Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 28
FRÉTTASKÝRING Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þ egar dregið var í riðla fyr- ir undankeppni heims- meistaramótsins í Bras- ilíu, í lok júlí 2011, var Ísland í sjötta og neðsta styrkleikaflokki í Evrópu. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta var sem sagt talið í hópi átta lökustu þjóðanna af þeim 53 sem hófu baráttuna fyrir því að komast í lokakeppnina í Brasilíu sumarið 2014. Eitt lið úr hverjum styrkleika- flokki var dregið í hvern riðil og sam- kvæmt þessari flokkun átti Ísland að vera slakasta lið E-riðils, þar sem mótherjarnir reyndust vera Noregur, Slóvenía, Sviss, Albanía og Kýpur, sem komu í þeirri röð úr hinum fimm styrkleikaflokkunum. Nú er staðan hinsvegar sú að Ís- land, sem metið var í 46. sæti Evr- ópuþjóða þegar dregið var í riðlana, gerir sér vonir um að verða ein þeirra 13 útvöldu þjóða sem verða fulltrúar álfunnar í Brasilíu næsta sumar, hvorki meira né minna. Nýr styrkleikalisti Alþjóða- knattspyrnusambandsins, FIFA, var birtur í gær. Á honum er Ísland í 54. sæti af 208 þjóðum sem þar eru skráðar, og í 28. sæti af 53 aðild- arþjóðum Knattspyrnusambands Evrópu. Íslenska liðið stökk upp um 16 sæti á heimslistanum og sjö sæti innan Evrópu með frammistöðu sinni í undanförnum landsleikjum. Ef við höldum áfram að rýna í tölur gefur þessi stórbætta staða samt ekki sérstaklega til kynna að Ís- land ætti að geta komist heilum fimmtán sætum ofar í Evrópu og far- ið á HM næsta sumar. Lítum nú raunsæjum augum á málið. Enn er ekkert í hendi, langt í frá. Íslenska liðið stendur vissulega vel að vígi eftir góð úrslit gegn Sviss og Albaníu síðustu daga. Það er í öðru sæti E-riðils og hefur örlögin í sínum höndum. Sigrar gegn Kýpur og Nor- egi í tveimur síðustu leikjunum gull- tryggja liðinu sæti í umspili um að komast á HM. Og það þarf alls ekki tvo sigra til að ná þessu eftirsótta öðru sæti eins og Sindri Sverrisson fór rækilega yfir í ítarlegri frétta- skýringu í íþróttablaðinu okkar í gær. En kálið er ekki sopið þó í aus- una sé komið. Það yrði mikið afrek að komast í umspilið. Slíkum árangri hefur Ísland aldrei náð enda þótt ekki hafi munað miklu fyrir tíu árum þeg- ar liðið var í svipaðri baráttu í und- ankeppni Evrópumótsins. Umspilið umrædda fer þannig fram að átta þjóðir sem hafna í öðru sæti sinna riðla undankeppninnar verða dregnar saman, tvær og tvær. Þær leika heima og heiman og sig- urvegararnir fjórir komast á HM í Brasilíu ásamt þeim níu liðum sem vinna Evrópuriðlana. Og til að tryggja að bestu liðin komist nú örugglega í lokakeppnina sem verðugir fulltrúar Evrópu er lið- unum raðað upp í tvo styrk- leikaflokka áður en dregið er um hvaða lið mætast. Þá er miðað við áð- urnefndan heimslista FIFA. Það er því alveg ljóst, að komist Ísland í umspilið mætir liðið einhverri stórþjóð í fótboltanum í tveimur leikj- um um farseðlana til Brasilíu. Þar koma helst til greina, eins og stað- an er núna, Króatía, Frakk- land, Portúgal og Grikk- land eða Bosnía. Nú eða Svíþjóð, England, Úkraína, eftir því hverjir komast áfram og hverjir verða að sætta sig við að fara í umspilið. Umspilsleikirnir tveir fara fram 15. og 19. nóv- ember en svo seint á árinu hefur aldrei verið spilað á Laugardalsvellinum. Af botninum í áttina að HM í Brasilíu Morgunblaðið/Golli Mark Íslensku landsliðsmennirnir hafa sýnt mikla seiglu í síðustu tveimur leikjum þar sem þeir hafa lent undir en svarað fyrir sig og sótt dýrmæt stig. 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sérkennilegter hvernigumræður um hvort Reykjavík- urflugvöllur eigi að vera eða fara geta þvælst áfram þó að öllum megi vera ljóst að flug- völlurinn verður áfram á sínum stað um fyrirsjáanlega framtíð. En í stað þess að taka af skarið og segja það hreint út að flug- völlurinn skuli vera þar sem hann er beita menn ýmsum sérkennilegum aðferðum til að flækja sig í málinu, annaðhvort af gáleysi eða vísvitandi til að halda þeim möguleika opnum að flugvöllurinn fari. Tvennt er sérstaklega ein- kennilegt í þessari umræðu. Annað er það þegar þeir sem ekki vilja sætta sig við að flug- völlurinn verði áfram í Vatns- mýrinni fara að tala um að hann verði áfram „í Reykjavík“ og telja að þar með sé allt opið. En hvað þýðir það í raun að flugvöllurinn skuli vera í Reykjavík? Jú, það þýðir vita- skuld að hann verði í Vatns- mýrinni, enda dettur engum í hug í alvöru að hann verði færður annað innan Reykjavík- ur. Hvers vegna er þá ekki komið hreint fram og sagt að hann skuli vera í Vatnsmýr- inni? Nú eða eftir atvikum að leggja skuli flugvöllinn niður, séu menn þeirrar skoðunar. Hitt sem er sérstaklega ein- kennilegt er þegar reynt er að þæfa málið með því að láta eins og hægt sé að leggja flugvöllinn niður í bútum. Eða jafnvel að flytja hann í bútum. Borgaryf- irvöld láta til að mynda í drög- um að nýju aðalskipulagi eins og hægt sé að leggja niður til- teknar brautir en halda öðrum opnum í nokkur ár. Þetta er slík fjarstæða að miklu hrein- legra væri ef tillöguflytjendur segðu hreint út að flugvöll- urinn ætti að leggjast af í heilu lagi sem fyrst. Öllum má ljóst vera að ekk- ert vit er í að halda áfram að ýta þessu máli á undan sér og reyna að ná samkomulagi sem allir geti sætt sig við. Sum mál eru einfaldlega þess eðlis að samkomulag er útilokað og í þessu máli er ekki hægt að segja annað en að málið hafi fengið rækilega umræðu árum saman og að kominn sé tími til að taka ákvörðun. Það verður ekki bæði haldið og sleppt, flugvöllurinn getur ekki bæði verið í Vatnsmýrinni og farið þaðan. Og hann verður ekki heldur fluttur burt í bútum á löngum tíma eitthvað annað innan borgarmarkanna. Úti- lokað er að láta alla hluti flækj- ast fyrir sér. Sum mál eru ein- faldlega þannig að þegar þau hafa verið skoðuð og rædd í þaula, þarf að taka afstöðu til þeirra. Flugvöllur getur ekki verið hálfur eða um hríð í Vatnsmýri eða í nágrenni} Ekki verður bæði haldið og sleppt í Vatnsmýri Flestir þeirrasem á efri ár komast og margir hinna þurfa fyrr eða síðar að leggj- ast inn á sjúkra- stofnun. Von um lækningu eða sæmilega bót meina hefur far- ið jafnt og þétt vaxandi síðustu hundrað árin. Framþróun læknavísinda og bætt menntun og þjálfun umönnunarstétta ræður því. Þessi þróun er ekki lítill þáttur í bættum lífsskil- yrðum nútímafólks, ekki síst þess hluta sem býr í þróuðum ríkjum. Það á sannarlega við um Íslendinga. Hver maður sem á spítala leggst finnur sterkt fyrir til- tekinni breytingu þegar hann háttar ofan í sjúkrarúm. Hann breytist á augabragði úr borg- ara í sjúkling. Sjúklingur er oftast nær ekki nema sæmi- lega að sér um það sem hann gengur í gegnum á spítalanum, þótt í vöxt færist að reynt sé að gefa sæmilegar skýringar á því sem hann á í vændum. Sjúk- lingurinn selur sig því nánast á vald starfsmanna og setur á þá allt sitt traust. Langoftast rísa þeir vel undir því trausti og eru að minnsta kosti ráðnir í að gera sitt besta. Sú umræða sem nú á sér stað um íslensk sjúkrahús er því miður líkleg til að skjóta þeim skelk í bringu sem hafa jafnvel ástæðu til að vera skelkaðir fyrir. Uppgefið starfsfólk og óánægt og illa farin og úr sér gengin tæki er myndin sem birtist mönnum alls staðar. Þótt ekki sé ástæða til að efast um réttmæti um- ræðunnar er óhjákvæmilegt að gæta nokkurs hófs í henni. Sjúklingurinn og hinn mikli skari verðandi sjúklinga eiga kröfu til þess. En sameiginlega þarf mannskapurinn allur að leggjast á þá sveif að styrkja stoðir heilbrigðisþjónustunnar á nýjan leik svo þjóðin geti fyllst réttmætu stolti yfir henni á ný. Umræðan um heil- brigðisþjónustuna er ekki beint uppörvandi um þessar mundir} Ónotaleg umræða H ægrimenn unnu góðan sigur í þingkosningunum í Noregi sem fram fóru síðastliðinn mánudag og er þess nú beðið að hægri- stjórn verði mynduð þar í landi með einu eða öðru sniði. En hvernig sem ný stjórn verður samansett þykir ljóst að Erna Sol- berg, leiðtogi Hægriflokksins, verði næsti for- sætisráðherra Noregs en leiðtogi flokksins hef- ur ekki farið fyrir norskri ríkisstjórn síðan 1990. Hægriflokkurinn er systurflokkur Sjálfstæð- isflokksins en flokkarnir eru þó langt því frá samstiga í öllum málum. Eitt af því er afstaðan til inngöngu í Evrópusambandið en Hægri- flokkurinn hefur lengi verið sá stjórn- málaflokkur í Noregi sem lagt hefur mesta áherzlu á að Norðmenn færu þar inn. Engar lík- ur eru þó taldar á því að hreyft verði við málinu þó að Hægriflokkurinn fari fyrir nýrri ríkisstjórn enda ljóst að lítill áhugi er á inngöngu Noregs í Evrópusam- bandið á meðal norskra kjósenda. Þannig hafa allar skoð- anakannanir sem gerðar hafa verið þar í landi frá árinu 2005 sýnt meirihluta gegn þeim ráðahag og þá oftar en ekki mikinn meirihluta. Erna Solberg hefur enda lýst því yfir að slíkt verði ekki á dagskrá þar í landi í fyrirsjáanlegri framtíð og mála- flokkurinn var lítið sem ekkert ræddur í kosningabarátt- unni. Raunar hefði Hægriflokkurinn að öllum líkindum ekki riðið feitum hesti frá kosningunum ef hann hefði lagt áherzlu á það í aðdraganda þeirra að Noregur ætti að ganga í Evrópusambandið og að kæmist flokkurinn í ríkisstjórn myndi hann beita sér fyrir því að umsókn þess efnis yrði send til Brussel. Í því sambandi má nefna að sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru um 60% kjósenda Hægriflokksins andvíg inn- göngu í Evrópusambandið og eru þeir þó þeir jákvæðustu fyrir þeim ráðahag af kjósendum norsku flokkanna. En hvað veldur þessum mun á afstöðu Hægriflokksins og Sjálfstæðisflokksins til málsins? Skýringuna á því er ekki sízt að finna í ólíkri samfélagsgerð Noregs og Íslands. Norskt samfélag er óneitanlega mun vinstri- sinnaðra en það íslenzka enda hefur Verka- mannaflokkurinn verið ráðandi afl í norskum stjórnmálum áratugum saman. Hægriflokk- urinn hefur fyrir vikið einkum litið á inngöngu í Evrópusambandið sem leið til þess að draga úr vinstri- áhrifum í Noregi og færa landið nær miðju. Hér á landi hefur þetta verið með talsvert öðru móti þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af verið ráðandi afl í stjórnmálunum. Hérlendir jafnaðarmenn, sem hafa verið hlynntastir inngöngu í Evrópusambandið, hafa því margir hverjir litið á hana ekki sízt sem leið til þess að hnekkja stöðu Sjálfstæðisflokksins og færa um leið landið til vinstri. Hægriflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn búa þannig við afar ólíkar aðstæður fyrir utan þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er vafalaust talsvert mun hægri- sinnaðri en Hægriflokkurinn. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Ólíkar aðstæður heimafyrir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Ef villtustu draumarnir rætast og Ísland verður á meðal þjóð- anna 32 sem leika um heims- meistaratitilinn í knattspyrnu sumarið 2014 suður í Brasilíu, mun það setja Íslandsmótið verulega úr skorðum. Í íslenska landsliðshópnum yrðu alltaf einhverjir leikmenn íslenskra liða og þeirra vegna yrði að gera hlé á keppni í efstu deild karla, nánast all- an júnímánuð. Riðlakeppnin á HM hefst 12. júní og stendur til 26. júní. Þarna yrði um lengra hlé að ræða en sum- arið 2011 þegar tæplega þriggja vikna frí var í deildinni í júnímán- uði þar sem 21-árs lands- liðið komst í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þá byrjaði Íslandsmótið fyrr og endaði seinna en nokkru sinni fyrr, eða 2. maí og 1. október. Íslandsmótið í uppnámi EF ÍSLAND KEMST Á HM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.