Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 19

Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Borgarráð frestaði á fundi sínum í gær að fjalla um umsókn Félags múslima á Íslandi um lóð fyrir mosku við Suðurlandsbraut 76 en til vara við Suðurlandsbraut 72. Þegar þetta lá fyrir lagði Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi VG, fram bókun þar sem hann mót- mælti frestuninni harðlega. „Borg- arráðsfulltrúi VG bjó sig undir að fagna því að borgarráð afhenti Fé- lagi múslima á Íslandi byggingar- lóð undir mosku í Reykjavík eins og lagt var til. Þar með hefði lokið 14 ára bið sem hefur reynt á þolrif fé- lagsmanna. Engin lóðaumsókn trú- félags í Reykjavík hefur beðið jafn- lengi og stofnanir á borð við eftirlitsnefndir Evrópuráðsins gegn kynþáttamisrétti og banda- ríska utanríkisráðuneytið hafa lýst áhyggjum sínum vegna málsins og stjórnardeild lýðræðis-, mannrétt- inda- og atvinnumála í Bandaríkj- unum hefur leitt líkum að því að þessi langi afgreiðslutími borgaryf- irvalda stafi af fordómum gagnvart múslimum,“ segir m.a. í bókuninni. Langt væri síðan búddistar hefðu fengið loforð um lóð við Rauðavatn, rússneska rétttrúnaðarkirkjan um lóð við Mýrargötu og ásatrúarmenn í Öskjuhlíð. Þá hefði þjóðkirkjan fengið gjaldfrjálsar lóðir eða lóðir án kvaða um gatnagerðargjöld. Um réttmæti þessa mætti deila en á hinn bóginn mætti færa rök fyrir því að trúfélögin fjögur njóti sömu kjara. Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar bentu á móti á að afgreiða ætti málið á næsta fundi og ef óskað væri eftir frestun mála í ráðinu væri orðið við því. Morgunblaðið/Kristinn Fasta Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, bauð meðlimum í félögum múslima á Íslandi til kvöldverðar við lok ramadan sumarið 2011. Fresta umræðu um mosku um viku  Bent á að málið hafi beðið í 14 ár Heildarlaun félagsmanna í VR hækkuðu um 6,9% á milli ára, það er frá janúar 2012 til janúar 2013. Grunnlaun hækkuðu um 7,5% á sama tímabili. Kjarasamnings- bundnar hækkanir námu 3,5% á sama tíma. Launakönnun VR leiddi þetta í ljós. Hækkunin er ívið meiri en hækkun launavísitölu Hagstof- unnar á sama tíma, að því er segir á heimasíðu VR. „Kaupmáttur heildarlauna jókst um tæp 3% á sama tímabili, en fé- lagsmenn í VR hafa sagst vilja leggja höfuðáherslu á að efla kaupmátt launa sinna. Launamunur kynjanna helst óbreyttur milli ára og stendur í 9,4% en barátta VR fyrir jafnrétti hefur skilað umtalsverðum árangri til lengri tíma. Í upphafi árs var kynnt ný leið, Jafnlaunavottun VR sem ætluð er til að ná enn betri ár- angri í þeirri baráttu,“ segir í frétt VR. Þar er bent á að samkvæmt upp- lýsingum á vef Hagstofunnar hækk- aði launavísitalan um 5% frá janúar 2012 til janúar 2013. Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 4,2% á sama tíma og jókst kaupmáttur heildarlauna fé- lagsmanna VR því um 2,7% á tíma- bilinu. Launamunur kynjanna reyndist vera óbreyttur á milli ára. Kynbund- inn munur er 9,4% en munur á heild- arlaunum 15,4%. „Til samanburðar má nefna að munur á launum kynjanna hjá hinu opinbera, eins og fram kom í nýlegri könnun BSRB, er 27% þegar litið er til heildarlauna en kynbundinn munur er 11,4%. Launa- munurinn hefur dregist mikið saman hjá VR á undanförnum árum, árið 2000 var kynbundinn munur 15,3% en er eins og áður sagði nú 9,4%. Munur á heildarlaunum var 20,4% en er núna 15,4%.“ VR kynnti í upphafi þessa árs Jafnlaunavottun VR en hún er tæki fyrir atvinnurekendur til að tryggja að konur og karlar fái sömu laun fyr- ir sömu vinnu. Jafnlaunavottunin byggist á viðurkenndri aðferðafræði og samræmdum viðmiðum. Með henni geta vinnuveitendur uppfyllt skilyrði jafnlaunastaðals Staðlaráðs Íslands. gudni@mbl.is Heildarlaun VR-fólks hækkuðu um 6,9%  Kaupmáttur heildarlauna jókst um tæp 3% á einu ári Morgunblaðið/Árni Sæberg VR Fullgildir félagsmenn VR eru hátt í 30 þúsund talsins. Margir þeirra vinna við verslunarstörf og skrifstofustörf. Konur eru um 60% félagsmanna. Launakönnun VR » Grunnlaun félagsmanna VR eru að meðaltali 473 þúsund á mánuði en heildarlaun 507 þúsund að meðaltali. » Vinnutími kvenna hefur lengst eftir hrun en vinnutími karla staðið í stað. » Vinnuvikan er að meðaltali 43,5 klukkustundir, karlar vinna 45,1 klukkustund. en konur 42,1 klukkustund á viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.