Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 31

Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Íslenska ríkið er gríðarlega skuldsett og það er eitt stærsta vandamál stjórnmála- manna í dag. Þar að auki liggja á ríkisvald- inu gríðarlegar skuld- bindingar og ábyrgðir, t.d. vegna lífeyr- isgreiðslna opinberra starfsmanna, ganga- gerða, virkjana og svona má lengi telja. Þetta er vanda- mál. Ef það verður ekki leyst þarf að selja allt í búi ríkisvaldsins á bruna- útsölu eða lýsa yfir gjaldþroti, með til- heyrandi sársauka fyrir alla sem enn eru eftir á Íslandi til að borga skuldir hins opinbera. Tvær leiðir eru oftast nefndar til að bjarga ríkisvaldinu úr skuldasúpunni. Sú fyrri er að hækka skatta og sú síðari að skera niður í ríkisrekstrinum. Skattahækkanir eru auðvitað jafn- vitlaus aðgerð og að sprauta eitri í æðar dauðvona sjúklings, og ber að forðast með öllu. Frekari niðurskurður í þeim ríkisrekstri sem er til einhvers nýtur er líka óheppilegur, enda þarf ríkisvaldið gríðarlegt fé til að veita lágmarksþjón- ustu illa, og hætt við að sú þjónusta versni enn ef ríkið heldur áfram að veita hana en um leið fjársvelta. Þriðja leiðin er samt til. Hún er sú að ríkið komi sér einfaldlega út úr öllum rekstri, en sérstaklega þeim sem er mikilvægur og það ræður ekki við. Rekstur sem ríkið hefur einfaldlega ekki á sinni könnu verður síður að póli- tísku bitbeini. Ekki er hægt að ráða gamla stjórnmálamenn í stöður hjá einkafyrirtækjum nema þeir hafi meira til brunns að bera en flokksskírteinið. Erfitt er að þröngva einkafyrirtækjum út í pólitískt vinsælar en rekstrarfræðilega vafa- samar framkvæmdir, og erfitt hefur reynst fyrir stjórnmálamenn að lokka einkafyrirtæki út í slíkar framkvæmdir jafnvel þótt rík- isábyrgðir hafi verið í boði. Eitt augljóst dæmi um mikilvægan rekstur sem ríkið ræður ekki við er rekstur heilbrigð- iskerfis. Hið opinbera heilbrigðiskerfi nýtur að mörgu leyti einokunarstöðu á markaði heilbrigð- isgæslu með niðurgreiðslum úr vösum skattgreiðenda og miklu regluverki sem heldur samkeppni við það í skefj- um. Það er því nánast aftengt hinu sveigjanlega og aðlögunarhæfa frjálsa markaðshagkerfi. Sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum er skammtað fé úr ríkissjóði í samkeppni við allskyns annan ríkisrekstur. Heilbrigðisgæslan er í raun í samkeppni um skattfé við sendiráðin, háskólana, ráðherrabíl- ana, jarðgöngin og íslensku sauð- kindina, svo eitthvað sé nefnt. Póli- tískar ákvarðanir þarf að taka við útdeilingu á því fé, og þær eru yfirleitt víðsfjarri öllum rekstrarfræðilegum raunveruleika heilbrigðisstofnana. Krafan um ríkiseinokun heilbrigð- iskerfisins er hávær og pólitískt óvin- sælt að andmæla henni, enda þótt oft heyrist að „samkeppni“ sé af hinu góða. Með takmörkuðu skattfé úr að spila hefur heilbrigðiskerfinu verið ýtt út í skammtanir á þjónustu, biðlista og kjaradeilur heilbrigðisstarfsmanna. Þjónustan versnar og kostnaður hækkar. Stjórnmálamenn hafa reynt að skera niður, en það hefur bitnað á þjónustu á meðan sjúklingar eru rukkaðir um sífellt hærri innrit- unargjöld og meira í lyfjakostnað, auk hækkandi skatta til að fjármagna kerfið. Í stað aukins fjárausturs í kerfið, sem bætir það ekki, eða aukins nið- urskurðar, sem gerir vont enn verra, væri upplagt að koma heilbrigð- iskerfinu úr höndum ríkisvaldsins, en til vara bara mikilvægustu einingum þess. Skatta má lækka sem nemur kostnaði við það. Regluverkið mætti skera niður og auðvelda þannig að- gengi nýrra aðila á þennan mikilvæga markað. Þetta mætti gera um leið og ríkisvaldið greiðir, a.m.k. til einhvers tíma, aðgerðir og aðra meðhöndlun með útboði til einkaaðila. Að tryggja að skattfé sé notað til að greiða fyrir læknisþjónustu er ekki eitt og hið sama og að ríkisvaldið standi í ein- hvers konar rekstri. Þetta vita meira að segja margir sænskir læknir. Þriðja leiðin – að koma verkefnum algjörlega úr höndum ríkis og stjórn- málamanna – hefur enga ókosti hækkandi skatta eða vaxandi nið- urskurðar. Ríkisvaldið er fjarlægt sem dýr og klaufalegur milliliður í frjálsum viðskiptum og samskiptum. Frjálsir samningar leysa af torskilin eyðublöð. Samkeppni einkafyr- irtækja leysir af hólmi rýrnandi þjón- ustu og hækkandi kostnað einokunar- aðilans. Er eftir einhverju að bíða? Þriðja leiðin í ríkisfjármálum Eftir Geir Ágústsson » Tvær leiðir eru oft- ast nefndar til að bjarga ríkisvaldinu úr skuldasúpunni sem það er að drukkna í, en sú þriðja er til. Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. 100% made in Italy www.natuzzi.com Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar Þessa dagana virðast allir móar vera fullir af fólki sem gengur til berja og fyllir trog sín og koppa og kirnur. Mér varð hugsað til nokk- urs sem ung frænka mín sagði um slíkt athæfi og er heim- spekilega róm- antískt orðuð hugmynd gegn græðgi, en hún er sú að ef mað- ur klárar hvert ber af einni þúfu, þá verði álfarnir móðgaðir, eða í það minnsta sárir og komi því svo fyrir að ekkert vaxi aftur á umræddri þúfu. Af því til- efni orti ég einu sinni undir forn- grískum bragarhætti sem heitir saffóarlag og gengur meira út á at- kvæðafjölda en þetta merkilega rím sem margir virðast halda að sé það sem gerir ljóð að ljóði eða kvæði að kvæði. Aftur á móti er stuðlasetn- ingin nauðsynlega rétt. Ber Sjáðu vinur berin á litlu lyngi, litadýrð og kímileit blóm í flokkum. Setjumst niður, tínum í munn og maga munúðarfylli. Leggjumst svo og horfum á skondin skýin skjótast um í leik yfir berjamónum, látum safann leka um munnvik okkar lífsnautnamanna. Tínum fleiri, skiljum þó einhver eftir, engin þúfa má verða auð að lokum, annars geta álfarnir fyrst og móðgast óhemju mikið. Þökkum fyrir okkur af öllu hjarta af því jörðin gaf okkur drykk og fæðu. Löbbum svo á einhverjar aðrar slóðir áður en rignir. SIGURÐUR INGÓLFSSON, rithöfundur. Berjatínsla Frá Sigurði Ingólfssyni Sigurður Ingólfsson Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Vetrarstarfið hjá okkur hefst sunnudaginn 15. september. Þá verður spilaður eins kvölds tvímenn- ingur. Spilað verður alla sunnudaga í vetur og hefst spilamenskan kl. 19. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14 (við hliðina á Bónus). Stjórnandi eins og undanfarin ár er Ólafur Lárusson. Úrslitin í bikarnum um aðra helgi Átta liða úrslitum er lokið í Bik- arkeppninni og unnust allir leikirnir á „útivelli“. Úrslitin urðu þessi: Hvar er Valli? – SFG 71– 115 Rimi – J.E. Skjanni 46– 139 Grant Thornton – Lögfræðistofa Ísl. 73–101 Hjördís Sigurjónsd. – Stilling 61–80 Í undanúrslitum spilar Lögfræði- stofan gegn SFG og J.E. Skjanni gegn Stillingu, en undanúrslit og úr- slit verða spiluð 14. og 15. septem- ber. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.