Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 24
Bjóða 8,2 milljarða króna í Eik » Reginn hefur gert tilboð í Eik og hljóðar það upp á 8,2 milljarða króna. Til samanburðar er markaðs- virði Regins 17,8 milljarðar króna. » Reginn hyggst greiða fyrir Eik með því að af- henda hluthöfum eigin bréf. » Gangi allir hluthafar Eik- ar að tilboðinu munu þeir eiga um 32% í sameinuðu félagi. Tilboðið rennur út næsta föstudag. » Eik samdi um kaup á SMI fasteignafélagi í síðast- liðnum mánuði en Reginn undanskilur þau kaup í til- boðinu. » Við kaupin myndi eigna- safn Eikar stækka um rúm- lega 70%. SMI á m.a. Turn- inn í Kópavogi. Samruni Eikar og Regins yrði fyrsti um- fangsmikli samruninn hjá fyrirtæki sem skráð er í Kauphöll eftir hrun. Reginn hafði áður komist á spjöld Kauphallarsögunnar með því að vera fyrsta hreinræktaða fast- eignafélagið sem skráð var á markað. Fyr- irtækinu var fleytt á markað síðasta sumar og var annað félagið til að vera skráð eftir hrun, en Hagar voru fyrstir. Rétt er að nefna að Marel keypti fram- leiðslu kjötblöndunar- og hökkunarvéla hins danska Carnitech af þrotabúi fyrir um 1,5 milljónir evra eða um 240 milljónir króna. Til samanburðar er marksvirði Marels 95,6 milljarðar króna. Samruninn markar tímamót FYRSTI SAMRUNINN HJÁ SKRÁÐU FÉLAGI EFTIR HRUN 24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 ● Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka aug- lýsir eftir umsóknum um styrki. Sjóð- urinn styrkir verkefni á sviði umhverf- ismála með sérstakri áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávar- útveg og verndun hafsvæða. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á þessum sviðum og styrkja frumkvöðla á þeim sviðum. Styrkir frumkvöðla BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Verði af samruna fasteignafélag- anna Regins, sem meðal annars á Smáralind, og Eikar er áætlað að stjórnunarkostnaður þeirra muni lækka um 23%. Reiknað er með að hann lækki úr 450 milljónum króna í um 345 milljónir. Með stærra eignasafni má lækka rekstrar- kostnað varðandi daglega umsýslu og fá betri kjör með stærri inn- kaupum. Auk þess mun sameinað félag geta hafið arðgreiðslur fyrr. Þetta kemur fram í kynningu um samruna félaganna. Reginn hefur lagt fram yfirtöku- tilboð í Eik, sem er í hópi stærri fasteignafélaga landsins, sem hljóðar upp á 8,2 milljarða króna. Til samanburðar er markaðsvirði Regins 17,8 milljarðar króna. Reg- inn greiðir fyrir bréfin með því að gefa út nýtt hlutafé og afhenda hluthöfum Eikar. Gangi allir hlut- hafar Eikar að tilboðinu munu þeir eiga um 32% í sameinuðu félagi. Tilboðið rennur út næsta föstudag. Í sumar var hlutafé Eikar aukið um 750 milljónir króna í hlutafjár- útboði. Að teknu tilliti til útboðsins nemur verðmæti fyrirtækisins hátt í sjö milljörðum króna, að því er Garðar Hannes Friðjónsson, for- stjóri fyrirtækisins, sagði Morgun- blaðinu á þeim tíma. Eignast í skráðu félagi Einn helsti ávinningur hluthafa Eikar við að eignast hlut í Regin í stað Eikar er að fyrrnefnda félagið er skráð í Kauphöll. Það þýðir að mun auðveldara er að selja bréfin sé áhugi fyrir því. Lífeyrissjóðir eru auk þess áberandi í hluthafa- hópnum en lögum samkvæmt mega óskráðar eignir þeirra ekki nema meira en 20% af eignasafninu. Um þessar mundir eru um 14% af eign- um lífeyrissjóða óskráð. Eik var endurskipulagt árið 2011 og eign- uðust þá eigendur óverðtryggðra skulda þess 90% hlut í fyrirtækinu. Það er eftir mörgu að slægjast við sameininguna, ef marka má kynningu fyrir fjárfesta. Fast- eignasafn fyrirtækisins mun stækka og verður með betri áhættudreifingu. Fasteignum í eigu Regins mun fjölga úr 29 í 99 og fjárfestingareignir munu aukast um 61% í 57,7 milljarða króna. Leigutökum mun fjölga og þeir munu verða í fjölbreyttari starf- semi. Vægi verslunarhúsnæðis í fasteignasafni Regins mun lækka í 41% úr 44% og vægi skrifstofu- húsnæðis eykst í 24% úr 21%. Hag- ar og Reykjavíkurborg eru stærstu leigutakar hjá Regin. Húsasmiðjan er stærsti leigutaki Eikar með um 28% af leigutekjum. Eftir fyrirhug- uð kaup Regins á Eik verða leigu- samningar stærstu leigutaka um 10% af leigutekjum. Stærstu leigu- takar Regins eftir kaupin yrðu Hagar, Húsasmiðjan, Reykjavíkur- borg, Verkís, Landsbankinn og Eg- ilshallarbíó. Kaupa ekki SMI Í síðastliðnum mánuði samdi Eik, reyndar með ýmsum fyrirvör- um, um að kaupa Turninn í Kópa- vogi og fleiri byggingar af fast- eignafélaginu SMI. Við kaupin myndi eignasafn Eikar stækka um rúmlega 70% en við lok fyrsta árs- fjórðungs námu eignir þess rúm- lega 21 milljarði króna. En tilboð Regins í Eik hljóðar upp á að þau kaup gangi ekki í gegn. Helgi S. Gunnar, forstjóri Regins, sagði við Viðskiptablaðið ástæðuna vera þá að starfsmenn Regins þekki ekki til tilboðsins. Færeyingurinn Jákup Jacobsen, stofnandi Rúmfata- lagersins, fór fyrir SMI á árunum fyrir hrun og á 18% hlut í félaginu. Stjórnunarkostnaður mun lækka Stærstu fasteignafélög landsins Eignasafn í þúsundum fermetra 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Heimild: Reginn Reitir Reginn Smára- garður Eik SMI Land- festar HTO Klasi 410 þ. m2 185 þ. m2 134 þ. m2 110 þ. m2 100 þ. m2 98 þ. m2 57 þ. m2 40þ. m2  Ef fasteignafélögin Eik og Reginn sameinast mun stjórnunarkostnaður þeirra lækka um 23%  Sameinað félag mun geta hafið arðgreiðslur fyrr  Hluthafar Eikar munu eignast hlut í skráðu félagi Morgunblaðið/Ernir Eyjólfsson Eignir Fasteignafélagið Reginn á m.a. verslunarmiðstöðina Smáralind. ● Verð á hlutabréfum í bandaríska tæknifyrirtækinu Apple féll um 5,4% eftir að fjárfestar urðu uggandi um að nýjustu útgáfur iPhone-snjallsímans myndu standa undir væntingum á ný- mörkuðum. Apple svipti hulunni af tveimur nýjum símtækum á þriðjudag, iPhone 5S og iPhone 5C, sem er ódýrari útgáfa af símanum. Sérfræðingar telja að iPhone 5C sé hins vegar of dýr fyrir nýmarkaðsríki, en grunnútgáfa símans, sem er með 16 gigabæta geymsluminni, mun kosta 740 dali, sem jafngildir um 90 þúsund krónum. Apple hefur átt í erfiðleikum með að stækka markaðshlutdeild sína, að því er segir á vef BBC. Nánar á mbl.is Apple féll um 5,4% ● Ríkisstjórn Bretlands greindi frá því í gærmorgun að formlegt einka- væðingarferli bresku póstþjónust- unnar, Royal Mail, væri hafið. Bresk stjórnvöld segja að sala hlutabréfa í póstþjónustunni, sem nú ríkisrekin, hefjist innan fárra vikna. David Cameron forsætisráðherra Breta sagði í gær fyrirhugað að starfsmenn Royal Mail fái gefins 10% hlutafjár í fyrirtækinu. Starfsmennirnir eru 150 þúsund talsins og verðmæti Royal Mail er áætlað um 3 milljarðar punda, eða sem svarar 576 milljörðum króna. Bretar einkavæða póstinn AFP Pósturinn Formlegt einkavæðing- arferli Royal Mail er hafið. STUTTAR FRÉTTIR                                          !"# $% " &'( )* '$* +,+-./ +0+-12 ++3-+4 ,+-//3 ,.-121 +4-/.2 +,0-03 +-,+30 +45-4, +2.-30 +,+-51 +0+-05 ++3-/, ,+-2, ,.-/,1 +4-/2 +5.-55 +-,,+/ +41-53 +2+-,1 ,+3-..+3 +,+-25 +0,-1 ++3-42 ,+-245 ,.-/41 +4-2+1 +5.-20 +-,,/+ +41-0, +2+-20 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.