Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er hætt við að einhvers konar
deilur komi upp á milli þín og maka þíns eða
náins vinar í dag. Varastu flókinn mála-
tilbúnað því einfaldleikinn er áhrifamestur.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er hætt við að þú verðir svikinn eða
prettaður í dag. En nautið er ekki mikið fyrir
að framkvæma án vandlegrar umhugsunar.
Vertu í góðu sambandi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert fullur vellíðunarkenndar og
nýtur þess að umgangast vini og vandamenn.
Reyndar mun þig langa að leyna einhvern
einhverju bara til að fá ekki höfnun.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Veltu vandlega fyrir þér tilboði, sem
þú færð á næstunni. Láttu engan hafa svo
mikil áhrif á þig að þú gerir eitthvað sem
stangast á við réttlætiskennd þína.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert í miklu stuði til að tala núna, þótt
það sé betra að hlusta, sérstaklega á það
sem ekki er sagt. Snúðu þér að nútíðinni og
láttu reynslu þína verða þér til góðs.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Fáðu utanaðkomandi álit á því sem þú
ert að fást við. Morgundagurinn verður hag-
stæðari en dagurinn í dag en það væri þó
best ef þú gætir beðið fram á laugardag með
að taka ákvörðun.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gerðu upp við þig hvað þú vilt fá út úr til-
teknu sambandi. Forðastu þó að skuldbinda
þig til nokkurs fyrr en í kvöld eða á morgun.
Broslegu hliðarnar og hláturinn lengja lífið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það getur stundum tekið á að
velja milli þess sem rétt er og rangt. Gættu
að framkomu þinni því aðrir gætu tekið sér
hana til eftirbreytni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér tekst að hafa áhrif á náung-
ann í dag, ekki síst vegna eldmóðs síns. Vertu
opinn fyrir því að breyta til ef tækifæri býðst.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þeir eru til sem vilja mikið til vinna
að koma þér úr jafnvægi og hleypa þér upp.
Dómgreind þín í fjármálum er ekki upp á
marga fiska núna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Vertu næmur og kátur í sam-
skiptum og samböndin verða jákvæð. Lífið er
of stutt til að hunsa ævintýrahvötina. Víðsýni
þín og innsæi í dag er ótrúlega mikið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú lest eitthvað í blaði eða tímariti í
dag sem getur bætt heilsu þína og útlit.
Gerðu þitt besta í stöðunni og láttu það
fréttast að þú sért tilbúinn í hvað sem er.
Útsynningurinn heldur áframað lemja rúðurnar og gengur
á með hryðjum, þegar þetta er
skrifað. Nýkomnum úr Dölum
vestur með vísnavinum og hagyrð-
ingum rifjast upp fyrir mér staka
eftir Friðjón Þórðarson ráðherra
og þingmann þeirra Dalamanna:
Haustsins komu kenna má,
kólna raddir blíðar;
nú er Esja orðin grá
ofan í miðjar hlíðar.
Friðjón var ráðherra í rík-
isstjórn Gunnars Thoroddsens í
andstöðu við þingflokk Sjálfstæð-
isflokksins og varð því að víkja af
fundum þegar málefni stjórn-
arandstöðu voru rædd. Í anddyri
þinghússins rétti hann Ólafi G.
Einarssyni þennan miða:
„Þingflokksformaður – kem
ekki í dag 23/3 81“ Og síðan:
Ég bið að heilsa heim í ríki þitt,
er hnígur sól í vetrarskautið sitt; –
þó kuldinn næði enn um okkar land
mun aftur grænka túnið þitt og mitt.
Ólafur hefur sagt frá því, að á
sínu fyrsta kjörtímabili 1971-1974
hafi hann setið við saman borð og
þeir Matthías Á. Mathiesen, Jón
Árnason og Friðjón Þórðarson í
þingflokksherbergi Sjálfstæð-
isflokksins. Vorið 1974 kaus Ólaf-
ur Jóhannesson forsætisráðherra
að rjúfa þing til að forða stjórn
sinni frá vantrausti og Sjálfstæð-
isflokkurinn vann sinn stærsta
kosningasigur frá stofnun lýðveld-
is. Lengi var þrefað um stjórn-
armyndun og fundir langir og
strangir í þingflokksherbergjum.
En svo fór að rofa til og ljóst varð,
að mynduð yrði ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
undir forystu Geirs Hallgríms-
sonar. Á þeim dögum rétti Friðjón
Ólafi G. bréfmiða yfir borðið sem
á stóð:
Léttist ok í óskabyr,
eyðist þoka blekkinganna.
Við höfum mokað flórinn fyrr
að ferðalokum vinstri manna.
Einhverju sinni orti Helgi Selj-
an til Friðjóns:
Fáum hef ég fremri kynnst,
fjári snjall og iðinn;
eini gallinn, að mér finnst,
íhaldssjónarmiðin.
Friðjón svaraði:
Helgi bindur brag í myndum,
brestur hroka,
eina syndin að hann blindar
austanþoka.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hugsað til Friðjóns
Þórðarsonar
Í klípu
„JÁ - EN BARA TIL AÐ
KENNA HONUM LEXÍU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MIG VANTAR 148 KORT SEM Á STENDUR:
„LÁTTU ÞÉR BATNA FLJÓTT“.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... Gleðin við að velja
nafn á fyrsta barnið
ykkar.
EKKI SPARKA
Í ODDA!
ÞÚ RÆÐUR.
BORÐ FYRIR
FJÓRA, TAKK.
VITASKULD,
HERRA ... MUNU HINIR
ÞRÍR GESTIRNIR
SLÁST Í HÓPINN
FLJÓTLEGA?
NEI, ÉG ER
EINN ...
... EN ÉG
ER MJÖG
SVANGUR!
Víkverji á aðeins góðar minningarum flug með Icelandair en sjald-
an hefur hann átt eins ánægjulega
stund á leið til landsins og sl. þriðju-
dagskvöld þegar hann var truflaður
við að horfa á bíómynd: Þetta er
flugstjórinn sem talar. Ísland var
rétt í þessu að vinna Albaníu 2:1.
x x x
Víkverji reyndi að stökkva upp úrsætinu við tíðindin en sætisólin
hélt honum niðri. Hins vegar fagnaði
hann að hætti hússins með hressi-
legu hrópi, enn sannfærðari en áður
um að Ísland færi í lokakeppni
heimsmeistaramótsins í fótbolta, ef
ekki næsta sumar, þá í næstu
keppni. Eða þar næstu. Eða …
x x x
Þegar Víkverji komst í tölvu fórhann yfir gang mála á mbl.is og
las svo Moggann á spjaldtölvunni
áður en blaðið var borið út morg-
uninn eftir. Kom víða við þann dag-
inn og alls staðar var Leikurinn með
stóru L-i helsta umræðuefnið. Það
höfðu allir fylgst með Leiknum og
allir höfðu skoðun á Leiknum og
frammistöðu leikmanna.
x x x
Í hádegisfréttum Bylgjunnar sl.miðvikudag var sagt að í net-
heimum hefðu Leikurinn, frábær
frammistaða íslensku leikmannanna
og úrslitin fallið í skuggann fyrir
sjónvarpsviðtali Adolfs Inga Erl-
ingssonar, Dolla, við landsliðsþjálf-
arann Lars Lagerbäck vegna þess
að það hefði farið fram á sænsku.
Víkverji tekur hins vegar hatt sinn
ofan fyrir Dolla fyrir að gefa þjálf-
aranum færi á að tjá sig á móðurmáli
sínu. Þó að maðurinn komi sérlega
vel fyrir kemur hann skoðunum sín-
um örugglega betur frá sér á
sænsku en á öðrum tungumálum, en
lykilatriði er að þýðing fylgi.
x x x
Í gærkvöldi var nær uppselt á leikÍslands og Kýpur á Laugardals-
vellinum 11. október. Áhugi á síðasta
leiknum er einnig mikill en Ferða-
skrifstofurnar ÍT-ferðir og VITA
Sport hafa skipulagt ferðir á leikinn
við Noreg á Ullevaal-leikvanginum í
Ósló 15. október. víkverji@mbl.is
Víkverji
Allra augu vona á þig, þú gefur þeim
fæðu þeirra á réttum tíma, lýkur upp
hendi þinni og seður allt sem lifir með
blessun. (Sálmarnir 145:15-16)
falleg minning á fingur
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
16
6
6
Giftingarhringar