Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Rósa Braga Flakkað Colin Dale ferðast á milli húðflúrhátíða víða um heim og fjölskyldan er iðulega með í för. atriði á hátíðinni. Í ár mæta aðrir listamenn sem sjá um að skemmta gestum á þessari þriggja daga há- tíð sem hefst klukkan þrjú í dag og stendur til klukkan 18 á sunnudag- inn. Íslenska hljómsveitin Contal- gen Funeral leikur fyrir gesti inn á milli atriða auk þess sem fakír leik- ur listir sínar. Þó svo að skemmti- atriðin séu með óhefðbundnu sniði eru þau við allra hæfi að sögn Fjölnis. „Dagskráin verður svona fjölskylduvænni yfir daginn og svona aðeins meira „spicy“ á kvöld- in. Fakírinn fer ekki fram úr sér um miðjan dag þannig að fólk getur komið með börnin sín án þess að líði yfir mæður og börn,“ lofar Fjölnir. „Tribalið“ komið í hring Meðan á hátíðinni stendur geta gestir fengið sér flúr af öllum stærðum og gerðum hjá hinum ýmsu listamönnum. „Það er svart og grátt, í lit, raunsæi, aust- urlenskt, japanskt og svo er þetta mynstur frá víkingum. Þá er „tri- balinn“ kominn í hring. „Tribalinn“ var mjög vinsæll fyrst og fólk vildi bara „tribal“ fyrstu tíu eða tuttugu árin. Hanky Panky frá Amsterdam kom með hann á sínum tíma. Red Hot Chili Peppers ýttu mikið undir þá tísku þegar Blood Sugar Sex Magik kom út og svo varð það allt í einu hallærislegt. Það voru svo margir með „tribal“,“ segir Fjölnir og útskýrir að það mynstur, sem nær oftast utan um upphandlegg og er með ættflokkatengdu mynstri, hafi verið stílfært en ekki það upp- runalega. „En nú eru menn komnir svo langt út í „tribalinn“ að þeir eru bara farnir að nota elstu aðferð- irnar í elstu mótívin: Drekana, Bor- neó sporðdrekann, keltnesku flétt- urnar og víkingaflétturnar. Þetta er að verða mjög vinsælt svo „tribal- inn“ er mættur aftur,“ segir húð- flúrarinn Fjölnir Geir Bragason um stefnur og strauma í flúrinu. Allar nánari upplýsingar um lista- mennina og hátíðina sjálfa er að finna á icelandictattooexpo.com. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Í dag hefst mikil vestnorræn menn- ingarhátíð í Nuuk á Grænlandi. Þetta er tveggja daga hátíð þar sem margt verður um menningartengt efni frá vestnorrænu löndunum, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi. Þessi þrjú lönd eiga margt sameignilegt og ættu sannarlega oftar að efla tengsl sín. Af nógu verður að taka fyrir þá sem vilja njóta. Þrjár rísandi söngkonur verða með tónleika í kvöld, Lára Rún- ars kemur fram fyrir hönd Íslands en auk hennar koma fram grænlenska söngkonan Nina K. Jørgensen og hin færeysk-kanadíska söngkona Lena Anderssen. Einnig verður kvik- myndahátíð tileinkuð ungu fólki, en þar verður framlag Íslands kvikmynd- in Órói, í leikstjórn Baldvins Z. Hinar myndirnar sem sýndar verða eru grænlenska kvikmyndin Hinnarik og færeyska myndin Bye Bye Bluebird. Mikið verður lagt upp úr matar- kynningum frá öllum löndunum þremur og Gísli Matthías Auðunsson, yfirmatreiðslumaður Slippsins í Vest- mannaeyjum, fer fyrir hönd Íslend- inga. Föstudags- og laugardagskvöld verður sérréttamatseðill með réttum frá matreiðslumönnunum þremur og svo er pinnamatur á laugardags- miðdegi, einnig með réttum frá öllum matreiðslumönnunum. Gísli ætlar m.a. að bjóða upp á þorskhnakka, lambalæri og reykta ýsu frá Vest- mannaeyjum. Sannarlega gómsæt listaveisla í alla staði þessa helgina. Þrjár söngdívur saman á tónleikum í kvöld Íslensk Lára Rúnars verður fulltrúi Íslands á tónleikum í kvöld. Lára Rúnars á vestnorrænni menningarhátíð um helgina Söngkona Lena Anderssen. Ferðalög. Töfrar þeirrahafa áður verið dásam-aðir af undirritaðri hér ípistli. Þá var áskorunin við hið óþekkta mér efst í huga. Og hún er vissulega ávanabind- andi, spennan sem því fylgir að koma á nýjan stað þar sem maður þekkir hvorki menninguna né um- hverfið, kann ekki tungumálið og þarf að klóra sig fram úr einföld- ustu hlutum. Ánægjan sem því fylgir að ná tökum á slíkum að- stæðum er mjög gefandi. Svo eru líka öðru vísi ferðalög, sem snúast meira um það einfald- lega að skipta um umhverfi heldur en að eltast við framandleikann. Ferðalög geta verið svo margs- konar og það er ekki sjálfgefið að njóta þess að ferðast, maður þarf að læra það, eins og allt annað. Mér er það minnisstætt þegar ég heimsótti Louvre-safnið í jómfrúarferð minni til Parísar fyr- ir áratug. Þá lærði ég að listasöfn eru ekki endilega minn tebolli á ferðalögum, jafnvel þótt það séu merkilegustu og frægustu söfn í heimi. Eftir dagpart í þvögunum þar fékk ég innilokunarkennd og réðst nánast á næsta neyðarútgang. Þessa lexíu hef ég haft í huga síðan og nálgaðist til dæmis Hermitage-safnið, í Vetrarhöllinni í Pét- ursborg með allt öðrum hætti. Mér hefur nefnilega lærst að það getur verið streituvald- andi að snúa ferðalaginu upp í eltingaleik við að sjá allt það sem maður „verður að sjá“ samkvæmt ferðahandbókum. Heimsókn mín í Vetrarhöllina var því farin með því markmiði einu að rölta um eins lengi og ég nennti, án þess að ætla mér að sjá nokkuð sérstakt. Sömu taktík beitti ég í París um liðna helgi. Þetta var mín fjórða Parísarferð og slóðirnar því kannski ekki beinlínis framandi. Ég hafði því 5 heila daga til að njóta þess að vera til í París án þess að þurfa að eltast við neitt sérstakt. Og það gerði ég. Það er varla til skemmtilegri borg en París til að ganga eða hjóla stefnulaust um, taka tilvilj- anakenndar beygjur inn í þröngar götur, detta inn á kaffihús hér og þar eða tylla sér í garða og horfa á iðandi mannlífið. Ég borgaði mig ekki inn á einn einasta stað og stóð ekki í einni ein- ustu röð með öðrum ferðamönnum. Mikið var það gott. En næst sko. Næsta ferða- lag þyrfti kannski að vera meiri áskorun. »Ég lærði að listasöfneru ekki endilega minn tebolli, jafnvel þótt það séu merkilegustu og frægustu söfn í heimi. Heimur Unu Nýbakað á nokkrum mínútum Ómissandi með öllum mat Una Sig- hvatsdóttir una@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.