Morgunblaðið - 13.09.2013, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.09.2013, Qupperneq 16
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þær breytingar sem eru að verða á heilbrigðisþjónustu í landinu kalla á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. „Fæðing- arstaðir er eitt af því sem við sjáum breytast. Stjórnvöld verða með ein- hverjum hætti að bregðast við því, hvernig sem það verður svo gert,“ segir Kristján. Skráðum fæðingarstöðum hefur fækkað hratt síðustu ár og er nú svo komið að konur geta aðeins fætt á átta heilbrigðisstofnunum á landinu, ef þær velja ekki heimafæðingu. Í Morgunblaðinu í gær sagði frá því að margar barnshafandi konur á landsbyggðinni þyrftu orðið að ferðast langar leiðir til að fæða börn, sem skapar aukna áhættu, eða vera komnar á valdan fæðingarstað með töluverðum fyrirvara sem er aukin fyrirhöfn og aukinn kostnaður. Kon- urnar bera þann kostnað sjálfar fyr- ir utan að Sjúkratryggingar greiða ferðakostnað að hluta. „Það er alveg ljóst að við munum þurfa að mæta þessu með ein- hverjum hætti hvort sem það verður með beinum styrkjum eða sjúkra- hóteli eða öðru. En það hafa engar ákvarðandi verið teknar í því,“ segir Kristján. Öryggi móður og barns þurfi alltaf að vera í forgrunni en þá sé spurning hvaða þjónusta er fyrir hendi á stöðunum ef það koma upp vandamál. „Það sem kann að breyt- ast er hvernig við veitum þjón- ustuna. Ég get sagt í dag að okkur ber skylda til þess að tryggja að verðandi mæður og væntanlegir Ís- lendingar geti átt kost á því að fá þá heilbrigðisþjónustu sem við viljum tryggja öllum landsmönnum.“ Best að fæða á Íslandi Geir Gunnlaugsson landlæknir tekur í svipaðan streng og Kristján. „Árangur hvað varðar fæðingar er einstakur á Íslandi,“ segir Geir og vísar í nýja skýrslu Europerstat um heilsu og heilbrigðisþjónustu þung- aðra kvenna og nýbura í Evrópu. Rannsóknin sýnir að miðað við 28 önnur Evrópulönd er áhætta með- göngu og fæðingar lítil á Ísland og auk þess mjög öruggt að fæðast hér þar sem burðarmáls-, ungbarna- og barnadauði er hvergi lægri. Geir segist fara víða um land og það komi oft upp umræða um fækk- un fæðingarstaða og óöryggið sem hún veldur. „Það er hægt að bregð- ast við því á margvíslegan hátt, t.d. með því að auka aðstoð við þungaðar konur þegar þær þurfa að flytja bú- ferlum vegna væntanlegrar fæð- ingar, að það sé viðeigandi aðstaða og ákveðinn stuðningur í kringum þær bæði í heimbyggð og á fæðing- arstað.“ Kostnaður og fyrirhöfn Ódýrustu fæðingarnar eru þær sem eru heima hjá konunum eða í heimabyggð að sögn Áslaugar Írisar Valsdóttur, formanns Ljósmæðra- félags Íslands. Hún segir það marg- falt ódýrara fyrir samfélagið en að konan fæði á hátæknisjúkrahúsi. Þá vill hún að komið verði til móts við þær konur sem þurfa að fæða fjarri heimabyggð og jafnvel dvelja í lang- an tíma á fæðingarstað. Eðlileg meðgöngulengd er 38 til 42 vikur. Konurnar þurfa því að vera komnar á fæðingarstaðinn upp úr 38 vikna meðgöngu og gætu í versta falli þurft að bíða á staðnum í fjórar vikur. Áslaug segir að vegna kostn- aðar og fyrirhafnar, t.d. með gist- ingu og pössun, fresti sumar konur því að koma sér á fæðingarstað. Ef fæðing fari af stað í heimabyggð þurfi að flytja konurnar þær með sjúkraflugi á fæðingarstað fyrir mörg hundruð þúsund krónur. Morgunblaðið/Kristinn Nýfæddir Íslendingar Öryggi móður og barns þarf alltaf að vera í forgrunni að sögn heilbrigðisráðherra en þá sé spurning hvaða þjónusta er fyrir hendi á stöðunum ef það koma upp vandamál. Allir eiga að fá sömu þjónustu  Heilbrigðisráðherra segir að yfirvöld verði að bregðast við fækkun skráðra fæðingarstaða  Verið að skoða hvernig hægt er að koma til móts við þær konur sem þurfa að fæða fjarri heimabyggð 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Sjúkratryggðir einstaklingar geta átt rétt á greiðslu ferða- kostnaðar frá Sjúkratrygg- ingum Íslands vegna sjúkdóms- meðferðar sé viðeigandi þjónusta ekki í boði á heima- slóðum. Greiddir eru 2/3 hlutar kostnaðar og aðeins tvær ferðir á ári. Landspítalinn í Reykjavík starfrækir eina sjúkrahótel landsins og er það í Ármúl- anum. Kostnaður sjúklinga er 1.200 kr. á sólarhring og 4.000 kr. fyrir aðstandendur eða fylgdarmenn. Ef kona þarf að dvelja þar í 25 daga kostar það 30.000 kr. Ef maki hennar er með henni í tíu daga bætast 40.000 kr. við þá upphæð. Þeg- ar orlofsvefir verkalýðsfélaga eru skoðaðir má sjá að á flest- um stöðum er vikuleiga á or- lofsíbúð á höfuðborgarsvæðinu eða á Akureyri frá 20 til 40 þús- und krónum, það fer eftir stærð íbúðarinnar. Svo leggst uppi- hald ofan á. Það er stundum talað um að það sé dýrt að eignast barn, bara ef það allra nauðsynleg- asta er keypt, en fyrir konur á landsbyggðinni getur kostn- aðurinn orðið enn meiri. Aukaútgjöld KOSTNAÐUR „Ef ég verð ólétt aftur vil ég vera flutt burtu héðan,“ segir Elín Dögg Haraldsdóttir íbúi á Höfn í Hornafirði og tveggja barna móðir. Hún fæddi yngra barn sitt á Landspítalanum í Reykjavík í júlí síðastliðnum og hafði þá beðið í mánuð inni á ættingja eftir að fæðingin færi af stað. „Ég fór til Reykjavíkur þegar ég var komin 38 vikur á leið og fæddi þegar það vantaði einn dag upp á að ég væri komin 42 vikur. Það sem bjargaði mér fjárhagslega er að ég gat ver- ið heima hjá systur minni og þurfti ekki að taka íbúð á leigu. Þó að það hafi gengið vel er erfitt að vera inni á öðrum og fyrir aðra að hafa heila fjölskyldu inni á sér. Það er leiðinlegt að geta ekki hangið heima hjá sér,“ segir Elín. Maður hennar og tveggja ára sonur voru hjá henni allan tímann. „Ég tók strákinn úr leikskóla og mað- urinn minn fékk frí úr vinnunni enda bjuggumst við ekki við því að þurfa að bíða meira en tvær vikur, eins og var þegar við áttum fyrra barnið en það fæddist líka í Reykjavík.“ Elín segir að hún hafi athugað hvort það væri í boði einhver fjárhagsaðstoð fyrir fólk sem þarf að fara til Reykjavíkur til að fæða en það sé ekki. Aðeins ferða- styrkur frá Sjúkratryggingum. En vegna þess að mað- ur hennar þurfti að dvelja tveimur vikum lengur en hann bjóst við í Reykjavík greiddi stéttarfélagið honum tveggja vikna vinnutap. Elín er viss um að það hafi verið hátt í hundrað þúsund króna kostnaður fyrir fjölskylduna að dvelja í Reykja- vík í mánuð. „Ég ætlaði að fæða á Höfn því það hafði allt gengið vel og þá hefði ég ekki þurft að taka strákinn úr leik- skólanum. En svo hætti ljósmóðirin og ég þurfti að fara til Reykjavíkur. Heimafæðing kom ekki til greina enda heldur ekki möguleiki því það þarf ljósmóðir að vera á staðnum.“ Henni finnst þetta ástand ekki bjóðandi konum á landsbyggðinni. „Það er vont að vera ljósmóðurlaus ef eitthvað kemur upp á. Svo er búið að breyta kerfinu þannig að ef eitthvað er, t.d. barnið lasið þarf maður að hringja í 112 til að fá samband við lækni á staðnum. Það má ekki hringja beint í hann og það er óþægilegt.“ Elín segist hafa verið heppin þrátt fyrir biðina. Hún hafi heyrt af konum sem hafi þurft að bíða lengi í Reykjavík og þvælst á milli stéttarfélagsíbúða og hót- ela því þær gátu ekki leigt íbúðirnar samfleytt. Beið í mánuð í Reykjavík Elín Dögg Haraldsdóttir Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Venta sófasett og glerborð Tímalaus hönnun sem hentar hvar sem er www.facebook.com/solohusgogn Íslensk hönnun og framleiðsla Hönnuður: Sturla Már Jónsson Verð: Stóll 98.000 2 sæta sófi 169.000 Borð 58.000 Verð m.v. ullaráklæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.