Morgunblaðið - 04.09.2013, Side 31

Morgunblaðið - 04.09.2013, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Rithöfundurinn Sirrý Sig gaf nýlega út barnabókina Þórey vill vera prinsessa en þetta er önnur bók Sirrýjar í þessum flokki bókmennta. „Ég gaf út bókina Í gegnum rifurnar árið 2007 en hún er bæði barna- og unglingabók án myndskreytinga. Nýja bókin mín hins vegar er alfar- ið barnabók sem Kjartan Brynjar bróðir minn mynd- skreytti,“ segir Sirrý en auk þess að skrifa barna- og unglingabækur liggur eftir hana fjöldi smásagna. „Ég er búin að vera að skrifa sögur í að verða 25 ár og er núna að gefa út bók með vinkonu minni, Hildi Enóla, sem heitir Íslensk ást og samanstendur af sex smásögum. Við skrifuðum tvær sögur hvor og síðan tvær saman.“ Innblástur frá ömmubarni Barnabók Sirrýjar, Þórey vill vera prinsessa, fjallar um Þóreyju sem er í pössun hjá ömmu sinni og gerir sér það til gamans að leika prinsessu og amman tekur þátt í hlutverkaleiknum. Fyrirmyndina og innblásturinn að sögunni segist Sirrý sækja í fjölskyldu sína. „Ein ömmu- stelpan mín heitir Þórey og ég sæki innblástur til henn- ar en sagan var skrifuð þegar hún var fimm ára gömul. Ég ætlaði reyndar alltaf að breyta nafninu á sögu- persónunni en mér fannst ekkert annað nafn passa við persónuna og söguna og því varð úr að ég hélt nafninu,“ segir Sirrý en að hennar sögn þykir ömmustelpunni hennar ekki verra að vera fyrirmynd í barnabók ömmu sinnar og fékk auðvitað áritað eintak að gjöf frá ömmu. Ræktar garðinn sinn Ritstörfin eru Sirrý kær en það er garðurinn hennar einnig og segir hún áhuga sinn á garðræktinni að hluta til vera til að styrkja fjölskyldutengslin. „Við höfum einn vinnudag á ári þar sem allir koma saman og vinna í garðinum. Þá smíðum við garðhúsgögnin okkar sjálf og reynum eftir fremsta megni að hafa garðinn fallegan og hreinan.“ Sirrý segist þó ekki vera á leiðinni að skrifa garð- yrkjubók enda nóg að gera hjá henni í öðrum rit- störfum. Bókin Þórey vill verða prinsessa er komin í bókabúðir og strax komin á metsölulista Máls og menn- ingar. Ömmustelpan segir söguna Morgunblaðið/Eggert Prinsessuleikur „Ein ömmustelpan mín heitir Þórey og ég sæki innblástur til hennar en sagan var skrifuð þegar hún var fimm ára gömul,“ segir Sirrý Sig rithöfundur um barnabók sína, Þórey vill vera prinsessa.  Rithöfundurinn Sirrý Sig ræktar garðinn sinn og skrifar barnabækur  Hefur unnið til verðlauna fyrir smásögur Miðvikudags- PIZZA-TILBOÐ Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23 Þú hringir Við bökum Þú sækir 12“ PIZZA, 3 áleggstegundir og 1l Coke 1.290 kr. Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 6/9 kl. 19:00 1.k Fös 20/9 kl. 19:00 9.k Fös 4/10 kl. 19:00 17.k Lau 7/9 kl. 19:00 2.k Lau 21/9 kl. 19:00 10.k Lau 5/10 kl. 19:00 18.k Sun 8/9 kl. 15:00 3.k Sun 22/9 kl. 13:00 11.k Fim 10/10 kl. 19:00 19.k Fim 12/9 kl. 19:00 4.k Fim 26/9 kl. 19:00 13.k Mið 16/10 kl. 19:00 20.k Fös 13/9 kl. 19:00 5.k Fös 27/9 kl. 19:00 14.k Mið 23/10 kl. 19:00 21.k Lau 14/9 kl. 19:00 6.k Lau 28/9 kl. 19:00 15.k Fim 24/10 kl. 19:00 22.k Sun 15/9 kl. 15:00 7.k Sun 29/9 kl. 13:00 aukas Fös 25/10 kl. 19:00 23.k Fim 19/9 kl. 19:00 8.k Fim 3/10 kl. 19:00 16.k Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Rautt (Litla sviðið) Fim 5/9 kl. 20:00 1.k Sun 15/9 kl. 20:00 4.k Sun 22/9 kl. 20:00 7.k Sun 8/9 kl. 20:00 2.k Fös 20/9 kl. 20:00 5.k Fim 26/9 kl. 20:00 8.k Fim 12/9 kl. 20:00 3.k Lau 21/9 kl. 20:00 6.k Fös 27/9 kl. 20:00 9.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fös 4/10 kl. 20:00 frums Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Fim 17/10 kl. 20:00 9.k Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Fös 25/10 kl. 20:00 15.k Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik Mary Poppins geisladiskurinn kominn út! 4 sýningar á 13.900 kr. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 6/9 kl. 19:30 23.sýn Sun 8/9 kl. 19:30 25.sýn Mið 30/10 kl. 19:30 Aukas. Lau 7/9 kl. 19:30 24.sýn Mið 16/10 kl. 19:30 Aukas. Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús! Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 13:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 16:00 Lokas. Aðeins þessar þrjár sýningar! Maður að mínu skapi (Stóra sviðið) Lau 14/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 19/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 5.sýn Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 6.sýn Nýtt íslenskt leikrit eftir Braga Ólafsson! Harmsaga (Kassinn) Fös 20/9 kl. 19:30 Frums. Mið 25/9 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 2.sýn Fim 26/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Ofsafengin ástarsaga sótt beint í íslenskan samtíma! Skrímslið litla systir mín (Kúlan) Lau 14/9 kl. 12:00 Frums. Lau 21/9 kl. 14:00 4.sýn Lau 28/9 kl. 14:00 7.sýn Lau 14/9 kl. 14:00 2.sýn Sun 22/9 kl. 12:00 5.sýn Sun 29/9 kl. 12:00 8.sýn Lau 21/9 kl. 12:00 3.sýn Lau 28/9 kl. 12:00 6.sýn Barnasýning ársins 2012 Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 5/10 kl. 13:30 Lau 12/10 kl. 19:30 Lau 5/10 kl. 15:00 Lau 12/10 kl. 19:30 Karíus og Baktus mæta aftur í október! Hættuför í Huliðsdal (Kúlan) Sun 8/9 kl. 16:00 Frums. Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn Hugrakkir krakkar athugið - aðeins þessar sýningar! Verk Ólafs Elíassonar á þaki Aros-listasafnsins í Árósum í Dan- mörku hefur stórfjölgað gestum í safnið. Verkið er hringlaga inn- setning á þaki safnsins, með gleri í litum regnbogans. Tölur sem birtar eru í The Art Newspaper sýna að í fyrra var Aros næst- vinsælasta safn Danmerkur, með 551.000 gesti, aðeins Louisiana, perlan við Eyrarsundið, var vin- sælli með 593.000 gesti. Verk Ólafs „Your Rainbow Panorama“, var vígt fyrir tveimur árum og hefur dregið fólk að byggingunni, að sögn safnstjórans. Regnbogi Hringlaga verk Ólafs Elíassonar á þaki safnins nýtur mikillar hylli. Verk Ólafs á þaki Aros vinsælt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.