Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 37

Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 ✝ Kristín Krist-jánsdóttir fæddist í Einholti á Mýrum í A- Skaftafellssýslu 1. mars 1925. Hún lést á Landspítalanum 8. september 2013. Foreldrar henn- ar voru Kristján Benediktsson, f. 11. september 1881, d. 29. mars 1969, og Jóhanna Steinunn Sigurð- ardóttir, f. 22. ágúst 1882, d. 3. desember 1935. Kristín var úr hópi 13 systkina og eftirlifandi eru Unnur Kristjánsdóttir, f 1923, og Steinunn Kristjáns- dóttir Johansen, f. 1927. Þann 26. júlí 1952 giftist Kristín Kristjánsdóttir Gísla Álfgeirssyni bifreiðarstjóra, f. 29. maí 1931, d. 22. febrúar 1997. Hann var sonur hjónanna Olgu Vilhelmínu Sveinsdóttur og Álfgeirs Gíslasonar frá Reykjavík. Kristín og Gísli eignuðust geirsson, f. 8. apríl 1980, giftur Olgu Steinunni Stefánsdóttur, f. 18. ágúst 1975. Börn þeirra eru Sóley Diljá Weywadt Sigurð- ardóttir, Stefán Sævar Wey- wadt og Gísli Snær Weywadt. Yngri er Bjarki Júlí Álfgeirsson, f. 27. ágúst 1987. 3) Ragnar, f. 6. janúar 1956, giftur Valgerði Torfadóttur, f. 7. desember 1955. Dætur þeirra eru tvær. Eldri er Klara Rún, f. 22. maí 1982, dóttir hennar er Ragn- heiður Ísadóra Bjarnadóttir. Yngri er Arna Sigurlaug, f. 14. apríl 1989. 4) Sigfinnur Steinar, f. 30. janúar 1963. Börn hans eru tvö: Eldri er Ýr f. 25. ágúst 1990, kærasti hennar er Pálmi Bragason, f. 7. febrúar 1991, og yngri Ísak, f. 31. október 1993. 5) Ásdís, f. 26. júní 1965. Kristín ólst upp í Einholti á Mýrum í A-Skaftafellssýslu. Ung kona flyst hún til Reykja- víkur þar sem þau Gísli stofnuðu heimili og bjuggu þar alla tíð. Kristín var húsmóðir ásamt því að starfa sem saumakona. Hún starfaði lengst af hjá Herrahús- inu við Laugaveg. Kristín tók mikinn þátt í félagsstarfi auk þess að hafa alla tíð lagt mikla stund á hannyrðir. Útför Kristínar fór fram frá Seljakirkju 12. september 2013. fimm börn: 1) Krist- ján Benedikt, f. 3. júlí 1953, giftur Guðríði Gests- dóttur, f. 15. apríl 1956. Þeirra börn eru: Kristín, f. 6. júlí 1977. Sambýlis- maður hennar er Ólafur Kristinn Ólafsson, f. 18. des- ember 1959. Henn- ar barn er Benedikt Jökull Helgason. Valgerður, f. 3. janúar 1979, gift Bjarka Guð- jónssyni, f. 18. janúar 1978. Þeirra börn eru Óliver og Est- her Emilía. Tinna, f. 28. ágúst 1984, gift Ástþóri Inga Péturs- syni, f. 21. september 1984. Þeirra börn eru Kristján Pétur, Ágúst Fannar og Brynjar Kári. Ívar Marteinn, f. 30. nóvember 1988, og Atli Sigurður, f. 30. nóvember 1988. 2) Álfgeir, f. 26. nóvember 1954. Sambýliskona hans er Guðný Sigrún Eiríks- dóttir, f. 16. janúar 1954. Synir hans eru tveir. Eldri er Gísli Álf- Elsku amma. Í dag kveðjum við ömmu okk- ar eða ömmu í Reykjó eins og við kölluðum hana. Amma var fædd 1925 og var því 88 ára þegar hún lést. Á sinni löngu ævi lifði hún tímana tvenna, allt frá því að búa í torfbæ þar sem kýrnar voru á neðri hæðinni og hituðu upp bað- stofuna á efri hæð, í að búa í upphituðu steinhúsi með raf- magni og að lokum í nýtísku fjöl- býlishúsi í Breiðholti. Amma var svo sannarlega dugleg kona og hún vann alla sína ævi og þá lengst af sem saumakona en amma var lista- kona í höndunum og nutum við þess vel á hennar efri árum. Hún hefur löngum gefið okkur hand- verk eftir sig í jólagjafir og við ýmis tækifæri, góðar, notadrjúg- ar gjafir sem við kunnum svo sannarlega vel að meta. Gjarnan eitthvað sem yljaði okkur. Amma var mikil félagsvera og sótti ætíð í félagsskap annarra, hún mætti í öll afmæli, nú síðast í ágúst hjá langömmubarni, og lét sig sjaldnast vanta á tónleika þar sem við systur spiluðum á fiðlu, selló, trompet eða sungum. Hún naut nærveru fjölskyldunn- ar og henni fannst ekkert síður skemmtilegt að horfa á fótbolta eða handbolta með strákunum sínum. Amma var yndisleg kona og mikil fyrirmynd í lífi okkar systra, hún var ekki bara amma okkar heldur ein af okkar bestu vinkonum. Fyrir bragðið vorum við systur duglegar að hringja í hana og hún í okkur. Það var hringt út af öllu, hvort sem það var bara til að spjalla um heima og geima eða fá prjónaráðlegg- ingar. Hún fylgdist vel með öll- um börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum og hafði allt- af einlægan áhuga á því sem við vorum að gera. Við vorum alltaf svo innilega velkomin inn á heimili þeirra afa og fengum við að njóta gestrisni þeirra. Kannast ekki einhver við kandís, ísblóm, kótelettur, skonsur, ömmukæfu og baunirn- ar? Enginn gerði grænar baunir eins og amma. Svo ekki sé minnst á spilastokkana og kapl- ana. Amma hafði alltaf sínar skoð- anir og við getum ekki neitað því að hún var ákveðin kona. Stund- um enduðu samtöl okkar þannig að við vorum sammála um að vera ósammála. Þeir aðilar sem bæst hafa við í fjölskylduna, þ.e. makar okkar, hafa stundum haft á orði að þvermóðska ömmu gangi greinilega í erfðir. Við, og amma, kjósum að kalla það að vera föst fyrir, ákveðin og ein- örð. Mikið er erfitt að skilja við þig, elsku amma. Við kveðjum þig með miklum söknuði en það má með sanni segja að síðasta vikan okkar saman, þar sem þú þjappaðir enn einu sinni saman allri stórfjölskyldunni, hafi verið bæði ljúf og sár. Það er þó erfitt að hugsa til þess að símtölin og heimsóknirnar verði ekki fleiri. Það verða ekki lengur ömmu- skonsur í boði eða ís á virkum degi. Elsku amma okkar. Takk fyr- ir að vera þú, takk fyrir að vera alltaf elskuleg og nálæg amma okkar og langamma barnanna okkar. Afi tekur eflaust vel á móti þér með faðmlögum, knús- aðu hann vel frá okkur. Allt hið liðna er ljúft að geyma, – láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, – segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum) Kristín, Valgerður og Tinna. Það var í Styrktarfélagi van- gefinna sem kynni mín og Krist- ínar hófust og eiginmanna okkar, Gísla og Magnúsar, góð kynni sem héldust meðan báðir lifðu. Símtölin okkar Kristínar á kvöldin voru mörg og oft löng, umræðan var sameiginlegt áhugamál – velferð þroska- heftra, og ótal margt annað. Kristín var dugnaðarforkur og ósérhlífin, ef ég minntist á það við hana og hrósaði henni svarði hún; þetta er hornfirski þráinn. Hún vann mikið í höndunum á meðan hún gat. Á ég fallega gripi eftir hana úr perlum. Nýlega las ég bók eftir Gunn- ar Benediktsson, föðurbróður hennar, þar segir hann frá æsku- árum sínum í Einholti á Mýrum, þá sá ég glöggt hvaðan hún hafði greind sína og dugnað. Kristín var einstök vinkona, hún var róttæk og föst fyrir, elskaði fósturjörðina, og ég man sálarkvalir hennar þegar undir- búningur Kárahnjúkavirkjunar hófst. Samúðarkveðjur sendi ég til afkomenda þeirra Gísla. Blessuð sé minning hennar. Hallfríður. Kristín Kristjánsdóttir ✝ Sigríður Að-alheiður Jóns- dóttir fæddist á Ísa- firði 5. september 1939. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 4. sept- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Benedikta S. Guðmundsdóttir saumakona frá Gelti í Súg- andafirði, f. 10. apríl 1917, d. 23. febrúar 2007 og Jón Rósant, f. 1927, d. 1981. Sigríður átti einn bróður, Guðmund Þröst Björg- vinsson, f. 6. janúar 1956. Sigríður giftist 4. febrúar 1961 Jónasi Jóhannssyni frá Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu, f. 9. nóvember 1935, d. 14. apríl 2003. Foreldrar hans voru Jóhann Jónasson bóndi í Hrís- um, f. 1898 og Margrét Anna Guðmundsdóttir, f. 1905. Sigríð- ur og Jónas eignuðust fjögur börn. 1) Jóhann Jónasson fyrr- unarstjóri. Börn Atla, a) Hjörtur Mar, f. 29.11. 1993, b) Að- alheiður Diljá, f. 21.12. 1996. Sigríður gekk í barnaskóla á Ísafirði en dvaldist einnig mikið hjá ömmu sinni og afa á Gelti í Súgandafirði. Hún var í skóla á Núpi í Dýrafirði á unglingsárum og einnig var hún í eitt ár í lýðháskóla í Svíþjóð. Árið 1978 útskrifaðist hún sem sjúkraliði og starfaði hún á Landakoti, Borgarspítalanum, en mestan hluta starfsferils síns starfaði hún á Grensási. Sigríður var mjög félagslynd og söngelsk. Hún var virk í kórastarfi seinni hluta ævi sinnar og söng meðal annars með Gospel-systrum Reykjavíkur og síðar Cantabile kvennakór. Sigríður og Jónas byrjuðu sinn hjúskap á Hrísa- teig en fluttu síðan á Kapla- skjólsveg og bjuggu þar í nokk- ur ár. Þaðan fluttu þau í Hlíðarnar og síðan í Sigtún 27 þar sem þau bjuggu rúm 20 ár. Eftir að Jónas dó flutti Sigríður í Ljósheima 6 og bjó þar til loka 2012 er hún fór á hjúkr- unarheimilið Eir. Sigríður verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í dag, 13. september 2013, og hefst at- höfnin kl. 13. verandi verkamað- ur, f. 19.8. 1960, kvæntur Sigríði B. Jónsdóttur hús- móður. Dóttir Jó- hanns a) Anna Jóna, f 2.2. 1988. 2) Benedikt Jónasson verktaki, f. 27.3. 1964, kvæntur Mar- íu Björk Jóhanns- dóttur matráðs- konu. Börn þeirra eru: a) Helga Rós, f.19.7. 1988, dóttir hennar Freyja María Sveinbjörnsdóttir f, 24.8. 2010, b) Hrafnhildur, f. 11.7. 1991 c) Petrína Sif, f. 7.11. 1998. 3) Björk Elva Jónasdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 13.7. 1967, gift Kjartani Kjartanssyni rekstrarfræðingi. Börn þeirra eru a) Jónas Bjartur, f. 16.6. 1991, b) Heiðar Logi, f. 16.6. 1991, c) Arnar Snær, f. 21.12. 2002. 4) Atli Viðar Jónasson járnsmiður, f. 21.7. 1971, maki Þórunn Brandsdóttir versl- Elsku mamma mín. Það er svo erfitt að hugsa til þess að við sjáumst ekki aftur í þessu lífi. Þú sem varst alltaf mín stoð og stytta, hvattir mig áfram þegar þess þurfti og alltaf gat ég leitað til þín þegar eitthvað var að. Þú varst svo góð mamma, alltaf glöð, jákvæð og full af orku og lífi. Þú varst svo sannarlega mín fyrir- mynd og minn besti vinur. Það voru sannkölluð forréttindi að fá að eiga þig sem móður. Það var alltaf svo skemmtilegt að horfa á þig þegar þú mættir í veislur eða önnur mannamót, allt- af brosandi og það hreinlega gust- aði af þér lífsorkan, maður gat ekki verið í fúlu skapi nálægt þér. Svo varstu svo mikil dellukona. Fékkst mikinn áhuga á einhverju einu sérstöku. Ég man eftir þér hlustandi á Linguaphone heilu dagana að reyna að læra tungu- mál, tínandi steina um allt land, þú fylltir heilu kassana af falleg- um steinum. Svo var það söngur- inn. Það kom mér reyndar svolítið á óvart þegar þú fórst í kór, hélt að þetta væri eitthvað sem mundi standa stutt yfir en nei, þarna eignaðist þú marga nýja vini, fórst með þeim til New York,New Or- leans, Ítalíu og fleiri staða til þess að syngja á. En svo dó hann pabbi 2003 og það hreinlega brast eitthvað mik- ið í hjartanu þínu. Lífsgleðin minnkaði en þú varst áfram svo dugleg og jákvæð. Svo greindist þú með þennan hræðilega Levy- sjúkdóm og þá varð ekki aftur snúið. Við skiptum um hlutverk, ég varð þín stoð og stytta og þú leitaðir til mín þegar eitthvað var að. Sjúkdómurinn gekk hratt fyr- ir sig og núna ertu komin yfir móðuna miklu. Ég mun ávallt geyma þig í hjartanu mínu. Guð geymi þig. Þín dóttir, Björk. Sigga mín, þó ég vissi að þú værir orðin mikið veik bjóst ég ekki við því að við mundum ekki hittast einu sinni enn til að spjalla saman og rifja upp gamla daga frá Ísafirði og úr sveitinni hjá ömmu og afa á Gelti en þaðan eru marg- ar skemmtilegar minningar. Þú ólst upp í lítilli fjölskyldu en þið Jónas eignuðust fjögur börn og er fjölskyldan þín nú orðin stór. Ég var heimagangur hjá ykkur Jónasi í Kaplaskjólinu, oft erum við búnar að hlæja að því þegar þú varst að elda ávaxta- grautinn. Við reyndum líka að fá uppskrift að þriggja lita tertunni sem okkur fannst svo góð þegar við vorum stelpur en það virtist enginn annar muna eftir henni svo við gátum aldrei bakað hana. Þið Jónas komuð fram við mig eins og ég væri systir þín en ekki frænka, buðuð mér í bíltúra og á völlinn að horfa á fótbolta, leyfðuð mér að þvo og strauja þvottinn minn og vera með ykkur. Þú fórst rétta leið þegar þú fórst að læra til að verða sjúkra- liði, það starf átti svo vel við þig og veit ég að sjúklingarnir dáðu þig. Það var svo gott að vera nálægt þér; alltaf svo glöð og brosandi. Ég man ekki eftir því að þú brýndir raustina. Ég man að þú teiknaðir falleg- ar myndir þegar þú varst stelpa og talaðir einmitt um að fara að mála á postulín þegar þú hættir að vinna en heilsan hvarf áður en af því varð. Með þessum fátæklegu línum vil ég þakka allt það sem þú hefur gert fyrir okkur hjónin og börnin okkar. Það var ekki sjaldan sem þið leyfðuð okkur allri fjölskyld- unni að gista þegar við vorum á ferð í Reykjavík. Börnum þínum, þeim Jóhanni, Benedikt, Björk, Atla og fjölskyldum þeirra og Guðmundi Þresti bróður þínum votta ég innilega samúð. Það er gott að muna góða konu. Ég mun sakna þín. Þín frænka Steinunn Annasdóttir. Sigríður Aðalheið- ur Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Mín fyrsta minning er tengd minni kæru frænku Sigríði Aðalheiði eða Siggu frænku eins og við kölluð- um hana. Við vorum systra- dætur og var alltaf gott samband á milli fjölskyldn- anna. Ég á henni margt að þakka. Að leiðarlokum þökkum við Kristján frænku minni samfylgdina og sendum börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Einnig bróður hennar Guðmundi Þresti. Bergþóra Annasdóttir. Góður kunningi er horfinn á braut, en minningarn- ar geymast. Ég hafði um nokkurn tíma unnið í Villingaholtshreppi og meðal annars dáðst að hinni glæsilegu og vel við höldnu Vill- ingaholtskirkju þegar ég bankaði Svavar Bragi Bjarnason ✝ Svavar BragiBjarnason fæddist á Kollafossi í V-Húnavatnssýslu 25. nóvember 1931. Hann lést á heimili sínu 23. ágúst 2013. Útför Svavars fór fram frá Sel- fosskirkju 3. sept- ember 2013. upp á hjá Svavari til að kaupa egg, en þá rak hann hænsnabú. Á móti mér tók Bára, sem lengi var hans helsta stoð og félagi, en inni sat hár og virðulegur höfð- ingi með vindil, sem tilkynnti djúpri röddu að ég fengi engin egg fyrr en ég hefði þegið kaffi. Kaffispjall okkar varð langt; upp- hafið að traustri vináttu. Svavar var einstakur maður; sannur sjálfum sér og hreinskipt- inn á allan hátt. Áræðinn eldhugi sem tók þó aldrei ákvarðanir nema að vel yfirlögðu ráði, og þeim var fylgt vel eftir. Ná- kvæmni, hagleikur og snyrti- mennska var honum í blóð borin, eins og meðal annars má sjá á öllu hans mikla og fórnfúsa starfi sem vörður og verndari Villingaholts- kirkju. Hann kunni vel að meta tryggð og hreinskilni í fari ann- arra og bjó vel að slíku sjálfur. Við Svavar áttum gott sam- starf. Voru ófáir þeir morgnar þegar árrisulustu morgunhanar voru vart búnir að losa svefn en Svavar birtist í dyrum Skólatúns. Oftar en ekki búinn að leysa eitt- hvert viðfangsefni sem við var glímt þá stundina og vildi hefja framkvæmdir. Honum var ekki að skapi að geyma verk sem hægt var að ljúka og vandamálin voru til að leysa þau. Svavar á þátt í ýms- um framförum sem urðu í Þjórs- árveri á mínum starfstíma og ég tók við góðu búi í umsjón Villinga- holtskirkju þegar hann flutti burt. Ég hef, í starfi mínu á vettvangi hugvitsfólks, rekist á marga snjalla hugsuði og frumkvöðla. Einn þeirra var Svavar, enda þótt hann teldi sig sjálfur ekki til hug- vitsmanna. Hann er engu að síður höfundur uppfinningar sem bætt hefur lífskjör víða um heim, en það er fláaskóflan. Svavar vann um tíma við framræslu í heimasveit sinni í Húnavatnssýslu og eignað- ist þá fyrstu gröfu landsins með fastri bómu. Ekki nóg með það, heldur hannaði hann nýja gerð af skóflu sem skilaði hallandi bökk- um og var mikil framför frá fyrri kassaskóflum. Ekki hirti hann um einkaleyfi á þessari uppfinningu; þetta var bara viðfangsefni sem leysa þurfti. Þegar ég ritaði bók- ina „Hugvit og hagleikur“ í tengslum við samnefnda sýningu var Svavar tregur til að leyfa um- fjöllun um þessa uppfinningu. Öðru máli gegndi þegar ég hóf að vinna að minni eigin hugmynd. Þá var enginn áhugasamari en Svav- ar. Í heimsóknum okkar Guð- bjargar í Grafarholtið vildi hann alltaf ræða mitt verkefni og oftast var ég vel nestaður af hollráðum. Síðast hringdi hann tveimur dög- um fyrir andlátið, til að óska mér til hamingju með fyrstu sjópróf- anir hverfilsins. Við ákváðum þá að hittast fljótlega. Nú er ljóst að sá fundur verður ekki í Grafar- holtinu, en jafnljóst er það í mín- um huga að við Svavar eigum eftir að taka gott kaffispjall á öðrum stað og í annan tíma. Við Gugga vottum öllum að- standendum innilega samúð og kveðjum góðan vin með söknuði. Valdimar Össurarson. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram munu bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Guð blessi minningu þína. Þínar Lóa og Margrét.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.