Morgunblaðið - 13.09.2013, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Nýr íslenskur GSM-miðunarbún-
aður til að staðsetja síma sannaði
ótvírætt gildi sitt í fyrrakvöld við leit
að manni sem var villtur á Hrúts-
fjalli milli Svínafellsjökuls og
Skaftafellsjökuls.
Slæmt veður var á svæðinu. Þyrla
Landhelgisgæslunnar TF-GNA var
kölluð út kl. 19.56 og var hún komin
á staðinn upp úr kl. 22. GSM-
miðunarbúnaðurinn var í þyrlunni
og tókst eftir nokkra stund að miða
út staðsetningu mannsins og þar
með að þrengja leitarsvæði björg-
unarsveitarmanna verulega.
Skv. upplýsingum Hrafnhildar
Brynju Stefánsdóttur, upplýsinga-
fulltrúa Gæslunnar, hafði það úr-
slitaþýðingu í leitinni að maðurinn
sendi frá sér textaskilaboð þar sem
hann lét vita af því að hann hefði
heyrt greinilega í þyrlunni kl. 22.28.
Fékk áhöfn þyrlunnar þær upplýs-
ingar og gat hún þar með samræmt
leiðsögugögn þyrlunnar við tíma-
setningu skilaboðanna. Þar með var
miðuð út áætluð staðsetning manns-
ins og leitarsvæðið þrengt umtals-
vert.
Björgunarsveitarfólk Slysavarn-
arfélagsins Landsbjargar hélt á
svæðið og fannst maðurinn kl. 01.15
á stað sem er aðeins um 0,3 sjómílur
suðsuðvestur af þeim stað sem mið-
aður var út með búnaðinum í þyrl-
unni. Maðurinn var kaldur og hrak-
inn og var hann fluttur með
björgunarsveitarmönnum til
byggða.
Samvinna um notkun mið-
unarbúnaðarins mikilvæg
Unnið hefur verið að þróun og
prófunum tækisins undanfarin tvö
ár en það er hugbúnaðarfyrirtækið
Rögg ehf. sem hefur borið hita og
þunga af þróun kerfisins. Einnig
hefur Landsvirkjun komið að þróun-
inni en hugmyndina fékk Óskar Val-
týsson, fjarskiptastjóri hjá Lands-
virkjun, þegar hann fylgdist með
umfangsmikilli leit fyrir tveimur ár-
um.
Baldvin Hansson, hjá Rögg, segir
að farin hafi verið prófunarflug með
tækið með Landhelgisgæslunni og
nú sé þróun þess komin á það stig að
ganga þurfi frá hvernig það verði
notað í framtíðinni við leit og björg-
un en tækið verður í höndum Gæsl-
unnar. „Það þarf samvinnu á milli
Landhelgisgæslunnar og leitaraðila
eins og Landsbjargar og símafélag-
anna til þess að nota búnaðinn. Sam-
vinna þessara þriggja aðilar er mik-
ilvæg og hefur verið lagður ágætur
grunnur að því,“ segir hann.
Baldvin segir að á jaðarsvæðum
GSM kerfisins og á svæðum utan
þess feli notkunarmöguleikar bún-
aðarins í sér algera byltingu. Hann
geti líka komið að notum á þéttbýlli
svæðum sem hreyfanlegur GSM-
sendir þó að þar séu einnig notaðar
hefðbundnar aðferðir símafélaganna
til að miða út farsíma.
Skilyrði fyrir notkun tækisins er
að sá sem leitað er að sé með kveikt
á farsíma. Skv. upplýsingum Gæsl-
unnar er um að ræða færanlega
GSM-móðurstöð með fylgibúnaði
sem staðsett er í þyrlu. Með bún-
aðinum sé hægt að staðsetja þann
týnda með töluverðri nákvæmni á
skömmum tíma. Flogið er með stöð-
ina um leitarsvæðið og búin til GSM-
þjónusta til þess að vekja símann, ef
kveikt er á honum. Hefur hann sjálf-
krafa samband við GSM-kerfið í
þyrlunni. Er síminn miðaður út og
þá eru leitaraðilar komnir með stað-
setningu.
Að sögn Baldvins er unnt að
þrengja leitarsvæði með mikilli ná-
kvæmni við réttar aðstæður en allt
leitarsvæðið undir þyrlunni er 30
kílómetra radíus. Í kynningu á tæk-
inu kemur fram að staðsetja má
síma á svæði sem er á stærð við
knattspyrnuvöll.
Fimm metra skyggni
Baldvin var í leitaráhöfn þyrl-
unnar í fyrrakvöld og segir að sam-
vinna skipti mestu máli. ,,Það var
fimm metra skyggni á jörðu niðri og
björgunarsveitarmenn að berjast
þar áfram. Það munaði þá gríðarlega
miklu að fá staðsetningaráætlun frá
þyrlunni, sem gat verið fyrir ofan
allt þetta.“
Aðspurður segir Baldvin ekki vit-
að til þess að sambærilegur búnaður
hafi verið þróaður annars staðar.
Bylting fyrir leit og björgun
Nýr íslenskur búnaður sem miðar út staðsetningu síma skipti sköpum við leit að týndum ferða-
manni í fyrrakvöld Hægt að staðsetja farsíma með mikilli nákvæmni utan farsímakerfa
Ljósmynd/Baldvin Hansson
Tækið prófað Hrannar Sigurðsson og Teitur Gunnarsson, starfsmenn flugdeildar Landhelgisgæslunnar, við prófun
miðunarbúnaðarins. Gæslan hefur unnið með sérfræðingum Röggvar að þróun og prófunum miðunarbúnaðarins.
Nýtt snjallsímaforrit sem Veð-
urstofan hefur sent frá sér, svo-
kallað veðurapp, gerir not-
endum kleift að skoða
veðurspár í snjallsíma á auð-
veldan hátt. Í appinu er hægt að
skoða viðvaranir Veðurstof-
unnar eða fá þær sendar beint í
símann.
Notkun appsins getur skipt
gríðarlega miklu máli fyrir
ferðamenn sem eru utan alfara-
leiðar eða á hálendinu, ekki síst
fyrir útlendinga sem fara
kannski síður en íslenskir ferða-
menn inn á vefsíðu Veðurstof-
unnar vedur.is til að fylgjast
með veðurspám. Þeir geta feng-
ið viðvaranir Veðurstofunnar
beint í símann sinn. Þetta segir
Sigurjón Magnússon, verkfræð-
ingur á Veðurstofu Íslands.
,,Ég veit að það er mikill
áhugi hjá ferðaþjónustunni á
þessu til að tryggja öryggi út-
lendinga,“ segir hann.
Hægt er að velja á milli ís-
lensku og ensku við notkun
appsins en Veðurstofan gefur
fljótlega út leiðbeiningar um
notkun þess á ensku. Ef kveikt
er á staðsetningarkerfinu GPS í
símanum sýnir snjallsíma-
forritið sjálfkrafa veðurspá þar
sem notandinn er staddur. Fyrir
þá sem vilja ekki hafa kveikt á
GPS er auðvelt að velja eigin
svæði og festa á upphafsskjá,
skv. upplýsingum Veðurstofu.
Fá viðvaranir
sendar beint
í símann
NÝTT VEÐURAPP
Veðurapp Kortaspá birtir staðar-
spár allra stöðva á gagnvirku korti.
Skaftafellsjökull
Loftmyndir ehf.
VATNAJÖKULL
Sk
ei
ða
rá
rjö
ku
ll
Sí
ðu
jö
ku
ll
Ö
ræ
fa
jö
ku
ll
Skeiðarársandur
Jökulsárlón
Höfn
Sk
af
ta
fel
lsj
ök
ull
Skaftafell
Sv
ína
fel
lsj
ök
ull
Tungnafellsjökull
Þyrluáhöfn miðar út stað-
setningu símans. Samkvæmt
því var hann hér kl. 22.28.
Maðurinn fannst
hér kl. 01.15.
Frestur til að senda athugasemdir
rennur út 20. september 2013
Kynntu þér málið á adalskipulag.is
AÐALSKIPULAG
REYKJAVÍKUR
2010-2030
Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 4. júní,
2013 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur
2010-2030, samkvæmt 31. gr. laga nr. 123/2010,
ásamt umhverfisskýrslu, sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006.
Athugasemdir Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30 gr.,
voru teknar til umfjöllunar í borgarráði þann 25. júlí,
2013 ásamt minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs
um viðbrögð Reykjavíkurborgar við athugasemdunum.
Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2010–2030
og er endurskoðun á aðalskipulaginu 2001–2024.
Endurskoðunin hefur staðið yfir undanfarin ár og
hefur falist í margvíslegri greiningarvinnu, mati
valkosta og samráði við íbúa og hagsmunaaðila.
Aðalskipulagstillagan er kynnt samhliða breytingum á
svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024,
sem nauðsynlegt var að ráðast í vegna endurskoðunar
á stefnu aðalskipulagsins. Athugasemdir Skipulags-
stofnunar, dagsettar 16. júlí 2013, eru lagðar fram
með aðalskipulagstillögunni, ásamt viðbrögðum
Reykjavíkurborgar við þeim, dagsettum 22. júlí 2013.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu og öðrum
fylgigögnum hefur legið frammi í þjónustuveri
Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð,
virka daga kl. 8:20 – 16:15, síðan 9. ágúst 2013 og
verður í kynningu til og með 20. september 2013.
Tillagan ásamt umhverfisskýrslu er einnig til sýnis á
Skipulagsstofnun, Laugavegi166, 3. hæð. Tillöguna
og önnur kynningargögn má nálgast á vefsvæðinu
adalskipulag.is
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og
athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til
Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14
eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en
20. september 2013. Vinsamlegast notið uppgefið
netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.
Megin breytingar frá gildandi aðalskipulagi:
Þéttari og blandaðri byggð
Minna landnám og minni landfyllingar
Vistvænni samgöngur
Ákveðnari verndun opinna svæða
Húsnæði fyrir alla
Skýrari kröfur um gæði byggðar