Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Innst inni vonaði ég að þetta yrðu 2-3 milljónir, svo þegar nær dró sagði Willum [Þór Þórsson] við mig: „Siggi, þú átt örugglega eftir að safna 5 milljónum.“ Og ég sagði bara jæja, það yrði æðislegt. Þann- ig að við stefndum á það. En þegar upp var staðið voru þær 8 og ég var bara virkilega glaður.“ Þetta segir Sigurður H. Hall- varðsson, málarameistari og fót- boltakappi, en hann afhenti Ljós- inu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein, styrkt- arfé í gær, sem hann safnaði með áheitagöngu frá Hveragerði og í Ljósið á Langholtsvegi 30. ágúst síðastliðinn. Sigurður segist eiga Ljósinu mikið að þakka en hann greindist með krabbamein í heila fyrir um tíu árum. „Það þyrftu allir að vita hvernig starfsemi er þarna í hús- inu. Og að það þurfi að vera ein- hver rekstrarhalli á húsinu ár eftir ár, að það fáist ekki nógu mikið fjármagn í þetta, hvað ætlar fólk að gera þegar Ljósið getur ekki borið sig lengur?“ spyr hann. Hann segist sækja Ljósið á hverjum einasta degi, fá sér kaffi og spjalla við fólk sem er á svip- uðum stað í lífinu, eins og hann orðar það. Þar er boðið upp á ráð- gjöf, nudd, slökun og jóga, svo eitt- hvað sé nefnt, og þar vinnur hæfi- leikaríkt handverksfólk að verkum sem seld verða á jólabasar mið- stöðvarinnar. Skömmu eftir að tvö æxli voru fjarlægð úr höfði Sigurðar um síð- ustu páska komu fjögur ný í ljós og hann tók þá ákvörðun að afþakka lyfjagjöf. „Þetta er bara svona. Nú reyni ég bara að standa í báðar lappir og meðan það gengur er það frábært. Eftir aðgerð númer tvö vissum við að þetta yrði það sem myndi ganga frá mér og við verð- um bara að lifa við það,“ segir hann æðrulaus og það er stutt í kímnina. „Ég gæti þess vegna verið dauður á morgun en ég vona ekki, því ég er að fara með Willum vini mínum til Manchester í fyrra- málið.“ Vonaði að sér tækist að safna 2-3 milljónum  Safnaði 8 milljónum fyrir Ljósið með áheitagöngu Morgunblaðið/Rósa Braga Söfnun Sigurður afhenti Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu Ljóssins, styrktarféð. Hann segist þess fullviss að peningarnir verði nýttir til góðra og þarfra hluta og hvetur stjórnvöld til að styðja við starfsemi miðstöðvarinnar. Afhenti Ljósinu rausnarlega gjöf Morgunblaðið/Styrmir Kári Göngugarpur Fjöldi fólks gekk með Sigurði síðasta spölinn að Ljósinu á Langholtsvegi. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Alls voru 1.522 konur á aldrinum frá 25-34 ára án vinnu í júlí síðastliðnum, borið saman við 944 karla. Munaði því ríflega 60% á kynjunum. Atvinnulausar konur á þessum aldri voru langfjölmennasti hópur fólks án vinnu í júlí, sé heildarfjöld- inn sundurgreindur eftir kyni og aldri. Má til samanburðar nefna að tæplega þrefalt færri konur á aldr- inum frá 16-24 ára voru án vinnu í júlímánuði eða alls 579. Er fjöldi fólks án vinnu eftir aldri og kyni sýndur á myndrænan hátt hér til hliðar. Alls voru 6.874 manns án vinnu að meðaltali í júlí og voru þar af 5.087 á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali voru 2.815 konur á höf- uðborgarsvæðinu án vinnu í júlí og 1.015 konur á landsbyggðinni. Spurður hvað skýri að svo margar ungar konur hafi verið án vinnu í júlí segist Karl Sigurðsson, sérfræðing- ur hjá Vinnumálastofnun, ekki hafa neina augljósa skýringu á því. Verkakonur fjölmennastar Gögn Vinnumálastofnunar sýni að flestar konur sem eru án vinnu á höf- uðborgarsvæðinu séu skilgreindar sem verkakonur, eða alls 583. Næst komi flokkurinn ýmis þjónustustörf en þar séu 567 konur án vinnu á þessu þéttbýlasta svæði landsins. Til samanburðar hafi 414 konur í flokknum sérmenntað starfsfólk ver- ið án vinnu í júlí og 261 kona sem flokkuð var sem sérfræðingur. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur óskólagengnu fólki fækkað hraðar á atvinnuleysisskrá en háskólamenntuðum að undan- förnu og hefur sú þróun verið tengd við uppganginn í ferðaþjónustu. Telur Karl aðspurður að eflaust megi leiða að því líkur að fleiri tæki- færi hafi skapast fyrir karla í þessari grein, auk þess sem aukin umsvif í byggingargeiranum fjölgi störfum fyrir unga karla. Að öðru leyti kveðst Karl ekki hafa tiltæk gögn sem sýni hvers vegna svo margar ungar kon- ur hafi verið án vinnu í júlí. Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, rifjar aðspurður upp að um miðjan tíunda áratug síðustu aldar hafi margar ungar konur átt erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Í þeim hópi hafi verið einstæðar mæður sem höfðu lítið milli handanna. Margar ungar konur eru án vinnu  25-34 ára konur eru nú fjölmennasti hópur atvinnulausra  Sérfræðingur kann enga skýringu á slæmri stöðu kvenna Atvinnulausir á landinu í júlí eftir aldri og kyni Heimild: Vinnumálastofnun 16-24 ára 25-34 ára 35-44 ára 45-54 ára 55 ára + 0 400 800 1.200 1.600 2.000 Karlar Konur 518 579 944 1.522 634 841 428 614 594 610 Fé er nú flest komið af fjalli og verður réttað víða um land um helgina. Þeir sem ætla í réttir þurfa að draga fram gúmmístígvélin og regngallann því allt lítur út fyrir vætusama helgi, sérstaklega sunn- anlands og vestan. Í Árnessýslu er réttað á tveimur stöðum í dag. Hrunarétt í Hruna- mannahrepp hefst klukkan tíu með því að nýjar réttir verða vígðar af presti. Þá er líka réttað í Skaft- holtsrétt í Gnúpverjahreppi í dag, þar var réttin nýlega endurhlaðin. Á morgun, laugardaginn 14. sept- ember, rétta Flóa- og Skeiðamenn í Reykjaréttum á Skeiðum. Á sama tíma fara fram Tungnaréttir í Bisk- upstungum. Á vefsíðunni bondi.is má sjá yf- irlit yfir allar fjár- og stóðréttir á landinu haustið 2013. Þar kemur fram að í dag verður réttað í Stað- arbakkarétt í Hörgárdal og í Stíflu- rétt í Fljótum. Á morgun fara fram í Skagafirði Árhólaréttir í Unadal, Hofsrétt, Deildardalsrétt, Holtsrétt og Kleifnarétt í Fljótum. Þá verður réttað í Árskógsrétt á Árskógs- strönd. Hvalsárrétt fer fram í Hrútafirði, Grafarrétt í Skaftár- tungu, Reistárréttum og Þorvalds- dalsrétt og Þórustaðarétt í Hörg- ársveit. Höfuðborgarbúar geta farið í réttir í Landnámi Ingólfs í Krísu- víkurrétt við Suðurstrandarveg. Á sunnudaginn 15. september verður réttað á fimmtán stöðum á landinu samkvæmt samantekt bondi.is. Meðal annars í Brodda- nesrétt í Strandabyggð, Gillastað- arétt í Laxárdal og Hornsrétt í Skorradal. Betra að vera vel búinn á stærstu réttarhelgi ársins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Safn Sauðfé verður víða rekið til réttar og dregið í dilka um helgina.  Sauðfé verður víða dregið í dilka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælti í gær fyr- ir stjórnarfrumvarpi um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða. Með frumvarpinu er m.a. verið að samræma hugtakanotkun um endurskoðun við þá hugtakanotkun sem notuð er á fjármálamarkaði. Fái álit trúnaðarlæknis Þá er lögð til sú breyting að heimilt verði, að fengnu áliti trún- aðarlæknis lífeyrissjóðs, að setja það sem skilyrði fyrir greiðslu ör- orkulífeyris að sjóðfélagi fari í endurhæfingu sem geti bætt heilsufar hans. Slíkt ákvæði er í lögum um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins. Nú er því lagt til að öðrum lífeyrissjóðum verði leyft að byggja á sömu sjónarmiðum varðandi skilyrði fyrir greiðslu ör- orkulífeyris. Í því sambandi er sér- staklega litið til laga um atvinnu- tengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfing- arsjóða gudni@mbl.is Endurhæfing skilyrði fyrir lífeyri  Frumvarp um lífeyrissjóðina Eitt lífeyriskerfi » Stjórnvöld og aðilar vinnu- markaðarins hafa á und- anförnum misserum unnið að tillögum um eitt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn. Í frum- varpinu er liðkað fyrir því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.