
Þóra Kristín Klemenzdóttir, f. 25.9.
1998, grunnskólanemi
Systkini Klemenzar eru Ólafur
Gunnar Sæmundsson, f. 10.9. 1961,
næringarfræðingur og háskólakenn-
ari, búsettur á Seltjarnarnesi; Hlíðar
Sæmundsson, f. 12.10. 1964, starfs-
maður hjá Byko, búsettur í Garði;
Guðjónína Sæmundsdóttir, f. 9.9.
1970, forstöðumaður Símenntunar á
Suðurnesjum, búsett í Reykjanesbæ.
Foreldrar Klemenzar: Sæmundur
Kristinn Klemensson, f. 29.7. 1941, d.
28.10. 2010, sjómaður og starfsmaður
IGS, sem bjó lengi í Garðinum og síð-
ar í Reykjanesbæ, og k.h., Soffía Guð-
jónína Ólafsdóttir, f. 30.11. 1943,
þjónustustjóri Íslandsbanka, nú bú-
sett í Reykjanesbæ.
Úr frændgarði Klemenzar Sæmundssonar
Klemenz
Sæmundsson
Soffía Guðmundsdóttir
húsfr. á Neskaupstað
Jón Helgi Bjarnason
sjóm. og verkam. á Nesk.stað
Ólafía Guðrún Helgadóttir
húsfr. í Garði
Ólafur Gunnar Sigurðsson
verkstj. hjá Gerðahr. bús. í Garði
Soffía G. Ólafsdóttir
fv. þjónusutstj .Íslandsb. í R.nesbæ
Guðjónína Sæmundsdóttir
húsfr. í Ásgarði
Sigurður Kristjánsson
verkam. í Ásgarði í Garði
Þuríður Ingibjörg Klemensd
húsfr. á Hlöðversnesi
Kristmann Runólfsson
kenn. á Hlöðversn. á Vatnsl.st.
Guðrún Kristmannsdóttir
húsfr. í Vogum
Klemens Sæmundsson
pípulagningarm. í Vogum
Sæmundur Kr. Klemensson
starfsm. hjá IGS, bús. í Reykjanesbæ
Aðalbjörg G.Ingimundard.
húsfr. á Minni-Vogum
Sæmundur Kr. Klemensson
óðalsb. á Minni-Vogum
Afmælisbarnið Klemenz á hjólinu.
Þórður Sveinbjörnsson háyfir-dómari fæddist á Ytra-Hólmií Akraneshreppi 4.9. 1786,
sonur Sveinbjörns Þórðarsonar,
bónda þar og síðar lögréttumanns á
Hvítárvöllum, og f.k.h., Halldóru
Jónsdóttur húsfreyju.
Fyrri eiginkona Þórðar var Guð-
rún Oddsdóttir, prests á Reynivöll-
um Þorvarðarsonar, ekkja Stefáns
Stephensen amtmanns.
Börn þeirra Þórðar dóu ung.
Seinni kona Þórðar var Kirstín
Katrín, dóttir Lauritz Michael
Knudsen, kaupmanns í Reykjavík og
ættföður Knudsenættar.
Sonur Kirstínar frá því áður var
Lárus dómstjóri sem Þórður gekk í
föðurstað. Börn Þórðar og Kirstínar
sem upp komust voru Theodór
læknir; Guðrún Láretta; Halldóra
Margrét, sem giftist Þórði Gudjo-
hnsen á Húsavík og voru þau systra-
börn, en meðal afkomenda þeirra
eru rafmagnsstjórarnir Aðalsteinn
Guðjohnsen og Jakob Guðjohnsen;
Sveinbjörn tónskáld er samdi þjóð-
sönginn; Árnabjarni er fór til Vest-
urheims, og Aurora Didrika Ingi-
björg er giftist Kristjáni Trampe.
Þórður útskrifaðist úr heimaskóla
hjá Geir Vídalín biskupi á Lamba-
stöðum á Seltjarnarnesi 1802. Hann
stundaði síðan landbúnaðarstörf hjá
Bjarna Arngrímssyni á Melum og
hjá föður sínum og var skrifari hjá
Stefáni Stephensen, amtmanni á
Hvítárvöllum.
Þórður var ekki skráður í Hafn-
arskóla fyrr en 1817 og lauk því lög-
fræðiprófi óvenju seint, 1821, en
stundaði auk þess nám í nátt-
úrusögu.
Þórður var sýslumaður Árnes-
sýslu 1822-35, varð yfirdómari við
Landsyfirréttinn 1834 og var háyfir-
dómari frá 1836 og til æviloka.
Þórður var í hópi merkustu emb-
ættismanna á fyrri helmingi 19. ald-
ar. Hann var hvatamaður að stofnun
Hús- og bústjórnarfélags Suður-
amtsins, var konungskjörinn þing-
maður um árabil og sat þjóðfundinn
1851. Hann skráði sjálfsævisögu
sem kom út í Reykjavík 1916.
Þórður lést 20.2. 1856.
Merkir Íslendingar
Þórður Sveinbjörnsson
80 ára
Guðmundur Rúnar
Guðmundsson
Haukur Sigurbjörn
Magnússon
Hörður Adolphsson
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Jón Blöndal
Sigríður Árnadóttir
Sigurlína Helgadóttir
75 ára
Gunnar Rúnar Pétursson
Jón Auðunn Viggósson
Kolbrún Ásta Jóhannsdóttir
Sigmar Sigurðsson
70 ára
Einar Hafliðason
Ólöf Cooper
60 ára
Elsebeth Elena Elíasdóttir
Guðjón Guðlaugsson
Guðmundur S. Karlsson
Helga Ingibergsdóttir
Jens Kristján Höskuldsson
Ottó Tómas Ólafsson
Roman Wasiewicz
Sigríður Berta
Grétarsdóttir
Valbjörn Pálsson
Valborg S. Harðardóttir
50 ára
Ástríður Ólafía Jónsdóttir
Elzbieta Szczepanska
Hafdís Einarsdóttir
Helga Róbertsdóttir
Linda Hlín Sigbjörnsdóttir
Marinó Pálmason
Ólafur Elfar Sigurðsson
Pétur Jónsson Dam
Ragnheiður Haraldsdóttir
Ragnheiður Sigríður
Gestsdóttir
Sigríður Halldórsdóttir
Siv Annika Rosén
Vigdís Guðrún
Sigvaldadóttir
40 ára
Guðmundur Guðmundsson
Gunnar Stephen
Meinich-Bache
Hákon Sverrisson
Hinrik Pálsson
Ingi Þór Ingólfsson
Jaroslaw Pawel Kuczynski
Jóhanna Sigríður
Logadóttir
Kristín Ingvarsdóttir
Margrét Hrönn
Hallmundsdóttir
Rósar Snorrason
Sigríður Þóra Ágústsdóttir
30 ára
Andri Harðarson
Andrius Kidykas
Sigurgeir M. Sigurgeirsson
Sæþór Ásgeirsson
Uthaiwan Prompradit
Til hamingju með daginn
30 ára Halldóra fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp.
Hún var í Öskjuhlíð-
arskóla, stundaði nám við
Borgarholtsskóla og
starfar núna við Ársafn í
Árbæjarhverfi.
Bræður: Arnar Jónsson,
f. 1987, verkfræðingur í
Reykjavík; Haukur Jóns-
son, f. 1994, nemi við VÍ.
Foreldrar: Jón Þrándur
Steinsson, f. 1958, læknir,
og Ingibjörg Lára Skúla-
dóttir, f. 1959, húsfreyja.
Halldóra
Jónsdóttir
30 ára Davíð ólst upp á
Akureyri. Hann lauk BSc.-
prófi í tölvunarfræði frá
HA og stundar nú MSc.-
nám í tölvunarfræði við
HR.
Systir: Helga Margrét
Guðjónsdóttir, f. 1986, há-
skólanemi.
Foreldrar: Guðjón Stein-
dórsson, f. 1949, atvinnu-
og ferðamálafulltrúi á
Akranesi, og Ásta Hrönn
Björgvinsdóttir, f. 1957,
húsfreyja á Akureyri.
Davíð Steinar
Guðjónsson
30 ára Eva Björk ólst upp
á Hraunhólum í Gnúp-
verjahreppi, býr nú á Sel-
fossi, lauk stúdentsprófi
og prófi í tækniteiknum
og er tækniteiknari.
Maki: Karl Brynjar Lar-
sen, f. 1984, húsasmiður.
Synir: Hrafn Óli, f. 2011,
og Jakob Örn, f. 2013.
Foreldrar: Kristjana
Gestsdóttir, f. 1950, skrif-
stofustjóri, og Birgir Örn
Birgisson, f. 1959, múr-
arameistari.
Eva Björk
Birgisdóttir
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
falleg minning á fingur
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
16
6
6
Giftingarhringar