Morgunblaðið - 04.09.2013, Síða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Skyndiinnkaup gleðja þig í dag. Allir
hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin
sem skiptir máli. Þér finnst nauðsynlegt að
vera við stjórn í vissu máli, þar hefur þú rétt
fyrir þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Horfir fólk framhjá góðvild þinni? Því
miður er stundum ekki nóg að vera góður.
Ekki flýta þér um of í umferðinni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Horfðu í spegilinn til að átta þig á
því hvað það fyrsta er sem fólk hugsar þeg-
ar það sér þig. Verk sem tengjast ljós-
myndun, skemmtana- og kvikmyndaiðn-
aðinum ganga sérstaklega vel.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú einbeitir þér að því að ná stjórn
á smávægilegum hlutum í lífi þínu og nærð
frábærum árangri. Vandaðu handtök þín.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þarfir þínar eru uppfylltar en fólkið í
kringum þig virðist þjást af krónískri óham-
ingju. Ef tveir eða fleiri óska sér þess sama,
eru meiri líkur á að óskin rætist.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gættu þess að skapa ekki stærri
vandamál með framkomu þinni en þau sem
þú ætlar að leysa. Sumt er okkur ætlað að
eiga um sinn en annað bara um stund-
arsakir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Veltu framtíðaráætlunum þínum fyrir
þér. Nú ertu að verða sú eftirtektarverða
manneskja sem þú vildir verða.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Farðu varlega þegar ókunnugir
eiga í hlut og láttu reyna á persónuna áður
en þú hleypir henni að þér. Vertu opin/n fyr-
ir nýjum leiðum og lausnum í vinnunni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Á næstu vikum munt þú eiga
auðveldara með en ella að gefa af þér í
samræðum. Mundu svo að hver er sinnar
gæfu smiður.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hugsaðu þig tvisvar um áður en
þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta
einhver fjárútlát. Gakktu frá vissum málum
og stefndu ótrauð/ur fram á við.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hafðu góðar gætur á pening-
unum þínum næstu tvær vikurnar og fylgstu
með því sem þú eyðir í gjafir og þess háttar.
Horfðu á kostina og leitastu við að höfða til
þess góða í fólki.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Lokaðu þig ekki af frá umheiminum
þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Hafðu
það hugfast að fólk hefur mismunandi skoð-
anir.
Margir Íslendingar verða blá-berjabláir í berjamó um þess-
ar mundir. Vésteinn Valgarðsson
er einn þeirra:
Brostin hnén og blautir skórnir,
bakið og fær nóg.
Miklar þarf að færa fórnir
fyrir berjamó.
Valdimar Gunnarsson stendur á
tímamótum:
Feginn strýk ég frjálsan haus
og fagna þessum degi.
Nú er ég orðinn iðjulaus
eftirlaunaþegi.
Davíð Hjálmar Haraldsson sendir
honum kveðju:
Reyndu samt að hafa hóf
og hemja gleðiópin
og læra undir pungapróf
á pottana og sópinn.
Hjálmar Freysteinsson kastar
fram í tilefni af liðsauka í rík-
isstjórn:
Veslinga sem varla skrimta
víst það gleðja kann:
Bráðlega við fáum fimmta
Framsóknarráðherrann.
Ólafur Stefánsson sér aðra hlið á
málinu:
Strákurinn kemur sterkur inn
styður sig við korðann,
prúður er hann pilturinn
prestssonur að norðan.
Þá Davíð Hjálmar:
Henni ekki halda nokkur bönd.
Húrra! Nú fer þetta fyrst að ganga!
Ríkisstjórnin – hún er eins og hönd
sem hafði áður níu fingur – langa.
Loks leggur Ármann Þor-
grímsson orð í belg:
Þjóðin gæti brosað breitt
og böli myndi létta
ef þeir gerðu ekki neitt
annað verra en þetta.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af ráðherra, bláberjum
og eftirlaunaþega
Í klípu
HANDHAFI VERÐLAUNA SEM
VERSTI YFIRMAÐUR ÁRSINS.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG ÞARF AÐ KOMAST Á FLUGVÖLLINN
Á ÞREMUR MÍNÚTUM. ÉG KEYRI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
...að telja kossa í
staðinn fyrir kindur.
ÉG VAR
FASTUR.
ÉG GAT
EKKI ANDAÐ.
LOKSINS TÓKST MÉR
AÐ SLÍTA MIG LAUSAN.
ÞAÐ ÆTTI AÐ
VERA VIÐVÖRUN Á
ÞESSUM TANN-
ÞRÆÐI.
EF ÉG
FÆRIST
Í ORRUSTU...
... HVAÐ VÆRI ÞAÐ FYRSTA
SEM ÞÚ GERÐIR SEM
NÆSTRÁÐANDI MINN?
SELDI SVERÐIÐ
ÞITT OG
SKJÖLDINN?
ÞETTA SVÆÐI
FYRST!
Blaðamaðurinn er yfirleitt í hlut-verki áhorfandans. Hann hefur
ekki áhrif á atburðarásina heldur
fylgist með henni og leitast við að
koma framvindu mála til skila og
upplýsa lesendur sína um mála-
vöxtu. Blaðamaðurinn kann að hafa
sínar skoðanir á því sem hann fjallar
um, en þegar hann skrifar fréttir
varðar lesandann ekkert um þær.
x x x
Víkverja brá þegar hann ók eftirHofsvallagötunni á mánudags-
morgun og við honum blasti maður
klæddur í regnstakk sem var í óða
önn að fjarlægja málningu af göt-
unni með vatnsdælu. Hinar nýju, lit-
skrúðugu merkingar á Hofsvallagöt-
unni hafa ásamt stöngum, sem ýmist
eru festar á veifur eða fuglahús vald-
ið nokkru uppnámi í Vesturbænum.
Í liðinni viku var haldinn borg-
arafundur og var þar ákveðið að fá
borgarana til samráðs um fram-
haldið.
x x x
Víkverji átti þó ekki von á að nið-urstaða fengist svo fljótt í málið,
en ályktaði strax að borgaryfirvöld
hefðu lagt á undanhald og hefðu
ákveðið að fjarlægja herlegheitin á
Hofsvallagötunni. Hann beið ekki
boðanna og hringdi í fréttastjóra á
vakt á Morgunblaðinu. Ljósmyndari
fór á vettvang og blaðamaður
hringdi í borgaryfirvöld. Þar varð
uppi fótur og fit vegna þess að engin
ákvörðun hafði verið tekin um að
fjarlægja málninguna af götunni.
Kom í ljós að starfsmenn hverfa-
stöðvar í Reykjavík þrifu máln-
inguna af fyrir mistök. Þeir hefðu átt
að hreinsa gróður af gangstéttum og
götum, en misskilið verkefni sitt.
x x x
Víkverji játar að hann er ekki íklappliði stuðningsmanna fram-
kvæmdanna á Hofsvallagötu og hon-
um var brugðið þegar hann áttaði
sig á að hefði hann sleppt frétta-
skotinu hefðu hinir ötulu borg-
arstarfsmenn ef til vill náð að fjar-
lægja alla málninguna. Í þetta
skiptið virðist blaðamaðurinn alla-
vega ekki bara hafa verið áhorfandi,
heldur beinlínis haft áhrif á atburða-
rásina. víkverji@mbl.is
Víkverji
Eins og hirðir mun hann halda hjörð
sinni til haga, taka unglömbin í faðm
sér og bera þau í fangi sínu en leiða
mæðurnar. (Jesaja 40:11)
Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) • Kópavogi • sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 • www.rumgott.is
Rúmgott er eini aðilinn á
Íslandi sem býður upp
á legugreiningu.
ÍS
LE
N
SK GÆ
I60
ÁR
ÞÉR ER BOÐIÐ Í FRÍA
LEGUGREININGU
20-50%
afsl. af öllum
heilsurúmum
Aukablað alla
þriðjudaga