Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013
Laugavegi 174 | Sími 590 5040
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga kl. 12-16
Komdu og skoðaðu úrvalið!
MMC Pajero GLX
2500
Árgerð 2003, dísel
Ekinn 210.000 km, beinsk.
Ásett verð:
1.390.000 kr,-
VW Passat TDi
Árgerð 2005, dísel
Ekinn 92.000 km, beinsk.
Ásett verð:
1.750.000 kr,-
Ford Explorer
sport track
Árgerð 2007, bensín
Ekinn 139.000 km, sjálfsk.
Ásett verð:
2.490.000 kr,-
TILBOÐ:
1.790.000,-Mazda 3
Árgerð 2006, bensín
Ekinn 127.000 km, beinsk.
Ásett verð:
1.290.000 kr,-
FERÐAFÉLAGAR AF
ÖLLUM STÆRÐUM OG
GERÐUM HJÁ HEKLU
NOTUÐUM BÍLUM
VW Golf Highline
1,4 AT
Árgerð 2010, bensín
Ekinn 52.000 km, sjálfsk.
Ásett verð:
2.890.000 kr,-
Heildarvelta með íbúðarhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu var 188.078
m.kr. á síðustu tólf mánuðum
(sept. 2012 til og með ágúst 2013)
og er það aukning um 23,1% frá
sama tíma árið áður, samkvæmt
upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands.
Tólf mánaða vöxturinn hefur
frekar verið að aukast undanfarið
eftir að úr honum dró í upphafi
árs. Samhliða hefur meðalsölutími
eigna styst. Virðist þróunin á
íbúðamarkaðinum haldast þar í
hendur við þróun einkaneyslu, en
á vexti hennar hægði á fyrri hluta
árs, samkvæmt tölum Hagstofunn-
ar. Að baki liggur m.a. minni vöxt-
ur kaupmáttar ráðstöfunartekna.
Þetta kom fram í Morgunkorni
greiningar Íslandsbanka í gær.
Samningum fjölgaði um 12,2%
Hvað fjölda samninga varðar
voru þeir 5.724 talsins á síðustu
tólf mánuðum á höfuðborgarsvæð-
inu og er það fjölgun um 12,2% frá
sama tíma fyrir ári. Líkt og með
veltuna dró úr vextinum fram að
miðju ári, en heldur hefur verið að
bæta í hann síðustu síðustu tvo
mánuði. Greining reiknar með að
vöxturinn bæði í heildarveltu og
fjölda samninga á höfuðborgar-
svæðinu muni halda áfram á
næstu misserum af nokkrum
krafti.
Heildarvelta með íbúðarhúsnæði
utan höfuðborgarsvæðisins (á Ak-
ureyri, í Árborg, á Akranesi og í
Reykjanesbæ) var 24.483 m.kr. á
síðustu tólf mánuðum og var vöxt-
urinn frá sama tíma árið áður
10,2%. Hefur vöxturinn þar verið
að aukast undanfarið eftir að úr
honum dró í upphafi árs. Greining
reiknar með að vöxturinn á lands-
byggðinni verði áfram minni en á
höfuðborgarsvæðinu. agnes@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Vöxtur Velta á íbúðamarkaði hefur aukist meira á höfuðborgarsvæðinu en
landsbyggðinni frá september í fyrra til ágústloka í ár.
Vöxtur í veltu
á íbúðamarkaði
Greining spáir áframhaldandi vexti
Unnsteinn Örn Elvarsson héraðsdómslögmaður
hefur opnað lögmannsstofuna De Facto ehf. á
Skólavörðustíg 12, samkvæmt því sem fram
kemur í fréttatilkynningu frá De Facto.
Þar kemur einnig fram að Unnsteinn útskrif-
aðist með LL.M. gráðu í upplýsingatæknirétti
frá lagadeild Stockholms Universitet fyrir
skemmstu. „Hann lauk meistaraprófi í lögfræði
frá lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2009
þar sem lokaritgerð hans fjallaði um fjárfesta-
vernd og hafði áður lokið BA prófi frá sama
skóla.
Áður en Unnsteinn hélt í nám til Svíþjóðar
hafði hann unnið sem fulltrúi hjá Lögmáli ehf. á
árunum 2008 til 2012 og með námi sinnti Unn-
steinn lögfræðistörfum hjá Tryggingamiðstöð-
inni hf.,“ segir í tilkynningu.
Opnar nýja lögmannsstofu
Unnsteinn Örn
Elvarsson
● Fimmtudaginn 10. október verður
stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og
meðalstór fyrirtæki á Íslandi. Samtök
atvinnulífsins og aðildarsamtök SA
standa að stofnun vettvangsins þar
sem smá fyrirtæki á Íslandi munu vinna
saman óháð atvinnugreinum.
Þetta kom fram í frétt á heimasíðu
Samtaka atvinnulífsins í gær.
„Vettvangurinn mun starfa undir
merkjum Litla Íslands en markmiðið er
að bæta rekstrarumhverfi lítilla fyr-
irtækja á Íslandi og að byggja upp kröft-
ugra, betra og skemmtilegra samfélag,“
segir orðrétt í frétt Samtaka atvinnu-
lífsins..
Litla Ísland, nýr vett-
vangur fyrirtækja