Morgunblaðið - 13.09.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.09.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Þó að Jón Þór Ólafsson píratitreysti sér ekki til að nota hefðbundin ávarpsorð á Alþingi fékk hann orðið þar í gær. Ekki er víst að þeir sem göbbuðu þingið til að samþykkja aðild- arumsóknina fyrir fjórum árum og hafa síðan haldið því fram að henni fylgi engin aðlögun hafi fagnað þessu.    Píratinn Jón Þórbyrjaði á að segja að Píratar væru fylgjandi því að kosið væri um hvort ferlinu skyldi haldið áfram en sagði svo: „Í aðdraganda kosninga þá áttum við Píratar fund með aðalsamningamanni Íslands við Evrópusambandið og þar var útlistað fyrir okkur að það væri verið að opna ákveðna pakka, semja um þá, breyta lögum á Ís- landi til þess annars vegar að að- laga lög á Íslandi samningnum sem við nú þegar erum aðilar að um Evrópska efnahagssvæðið, en hins vegar væri líka verið að opna pakka og aðlaga lög Íslands að lög- um Evrópusambandsins. Þannig að þetta er aðlögunarferli, ekki bara samninga- og aðildarviðræðuferli.“    Nú eiga áköfustu aðildarsinn-arnir tvo kosti. Þeir geta haldið því fram að Jón Þór ljúgi þessu og að aðalsamn- ingamaðurinn svokallaði hafi aldrei sagt að um aðlögun hafi verið að ræða.    Eða þeir geta viðurkennt að ferl-ið sé aðlögunarferli og að þeir hafi allan tímann talað gegn betri vitund.    Hvorn kostinn ætli þeir taki? Jón Þór Ólafsson Viðurkenning á aðlögunarferli STAKSTEINAR Stefán Haukur Jóhannesson Veður víða um heim 12.9., kl. 18.00 Reykjavík 8 léttskýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 8 skýjað Nuuk 3 súld Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 17 léttskýjað Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 17 heiðskírt Lúxemborg 12 skýjað Brussel 16 léttskýjað Dublin 17 skúrir Glasgow 16 skúrir London 17 léttskýjað París 16 alskýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 heiðskírt Berlín 16 skýjað Vín 19 skýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 27 léttskýjað Madríd 27 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 17 skýjað Montreal 22 skýjað New York 29 léttskýjað Chicago 26 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:46 20:02 ÍSAFJÖRÐUR 6:48 20:10 SIGLUFJÖRÐUR 6:31 19:53 DJÚPIVOGUR 6:15 19:32 Hæstiréttur dæmdi í gær at- hafnamanninn Jón Ólafsson til að greiða Lands- bankanum hf. 2.255.432,96 sterl- ingspund, um 445 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Dómsmálið snerist um hvort Jón þyrfti að greiða lán sem félag hans, Jervistone, fékk hjá Sparisjóðnum í Keflavík til hluta- bréfakaupa. Áður hafði félagið verið dæmt til að greiða sömu skuld. Snemma árs 2006 óskaði Jón eftir því að Sparisjóðurinn í Keflavík lán- aði félagi í hans eigu allt að 4.500.000 sterlingspund, þá jafnvirði um 500 milljóna. Lánsfénu yrði öllu varið til kaupa á erlendum hlutabréfum, skráðum í Bretlandi og skyldu hluta- bréfin standa til tryggingar láninu og voru þau hlutabréf skráð á nafni Sparisjóðsins. Sparisjóður gekk ekki að veði Í málinu féllst Hæstiréttur ekki á að krafa Landsbankans væri niður fallin vegna þess að upphaflegur kröfuhafi lánsins, Sparisjóðurinn, hefði ekki gengið að hlutabréfunum þótt andvirði þeirra hefði lengi vel dugað til greiðslu lánsins. Var meðal annars vísað til hæsta- réttardómsins sem féll í mars þar sem leyst var úr ágreiningi Jervist- one og Landsbankans um sama lán. Þá hafi rök ekki staðið til þess að Landsbankinn glataði rétti sínum á hendur Jóni þótt bankinn hefði ekki kallað eftir frekari veðum eða inn- heimt kröfuna hjá Jervistone eftir að hún féll í gjalddaga. Að lokum hefði Jón ekki sýnt fram á að það hefði verið forsenda ábyrgð- arloforðs hans að handveðsett hluta- bréf stæðu ávallt undir endurgreiðslu lánsins á gjalddaga. Greiði 445 millj- óna skuld Jón Ólafsson  Notaði lánið til að kaupa hlutabréf „Þetta verður tekið til umræðu. Lengi hefur verið þrýst á að fá þessa brú,“ segir Magnús Valur Jóhanns- son hjá Vegagerðinni um áskorun Húnvetninga og Borgfirðinga á Vegagerðina um að brúa Norð- lingafljót á Hólmavaði. Brúarsmíðin er ekki komin á áætl- un en málið verður tekið til skoðunar hjá Vegagerðinni. Magnús Valur segir að umræðan um brúna sé ekki ný af nálinni. Hing- að til hafi það strandað á fjármunum og einnig forgangsröðun svo unnt væri að ráðast í framkvæmdir. Hann bendir hins vegar á að brúarsmíðin sé ekki mjög kostnaðarsöm, sé tekið mið af öðrum framkvæmdum. Áin yfir Norðlingafljót er einungis fær jeppum yfir sumartímann. Ef hún yrði brúuð verður leiðin til- tölulega greið upp á Arnarvatnsheiði að sunnan. thorunn@mbl.is Brúargerð strandar á fjárskorti Brú yfir Norðlingafljót ARNARVATNSHE I Ð I Arn arv atn sve gu r (F 578 ) No rðl ing afl jót No rðl ing afl jót StrúturHálsa- sveitarvegur (523) Hátunga Eiríksjökull LangjökullGrunnkort/Loftmyndir ehf. Hvítá Víðgelmir Surtshellir Hallmundarhraun ARNARVATNSHE I Ð I Úlfsvatn Arnarvatn stóra Hæðarsporður Fyrirhuguð brú yfir Hólmavað Meirapróf Næsta námskeið hefst 18.september 2013 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.