Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 www.nortek.is Sími 455 2000 ÖRYGGISLAUSNIR FYRIR ÖLL HEIMILI Nortek er með mikið af einföldum notenda- vænum lausnum fyrir heimili og sumarbústaði. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is HEIMILISÖRYGGI • Innbrotakerfi • Myndavélakerfi • Brunakerfi • Slökkvikerfi • Slökkvitæki • Reykskynjarar Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Aðeins 2.150 kr. á mann Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Nú er mikið rætt og ritað um mannréttindi, jafnrétti og lýðræði í þjóðfélaginu. Mjög fer þessi umræða út í öfgar og fólk lætur tilfinning- arnar ráða en ekki rök- in. Öll þessi umræða er góðra gjalda verð, ef hún fer ekki út í æs- iskrif og botnlausan áróður. Hver vill ekki jafnrétti, lýðræði og mannréttindi? Satt best að segja ofbýður mér oft umræðan. Á sama tíma og yfirstétt- in talar um jafnrétti er einn hópur fólks, eða nálagt 30 prósent þjóð- arinnar, sem mannréttindi eru margbrotin á. Þarna á ég við eft- irlaunaþega. Hugleiðum nokkur dæmi um mann sem er orðinn 67 ára. Hann hefur greitt í verkalýðs- félag í allt að 50 ár. Þegar hann hættir að greiða til verkalýðsfélags- ins er hann sviptur kjörgengi í því, þrátt fyrir að eftirlaun hans séu í beinu sambandi við umsamin laun sem verkalýðsfélagið semur um. Hann fær ekki úr sjúkrasjóðum verkalýðsfélags um leið og hann verður 67 ára, þótt aldraðir þurfi helst á styrkjum að halda vegna veikinda. Sá hinn sami fær ekki or- lofshús hjá verkalýðs- félagi nema kannski um vetrartímann (SFR). Þrátt fyrir að viðkomandi eigi inni punkta frá því að hann var á vinnumarkaði má hann ekki nota þá af því að hann er orðinn 67 ára. Stjórn verka- lýðsfélagsins og hirð hennar hefur það í hendi sinni að útiloka eldra fólk frá félagsstarfi í verkalýðsfélögum. Stundum stofna þeir eldri fé- lagsdeild og henda í hana brauðmol- um sem falla af borðum stjórnar í verkalýðsfélögum. (Brauðmola- stefna eins og einn stjórnmálaflokk- ur stundar.) Nú til dags eru gerðar alls lags kannanir í þjóðfélaginu um fylgi flokkanna, hver er á móti frum- vörpum og allt milli himins og jarð- ar. Og þeir sem gera kannanirnar telja að þær séu heilagur sannleikur, jafnvel ríkisstjórnir fara eftir þeim. En hver kannast ekki við þessi orð: Könnunin var gerð dagana … svar- endur voru frá 16 ára til 67 ára. Hvað með 30 prósent þjóðarinnar, frá 67 ára til 110 ára? Hafa þau ekk- ert til málanna að leggja? Oft hef ég undrast þá venju að steypa saman öldruðum í eitt sambýli og jafnvel eitt hverfi. Því mega aldraðir ekki vera innan um almennt fólk? Er það uppörvandi fyrir þá sem hættir eru daglegri vinnu að sjá ekkert nema aldrað fólk í kringum sig? Mega aldraðir ekki umgangast börn? Kannski væri það eitthvert mótvægi við mammons-uppeldinu sem tíðkast í dag ef börn fengju að umgangast ömmu og afa meira. Það er eitthvert versta mein þjóðfélagsins að þekk- ingin, þolinmæðin, umburðarlyndið og siðfræðin færist ekki á milli kyn- slóða. Þekkingin af bókum, þó góð sé, er ekki alltaf besta veganestið um framtíðina. Við eldri borgarar erum ekki baggi á þjóðfélaginu. Flest okkar voru búin að safna í sjóði við vinnu- lok. Þar á ég við lífeyrissjóðina. En svo illa er farið með eldri borgara fjárhagslega að skömm er fyrir þjóð- félagið. Þegar ég var ungur maður var manni talin trú um að allir hefðu það gott í ellinni ef þeir greiddu í líf- eyrissjóði. Annað var upp á ten- ingnum þegar þar að kom. Nú virka lífeyrissjóðsgreiðslur eins og við- komandi hafi greitt 10% meira í skatta en hinir sem ekki greiddu í lífeyrissjóð. Sá sem aldrei greiddi í lífeyrissjóð er með um 10% lægri bætur en sá sem greiddi í lífeyr- issjóð allan sinn vinnualdur. Ef þetta er ekki þjófnaður veit ég ekki hvað þjófnaður er. Svo naumt eru bætur skammtaðar til eftirlaunaþega að þær eru aðeins fyrir því sem þú þarft að borða. Eða innan við 200 þús. á mánuði. Segir sig sjálft að ef menn hafa skuldir á bakinu eða greiða húsaleigu komast þeir í þrot. Hví skyldum við ekki mega fara til útlanda, í leikhús, á tónleika í þess- ari höll við höfnina? Því miður er ekki ætlast til að þú stundir svoleiðis lúxus þegar þú ert kominn á eft- irlaun. Það var ekki byggð Harpa fyrir okkur eldri borgara, heldur fyrir yfirstéttina. Ekki segi ég að al- vont sé að hætta á vinnumark- aðinum. Vissulega hefur maður meiri tíma fyrir hugðarefni sín. En þær lágu tekjur sem okkur eru út- hlutaðar eru mjög svo hamlandi á at- hafnaþrá okkar eldri borgara. Vissu- lega eru ekki allir eldri borgarar með lágar bætur. Yfirstéttin hefur það yfirleitt gott þótt hún eldist. Eins og kvótakóngar sem sumir búa í útlöndum og koma aðeins til Ís- lands til að sækja gróðann og koma honum úr landi. Það eru líka þrýsti- hópar sem eiga ítök í stjórnmála- flokkunum, sumum hverjum. Og stefnan er að gera þá ríku ríkari og fátæku fátækari. (Brauðmolastefn- an.) Þrátt fyrir lágar tekjur okkar erum við af þeirri kynslóð sem vön er að herða sultarólina. En verri er hin félagslega einangrun sem virðist fylgja því að hætta á vinnumarkaði og er hún verst af öllu því sem okkur er boðið. Það er ekki í tísku að heim- sækja ömmu og afa. Mishress eins og gengur. Ekki er eðlilegt að ungt fólk sé að eyða tíma sínum til slíkra hluta. Svo virðist sem það sé upp- tekið við að dansa í kringum gull- kálfinn. Og hann er ekki hjá almúg- anum, sem fæddur er fyrripart síðustu aldar. Svo virðist sem amma og afi séu vandamál sem þjóðfélagið þarf að losna við. Heiðra skaltu föð- ur þinn og móður og líka ömmu og afa. Gleymda kynslóðin Eftir Jóhannes Jóhannesson » Svo virðist sem amma og afi séu vandamál í þjóðfélaginu. Jóhannes Jóhannesson Höfundur er eftirlaunaþegi. Í Morgunblaðinu í dag, mánudag 9. september, stendur eftirfarandi: „Aðeins má nota kjöt sem skorið er af dauðum hvölum í fjöru til einkanota“ Við fyrstu at- hugun fannst manni þetta vera brandari, en við nánari skoðun er tölu- vert í þessari fyrirsögn. Sem gamall Fær- eyingur, og uppalinn við stærsta hvalveiðivog í eyjunum, sé ég að hér hefur ýmislegt farið úrskeiðis. Ekki man ég eftir að lagt væri í að skera spik og tvöst (kjöt) af hval fyrr en hann hafði verið skor- inn (aflífaður), sem var gert þann- ig að hvalurinn var aflífaður þann- ig að svo sem handarbreidd fyrir aftan blástursopið var dýrið skorið niður að mænu og hún skorin í sundur. Best var að skera niður að hrygg og síðan niður síðuna báðum megin, því þá, ef líf var með hvalnum, kipptist hann við og sleit sjálfur mænuna í sundur. Oft hefur verið fundið að grindadrápi Færeyinga, en efins er ég um að lagt hafi verið í að flá af hval spik og kjöt áður en vissa væri fyrir því að dýrið væri dautt. Hér er talað um að yfirvöld eigi að koma að og stjórna drápi hvala, ég sé ekki að slíkt sé framkvæmanlegt, vegna tímans sem til ráðstöfunar er. Hvalur, sem synt hefur á land, lifir einhvern tíma þó hann liggi hreyfingalaus og sem dauður væri. Eina ráðið við þessu er að skýra fyrir fólki hvernig eigi að fara að er hvalvaða gengur á land sem gerist örsjaldan en gerist þó. Upp- lýsingabæklingur sem sýnir í orð- um og með myndum hvernig best er að standa að við slíkar að- stæður. Stærsta hvalvaða sem ég man eftir að kom inn á hvalvogina í minni heimabyggð var rúmlega eitt þúsund grindhvalir. NÍELS ERLINGSSON, Akureyri. Grindhvalir við Snæfellsnes Frá Níels Erlingssyni Níels Erlingsson Bréf til blaðsins Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.