Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Guðrún Ísleifsdóttir afhenti í fyrra- dag eina milljón króna sem hún stóð fyrir að safna til að bæta tækjakost á Landspítala. Guðrún opnaði bankareikning til þess í vor og notaði samskiptavef- inn Facebook til að hvetja fólk til þess að láta fé af hendi rakna. Söfn- unina kallaði hún „Stöndum saman, söfnum fyrir tækjum á Landspít- ala“. Guðrún ákvað síðan að milljónin sem safnaðist færi til kaupa á línu- hraðli til krabbameinslækninga. Sjálf hefur Guðrún verið í geisla- meðferð. Gert er ráð fyrir að nýr línuhrað- all verði tekinn í notkun á Landspít- ala síðar í haust og hann verði kom- inn í fullan rekstur um áramótin. Afhending Guðrún Ísleifsdóttir afhenti söfnunarféð í K-byggingu Landspítala. Safnaði milljón til kaupa á línuhraðli Atvinnuvega- ráðuneytið, Sam- keppniseftirlitið og áfrýj- unarnefnd sam- keppnismála halda þann 27. sept. ráðstefnu um samkeppn- ismál hér á landi. Aðalfyrirlesari er Angel Gurría, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Að auki munu um 30 erlendir og innlendir einstaklingar fjalla um samkeppnismál í litlu hagkerfi og þær áskoranir sem við blasa. Aðgangur er ókeypis en skráning er á vefnum samkeppni.is. Framkvæmdastjóri OECD flytur erindi Angel Gurría. „Þar sem nýrnasjúkir sækja alla sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur á Landspítalann skiptir flugvöllurinn miklu máli. Staðsetningin skiptir miklu fyrir langveika sem reglu- lega sækja þjónustu á spítalann, jafnvel oft í viku eins og nýrna- sjúkir í blóðskilun,“segir í ályktun sem stjórn Félags nýrnasjúkra hef- ur sent frá sér. Er þar skorað á stjórnvöld að tryggja að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Nálægð við Land- spítala mikilvæg STUTT BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það heldur aftur af fjárfestingu í at- vinnulífinu að mörg fyrirtæki eru of skuldsett til að geta nýtt sér tæki- færi á markaði og þurfa jafnvel að fara í enn frekari afskriftir í vetur. Þetta er mat tveggja sérfræðinga hjá Landsbankanum annars vegar og Íslandsbanka hins vegar en báðir vísa til þess að spár um hagvöxt eftir efnahagshrunið haustið 2008 hafi ekki gengið eftir. Mörg fyrirtæki hafi því vaxið hægar en spáð var. Orri Hauksson, formaður Sam- taka iðnaðarins (SI), er ekki sann- færður um að grípa þurfi til frekari almennra afskrifta hjá skuldsettum fyrirtækjum, til að þau haldi velli. Hitt sé ljóst að áhrif skulda á fjár- festingu, sem er nú í sögulegu lág- marki í hagkerfinu, séu verulega vanmetin. Innan SI eru 1.400 íslensk fyrirtæki. Könnun frá 2011 hafi sýnt að skuldsetning íslenskra fyrirtækja væri að jafnaði fjórfaldur hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA), borið saman við tvöfalt það hlutfall annars staðar í Evrópu. Komu út of skuldsett „Ég held að áhrif mikillar skuld- setningar fyrirtækja á fjárfestingu séu ekki tekin nægilega með í reikn- inginn. Ég held að t.d. allar þessar samhæfðu aðgerðir sem farið var í, þ.m.t. 110%-leiðin, hafi skilað fyrir- tækjunum mörgum hverjum alltof skuldsettum aftur út á markaðinn. Eigendurnir höfðu ekki mikla getu til að leggja fyrirtækjunum til nýtt eigið fé. Fyrirtækin fóru rétt mar- andi í hálfu kafi út á markaðinn aftur og þurfa að halda sér á floti. Þau eiga ekki gott með að byggja upp nýja tekjustrauma. Ég myndi hins vegar ekki endi- lega segja að það væri þörf fyrir meiri afskriftir yfir línuna. Einhver fyrirtæki munu ná sér aftur á strik. Önnur eiga hins vegar ekki mögu- leika á að borga til baka sínar skuld- ir. Skuldsett fyrirtæki, sérstaklega lítil og meðalstór, hafa átt erfitt með að afla sér fjár til að fjármagna ný verkefni, þótt bankakerfið sé yfir- fullt af atvinnulausu fé. Slík fyrir- tæki færa ekki út kvíarnar á meðan. Hefðbundin iðn- og þjónustufyrir- tæki á innlendum markaði munu að meðaltali vaxa í takt við hagkerfið í heild. Þau finna enga nýja eftirspurn hér. Þau fyrirtæki sem eru að gera eitthvað nýtt eða eru í útflutningi hafa átt erfitt með að vaxa nægilega hratt, enda mörg hver of fjárvana til þess að geta nýtt sér slík tækifæri af fullum krafti,“ segir Orri sem telur það hamla mörgum fyrirtækjum að þau fái ekki lán nema að geta lagt veð á móti. Fyrirtæki í góðum rekstri en með engin veð fái ekki lán þótt þau geti sýnt fram á góðar við- skiptaáætlanir. Biðji um frekari afskriftir Gústaf Steingrímsson, hagfræð- ingur hjá Hagfræðideild Lands- bankans, segir aðspurður að til- tölulega hægur vöxtur efnahags- lífsins og mikil skuldsetning sumra fyrirtækja geti leitt til þess að for- svarsmenn einhverra þeirra muni leita eftir frekari niðurfellingu skulda. „Menn voru e.t.v. of bjart- sýnir um uppgang efnahagslífsins eftir kreppuna. Skuldsetning fyrir- tækja eftir skuldaniðurfellingu tók eflaust mið af ákveðnum spám um framtíðina. Ef spárnar voru of bjart- sýnar, sem er oftar en ekki reyndin, er hluti fyrirtækja líklega kominn í einhver vandræði aftur. Í ljósi þess hve fjárfesting er að vaxa hægt má velta fyrir sér hvort það sé vegna þess að fyrirtæki séu mörg hver of skuldsett. Allt sem dregur úr skuldsetningu, þ. á m. frekari niðurfelling, myndi líklegast hafa jákvæð áhrif á fjárfestingu. Það er þó ekki mitt að dæma hvort slík niðurfelling eigi rétt á sér.“ Úr 327% niður í 170% af VLF Fram kemur í I. hefti ritsins Fjár- málastöðugleika, sem Seðlabankinn gefur út, í ár að skuldir fyrirtækja sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu voru 112,9% árið 2003. Þær uxu í að vera 279,7% af VLF árið 2007 og náðu svo hámarki 2008 er hlutfallið fór í 327,1%. Það hefur síð- an lækkað jafnt og þétt og var komið niður í 170,3% í fyrra. Það er mikil breyting frá 2010 er það var 273,6%. Skuldir haldi fjárfestingunni niðri  Formaður Samtaka iðnaðarins telur neikvæð áhrif skulda fyrirtækja á fjárfestingu vanmetin  Sérfræðingur hjá Landsbankanum segir lítinn hagvöxt geta kallað á frekari afskriftir fyrirtækja Morgunblaðið/Ómar Sprautað í slippnum Mörg fyrirtæki sem skuldsettu sig á bóluárunum fóru illa út úr efnahagshruninu. Orri Hauksson Gústaf Steingrímsson Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir mikla skuldabyrði eitt af því sem hafi haldið aftur af fjár- festingu fyrir- tækja á síðustu misserum. Fleira komi þar til, svo sem lágt álverð, áhættufælni lánveitenda og fjárfesta gagnvart fyrir- tækjum í nýsköpunargreinum, óvissa um skattlagningu í sjávarúvegi, gjaldeyrishöft o.fl. Það sé áhyggjuefni hversu margt leggist á eitt um að halda aftur af fjárfestingu á Íslandi næstu misserin. „Það er klárt að minni skuld- setning innlendra fyrirtækja myndi auka vilja og getu til fjár- festinga. Á endanum verður að vega hvort ábatinn af því að koma fjárfestingu í gang vegi þyngra en afskriftirnar sjálfar. Í vetur þarf væntanlega að taka afstöðu til þess hvort horfur séu á því næstu misserin að vöxtur taki við sér án frekari að- gerða eða hvort grípa þurfi til frekari afskrifta. Þær væntingar sem voru um að alþjóða- hagkerfið væri búið að taka við sér á þessum tímapunkti, að við værum komin lengra með að af- nema höftin og að batinn væri orðinn meiri, hafa ekki gengið eftir,“ segir Jón Bjarki en við gerð stöðugleikasáttmálans 2009 var spáð samanlagt 14% hagvexti hér 2011-2013, eða tvöfalt meiri en raunin varð. Skoði frekari afskriftir SÝN ÍSLANDSBANKA Jón Bjarki Bentsson Ráðstefna í Skálholti föstudaginn 13. september kl. 13–19 DAGSKRÁ 13:00 Opnun: Magnús E. Kristjánsson, forseti kirkjuþings 13:10 Frummælendur: Dr. Lisbet Christoffersen, prófessor: Uppbygging lútherskrar þjóðkirkju Dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur: Staða prests og safnaðar 15:00 Kaffi 15:30 Fyrirlestrar: Dr. Hjalti Hugason, prófessor: Ríki og kirkja Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur: Lýðræði og jafnrétti í lögum um þjóðkirkju Íslands 17:00 Pallborðsumræður: Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti (stjórnandi) Sr. Elínborg Sturludóttir, sóknarprestur Marinó Þorsteinsson, fulltrúi í Leikmannaráði Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs Katrín Ásgrímsdóttir, fulltrúi í kirkjuráði Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni 18:30 Ráðstefnuslit Nánar á www.kirkjan.is Endurskoðun þjóðkirkjulaga Forsendur og markmið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.