Morgunblaðið - 13.09.2013, Síða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Maltese-rakki til sölu
Við erum með 1 maltese-rakka til
sölu, fæddist 14.03.2013 og er
tilbúinn til afhendingar. Verður með
ættbók frá HRFÍ. Nánari upplýsingar
fást í síma 846 4221 eða email:
laudia92@hotmail.com
Snyrting
Spænskar gæðasnyrtivörur, fram-
leiddar úr náttúrulegum hráefnum,
og eru fyrir alla daglega umhirðu
húðar. Fjölbreyttar vörur sem henta
allri fjölskyldunni. Sjá nánar í
netversluninni: www.babaria.is
Hljóðfæri
Þjóðlagagítarpakki:
kr. 23.900. Gítar, poki, ól, auka-
strengir, stilliflauta og kennslu-
forrit.
Gítarinn ehf., Stórhöfða 27,
s. 552 2125.
www.gitarinn.is,
gitarinn@gitarinn.is
Húsnæði íboði
160 m² húsnæði á Dalvegi,
Kópavogi, til leigu í nýlegu húsi.
80 m² á neðri hæð með innkeyrslu-
dyrum. Herbergi, eldhúsaðstaða,
klósett og sturta. Hægt að leigja
saman eða sitt í hvoru lagi.
Uppl. í s. 5444 333 og 820 1070.
Geymslur
Ferðavagnageymsla Borgarfirði
Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól-
hýsi, báta og fleira í upphituðu rými.
Gott verð. Sími 899 7012.
www.solbakki.com
Sumarhús
Rotþrær, vatnsgeymar og alvöru
moltugerðarkassar
Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir
- réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300
til 50.000 lítra. Lindarbrunnar.
Borgarplast.is
Mosfellsbæ. S. 561 2211.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bílar
Mercedes Benz Vito 120 til sölu
Árg. 2008. Sjálfskiptur, rafmagns-
rúður, samlæsingar, loftkæling, 3
sæta en það má setja í hann fleiri
sæti. 6 V dísel 204 hestöfl. Lítið
ekinn. Uppl. í s. 5444333 og 8201071.
Tilboðsverð
Þessi fallegi Mercury Turnpike-
cruiser 1957 er til sölu, nýupptekin
vél, skipting og fl. nýtt í honum.
Skoða skipti á hjólhýsi. Verð aðeins
2.500 þús. S. 8201974,
gudmundur74@mail.com.
BOMBARDIER CAN-AM DS 450
EFI 5/2009.
Lítið notað. Afturdrifið. Auka
aurhlífar. Frábært leiktæki.
Verð: 990.000,-
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið kl. 12-18 virka daga.
Sendibílar
Iveco 50 C 13 árg. 2004 til sölu
Ekinn aðeins 47 þ. km. Með lyftu.
Bíll í góðu ástandi.
Uppl. í s. 544 4333 og 820 1070.
Bílaþjónusta
Hjólbarðar
Vörubíladekk
Rýmingarútsala
315/80 R 22.5 kr. 59.900 + vsk.
11 R 22.5 kr. 36.900 + vsk.
12 R 22.5 kr. 39.500 + vsk.
265/70 R 19.5 kr. 44.500 + vsk.
285/70 R 19.5 kr. 49.800 + vsk.
8.5 R 17.5 kr. 32.900 + vsk.
205/75 R 17.5 kr. 26.900 + vsk.
215/75 R 17.5 kr. 29.900 + vsk.
235/75 R 17.5 kr. 35.900 + vsk.
7.00 R 16 C kr. 25.900 + vsk.
6.50 R 16 C kr. 22.900 + vsk.
1400 – 24 MP 902 kr. 99.000 + vsk.
Kaldasel ehf.,
dekkjaverkstæði,
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
sími 5444 333.
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
og tek að mér ýmis smærri
verkefni.
Sími 847 8704
manninn@hotmail.com
Það var sem
blómin sveigðu krónu sína með
sorgarómi er fréttin um andlát
Eyju frænku og vinkonu barst.
Við vorum aldar upp hvor á sín-
um bænum innst inni í dölum
Eyjafjarðar þar sem ekki kom
rafmagn fyrr en árið 1963, en
fram að þeim tíma bjó fjölskylda
Eyju í torfbæ á Halldórsstöðum
uns þau fluttu í Hólsgerði. Lýs-
ingin sem fólkið notaðist við voru
luktir, ekki kerti nema á jólum.
Þetta var okkar heimur, við
þekktum ekki annað og fannst við
hafa allt sem við þurftum. Á flest-
um bæjum voru börnin mörg og
voru það einstök foréttindi að fá
að alast upp við þessar aðstæður.
Er ég horfi til baka er margs að
minnast og finnst eins og lífið hafi
verið ævintýri sem gerst hafi fyr-
ir svo stuttu er við lékum okkur í
hornabúinu og söfnuðum fjöðrum
af skrautlegum hænsnum sem
vöppuðu um hlaðið og fórum ríð-
andi eða gangandi á milli bæja.
Ekki er hægt að tala um einangr-
un, eða eins og Haukur bróðir
minn sagði: „Í sveitinni heima var
enginn einmana, þar var frændi
eða frænka á nærri hverri þúfu.“
Allt það, sem augað sér,
æskunnar hörpu knýr,
syngur og segir mér
sögur og ævintýr.
Mild ertu, móðir jörð
margt hefir guð þér veitt.
Aldrei ég Eyjafjörð
elskaði nógu heitt.
(Davíð Stefánsson)
Við byrjuðum að ganga í skóla
Pálmey
Hjálmarsdóttir
✝ Pálmey Hjálm-arsdóttir fædd-
ist á Akureyri 16.
febrúar 1952. Hún
lést 1. september
2013.
Útför Pálmeyjar
fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 6.
september 2013.
sjö ára og fórum þá
einu sinni í viku
fyrsta veturinn og
eftir það tvo til þrjá
daga í viku. Mennt-
un barnanna var á
herðum foreldranna
og utanbókarlær-
dómur var mikill.
Heilu kvæðin vorum
við látin þylja, s.s.
kvæðið um rjúpuna,
Óhræsið, og Móður-
ást. Við Eyja sátum saman alla
skólagönguna hljóðar og reynd-
um að meðtaka það þurra nám
sem þótti mikilvægt til að und-
irbúa okkur fyrir lífið. Mér er það
svo minnisstætt hversu fallega
rithönd Eyja hafði og fallegur
frágangur á öllu námsefninu svo
snyrtilegur. Þér var þetta í blóð
borið, snyrtimennska, samvisku-
semi og vönduð vinnubrögð.
Þannig varst þú í allri þinni
vinnu, heimilisverkum og barna-
uppeldi. Eyja var traustur vinur
og af þeirri kynslóð sem vissi
hvaðan hún kom og hvert hún
vildi fara, treysti á sig sjálfa um
flesta hluti og var einstaklega
dugleg. Hún hældi ekki eigin
verkum, var hógvær og yfirveguð
og það er sárt að þurfa að kveðja
allt of snemma. Er ég sit og
skrifa þessar línur er mér efst í
huga hláturinn og gleðin sem ein-
kenndi Eyju. Með þakklæti og
hlýju í huga kveð ég þig, elsku
frænka og vinkona, og ylja mér
við yndislegar minningar frá því
við vorum litlar stelpur í sveitinni
til dagsins er við röltum um Gler-
ártorg í sumar til að undirbúa
okkur fyrir brúðkaup sem við
ætluðum í. Þú barst veikindi þín í
hljóði og bað ég þig að minna mig
á ef ég færi of hratt. Þú hugsaðir
um hvernig öðrum liði og síðustu
skilaboðin frá þér í símanum hjá
mér eru:
Líttu á stjörnurnar og þú sérð tímann.
Kíktu í hjartað og þú sérð kærleikann.
Kíktu í augun og þú sérð lífið
og líttu hér á skjáinn og sjáðu hver er
að hugsa til þín.
Kv. Eyja.
Elsku Hjalli, Lilja og Biggi.
Góð móðir, amma og vinkona er
farin frá okkur, en hlýjar minn-
ingar um yndislegar samveru-
stundir munum við varðveita um
ókomna tíð og aldrei gleyma.
Petra Kristjánsdóttir.
Mig langar til að kveðja ynd-
islega vinkonu mína hana Eyju
og þakka henni fyrir allar okkar
samverustundir með þessu fal-
lega ljóði.
Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla
og fölva haustsins sló á sumarskraut.
Þú hafðir gengið götu þína alla
og gæfu notið hér á lífsins braut.
Það syrtir að og söknuðurinn svíður,
hann svíður þó að dulin séu tár
en ævin okkar eins og lækur líður
til lífsins bak við jarðnesk æviár.
Og tregablandin hinsta kveðjan
hljómar
svo hrygg við erum því við söknum
þín,
í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar,
sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín.
Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi
og leiði þig hin kærleiksríka hönd
í nýjum heimi æ þér vörður vísi,
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Þér sendum bænir upp í hærri heima
og hjartans þakkir öll við færum þér.
Við sálu þína biðjum guð að geyma,
þín göfga minning okkur heilög er
(Guðrún Elísabet Vormsdóttir)
Elsku Lilla, Hjalli, Biggi og
fjölskyldur, megi góður Guð
halda í höndina á ykkur og hjálpa
ykkur gegnum erfiða tíma. Með
saknaðarkveðju.
Þín vinkona,
Sigurbjörg.
Mín góða vinkona Pálmey lést
á heimili sínu Skálateigi 1 á Ak-
ureyri sunnudaginn 1. september
sl. langt um aldur fram ekki
nema 61 árs gömul eftir erfið og
langvarandi veikindi. Hún
hringdi í mig einu sinni sem oftar
tveimur kvöldum áður en hún
lést en ég hafði hringt í hana fyrr
um kvöldið og bað hún mig þá að
bíða. Um ellefuleytið hringdi hún
og heyrði ég þá að af henni var
verulega dregið. Við töluðum
saman smástund en hún sagði
mér að hún væri háttuð og bað ég
hana þá að fara að hvíla sig og
bauð henni góða nótt. Hvort mig
grunaði þá að þetta yrði okkar
síðasta símtal skal ég ekki segja
og hún væri þarna að kveðja mig
fæ ég sjálfsagt aldrei að vita en
Pálmey var trúuð kona og vin-
samleg Sálarrannsóknarfélag-
inu. Mig langar í nokkrum orðum
að minnast hennar þar, sem við
vorum nokkuð nánir vinir í mörg
ár og bjuggum í sama fjölbýlis-
húsi hvor á sinni hæðinni. Pál-
mey var góð kona og dýrmætt að
vera í vinskap við hana og aldrei
heyrði ég hana hallmæla nokk-
urri manneskju og ef henni
fannst ég nokkuð þungorður á
stundum um menn eða málefni
var hún vön að vanda góðlátlega
um fyrir mér, enda drukkum við
oft kvöldkaffi saman og þá var
margt spjallað.
Pálmey var lærð svæðanudd-
ari og voru það margir sem nutu
aðstoðar og aðhlynningar hennar
á þeim vettvangi. Einnig útskrif-
aðist hún sem sjúkraliði árið 2005
og er mér minnisstæður sá at-
burður þar sem hún ljómaði eins
og átján sólir innan um útskrift-
arfélaga sína þegar áfanganum
var náð og prófskírteinið var í
hendi. Hún hafði lengi þráð að ná
þessum áfanga því það átti fátt
betur við hana en að annast og
hjúkra eldra fólki þar sem hún
vann á Dvalarheimilinu Hlíð og
vantaði aldrei í vinnu og svaraði
alltaf kalli þegar vantaði á auka-
vaktir. Pálmey var mikil hand-
verkskona og kokkur góður, það
fékk ég að reyna þegar ég varð
þess aðnjótandi að mér var
stundum boðið í kvöldmat. Pál-
mey var góð móðir sinna þriggja
barna og einnar fósturdóttur,
sem eiginmaður hennar fyrrver-
andi, nú látinn, hafði eignast fyrir
þeirra hjónaband, en trúlega hef-
ur ást hennar og væntumþykja til
barnabarnanna að mér fannst
ekki síður vegið þungt. Hún hafði
að sjálfsögðu mikið dálæti á son-
ardóttur sinni þriggja ára, sem
skírð hafði verið í höfuð ömmu
sinnar og heitir Pálmey. Þó var
ekki vegur að merkja það að hún
gerði nokkurn tíma upp á milli
barnabarnanna, svoleiðis var Pál-
mey ekki.
Pálmey var mikil handverks-
kona eins og fyrr segir og síðustu
ár byrjaði hún að hekla svokall-
aðar armstúkur, sem urðu mjög
vinsælar og gleymi ég því seint
þegar hún sagði mér að hún væri
búin að selja fyrir Bandaríkja-
ferð til að heimsækja dóttur sína,
sem þar bjó þá. Þetta var Pál-
mey! Hennar verður sárt saknað
en jafnframt gleður fullvissan um
að hún er komin á þann stað, sem
allar þjáningar hverfa. Vertu sæl,
vinkona, takk fyrir allt og góða
ferð. Aðstandendum öllum votta
ég mína dýpstu samúð.
Hjörleifur Hallgríms.
Elskulegur tengdafaðir minn,
Hafsteinn Guðmundsson, er lát-
inn eftir langvinn veikindi. Haf-
steinn var sterkur maður og
hraustur og hafði ég heyrt hann
segja bæði í gamni og alvöru að
hann hefði aldrei orðið veikur,
ekki einu sinni einn dag. En það
voru þó veikindi sem náðu hon-
um að lokum en ekki fyrr en eft-
ir margra ára baráttu. Á þessum
Hafsteinn
Guðmundsson
✝ Hafsteinn Guð-mundsson skip-
stjóri fæddist á
Drangsnesi 1. júlí
1933. Hann lést á
Hrafnistu 28. ágúst
2013.
Útför Hafsteins
fór fram frá Víði-
staðakirkju 6. sept-
ember 2013.
tíma horfði ég á
tengdaföður minn
hverfa inn í sjálfan
sig þannig að aðeins
skelin var eftir og
skuggi af mannin-
um sem áður var.
Skiljanlega tók
þetta mjög á, sér-
staklega á þá sem
höfðu reitt sig á
hann sem sína land-
festu í gegnum árin.
Hafsteinn var sérlega ósér-
hlífinn og vann myrkranna á
milli hér á árum áður til að sjá
fjölskyldu sinni farborða. Engu
að síður sýndi hann þeim sem
minna máttu sín mikla samúð og
var skilningsríkur gagvart brest-
um annarra.
Við Hafsteinn áttum margar
góðar stundir saman með fjöl-
skyldunni og er mér minnisstæð
ferð sem við fórum norður á
Strandir á hans æskuslóðir. Við
keyrðum um sveitinna þvera og
endilanga og átti hann sögu úr
hverri fjallshlíð og af hverju
flæðarmáli. Sögurnar urðu ljós-
lifandi í frásögn hans og ég man
hvað ég óskaði að ég hefði þekkt
hann á hans yngri árum. Haf-
steinn var það sem ég tel vera
mikilmenni, réttsýnn, auðmjúk-
ur og góður en harðjaxl þegar á
þurfti að halda. Mikill er okkar
missir.
Hákon.
HINSTA KVEÐJA
Elsku frændi, ég vil
kveðja þig með þessum
orðum:
Þér kveðju mína sendi um
himindjúpin há
af hjarta þakka liðin vina kynni
til betri og fegurri heima
nú sál þín svífa má
þig signi blessun Guðs í eilífðinni.
Lilja Viggósdóttir.