Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hallgrímur Helgason sameinar þau listform sem hann hefur unnið til skiptis með, myndlist og bók- menntir, á sýningunni Íslensk bók- menntasaga IV bindi, sem opnuð verður í dag klukkan 17 í Tveimur hröfnum – listhúsi, á horni Nönnu- götu og Baldursgötu. Þar birtist svarthvítur heimur bókmenntanna, í málverkum af mörgum þekktustu rithöfundum þjóðarinnar á 20. öld – þeir birtast í írónískum meðförum Hallgríms. Þegar Hallgrímur er spurður að því hvort þátttaka hans í Bók- menntahátíð í Reykjavík felist að þessu sinni í því að birta íslenska bókmenntasögu í málverkum, þá segir hann að það líti út fyrir það. „Sýningin hittir svona skemmti- lega á en það var reyndar ekki út- pælt,“ segir hann. „Eigendur gall- erísins komu til mín í vor, sáu þetta verk og báðu mig um heila sýningu, segir hann og bendir á verkið sem er samnefnt sýningunni. Það er unnið út frá þekktri ljósmynd af Halldóri Laxness á Nóbelshátíðinni í Stokk- hólmi, þar sem hann er umkringdur ungum stúdínum í fallegum kjólum. Í útgáfu Hallgríms eru stúlkurnar kollegar hans, þau Gunnar Gunn- arsson, Þórbergur Þórðarson, Guð- rún frá Lundi, Steinn Steinarr og Davíð Stefánsson. Ásjónur þessarra höfunda má sjá á fleiri verkum sýn- ingarinnar, ásamt Torfhildi Hólm og skáldkonunni sem kallaði sig Huldu. „Þessa Nóbelshátíðarmynd málaði ég í fyrra og hún var kveikjan að sýningunni. Hin verkin komu öll í ár,“ segir hann. „Þetta er mjög feminísk mynd, eða hvað…“ bætir Hallgrímur við, þegar rætt er um frummyndina, og hlær. „Þessi mynd kom í hausinn á mér fyrir nokkrum árum þegar ég var að lesa ævisögur þessara höf- unda og sá að meira að segja Davíð fór í mínus yfir að fá ekki Nóbelinn. Það var mikið áfall fyrir hann. Þá kom upp í mér prakkarinn og þessi mynd varð til. Mér fannst þetta vera uppsúmmering á fjórða bindi Bók- menntasögunnar. „Þeir samgleðjast nú reyndar líka,“ segir hann og horfir á „von- biðlana“ umhverfis Halldór; „þeir fá líka að punta sig og mæta í partí. Þetta er tilraun til sögulegra sátta.“ Varðandi nærveru Guðrúnar frá Lundi, sem var afar vinsæl á þessum tíma, segir Hallgrímur það hafa ver- ið uppgötvun fyrir sig að hafa loks- ins lesið hennar þekktustu bók, Dalalíf. „Ég var alinn upp við að þetta sé B-klassa höfundur, og vissulega las maður hana með einhverjum gler- augum, en það var ekki leiðinleg lesning. Guðrún er ótamið nátturuafl og verður að teljast einn af okkar stóru höfundum.“ Sumar hugmyndir öskra hærra Þau Guðrún og Halldór eru mest áberandi í þessari bókmenntasögu Hallgríms. Fyrir miðju sýning- arinnar er stórt málverk sem sýnir Halldór Laxness ungan halda á kerti, fyrir framan opnar dyr torf- bæjar – ekki við klaustrið í Clervaux þaðan sem myndin er upprunnin. „Ég sá hann fyrir mér koma út úr þúsund ára löngum bæjargöngum, út úr myrkrinu og kveikja ljósið í ís- lenskum bókmenntum.“ Verkið kall- ar Hallgrímur Ljós heimsins. „Þessar myndir af Guðrúnu kviknuðu svo eftir lestur Dalalífs. Þannig að þetta eru allt nokkurra ára gamlar hugmyndir. Það er nú gallinn að þegar maður málar ekki að staðaldri þá hlaðast upp hug- myndir og sumar öskra hærra út af lagernum en aðrar. Ég er að reyna að sinna þeim núna.“ Hér snýr Hallgrímur saman þess- um tveimur heimum sínum en um margra ára skeið hvarf myndlist- armaðurinn nokkuð í skugga rithöf- undarins, eða þar til hann sýndi í Gerðubergi í fyrra. „Ég fékk mér akrýlliti núna, var eiginlega kominn með ofnæmi fyrir olíulitum,“ segir hann. „Það er nær teikningunni, þornar allt á auga- bragði, og nær skrifunum kannski líka, ekki síst þar sem ég vinn allt í svart hvítu hér, þessum „litum rit- höfundarins“. Ég rak mig annars á það þegar ég fór að mála þessar stóru myndir að síðast þegar ég tók svona málara- skorpu voru hvorki farsímar né Fa- cebook. Það var ögn sjokkerandi uppgötvun. Ég lýg því reyndar, því ég málaði hið svokalla „ómálaða mál- verk“ árið 2007,“ segir hann og vísar í fræga mynd sem seld var á uppboði til styrktar UNICEF árið 2005 á 21 milljón króna, fé sem rann allt til hjálparstarfs. Verkið sem kom út úr því nefnist Guð á Sæbraut. „En það er nánast eina stóra verk- ið sem ég hafði málað á þessari öld. Þetta var því eins og að heimsækja gamlan vin að verða myndlist- armaður aftur. Í því var fólgin ánægjutilfinning. Kannski tekst mér að láta þetta flæða meira saman, skrifin og myndlistina, vera ekki alltaf með þetta í einhverjum hólf- um. Mála kannski bara fyrir hádegi og skrifa eftir hádegi.“ Farið fram sem málari En er það mögulegt, er það ekki allt of krefjandi heimur að vera á kafi í bókmenntaverki? Hallgrímur grettir sig við tilhugs- unina, segir síðan: „Jú, það er eig- inlega ekki mögulegt. Segjum þá að ég máli þrjá mánuði á ári. Þetta kall- ar á mig. En svo er hitt, og það finnst mér ánægjulegt og soldið furðulegt, að mér finnst mér hafa farið fram sem málari á meðan ég málaði ekki neitt. Ég á betra með að ná andlitum og svipbrigðum nú en áður. Fyrir fimmtán árum síðan hefði ég ekki ráðið við að mála þessi portrett.“ Þrátt fyrir að Hallgrímur byggi verkin öll á ljósmyndum, og sumum mjög þekktum, koma hans höfund- areinkenni og sýn sterkt í gegn. „Ég reyni auðvitað að ná svip fólksins en þetta er síðan svipað og þegar maður skrifar skáldsögur, persónurnar bera alltaf einhvern lit af höfundinum. Svo er aftur spurning hvort þessi verk séu bein portrett. Þau eru kannski frekar ímyndir. Sum skáld- anna voru líka ansi ómáluð. Ég vissi til dæmis ekki hvernig Hulda og Torfhildur litu út áður en ég dembdi mér í þetta. Annars má líka sjá hér hvaða höf- undar hafa talað sterkast til mín frá þessum tíma: Steinn, Davíð, Þór- bergur, Laxness… og svo þessi Guð frá Lundi. Svo er ég nú reyndar með Tómas á trönunum heima…“ „Tilraun til sögulegra sátta“  Hallgrímur Helgason opnar í dag sýningu sem hann kallar Íslensk bókmenntasaga IV bindi Morgunblaðið/Einar Falur Nóbelsskáldið Stúdínur hafa vikið fyrir kollegum Halldórs í málverki Hall- gríms sem er samnefnt sýningunni: Íslensk bókmenntasaga IV bindi. Ímyndir Hallgrímur Helgason við málverk sitt af Halldóri Laxness, Ljós heimsins. „Ég sá hann fyrir mér koma út úr þúsund ára löngum bæjargöngum, út úr myrkrinu og kveikja ljósið í íslenskum bókmenntum.“ LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Gullhálsmen Handsmíðað 14K, 2 iscon 26.000,- Gullhringur Handsmíðaður 14K, 2 iscon 45.700,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.