Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 6
BAKSVIÐ
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Brotum þar sem ökumenn eru
grunaðir um að aka undir áhrifum
fíkniefna hefur fjölgað um 67% á
milli ára í umdæmi lögreglunnar á
Suðurnesjum. Það sem af er ári
hafa 149 slík brot verið skráð en
það er aðeins fimm brotum færra
en á öllu síðasta ári. Á sama tíma í
fyrra höfðu 89 brot verið færð til
bókar.
Hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu eru tilfelli fíkniefnaaksturs
nánast jafnmörg á þessu ári og því
síðasta. Það sem af er ári eru brotin
493 en þau voru 500 á sama tímabili
í fyrra. Þeim hefur þó fjölgað mikið
frá árunum á undan.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
rannsakar á ári hverju tvö til þrjú
banaslys þar sem fíkniefnaakstur
var áhrifavaldur að sögn Ágústs
Mogensen, rannsóknarstjóra um-
ferðarslysa hjá nefndinni. Undan-
farin áratug eru það kannabisefni
og amfetamín sem koma helst við
sögu í þeim slysum.
Allur gangur er á eðli slysanna.
Stundum er um hraðakstur að ræða
en í öðrum tilfellum hafa lyfin slæv-
andi áhrif á ökumanninn. Ágúst
segir dæmi um að fólk hafi sofnað
undir stýri af þeim sökum.
„Það gildir það sama um þessi
lyf, sama hvort þau eru lögleg eða
ólögleg, að þau skerða ökuhæfi og
skynjun fólks. Það er óökuhæft,
getur ekki metið aðstæður og mis-
reiknar sig,“ segir Ágúst.
Meðferð verði einn möguleiki
Eins og tölur lögreglunnar sýna
er það gjarnan sama fólkið sem er
ítrekað stöðvað fyrir fíkniefnaakst-
ur. Ágúst segir að það kæri sig koll-
ótt um að það sé svipt ökuréttindum
í kjölfarið. Árið 2012 hafi til dæmis
tveir einstaklingar verið teknir yfir
tíu sinnum hvor grunaðir um akstur
undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
„Við sjáum það að fólk brýtur af
sér aftur og aftur og þetta verður
hringaferli. Við þurfum að finna
aðrar leiðir. Það er okkar mat hjá
nefndinni að það verði að skoða al-
varlega önnur úrræði en að stöðva
fólk og svipta réttindum. Þá horfum
við fyrst og fremst til meðferðarúr-
ræða,“ segir Ágúst.
Hann segir það þó aldrei hafa
gefist vel að skikka fólk í meðferð
en það ætti þó að minnsta kosti að
hafa meðferð sem möguleika og
reyna að læra af öðrum þjóðum sem
hafi tekið hana upp sem úrræði.
Kæra sig kollótta um sviptinguna
Fíkniefnaakstur eykst mikið á Suðurnesjum og stendur í stað í höfuðborginni 2-3 banaslys á ári
rakin til ölvunar- eða fíkniefnaaksturs Telja að þörf sé á fleiri úrræðum en sviptingu ökuréttinda
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
Fjöldi
einstaklinga
Fjöldi
brota
Ökumenn undir áhrifum
Fjöldi einstaklinga sem grunaðir voru um ölvunarakstur eða akstur
undir áhrifum ávana- og fíkniefna árið 2012, greint eftir fjölda brota
Heimild: Ríkislögreglustjóri
1.512
258
63
27
11
4
4
2
2
0
0
1
1
Samtals:
1.885 ökumenn
Tímabilið 2006-2011
Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa
95 manns
létust í
bílslysum
25,2%
24 létust í slysum
sem rekja má til
aksturs undir áhrifum
áfengis eða lyfja
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013
Merki haustsins má sjá víða. Lægðirnar, vind-
urinn og rigningin leyna sér ekki og á stígum og
götum syngja laufin sitt síðasta þetta árið. En
fegurðin fylgir þessum árstíma sem öðrum og í
Grasagarðinum í Laugardal breytast litirnir frá
degi til dags, þar sem litrófið fangar athyglina.
Litadýrð haustsins leynir sér ekki í Laugardalnum
Morgunblaðið/Ómar
Margslungið litróf fangar athyglina
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Mér hugnast þessi yfirlýsing vel,
þarna er komið inn á mörg af þeim
atriðum sem hafa verið harðlega
gagnrýnd síðustu daga. Það var
fyrst og fremst verið að kalla eftir
viljayfirlýsingu um að það stæði til
að veita breytingum brautargengi og
mér sýnist það vera gert þarna,“
segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir
nýrnalækninga á Landspítala og for-
maður Félags íslenskra lyflækna,
um sameiginlega yfirlýsingu spítal-
ans og heilbrigðisráðuneytisins um
aðgerðir til að bæta stöðu lyflækn-
ingasviðs LSH.
Aðgerðirnar miða m.a. að því að
draga úr álagi á starfsemi sviðsins,
efla framhaldsmenntun í almennum
lyflækningum, auka stuðning við
lækna með því að virkja krafta ann-
arra heilbrigðisstétta og þá verður
áfram unnið að því að styrkja og efla
bráðastarfsemi spítalans með því að
koma henni undir eitt þak.
Runólfur segir um mikið og flókið
verkefni að ræða, sem eigi sér lang-
an aðdraganda. Bregðast þurfi við
vandanum bæði til lengri og
skemmri tíma en brýnast sé að
bregðast við manneklunni og skapa
álitlegar starfsaðstæður fyrir yngri
lækna. „Mér finnst ekki annað hægt
en að vera jákvæður. Mér finnst ráð-
herrann hafa brugðist skjótt við,
þetta er erfitt mál fyrir hann að tak-
ast á við,“ segir hann.
Undir þetta tekur Friðbjörn Sig-
urðsson, sérfræðingur í krabba-
meinslækningum. „Við erum ánægð
með aðkomu ráðherra að málinu,
hann mætti á fund lækna í síðastlið-
inni viku og gerði sér grein fyrir
hversu alvarlegur vandi sjúkrahúss-
ins er. Og hann hefur unnið hratt og
hlustað á tillögur lækna og annarra
starfsmanna,“ segir hann. Friðbjörn
segist vona að botninum hafi verið
náð og að uppbygging geti nú hafist.
Læknum hugnast aðgerðirnar vel
Landspítali og heilbrigðisráðuneytið gefa út yfirlýsingu um
aðgerðir til að bæta stöðu lyflækningasviðs spítalans
Runólfur
Pálsson
Friðbjörn
Sigurðsson
Eimskip hefur
óskað eftir að-
gangi að upplýs-
ingum sem
liggja að baki
húsleitarheimild
sem Samkeppn-
iseftirlitið fékk
og notaði til að
leita í húsakynnum Eimskips og
tveggja dótturfélaga þess á
þriðjudag.
Í tilkynningu frá félaginu segir
að þar sem enn hafi ekki verið
fallist á þessa beiðni sé ómögu-
legt fyrir Eimskip að átta sig
frekar á því á hvaða grunni úr-
skurðað var um heimild til hús-
leitar eða í hverju meint brot fé-
lagsins eiga að hafa falist. „Því
er Eimskip ekki í neinni stöðu til
að tjá sig frekar um málið en
fram hefur komið í tilkynningu
til Kauphallar og vangaveltur um
mögulega niðurstöðu rannsókn-
arinnar eru því með öllu ótíma-
bærar og óábyrgar,“ segir í til-
kynningunni.
Um leið og leitað var hjá Eim-
skipi var gerð húsleit hjá Sam-
skipum og tveimur dótturfélögum
þeirra. Ástæðan var grunur um
brot á samkeppnislögum.
Fá ekki upplýsingar
um rannsókn og tjá
sig því ekki
Björn Zoëga, forstjóri Landspítala,
og Kristján Þór Júlíusson heil-
brigðisráðherra kynntu aðgerð-
irnar á blaðamannafundi í gær en
þar kom m.a. fram að gert væri ráð
fyrir að Landspítali skilaði ráð-
herra aðgerðaráætlun eigi síðar en
20. september næstkomandi.
Þá verður yfirlæknir almennra
lyflækninga settur í september og
mun hann fara fyrir sérstökum
fimm manna starfshópi lækna lyf-
lækningasviðs, sem eiga að skila
forstjóra og framkvæmdastjórn
LSH skriflegum tillögum um ýmsa
skipulagsþætti.
Í samtali við mbl.is í gær sagði
Björn að áfram
yrði unnið sam-
kvæmt við-
bragðsáætlun,
sem nú er í gildi
vegna manneklu
á lyflækn-
ingasviði, en að-
eins 10 deild-
arlæknar starfa á
sviðinu þótt stöðugildi séu 25.
Þá sagði Björn að tveir til þrír
mánuðir gætu liðið þar til hægt
verður að byrja að fækka þeim
sjúklingum á spítalanum sem hafa
lokið meðferð en bíða eftir hjúkr-
unarrýmum.
Viðbragðsáætlun áfram í gildi
BRUGÐIST VIÐ ÁSTANDINU Á LYFLÆKNINGASVIÐI
Björn Zoëga