Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 34

Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 ✝ Anna SigríðurKristmunds- dóttir fæddist í Stakkavík í Selvogi 12. maí 1924. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 6. sept- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Lára Elín Scheving Gísladótt- ir, f. 6. september 1889, d. 16. nóvember 1985, og Kristmundur Þorláksson, f. 17. desember 1882, d. 11. júlí 1973. Systkini Önnu voru Gísli, Egg- ert, Elín Kristín, Þorkell, Lárus Ellert, Valgeir, Hallgrímur og Valgerður og Lárus sem bæði létust í bernsku. Elín Kristín og Hallgrímur eru þau einu sem eftir lifa af systkinahópnum. Anna bjó ásamt fjölskyldu sinni í Selvoginum þar til þau fluttu að Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd árið 1943. Þar f. 2. mars 2005, b) Þórdís Amalía, f. 17. júlí 2012, 2) Grétar Ingibergur, f. 23. desember 1948, 3) Kristján, f. 4. júlí 1954, kona hans er Guðríður Bach- mann Jóelsdóttir, f. 28. ágúst 1954, og eiga þau þrjú börn: a) Hanna María, f. 4. september 1979, eiginmaður hennar er Sig- urður Ingi Kristófersson f. 25. júlí 1976, og eiga þau eina dótt- ur, Ljósbrá Líf, f. 26. apríl 2010. Sigurður á tvær dætur fyrir, b) Guðni Þór, f. 19. mars 1985, c) Berglind Gréta, f. 7. mars 1992, unnusti hennar er Alexander Nökkvi Baldursson, f. 1. maí 1992, 4) Lára Elín Scheving, f. 16. júní 1956, 5) Þórdís Bergljót, f. 28. febrúar 1959. Anna fór ung að heiman til að vinna, fyrst í Þorlákshöfn og síðar í Hafnarfirði. Eftir að hún hóf búskap helgaði hún sig hús- móðurstarfinu samhliða því að sinna búskapnum en Hannes og Anna voru með sauðfé og nokkrar hænur. Anna sinnti bæði fjölskyldu og heimili af al- úð alla tíð. Útför Önnu fer fram frá Kálfatjarnarkirkju í dag, 13. september 2013, og hefst at- höfnin kl. 15. kynntist hún tilvon- andi eiginmanni sínum, Hannesi Ingva Kristjánssyni frá Suðurkoti, f. 26. júlí 1919, d. 21. júní 2000. Þau hófu bú- skap í Suðurkoti en byggðu nýtt íbúð- arhús, Sætún, skammt frá sem þau fluttu í árið 1960. Þar bjuggu þau til dauðadags. Börn þeirra: 1) Gréta Þór- arinsdóttir, f. 29. september 1945, d. 11. febrúar 1973, fóst- urdóttir Hannesar. Hennar maður var Engilbert Kolbeins- son, f. 7. september 1938, d. 11. febrúar 1973. Þeirra dóttir og fósturdóttir Önnu og Hannesar er Anna Kapitola, f. 15. febrúar 1972, eiginmaður hennar er Haraldur Ó. Leonhardsson, f. 17. nóvember 1969, og eiga þau tvær dætur: a) Guðbjörg Anna, „Bless, elskan mín, og þakka þér fyrir komuna“ voru síðustu orð mömmu þegar hún kvaddi mig á sinn vanalega hátt á Sjúkrahúsi Keflavíkur. Næstu skipti sem ég kom til hennar var hún orðin mikið veik og ljóst í hvað stefndi. Hún lést síðastlið- inn föstudag 89 ára að aldri. Mamma var alla tíð heimakær og gestrisin, borðin svignuðu af kræsingum þegar gestir komu og afmælisveislur hefðu sómt sér vel sem fermingarveislur. Hún bak- aði bestu pönnukökur sem ég hef fengið en engin var uppskriftin. Hún var ákveðin og hafði sterkar skoðanir, kenndi mér mikilvægi þess að standa fast á mínu og treysta á sjálfa mig, láta aldrei deigan síga. Hún lagði áherslu á að koma vel fram við alla og sér- staklega minnimáttar, vera til staðar því við fengjum það marg- borgað – hvort sem við gerðum gott eða slæmt, því væri mikil- vægt að temja sér hið góða. Oft sagði hún „þetta er geymt en ekki gleymt“ bæði um gott og slæmt og hef ég tamið mér þá lífsspeki. Hún var trúuð, kenndi mér bænir og biblíusögur og trúði á líf eftir dauðann, enda sá hún meira en margur. Mamma ólst upp í Selvogi og var hlýtt til æskuslóðanna. Hún sagði mér sögur af lífinu fyrir austan, oft erfitt, lítið um munað en fólkið samhent, duglegt og nægjusamt. Hún var ótrúlega minnug bæði á hluti frá barn- æsku og eins það sem hún heyrði og las. Sérstaklega fannst mér gaman þegar hún sagði mér sög- ur af kynnum sínum við Einar Ben sem var mikill uppáhalds- frændi, þau systkinin gengu alla leið til Herdísarvíkur og það lýsti af henni þegar hún sagði að hann hefði alltaf kallað þau elsku börn- in sín. Hún var dugleg að lesa ævisögur og frásagnir. Hún tal- aði oft um hvað hana hafði langað að fá meiri menntun, það var far- kennsla fyrir austan og fékk hún að fara í skóla í 3 mánuði. Þar stóð hún sig með prýði. Þrír mán- uðir – en samt var hún vel lesin, sterk í reikningi og vissi sínu viti. Hún lagði ætíð mikla áherslu á að mennt væri máttur og hvatti mig eindregið til frekari menntunar eftir að hafa kennt mér korn- ungri að lesa, skrifa og reikna. Mamma fylgdist vel með fréttum, las blöðin eins lengi og hún gat og hlustaði mikið á útvarpið. Þegar mamma var um tvítugt fluttist fólkið hennar á Ströndina. Þar kynntist hún pabba, Hannesi Kristjánssyni, og hófu þau bú- skap. Í Brunnastaðahverfi var kjarni fólks sem tengdist þeim, foreldrar og systkini þeirra beggja ásamt frændfólki, vinum og kunningjum. Hún er ein af þeim síðustu af þessari kynslóð sem nú kveður, gamla fólkið í hverfinu hefur jafnt og þétt verið að kveðja á síðustu árum. Pabbi lést árið 2000 og var það henni mjög erfitt enda höfðu þau verið gift frá unga aldri, alið upp 5 börn og mig síðan í framhald- inu. Hún bjó áfram í Sætúni ásamt Láru, Beggu og Grétari sem eiga miklar þakkir skildar fyrir að sinna henni af mikilli kostgæfni eins lengi og hún gat verið heima. Mig langar að þakka henni samfylgdina með einni af bænun- um sem hún kenndi mér. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Hvíl í friði, mamma mín. Anna Kapitola. Elskuleg amma okkar er dáin, 89 ára að aldri. Hún var búin að vera lasin lengi og það er huggun harmi gegn að vita nú af henni í faðmi afa uppi á himnum, lausri við þjáningar. Amma og afi bjuggu á Vatnsleysuströnd og þar fengum við systkinin að kynnast sveitalífi, í mikilli nálægð við þéttbýlið. Við fengum að leika við hundana og halda á litlu lömb- unum á vorin, tókum þátt í hey- skapnum, smölun og réttum. Við lékum okkur í fjörunni og fórum á sleða í hólunum á túninu. Allt fannst okkur þetta ótrúlega skemmtilegt og minningar um þessar heimsóknir til ömmu og afa eru mjög dýrmætar. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þeirra á Ströndina. Það sem stendur upp úr snýr helst að öllu góðgætinu sem við fengum hjá henni ömmu. Hún sendi afa alltaf út í bílskúr að sækja appelsín handa okkur og eldhúsborðið var hlaðið kökum og öðrum kræsing- um. Remi-kexið góða er uppá- haldskex okkar systkinanna því við fengum alltaf svoleiðis hjá ömmu. Á jólunum röðuðum við svo í okkur konfekti. Amma lagði mikið upp úr því að halda heim- ilinu snyrtilegu og það var alltaf svo hreint og fínt hjá þeim. Hún var okkur systkinunum einstak- lega blíð og góð, strauk um vanga, brosti til okkar og sagði að við systurnar værum með svo fal- legt hár. Við endum þessi minningarorð um yndislega ömmu á fallegri bæn, þeirri sömu og við kvöddum afa með. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Hanna María, Guðni Þór og Berglind Gréta. Anna Sigríður Kristmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hjartans kveðjur og knús, elsku amma. Guðbjörg Anna og Þórdís Amalía Haraldsdætur. ✝ Bragi Eiríks-son fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1936. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 6. sept- ember 2013. Bragi var sonur hjónanna Eiríks Kristjánssonar, f. 11. mars 1889, d. 16. júní 1949 og Sigríðar Guð- mundsdóttur, f. 23. júlí 1903, d. 30. mars 1959. Systkini Braga eru: Guðmunda Sigríður, f. 1929, Óskar, f. 1930, Lilja Guð- rún, f. 1932, Dagbjört, f. 1934, látin, Hulda, f. 1939, Fríða, f. 1947. Bragi kvæntist Málfríði Helgu Jónsdóttur, f. 27. des. 1939, þau skildu. Synir þeirra eru Jón Helgi, f. 11. des. 1967, maki Margrét Jónsdóttir, f. 18. júlí 1968 og Freyr, f. 20. nóv. 1969, maki Hall- dóra Brynj- arsdóttir, f. 28. feb. 1970. Barnabörn Braga eru 10 og eitt barnabarnabarn. Bargi ólst upp í Reykjavík. Hann fór ungur að heiman og vann ýmis störf til ársins 1961 er hann hóf að keyra leigubifreið og starfaði við það til ársins 2009. Útför Braga fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 13. sept- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 15. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku pabbi og tengdapabbi, far þú í friði. Jón Helgi og Margrét. Lífsklukka Braga Eiríkssonar tifar ekki lengur, síðasta kornið er fallið úr stundaglasi hans. Hér verða lífshlaupi hans ekki gerð skil, heldur viljum við þakka honum samfylgdina á síðastliðn- um áratugum. Kynni okkar hóf- ust á vordögum 1978 þegar við komum til starfa á Bæjarleiðum og hann var einn af gamla kjarn- anum á stöðinni, hóf þar störf sem bifreiðastjóri 1961, sex árum eftir stofnun hennar. Á árum áður var hann mjög virkur í íþróttastarfi innan stöðv- arinnar, var t.d. í handboltaliðinu og æfði fótbolta. Árið 1997 fluttist Bragi í hús- næði okkar og tókust þá nánari kynni sem leiddi til traustrar vin- áttu. Í febrúar greindist hann með illvígan sjúkdóm sem enga mis- kunn sýndi, en réðist af hörku á orkustöðvar líkamans, svo að síð- ustu var hann þrotinn að kröftum og þá var sjónvarpið eina afþrey- ingin, enginn fótboltaleikur fór fram hjá honum. Það var mikið frá honum tekið þegar hann gat ekki lengur sest inn í bílinn sinn, farið niður að Sundahöfn, dáðst að skemmti- ferðaskipunum og lífinu þar í kring, eða vestur að Gróttu, horft til hafsins sem hann ungur drengur heillaðist af og keypti bát fyrir fermingarpeningana. Að kvöldi 5. þ.m. kom Bragi sárþjáður til okkar og var fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést sól- arhring síðar að sonum sínum við- stöddum, sáttur við Guð og menn. Minning um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar. Hvíldu í friði, kæri vinur. Sonum hans, systkinum og fjölskyldum þeirra vottum við samúð okkar. Guðbjörg og Hörður. Bragi Eiríksson ✝ Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR fyrrum húsfreyja, Öngulsstöðum, lést föstudaginn 6. september. Jarðsungið verður frá Munkaþverárkirkju mánudaginn 16. september kl. 13.30. Sigurgeir Halldórsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Halldór Sigurgeirsson, Sigríður Ása Harðardóttir, Jóna Sigurgeirsdóttir, Lúðvík Gunnlaugsson, Snæbjörg Sigurgeirsdóttir, Friðrik Friðriksson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR ÞORKELSSON forstjóri, Hamrahlíð 29, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 7. september. Jarðarförin fer fram frá Guðríðarkirkju, Grafarholti, þriðjudaginn 17. september kl. 15.00. Lýdía Þorkelsson, Oddur Carl Einarsson, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Rannveig Alma Einarsdóttir, Ellert Kristján Steindórsson, Gunnlaug Helga Einarsdóttir, Helgi Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA H. STEPHENSEN, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 4. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafía G. Leifsdóttir, Einar S. Guðmundsson, Hannes L. Stephensen, Anna Guðlaugsdóttir, Ásdís Leifsdóttir, Hanna H. Leifsdóttir, Guðmundur H. S. Guðmundsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARÍA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Tangagötu 19, Ísafirði, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði mánudaginn 9. september, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 14. september kl. 11.00. Hólmberg Guðbjartur Arason og aðrir ástvinir. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, ÓSKAR VIGFÚSSON, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu Hafnarfirði miðvikudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 20. september kl. 11.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Elín Kristjánsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÓLÖF SNORRADÓTTIR frá Stóru-Gröf, lést á Dvalarheimili Sauðárkróks miðviku- daginn 11. september. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNSTEINN STEFÁNSSON, Holtateigi 46, Akureyri, áður bóndi í Stóra-Dunhaga, Hörgárdal, lést föstudaginn 6. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 17. september kl. 13.30. Halldóra Snorradóttir, Þórlaug Arnsteinsdóttir, Jóhann Þór Halldórsson, Sigrún Arnsteinsdóttir, Jóhannes Axelsson, Árni Arnsteinsson, Borghildur Freysdóttir, Hulda Steinunn Arnsteinsdóttir, G. Ingibjörg Arnsteinsdóttir, Þórður Ragnar Þórðarson, Unnur Arnsteinsdóttir, Friðrik Sæmundur Sigfússon, Heiðrún Arnsteinsdóttir, Friðjón Ásgeir Daníelsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.