Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 43

Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 43
Safnar ekki frímerkjum Þegar Hrafn er inntur eftir áhugamálum getur hann þess fyrst að hann hefur engan áhuga á laxveiði, skotveiði, hestamennsku, ferðalögum né neinum íþróttum, hvaða nafni sem þær nefnast. En safnar hann frímerkjum? „Nei. Ég hef lengi svarað þess- ari spurningu svo að ég safni ekki frímerkjum – en ég hendi þeim ekki heldur. Sama er að segja um póstkort. Ég á því orðið töluvert af frímerkjum og póstkortum. Með þessu svari er ég einfald- lega að reyna að koma því til skila að ég er ekki ástríðusafnari á þessum sviðum. Ég get hins vegar ekki neitað því að ég hef fræði- legan áhuga á þessum fyr- irbrigðum sem þætti af menning- arsögunni. Frímerki og póstkort segja okkur nefnilega glettilega margt um söguna og tíðarandann, ef grannt er skoðað. Þess vegna hef ég svolítið verið að grúska á þessu sviði og skrifa greinar.“ Fjölskylda Eiginkona Hrafns er Sigurlaug Jóhannesdóttir, f. 24.9. 1945, myndlistarmaður. Foreldrar henn- ar voru Jóhannes Jóhannesson, f. 1906, d. 1967, skipstjóri á Ak- ureyri, og k.h., Margrét Páls- dóttir, f. í Hrísey 1914, d. 1960, húsfreyja. Fyrri kona Hrafns var Tuula Marja Lyyjynen, f. í Helsingborg, 29.8. 1941. Dóttir Hrafns og Tuulu er Gyða Kristín Hrafnsdóttir, f. 27.10. 1962, búsett í Svíþjóð. Börn Hrafns og Sigurlaugar eru Margrét Hrafnsdóttir, f. 25.4. 1975, söngkona, búsett í Reykja- vík og er sonur hennar Hrafn Davíð Pétursson, f. 2.6. 2001; Hall- grímur Hrafnsson, f. 29.4. 1977, búsettur í Reykjavík. Systkini Hrafns eru Guðrún Hallgrímsdóttir, f. 5.11. 1941, verkfræðingur í Reykjavík; Jakob Hallgrímsson, f. 10.1. 1943, d. 8.6. 1999, organisti og tónlistarkennari í Reykjavík; Jón Ármann Hall- grímsson, f. 5.10. 1947, d. 11.6. 1962; Valgerður Hallgrímsdóttir, f. 28.6. 1949, kennari í Reykjavík. Foreldrar Hrafns voru Hall- grímur J.J. Jakobsson, f. 23.7. 1908, d. 17.3. 1976, söngkennari í Reykjavík, og k.h., Margrét Árna- dóttir, f. 29.9. 1908, d. 31.7. 2002, húsfreyja. Úr frændgarði Hrafns Hallgrímssonar Hrafn Hallgrímsson Málfríður Benediktsdóttir húsfr. á Ketilsstöðum Magnús Bjarnason b. á Ketilsstöðum í Holtum Guðrún Magnúsdóttir húsfr. í Látalæti Árni Árnason b. í Látalæti í Landsveit Margrét Árnadóttir húsfr. Reykjavík Ingiríður Guðmundsd. húsfr. í Fellsmúla Árni Árnason b. í Fellsmúla Valgerður Ólafsdóttir húsfr. í Ánanaustum Valgerður Pétursdóttir húsfr. á Húsavík Jón Ármann Jakobsson kaupm. á Húsavík Hallgrímur J.J.Jakobsson söngkennari í Reykjavík Petrína Pétursdóttir húsfr. á Grímsstöðum, af Reykjahlíðarætt, bróðurdóttir Solveigar, móður ráðherranna Kristjáns og Péturs Jónssona Jakob Hálfdanarson b. á Grímsstöðum, einn stofnanda og framkvæmdastj. KÞ Áki Jakobsson alþm. og ráðherra Pétur Jakobsson yfirlæknir Aðalbjörg Jakobsdóttir húsfr. á Húsavík og Eyrarbakka Jakob Gíslason orkumálastj. Gísli Jakobsson arkitekt og skipu- lagsfræðingur í Kaupmannahöfn Guðrún Jakobsdóttir húsfr. á Ytra-Lóni á Langanesi Laufey Friðriksdóttir landstjórafrú á Bornei í Indónesíu Guðrún Pétursd. húsfr. í Fljótstungu Bergþór Jónsson b. í Fljóts- tungu Páll Bergþórss. fyrrv. veður- stofustj. Bergþór Pálsson Pétur Ó. Gíslason bæjarfulltr. í Ánanaustum Guðmundur Gíslas. sjóm. í Ánanaustum Guðrún Vigdís Guðmundsdóttir húsfr. í Rvík Sverrir Kristjánsson sagnfr. og rith. Málfríður Árnadóttir húsfr. á Bjalla í Landsveit Svanfríður Ingvarsdóttir húsfr. í Rvík Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona Soffía Sæmundsdóttir myndlistarkona Kristín Árnadóttir í Tryggvaskála Páll Árnason „pólití“ í Rvík Páll Kr. Pálsson organisti í Hafnarfirði Hrafn Pálsson tónlistarmaður ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Árni Pálsson prófessor fæddistá Hjaltabakka í Húnavatns-sýslu 13.9. 1878, sonur Páls Sigurðssonar, pr. í Gaulverjabæ, og k.h., Margrétar Andreu Þórð- ardóttur húsfreyju. Árni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín, systir Einars Benediktssonar skálds. Þau skildu barnlaus. Seinni kona Árna var Finnbjörg Kristófersdóttir frá Vind- ási í Landsveit og eignuðust þau fimm börn. Árni varð stúdent í Reykjavík 1897 og las sagnfræði við Kaup- mannahafnarháskóla. Hann var að- stoðarbókavörður á Landsbókasafn- inu 1911-19 og bókavörður þar 1919-31, kenndi við Verslunarskóla Íslands, MR og Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, var prófessor í sögu við Háskóla Íslands 1931-43 og sat í háskólaráði. Eftir Árna liggja engin tímamóta- verk í sagnfræði þó hann skrifaði Mannkynssögu handa æðri skólum, ásamt Þorleifi H. Bjarnasyni. En hann kom að ritstjórn ýmissa blaða, s.s. Þjóðólfs, Ingólfs og Vöku. Þá var hann ritstjóri Skírnis um skeið. Árni þótti einn skemmtilegasti maðurinn í Reykjavík á sinni tíð: Feitlaginn, fjölmenntaður heims- borgari, formfastur á yfirborðinu þó undir niðri kraumaði bóhemískur húmor. Hann á m.a. að hafa sagt að rónarnir kæmu óorði á brennivínið. Til er ógrynni skemmtilegra til- svara og athugasemda sem eftir honum hafa verið höfð. Hann vildi gjarnan hafa vín um hönd í góðra vina hópi, var eindreginn andstæð- ingur áfengisbannsins, og sat löngum á kaffi- og veitingahúsum bæjarins, einkum á Hótel Íslandi og Hótel Borg með Tómasi Guð- mundssyni, og á Ingólfskaffi í Al- þýðuhúsinu með Vilmundi land- lækni. Árni var afburða íslenskumaður, hélt mergjaðar tækifærisræður og var prýðilega hagmæltur. Hann þýddi t.d. meistaralega kvæðið Auld Lang Syne eftir Robert Burns (Hin gömlu kynni gleymast ei). Árni lést 7.11. 1952. Merkir Íslendingar Árni Pálsson 90 ára Kristín J. Ármann 85 ára Áslaugur Jóhannesson Gunnhildur Jónsdóttir María Kristinsson 80 ára Bjarni Sigfússon Gísli Halldór Jónasson Gunnhildur Magnúsdóttir Halldóra Björnsdóttir Helga Sólveig Bjarnadóttir Páll Jakobsson 75 ára Elsa Bjarnadóttir Guðrún Anna Benediktsdóttir Gunnar H. Sigurgeirsson Hildur Bjarnadóttir Hinrik Pálsson Kristinn Ólafsson Kristjana Össurardóttir Olga Þórdís Beck Vignir Erlendsson Þórir Ragnarsson 70 ára Bergþóra Björnsdóttir Birna Kristinsdóttir Bjarni Runólfsson Guðmundur Sæmundsson Helga Þuríður Jónsdóttir Ingvar J. Óskarsson Lillý Clouse Jónsson Margrét Geirsdóttir Nína Kristjánsdóttir Ólafur Jónsson Ólöf Markúsdóttir Sigríður Magnúsdóttir 60 ára Ásdís Guðmundsdóttir Eiríkur Kolbeinsson Guðmundur Þorvaldsson Halldór Jóhannesson Jenný Lovísa Lárusdóttir Leifur Vernharð Eiríksson Þorvarður Jón Guðmundsson 50 ára Alfreð Sigurjónsson Birgir Mikaelsson Hallfríður Snjáka Einarsdóttir Heimir Logi Gunnarsson Helga Kristjánsdóttir Ingunn Heiðrún Óladóttir Ívar Eiríksson Ívar Örn Arnarson Magnús Björgvin Guðgeirsson Margrét H. Þorsteinsdóttir Ragnar Róbertsson Vilhjálmur Bjarnason Örn Garðarsson 40 ára Arnór Steinar Einarsson Bjarni Einarsson Bjarni Magnús Gunnarsson Elvar Jónsson Ingibjörg Þorvaldsdóttir Margrét Linda Ólafsdóttir Mariusz K. Lesniewski María Guðjónsdóttir Sigrún Ragnarsdóttir Vilberg Geir V. Hjaltalín 30 ára Ásgeir Sigurður Ágústsson Elín Jakobína Valgerðardóttir Fannar Vilhelmsson Haraldur Þór Hammer Haraldsson Ívar Árnason Katrín Þrastardóttir Matthías Svansson Signý Rós Jónsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Kristrún ólst upp í Reykjavík, lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum Hraðbraut og stundar nám í félagsráðgjöf við HÍ. Maki: Stefán Örn Arn- arson, f. 1981, lögreglu- fulltrúi hjá sérstökum saksóknara. Sonur: Óliver Örn, f. 2012. Foreldrar: Hafþór Guð- mundsson, f. 1958, heild- sali, og Ágústína G. Pálm- arsdóttir, f. 1959, húsfr. Kristrún Helga Hafþórsdóttir 40 ára Viðar ólst upp í Reykjavík, lauk BA-prófi í sálfræði, starfar hjá Kex hostel við Skúlagötu og er myndlistarmaður. Systkini: Hilmar Vignir, f. 1967; Sveinn Elvar, f. 1972; Rakel, f. 1982, og Hrannar, f. 1986. Foreldrar: Guðmundur Sigurðsson, f. 1946, fyrrv. starfsmaður hjá Mjólk- ursamsölunni, og Hildur Hrönn Heiðarsdóttir, f. 1950, hundasnyrtir. Viðar Þór Guðmundsson 30 ára Kristmann ólst upp í Reykjavík, er raf- eindavirki og tölv- unarfræðingur og starfar hjá TM Software. Maki: Erla Björk Guðjóns- dóttir, f. 1986, nemi í lög- fræði við HÍ. Sonur: Bjarki Freyr Krist- mannsson, f. 2010. Foreldrar: Jón Þór Krist- mannsson, f. 1957, verk- stjóri við Alcoa, og Jóna Sigurveig Ágústsdóttir, f. 1958, hárgreiðslukona. Kristmann Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.