Morgunblaðið - 13.09.2013, Page 10

Morgunblaðið - 13.09.2013, Page 10
Morgunblaðið/Rósa Braga Flúrari Fjölnir Geir Bragason hefur flúrað í hálfan annan áratug. Malín Brand malin@mbl.is M argra ára biðlistar eru hjá fremstu húðflúrurunum og una flestir biðinni eftir listamönn- unum. Á flúrhátíðum á borð við Ice- landic Tattoo Expo er hins vegar hægt að mæta snemma og sitja um flúrarana og með þeim hætti kom- ast hjá löngum biðlistum. Handflúr- arar, þeir sem handstinga flúrin, eru í forgrunni á hátíðinni í ár. „Handflúr er í raun elsta þekkta að- ferðin og flúr er ein elsta þekkta listgreinin,“ segir Fjölnir Geir Bragason, skipuleggjandi hátíð- arinnar. Miðgarðsormur og Þórshamar Á meðal handflúrara eru sér- fræðingar í víkingaflúri sem er sér- stök tegund menningartengds flúrs með vísun í norræna goðafræði. Þórshamarinn, Miðgarðsormurinn og fleira í þeim dúr er vinsælt í vík- ingaflúrinu og gæta þessir flúrarar þess að vera vel að sér í goðafræð- inni. Þó svo að víkingaflúrið sæki innblástur meðal annars til Íslands hefur enginn sérhæft sig í því hér á landi. „Það er mjög skrítið að það sé ekki til hérna því þeir sækja mjög stíft til Íslands í fyrirmynd. Þetta er að verða mjög vinsælt enda voru víkingarnir með húðflúr,“ segir Fjölnir sem minnir dálítið á víking sjálfur, með þykkt og mikið skegg, útitekinn og sannarlega flúr- aður vandlega. Vöruðu við víkingunum Fjölnir segir að víkingarnir, hinir fornu flúrarar, hafi vakið ugg og jafnvel skelfingu þar sem þeir komu. Aðalsfólk sem sendi afkvæmi sín til náms á Bretlandseyjum á víkingatímum var óttaslegið vegna víkinganna. „Það eru til bréf frá spænskum aðalsmanni til dætra sinna þar sem hann varar þær við víkingunum, sem voru spjátrungar og hann lýsir þeim: Þeir voru stutt- klipptir, mjög snyrtilegir, slógu um sig, orðnir sæmilega efnaðir af víg- unum, og þeir voru einmitt flúr- aðir,“ segir Fjölnir. Lyktsterki blái litur keltanna Vitað er að keltar voru flúraðir og unnu þeir bláan lit úr trjáberki til að flúra með. „Þetta var svo lyktsterkt, efnismeðferðin við að vinna litinn, að flúrararnir bjuggu í spes búðum fyrir utan þorpin. Þetta hefur bara verið eins og að vera með fiskibræðslu í dag. Hún ætti helst ekki að vera inni í miðri Reykjavík.“ Keltarnir notuðu þenn- an bláa lit en víkingarnir notuðu eingöngu svartan. Á meðal frægra víkingaflúrara sem verða gestir á hátíðinni um helgina er Colin Dale. Hann ferðast um heiminn til að sækja hinar ýmsu húðflúrhátíðir og hefur hann vakið athygli fyrir að hafa eiginkonu sína og soninn Loka með í för. Engin yfirlið um miðjan dag Á síðustu húðflúrhátíð vakti Eðlimaðurinn eða Lizard man verð- skuldaða athygli en hann er flúr- aður, hreistraður og skreyttur skarti og tefloni frá toppi til táar. Hann er menntaður sviðs- listamaður og var í raun skemmti- Víkingaflúrið nýtur vaxandi vinsælda Rjóminn af flúrfólki hvaðanæva úr heiminum er nú statt hér á landi vegna húðflúrhátíðar sem hefst í dag í Súlnasal Hótel Sögu og stendur til sunnudags. Fimmtíu flúrlistamenn taka þátt í hátíðinni og sýna hvað í þeim býr og hvað þeir standa fyrir. Gestir fá að sjá stefnur og strauma í húðflúrheiminum og gefst einstakt tækifæri til að fá flúr hjá þeim sem fremstir eru í faginu. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Alls eru 155.000 félagar í samfélag- inu www.checkoutmyink.com. Með- limir eiga það sammerkt að vera haldnir djúpri ástríðu til húðflúrs og deila þeir myndum á síðunni auk upp- lýsinga um hinar ýmsu gerðir þessa listforms. Hvað er „tribal“ flúr? Hvað þýða táknin og hvað er vinsælast, nýjast eða elst? Nú um helgina verð- ur Icelandic Tattoo Expo haldin hér á landi og um að gera fyrir þá sem ætla að fá sér flúr að skoða vandlega stefnur og strauma í flúrheiminum, annað hvort á síðum sem þessari eða hreinlega á hátíðinni. Vefsíðan www.checkoutmyink.com Morgunblaðið/Ómar Fjölbreytni Hugmyndum að flúri eru sannarlega engin takmörk sett. Húðflúr af öllum gerðum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Barnasýningin Horn á höfði verður sýnd í Tjarnarbíói frá 15. sept. nk. Sýningin var upphaflega frumsýnd í Grindavík 2009 en hún var valin Barnasýning ársins 2010 á Grím- unni og var sýnd í Borgarleikhús- inu sama haust. Horn á höfði er ævintýri fyrir krakka á aldrinum 3- 103 ára. Björn vaknar einn morgun með horn á höfði og fær vinkonu sína til að hjálpa sér við að rann- saka málið. Bergur Þór Ingólfsson er leikstjóri og höfundur ásamt Guðmundi Brynjólfssyni. Endilega … … tékkið á horni á höfði Morgunblaðið/Kristinn Horn á höfði Grallaralegt ævintýri. KOMDU MEÐ MÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð. FAGMENNSKA í FYRIRFÚMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu. VIÐ KOMUM HEIM TIL ÞÍN, tökummál og ráðleggjum um val innréttingar. ÞÚ VELUR að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, samsetta eða uppsetta. HREINT OG KLÁRT Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Baðherbergi Skóhillur AFSLÁTTUR 25% AF ÖLLUM INNRÉTTING UM Í SEPTEMBER Vandaðar hillur Búrskúffur Innbyggðar hillur Mán. - föst. kl. 9 -18 Laugardaga kl. 11-15 friform.is Skúffuinnvols OGHAUSTAFER ERSUMRIHALLAR TILBOÐ VIÐ HÖFUM Í SEPTEMBER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.