Morgunblaðið - 04.09.2013, Page 32
AF DANSHÁTÍÐ
Margrét Áskelsdóttir
margretaskels@gmail.com
Á síðustu dögum ReykjavíkDance Festival voru erlend-ir listamenn í forgrunni.
Það var áhugavert að sjá að í mörg-
um verkunum var líkaminn ekki
miðpunktur tjáningarinnar. Gerðar
voru tilraunir með það að víkka
formið dans og sumir gengu svo
langt að fjarlægja líkamann alveg.
Listsköpunin fór fram úr ríkjandi
skilningi þar sem líkaminn var ekki
í forgrunni, en danshöfundarnir
notuðust við þá miðla og þau tæki
sem þeim þótti heppilegast að nota
til þess að koma hugmyndum sínum
á framfæri.
Verkið Evaporated Landscapeeftir Mette Ingvartsen svipaði
í raun meira til myndlistar eins og
við þekkjum hana frekar en til
danslistar. Verkið var dansandi
innsetning, sett upp í Kassanum í
Þjóðleikhúsinu. Áhorfendur sátu á
pöllum sitt hvorum megin við sviðið
þar sem ,,dansinn“ fór fram. Á sýn-
ingunni var upplifun stórbrotins
landslags og veðurbrigða dregin
fram með fallegri sviðsmynd og
tæknibrellum af ýmsu tagi. Hljóð-
heimur verksins var einnig afar
mikilvægur. Danshöfundurinn
gekk svo langt með fjarlægingu lík-
amans að hann kom ekki einu sinni
inn á sviðið til þess að hneigja sig
eftir að sýningunni lauk og áhorf-
endur sýndu hrifningu með miklu
lófaklappi.
Flytjendur verksins Nothing’sfor Something léku sama leik,
en þó á gjörólíkan hátt. Það má
segja að verkið hafi ekki haft neinn
raunverulegan endi. Það endaði á
dáleiðandi stemningu þar sem
borgarhljóð voru spiluð inn í fljúg-
andi gasblöðrum sem sveimuðu um
salinn. Eftir dágóða stund gáfust
nokkrir áhorfenda upp á biðinni og
stóðu upp, þá hófst vandræðalegt
klapp og á endanum gengu allir út
úr salnum. Verkið var áhugavert
fyrir margra hluta sakir og voru í
því margir vel unnir kaflar. Það
Danslistin kallar á nýjan skilning
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Líkamlegt Þegar líða tók á Nothing’s for Something fór dansandi líkaminn að verða meira áberandi en sviðs-
myndin var mótdansarinn, segir í pistli um eina af sýningum danshátíðarinnar Reykjavík Dance Festival.
hófst á klassískum ballett, döns-
uðum af leikhústjöldum sem haldið
var uppi af gasblöðrum. Þegar líða
tók á verkið fór dansandi líkaminn
að verða meira áberandi en sviðs-
myndin var mótdansarinn.
Danslistarmaðurinn DiederikPeeters fór með einleikinn
Red Herring sem haldið var uppi af
hljóðum. Í verkinu var mikill leikur
en lítill dans. Þrátt fyrir að talað
orð héldi uppi þræði verksins
minnti uppsetningin einna helst á
gamla þögla bíómynd. Þegar gjörð-
ir dansarans og hljóðsetningin
komu saman mynduðust töfrarnir.
Það var mikill húmor í verkinu sem
var einstaklega vel unnið í alla
staði.
Reykjavík Dance Festival 2013kallaði á nýjan skilning á list-
inni og nýjan hugsunarhátt. Dans-
inn er farinn að gæla kröftuglega
við fleiri greinar en leiklistina sem
var áður nánasti ættinginn. Mörk
listgreinanna eru í uppnámi. Hugs-
unin um listamanninn sem fagmann
á tilteknu sviði er mögulega úrelt.
» Gerðar voru tilraunir með það
að víkka formið dans
og sumir gengu svo
langt að fjarlægja
líkamann alveg.
Spaugilegt Diederik Peeters fór með einleikinn
Red Herring sem haldið var uppi af hljóðum.
Gasblöðrur Nothing’s for Something var mikið sjónarspil,
eins og sjá má en í því léku gasblöðrur stórt hlutverk.
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 2013
Fransk-íslenska
sinfóníuhljóm-
sveitin heldur
fyrstu tónleika
sína í Hörpu 16.
september nk. en
hún er að hálfu
skipuð Íslend-
ingum og að
hálfu Frökkum.
Á efnisskrá tón-
leikanna verða
verk eftir Roussel, Þorkel Sigur-
björnsson og Tsjaíkovskíj og hljóm-
sveitarstjóri verður Amine Koui-
der, friðartónlistarmaður
UNESCO. Tónleikarnir eru tileink-
aðir könnuðinum Charcot og áhöfn
hans sem fórust með Pourquoi pas?
fyrir 77 árum. Flautuleikarinn
Martial Nardeau verður einleikari
á tónleikunum.
Fransk-íslenskir
sinfóníutónleikar
Þorkell
Sigurbjörnsson
Skandinavíska vísnatríóið Nordisk
knockout heldur þrenna tónleika
hér á landi í vikunni og verða þeir
fyrstu í Norræna húsinu í kvöld kl.
20.30. Á morgun leikur tríóið í
Landnámssetrinu í Borgarnesi,
einnig kl. 20.30 og á sunnudaginn,
8. september, á Græna hattinum á
Akureyri og hefjast tónleikarnir
þar kl. 21. Tríóið skipa þrír trúba-
dorar, þeir Lucas Stark frá Svíþjóð,
Nicolai Engström frá Danmörku og
Leo Leonhardsen frá Noregi. Þeir
syngja á norsku, dönsku og sænsku.
Eftir tónleikana á Íslandi halda fé-
lagarnir til Færeyja og leika þar.
Nordisk knockout
í Norræna húsinu
Spaugsamir Félagarnir í Nordisk
knockout munu eflaust slá í gegn.
Reykjavík Bókmenntaborg
UNESCO stendur fyrir Lestr-
arhátíð í Reykjavík í annað sinn í
október og verður hátíðin árviss við-
burður í þeim mánuði. Markmið há-
tíðarinnar er að hvetja til lesturs,
auka umræðu um bókmenntir og
tungumál og vekja athygli á gildi
orðlistar í menningaruppeldi og dag-
legu lífi. Hátíðin í ár verður tileinkuð
borgarljóðum undir heitinu Ljóð í
leiðinni. Lögð verður áhersla á borg-
ina í ljóðum og ljóð í borginni og
verða hverfi borgarinnar, nánasta
umhverfi okkar og ferðalagið um
borgina í brennidepli, eins og segir í
tilkynningu frá skipuleggjendum.
Arion banki styrkir hátíðina í ár
og í gær undirrituðu Svanhildur
Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menning-
ar- og ferðamálasviðs Reykjavík-
urborgar og Elísabet Grétarsdóttir,
forstöðumaður markaðsdeildar
bankans, samstarfssamning þess
efnis. Með þessu samstarfi verður
hægt að bjóða upp á fleiri viðburði
fyrir almenning og gera hátíðina
sýnilegri þannig að sem flestir fái að
njóta ljóðsins á leið sinni um borg-
ina. Af einstökum viðburðum má
nefna að forlagið Meðgönguljóð gef-
ur út ljóðabókina Ljóð í leiðinni í
samvinnu við Bókmenntaborgina
með ljóðum um borgina eftir á þriðja
tug skálda sem mörg hver eru lands-
kunn. Bókin kemur út 1. október, við
setningu hátíðarinnar og á henni
munu nemendur úr Langholtsskóla-
frumflytja ljóð og tónverk sem þau
vinna með Arnljóti Sigurðssyni,
textahöfundi og meðlimi í hljóm-
sveitinni Ojba rasta. Í lok mánaðar-
ins munu Bókmenntaborgin og Fé-
lag tónskálda og textahöfunda svo
halda tónleika í Hörpu þar sem orð-
listin verður í öndvegi, svo fáeinir
viðburðir séu nefndir.
Frekari upplýsingar má finna á
bokmenntaborgin.is.
Samstarf Svanhildur Konráðs-
dóttir og Elísabet Grétarsdóttir við
undirritun samningsins í gær.
Lestrarhátíð tileink-
uð borgarljóðum
Arion banki styrkir hátíðina í ár