Morgunblaðið - 13.09.2013, Síða 36

Morgunblaðið - 13.09.2013, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 ✝ Jóhann Anton-íusson fæddist á Búðum í Fá- skrúðsfirði 6. nóv- ember 1932. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 4. september 2013. Foreldrar hans voru Antoníus Sam- úelsson, f. 30. jan- úar 1906, d. 26. maí 1952 og Sigrún Björnsdóttir, f. 26. nóvember 1908, d. 7. nóvember 1994, þau voru bæði frá Búðum í Fá- skrúðsfirði. Systkini hans eru Björn, f. 1929, d. 1960, Jón Guð- laugur, f. 1930, d. 2011, Sigríð- ur, f. 1935 og Erlingur Grétar, f. 1937. Jóhann giftist 8. október 1955 Guðnýju Kröyer frá Reykjavík (ættuð frá Seyðisfirði), f. 15. september 1935. Börn Jóhanns eru 1) Ester, f. 1952, móðir hennar er Elín Friðbjörnsdóttir frá Vopnafirði. Ester er gift Al- berti Má Steingrímssyni, f. 1949, þau eiga eina dóttur og tvö barnabörn. Með Guðnýju Kröyer á Jóhann fjögur börn 2) Hilmar, f. 1956, í sambúð með Guðrúnu Helgadóttur, f. 1953. Hilmar á tvö börn og tvö barnabörn. 3) trillu fyrir austan og stundaði með kennslunni handfæraveiðar á sumrin. Árið 1963 urðu vatna- skil í lífi Jóhanns er hann stofn- aði Söltunarstöðina Hilmi sf. ásamt Bergi Hallgrímssyni, Bergur stofnaði síðan eigin síld- arverkun, Pólarsíld, ári seinna. Árið 1965 keypti Jóhann Rán SU-58 ásamt Friðriki Michelsen og gerðu þeir hana út, til síld- veiða, í tvö ár. Nýtt nóta- veiðiskip var keypt 1969 og fékk það nafnið Hilmir SU-171. Skip- ið var gert út á síldveiðar í Norð- ursjó og seinna meir loðnuveið- ar hér heima. Nýtt nótaskip var byggt á Akureyri árið 1980, sem einnig hlaut nafnið Hilmir. Það skip var síðan selt til Chile árið 1993. Jóhann stundaði skíða- íþróttina grimmt þegar hann var austur á Fáskrúðsfirði og síðar meir einnig þegar hann og Guðný fluttu til Reykjavíkur. Hann þjálfaði skíðahópa á vet- urna fyrir austan. Hann var virkur í Lionshreyfingunni á Fá- skrúðsfirði og formaður um tíma. Hann var um tíma í hreppsnefnd Búðahrepps, og sá um bókasafnið á Búðum um ára- bil. Jóhann og Guðný fluttu til Reykjavíkur 1978 og bjuggu lengst af í Fossvoginum eða 20 ár, fluttust þá inn á Kirkjusand og bjuggu síðustu 2 árin í Boða- þingi í Kópavogi. Útför Jóhanns fer fram frá Digraneskirkju í dag, 13. sept- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 11. Björn, f. 1960, gift- ur Halldóru Þor- geirsdóttur, f. 1965, Björn á tvö börn. 4) Sigfús, f. 1964, í sambúð með Krist- ínu Guðjónsdóttur, f. 1961. Sigfús á tvö börn. 5) Kolbrún, f. 1976, gift Ólafi Friðrik Óskarssyni, f. 1973. Þau eiga þrjú börn. Jóhann ólst upp á Búðum í Fá- skrúðsfirði, hann fór í Alþýðu- skólann á Eiðum 1947-1950, það- an lá leið hans í Íþróttakennaraskólann á Laug- arvatni, aðeins 18 ára gamall og útskrifaðist þaðan 1951. Næstu ár á eftir var hann kennari víða úti á landi, m.a. Þingeyri, Flat- eyri, Skagafirði og Vopnafirði. Árið 1954 útskrifaðist hann úr handavinnudeild Kennaraskól- ans. Á skólaárum sínum í Reykjavík starfaði hann m.a. á Húsgagnaverkstæði Birgis Ágústssonar. Jóhann vann við kennslustörf til ársins 1969 þar af einn vetur í Reykjavík en öll hin árin austur á Búðum í Fá- skrúðsfirði, en þar var hann einnig skólastjóri í einn vetur. Á þessum tíma lét hann smíða sér Elsku, hjartans pabbi minn, nú eru þrautir þínar á enda og ég trúi því að nú sért þú kominn á góðan stað og þér líði vel. Þar hafa amma og afi og bræður þínir tveir, þeir Jón og Björn, tekið vel á móti þér. Að trúa því að þú sért á góðum stað hjálpar mér að halda áfram því að kveðja þig er eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að gera. Ég og pabbi höfum alltaf verið góðir vinir og það er ekki hægt að biðja um þolinmóðari föður en hann. Það var ekki mikil logn- molla í kringum mig þegar ég var að alast upp en pabbi tók öllu með stökustu ró og var ekkert að æsa sig yfir hlutunum. Eins var hann alltaf tilbúinn að skutlast með mig, litlu prinsessuna sína, hvert sem hún þurfti að fara, hvort sem það var í skólann, dansinn eða annað. Ég er örverpið í fjölskyldunni og naut góðs af því. Við ferðuð- umst mikið, ég, mamma og pabbi bæði innanlands og utan. Pabbi var vanafastur og það kom glatt í ljós á ferðalögum. Það var ekkert verið að flækja hlutina, allaf var farið á tvo staði, annaðhvort Skorradalinn eða í Þjórsárdalinn en á báðum þessum stöðum átti pabbi sitt fasta tjaldstæði fyrir tjaldvagninn okkar. Þar brölluð- um við ýmislegt eins og að vaða og veiða með pabba og mikið tíndum við af berjum sem rötuðu yfirleitt beint í munninn. Þegar leiðin lá til fjarlægra landa varð paradísareyjan Mal- lorca fyrir valinu en þangað fór- um við fjórum sinnum en alltaf á sitthvora ströndina. Það má eig- inlega segja að eftir þessar ferðir þekki ég eyjuna inn og út. Pabbi var alltaf duglegur að gera hitt og þetta með mér á ferðalögum hvort sem það var að fara í rússí- bana eða vatnsrennibrautagarða þá var hann alltaf tilbúinn að koma með mér og skemmti sér oft manna best. Eina Mallorca- ferðina veiktist ég mikið og þá gekk pabbi tvo kílómetra fyrir McDonalds hamborgara svo litla prinsessan hans myndi nú borða eitthvað. Þetta myndu nú ekki allir pabbar gera en pabbi minn var bestur og vildi allt fyrir mig gera. Eitt af áhugamálum pabba voru skíðin. Í Bláfjöllum áttum við góða daga, ég og pabbi á svigskíðunum en mamma á gönguskíðum. Svo hittumst við til að borða nestið sem var heima- smurt brauð og kakó í brúsa. Minningarnar eru margar og ég gæti endalaust haldið áfram því pabbi hafði gott hjartalag og vildi allt fyrir alla gera. Pabbi var frábær tengdafaðir en Ólaf eiginmann minn tók hann inn á heimili sitt í nokkur ár sem er ekki sjálfsagt og er ég enda- laust þakklát fyrir þann tíma sem hann og mamma studdu okkur við að safna okkur fyrir okkar fyrstu íbúð og gera okkur kleift að geta hafið búskap. Pabbi var líka yndislegur afi og er ég endalaust þakklát fyrir þann tíma sem börnin mín þrjú, þau Óskar Aron, Dagbjört Ylfa og Sara Katrín fengu með hon- um. Hann var svo duglegur að fylgjast með þeim og spurði alltaf hvernig gengi hjá þeim í íþrótt- unum, jafnvel þótt hann væri mikið veikur og ætti nóg með sjálfan sig. Þarna sést best hvernig mann hann hafði að geyma. Elsku, besti pabbi. Takk fyrir öll árin sem við áttum saman. Þangað til við hittumst næst, þín dóttir, Kolbrún. Í brjóstum manna bærast öfl sem berjast þrátt um völd og flest til sigurs fram þau keppa fram á ævikvöld en vináttan hún bindur bönd sem bresta ei í raun og forlaganna á feigðarströnd oft finnast sigurlaun. Í örlaganna öfugstreymi og öldu kasti lífs hún veitir styrk og þrótt og þol er þjóta stormar kífs hamingunnar hverfult hjól þó hringsins snúist braut hún breytir sorg í sælusól og sigrar mitt í þraut. Og þó að hjartað harmur nísti og hels að blæði sár hún veitir styrk í þungri þraut og þerrar burtu tár hún eflir þrótt og eykur þor, hún endur- nærir önd hún bendir mönnum beina leið að bjartri vonarströnd. (Antoníus Samúelsson) Takk fyrir allt í lífinu. Björn Jóhannsson. Jóhann tengdafaðir minn er nú horfinn yfir móðuna miklu eftir sígandi sjúkdóm sem að lokum varð honum að aldurtila. Hann átti góða ævi lengst af, en dauð- inn verður ekki umflúinn. Mín fyrstu kynni af Jóhanni voru þegar við Ester komum við á Fáskrúðsfirði með dótturina nokkurra vikna, á leið okkar til Vopnafjarðar, með sprungið dekk sem þurfti viðgerðar. Jó- hann hafði ekki mörg orð, en tók dekkið og fékk það viðgert. Þann- ig var Jóhann, maður ekki margra orða, hjálpsamur sínum, en fastur fyrir, ef á þurfti að halda. Fann ég strax, við þessi fyrstu kynni, að þarna var maður sem mér ætti eftir að líka vel við. Ekki veit ég hvort það var gagn- kvæmt á þessari stundu, en síðar þegar fjölskyldan var flutt til Reykjavíkur urðum við fljótt mestu mátar. Áttum við margar og góðar samræðustundir tveir saman. Gerði hann sér far um að fylgj- ast með okkur Ester, sem kynnt- ist nú betur föður sínum sem henni auðnaðist ekki að alast upp með. Tvær voru þær hefðir sem þau Jóhann og Didda héldu með fjö- skyldu sinni. Annað var áramóta- fagnaður, en hin var þorrablót. Í þorraveislunni hámuðu Austfirð- ingarnir í sig hákarl, en undirrit- aður hefur aldrei getað innbyrt þann mat, með góðu. Kom þá upp hinn fíni húmor Jóhanns þegar hann sagði. „Fáirðu þér ekki há- karlsbita, færðu engan snafs.“ Þó svo að þetta væri sagt í gríni, tók ég einn bita, þann fyrsta og síð- asta, til að fjölskyldan hefði tæki- færi til að hlæja að því hvernig ég hryllti mig og gretti við þessa at- höfn. Þannig var húmor Jóhanns sem einnig gat verið fjaska stríð- inn, ef svo bar undir. Einnig minnumst við Ester góðra stunda sem við áttum með Jóhanni og Diddu í útilegum, en úti í guðsgrænni náttúrunni nutu þau hjónin sín til fullnustu. Ferð- uðust þau víða um land, en á seinni árum styttri ferðir frá höf- uðborginni. Eftir að Jóhann hætti að keyra, tók ég hann nokkrum sinnum í bíltúr. Fórum við þá víðs vegar um, en oftast enduðu ferð- irnar niður við höfn í Reykjavík. Þar fengum við okkur kaffi á Kaffivagninum, eða öðrum stöð- um þar sem sást til sjávar. Spjöll- uðum við margt saman og rifjaði hann þá upp sögur af rjúpnaveið- um, söltuninni fyrir austan, skip- um og karakterum meðal sjó- manna. Þegar Jóhann var á Eiðum kynntist hann meðal annars Guð- jóni Jónssyni. Guðjón hitti ég eitt sinn á förnum vegi. Ræddum við m.a. um Jóhann skólabróður hans. „Hann Jóhann spilaði feikna vel á harmonikku og hélt uppi fjörinu á böllunum,“ sagði Guðjón. Einnig sagði hann mér að hann, Helgi Seljan og einn eða tveir aðrir hittust stundum í kaffi. Spurði ég Guðjón hvort þeir gætu ekki sótt Jóhann og haft hann með sér næst þegar þeir hittust. „Það er ekki nema sjálfsagt mál,“ svaraði Guðjón. Hittust þeir félagar svo nokkrum sinnum. Veit ég að Jóhanni þótti mjög vænt um þessa samfundi þeirra félaga. En nú er Jóhann allur og á ég eftir að minnast tengdaföður míns með mikilli hlýju. Ég sendi Diddu og öllu hennar fólki mínar bestu kveðjur í söknuði þeirra og sorg. Megi góður Guð geyma góðan tengdaföður og vin. Albert Már Steingrímsson. Í dag kveð ég tengdaföður minn Jóhann. Leiðir okkar hafa legið saman í tæp 10 ár og hefur aldrei borið skugga á okkar sam- skipti. Jóhann hafði óskaplega þægilega nærveru, var alltaf hlýr og góður. Talaði ekki mikið, en með glettni og blíðu í augum sem sögðu meir en mörg orð. Við gát- um setið saman, þagað, en samt liðið vel, það tel ég vera merki um sanna vináttu. Glæsilegur maður var hann, alltaf flottur í tauinu og vel greiddur, stór og stæðilegur og bar sig vel. Sumarið 2009 fórum við hjónin með Jóhanni og Guðnýju austur á firði á ættarmót. Byrjuðum á að dvelja í Staðarborg í Breiðdal þar sem stórfjölskyldan eyddi saman helgi. Hápunkturinn var þegar við komum til Fáskrúðsfjaðrar, þar sem hann var uppalinn og þau hjón höfðu búið í 22 ár með börn og bú, ásamt því að reka út- gerðarfyrirtæki. Í þessari síðustu ferð hans á Austurland hitti hann sveitunga, vinnufélaga og góða vini. Jóhann var orðinn veikur á þessum tíma, en mikið held ég að þessi ferð hafi gefið honum mikið og létt lundina. Það er margt sem þakka má fyrir í lífinu og eitt af því er góð fjölskylda, hana á ég, og þakka ég Jóhanni mínum fyrir að hafa ver- ið þar á meðal. Tengafaðir minn var allsstaðar vel liðinn og með eindæmum traustur og góður maður. Mig og börn mín langar með þessum fátæklegu orðum til að þakka fyrir vinsemd og hlýju á liðnum árum. Guð blessi og varðveiti Jóhann Antoníusson. Halldóra Þorgeirsdóttir. Mig langar með fáum orðum að minnast tengdaföður míns Jó- hanns Antoníussonar, sem lést 4. þessa mánaðar. Ég kom inn í fjölskylduna fyrir um það bil 25 árum þegar ég kynntist Hilmari, elsta syni þeirra hjóna Jóhanns og Diddu. Ég hafði þá frá því ég var krakki vitað af fjölskyldunni frá Fá- skrúðsfirði en tengdamóðir Jó- hanns bjó í sama stigagangi og mín fjölskylda þannig að oft hafði ég tekið eftir hinum glæsilegu hjónum, Jóhanni og Diddu ásamt börnum þeirra þegar þau komu í heimsókn. Fjölskyldan bjó í mörg ár í Fossvoginum og meðal margra ógleymanlegra stunda þaðan eru öll þau áramót sem við vorum saman öll stórfjölskyldan og snæddum dýrindis rjúpur að hætti þeirra hjóna en Jóhann var mikill veiðimaður og sá um að veiða nú nóg í matinn fyrir alla. Barnabörnin hafa oft talað um þessa tíma með stjörnur í aug- unum þar sem hápunktur kvölds- ins var þegar afi fór út að sprengja og varð einn af þeim og kom þá vel í ljós strákurinn hann Jói Anta. Jóann og Didda ferðuðust mik- ið bæði innan og utanlands en hin seinni ár þó mest hér heima enda búin að koma sér upp góðum ferðabíl og var unun að sjá hversu dugleg þau voru sem flestar helgar að drífa sig út úr bænum og njóta þess að vera úti í náttúrunni. Fyrir tæpum þremur árum fluttu þau svo í Boðaþingið en þá var farið að bera á veikindum Jó- hanns en hann greindist með parkinson sjúkdóminn sem var honum erfiður, en hann átti góða konu sem annaðist hann af mikilli alúð. Ég kveð elskulegan tengdaföð- ur minn með söknuði og þakklæti fyrir allt það sem hann var fyrir mig og mína fjölskyldu. Elsku Didda , fjölskylda og aðrir ástvinir, mínar dýpstu sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Guðrún Helgadóttir. Þegar ört á ævina líður verða minningar frá æskuárum æ ágengari huga og þar bregður fyrir mörgum kærum myndum. Veturinn á Eiðum skipar þarna ákveðinn sess svo og fyrstu kennsluveturnir á Fáskrúðsfirði og þar á hann Jóhann Antoníus- son sína mætu mynd og muna- kæra. Yfir þeim minningum mörgum hverjum er tær heið- ríkja. Á Eiðum var hann í hópi þeirra fremstu í íþróttum öllum og hamonikkuleikur hans bar af öllum öðrum, góður félagi og allt- af hress og glaðbeittur, vinsæll vel af skólafélögum. Jóhann valdi svo að verða kennari, enda ágæt- ur námsmaður og bjó sig afar vel undir það, tók bæði íþrótta- og handavinnukennarapróf og kom einmitt eftir það á heimastaðinn og tók til við kennslu í hvoru tveggja auk bóklegra greina og náði strax ágætum tökum á þessu öllu, varð afar vel látinn og kveikti áhuga margra á íþrótta- iðkun m.a. Við urðum samkenn- arar þennan vetur og ég naut ég þess að vera hjá móður hans tvo vetur og varð hún mér afar kær. Við Jóhann urðum því býsna nán- ir þennan vetur og höfum alla tíð vitað mætavel hvor af öðrum. Kennslan var lengi aðalstarf Jó- hanns, þar sem nemendur hans á þeirri tíð bera honum hið allra bezta vitni, en dugnaður hans og framtakssemi fengu síðar ljóm- andi útrás í útgerð hans og vinnslu. Þar átti hann einkar far- sælan feril og hann var þessi prýðilegi vinnuveitandi sem hugsaði vel um sitt fólk alla tíð. En alltaf tekur þó yfir minningin um kennsluveturinn okkar sam- an, hvort sem var í kennslunni sjálfri og ágætu samstarfi okkar þar eða öðru félagsstarfi s.s. í leikstarfi. Jóhann var einstakur harmonikkuleikari, leiknin með afbrigðum, lærði öll lög strax hárrétt og hreimþýður tónn hans kallaðist á við lífsfjörið í beztu danslögunum, hann hefði tví- mælalaust náð í allra fremstu röð hefði hann lagt það fyrir sig. Enn minnumst við Hanna ásamt svo ótalmörgum öðrum, þegar Jó- hann tók að sér danskennslu þennan vetur á Fáskrúðsfirði og lék svo sjálfur undir á nikkuna, svo ótrúlegustu klaufabárðar urðu vel dansfærir. Þá var gaman að vera ungur og fá notið slíkra dýrðarstunda. Jóhann var þetta mikla prúðmenni, en ákveðinn í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur og glettnin átti þar gott at- hvarf. Þess nutu þeir sem fengu að kynnast honum. Á síðustu árum tókum við nokkrir gamlir Eiðanemar upp á því að hittast og auðvitað var Jó- hann þar, þar sem rifjað var upp og reynt að muna og gleði endur- funda alltaf jafngefandi. Síðast áttum við þrír skólafélagar in- dæla stund hjá hans ágætu konu Guðnýju og Birni syni þeirra og henni fylgir ljúfsár saknaðar- kennd okkar Ólafs og Guðjóns Einars yljuð góðri þökk fyrir samfundina. Einlægar samúðar- kveðjur frá okkur Hönnu eru sendar Guðnýju, börnum og öðr- um aðstandendum. Þau hjón voru samhent og samhuga og Guðný var óþreytandi í alúðarfullri umönnun sinni í erfiðum veikind- um Jóhanns allt til hinztu stund- ar. Jóhanns vinar míns minnist ég með miklu þakklæti í huga fyrir liðnar stundir og ljúfar. Blessuð sé minning góðs drengs og atorkumanns er átti svo góða og árangursríka æviför. Helgi Seljan. Jóhann Antoníusson er látinn, eða Jói Anta, eins og við sem þekktum hann sögðum þegar við töluðum um hann, en alltaf Jó- hann þegar hann var sjálfur nærri. Það var einhverskonar sjálfvirk virðing fyrir honum sem kom fram á þennan hátt. Mín kynni af Jóhanni eru löng. Hann kenndi leikfimi, sund og teikn- ingu og lagði hann mikla vinnu í að kenna mér þessi fög í fyrstu bekkjum barnaskólans en án ár- angurs, nemandinn var ekki mót- tækilegur fyrir myndlist og hoppi. Hann talaði margoft við mig um vandamálið og í þeim um- ræðum myndaðist sú vinátta sem entist út lífið. Ég byrjaði að vinna hjá honum við byggingu og undirbúning síldarplansins sem og við síldar- söltun. Hann var vinsæll yfirmað- ur og fyrir okkur strákana var hann áfram kennari okkar. Fyrir mig eru síldarárin á Fáskrúðs- firði eitt með Jóhanni. Hann var réttlátur og hugaði vel að sínu fólki og þó að við unglingarnir vildum vinna eins lengi og hinir er tarnir voru, sá hann til þess að við færum heim að sofa í tíma og fór þá ekki bara eftir aldri heldur einnig eftir burðum. Við sem vor- um ekki eins miklir að burðum vorum sendir heim á undan hin- um, fengum oft jafnmarga tíma skrifaða í yfirvinnubókina. Í einni langri törn hafði ég fengið fast verkefni við færibandið og vakn- aði allt í einu í sjónum við bryggj- una, Jóhann heyrði öskrin í mér og kom mér til bjargar í myrkr- inu og dró mig upp. Hann skipaði mér rennblautum heim að sofa og hló góðlátlega að óförum mínum. Hann fór ekki heim til að skipta um föt, maður sá hann aldrei koma eða fara, hann var alltaf á staðnum, hægur í sinni en röskur til allra verka. Nokkrum árum seinna réð hann mig á Hilmi, fyrst sem háseta og síðar kokk. Jóhann vann sem umboðsmað- ur íslenska flotans í Hirtshals. Hann sá um að fjölskyldurnar heima hefðu eitthvað að bíta og brenna, aldrei neitt röfl um pen- inga. Við vorum nokkrir skips- félagar sem stóðum í húsbygg- ingum á þessum tíma og vorum 3-4 mánuði að heiman, en það dugði að segja við hann að maður þyrfti að gera upp við þennan eða hinn þá sá hann um það. Þegar báturinn kom í höfn í Hirtshals kom hann um borð og settist hjá okkur strákunum og sagði okkur fréttir. 1980 þegar nýi Hilmir kom, óskaði ég honum til ham- ingju og sagði að ég gæti hugsað mér að halda áfram kokka- mennskunni. Hann brosti, og tímarnir liðu. Dag einn hringir síminn og Jóhann segir mér að nú sé kokkaplássið laust. Eftir hik svaraði ég að ég verði að afþakka boðið. Við erum að flytja til Sví- þjóðar, ætlum að reyna eitthvað nýtt. Með sinni hægu rödd sagði hann: Þetta líst mér vel á, menn eiga að reyna nýja hluti. Hann gaf mér góð ráð og sambandið hefur varað í þau 33 ár sem ég hef dvalið erlendis. Ég minnist hans léttleika og heiðarleika í okkar samskiptum. Það er sagt að þeg- ar menn líti við á sinni lífsbraut, þá sjái maður þær vörður sem mest hafa haft áhrif á líf manns. Ef svo er þá hefur Jóhann verið mín stærsta varða. Þökk, Jóhann, og hvíl í friði. Ég vil votta eftrlifandi eigin- konu Jóhanns og afkomendum mína dýpstu samúð. Ingólfur Arnarson Eide og Þórhildur Guðlaugsdóttir, Svíþjóð. Meira: mbl.is/minningar Jóhann Antoníusson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.